Leita í fréttum mbl.is

Bilun að bloga um Wino en ég geri það samt

Amy Wino er farin úr meðferð (hva, þær virðast ekki haldast þar inni stelpurnar í frægðarbransanum) var í viku eða eitthvað. ´

Hún ætlar að flytja inn á Osborne fjölskylduna.  Mér finnst það svona álíka gáfulegt að koma út af Vogi og fá að sofa á Kaffi Stíg.  Ef ekki verra.  Það er svona sirkabát stórbilaðasta familía sem um getur.  En þar heldur Amy að  hún geti haldið við edrúmennskunni, sem vart er til staðar eftir viku afvötnun.  Ég veit ekki einu sinni af hverju ég er að blogga um þetta, ég er bara svo gáttuð.

Amy er ein af mínum uppáhaldssöngkonum og mér hefur þótt sárt að sjá hana í heimspressunni fárveika, allt að dauða komna.  Hún hefur troðið í nefið á sér fyrir framan ljósmyndara, á sviðinu og hvar sem er, öll sjálfstjórn horfin.   Heróín í spilinu, verra verður það varla.  Það er kistan næsta.

Burtséð frá því að hún ætlar að dvelja hjá hinni raunverulegu Adamsfamily, þá neita kanar henni um vegabréfsáritun.  En stelpan er tilnefnd 5 eða 6 Grammyverðlauna.

Ég alveg: Ætli þeir haldi að hún sé hryðjuverkamaður, eða neita þeir fólki um vegabréfsáritun til heilaga landsins, vegna lélegra mannasiða?  Kannski kæmi mér ekki á óvart.  En ástæðan er sú að Amy var með gras á sér í Noregi.  Hvern fjandann kemur Bandaríkjunum við hvað fólk gerir í Noregi?

Burtséð frá því þá er það nánast þjóðaríþrótt í USA að reykja gras.

Ég er ekki að draga úr alvarleika kannabis  Veit að það er stórhættulegt dóp, eins og öll hin, en þetta er svo leim.  Hún er að koma fram á tónlistarhátíð og fer beinustu leið til Ossie og Sharon eftir þá uppákomu (GMG).

Hvað um það Amy er með betri söngkonum nútímans en ef ekki fer að rofa til í neyslumálunum, þá verður hún bara það, ung söngkona með ótrúlega hæfileika.

Ég skelli henni á bænalistann hjá mér í kvöld.

Hér er titillagið af plötunni hennar Back to Back og vá hvað hún syngur stelpan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu...þú fylgist ekki með! Osborne-inn er á snúrunni!! Kannski ekki svona langri eins og þú.... en snúra samt!

Heiða B. Heiðars, 8.2.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Tiger

Ég er viss um að henni hefur verið neitað um vegabréfsáritun vegna þess að hún er - hefur ekki verið - góð fyrirmynd hvað líferni/neyslu varðar. Ég myndi ekki vilja að ungar stúlkur tæki hana sér til fyrirmyndar - nema hvað sönginn varðar því þar er hún stórkostleg.

Samt, ömurlegt til þess að vita að stúlka sem er að reyna að fóta sig - lendi inná siðlausustu, orðljótustu og fríkuðustu fjölskyldu ever. Þar á hún ekki að vera og þaðan mun hún ekki ná að standa sig. Hún mun ekki fá góða leiðsögn hvað nýtt líferni varðar frá þessari undarlegu fjölskyldu sem sannarlega má kalla "Adamsliðið".

Tiger, 8.2.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er það ekki bara stelpuskottið sem er á snúru?  Ekki kallinn er það?  Þá er farið að frjósa einhversstaðar.  Ég fylgist ekki með selebbbbunum Heiða mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Aumingja Amy

Kannski ætlar frú Osborne að tuska hana til ...ekki lítið sem sú kona getur nöldrað og ráðskast með liðið! Er auðvitað vön að díla við Kelly og Jack!

Laufey Ólafsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún syngur rosalega vel, maður verður bara að vona að hún taki sig á stelpuskottið, þetta er bara sorglegt að sóa svona hæfileikum.  Ég deili nú áhyggjum þínum með að The Osbornes séu ekki bestu félagar þegar fólk er á leið á snúru eða vagn.  En gangi henni vel, segi ekki annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær söngkona

Jónína Dúadóttir, 8.2.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.