Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Vakna ég upp við það einn morguninn að það vantar menn í vinnu hjá Impregilo....
..og það verður auglýst eftir þeim inni á minni síðu?. Eða jafnvel auglýsing um skráningu í heimavarnarlið Björns Bjarnasonar, eða eitthvað ámóta ógeðfellt, að minu mati?
Nú er komin hér inn auglýsing á mína síðu frá einhverju NOVA sem ég veit ekki hvað er, og ég hef ekki verið spurð, hvað þá að mér sé borgað fyrir að síðan mín sé tekin undir auglýsinguna.
Auðvitað blogga ég hjá Mogganum, en er ekki síðan mín? Er hægt að setja einhverja geðþóttatexta og auglýsingar inn á síðuna að mér forspurðri.
Mér finnst þetta stór mál og það er lágmarkskurteisi að láta mann vita og gefa manni möguleika á jái eða nei, nema auðvitað að við séum bara aumir hornkarlar og kerlingar hér á blogginu.
Það hlýtur að vera hægt að sýna bloggurum þá lágmarksvirðingu að setja sig í samband við okkur og láta okkur vita hvað er í gangi.
Hvað fæ ég inn á bankabókina mína fyrir ómakið. Flettingar síðustu viku hjá mér voru rúmlega 32.000 og ég er að slaga í milljón heimsóknir á heilu ári.
Kommon, give me a break.
Ég er hérna..
Svara Jenný Önnu og öðrum bloggurum eins og Heiðu sem vilja vita
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég fékk svar frá þeim á mbl. og þetta verður svona í framtíðinni
Heiða B. Heiðars, 7.2.2008 kl. 14:36
Þetta er komið hjá okkur öllum! moggamenn hljóta að fá dágóða summu fyrir þetta, það er nú lágmark að borga okkur prósentur
Huld S. Ringsted, 7.2.2008 kl. 14:41
Ætli það styttist ekki í að mbl fari að rukka bloggara fyrir að fá að nota þeirra kerfi? Bara spyr....
Markús frá Djúpalæk, 7.2.2008 kl. 14:44
Piff. Nú ætla ég alltaf að bloggnöldra yfir fyrirtækjunum sem auglýsa þarna.
( Verst ég hef ekkert slæmt að segja um Nova )
Fröken M, 7.2.2008 kl. 14:44
Markús: Það væri mun skárra að borga eitthvað smotterí fyrir bloggið en að hafa þetta. En jæja, vonandi eru sem flestir með ad blocker.
Fröken M, 7.2.2008 kl. 14:45
Æi, ég er nú svo heppinn að taka bara aldrei eftir auglýsingum sem settar eru svona inn í óþökk notenda. Samt er ég sammála því að lágmarks kurteisi hefði verið að tilkynna þeim sem miklar fléttingar hafa um breytingar.
Hver veit, kannski verða þessar breytingar til þess að moggabloggarar fara að blogga hjá visi.is eða einhvers staðar annars staðar.
Er sammála þér Jenny með að ef ég héldi út síðu sem hefði eins mikla heimsóknahrinu og þín síða hefur þá finnst mér að "vinsæli bloggarinn" ætti skilyrðislaust að fá "prósentu". Í það minnsta fyndist mér að frí áskrift að Mogganum ætti að detta inn um lúguna - eða aðgangur að blogginu hans Björns Bjarna, svona til að geta kvittað þar af og til.
Tiger, 7.2.2008 kl. 15:20
ja hérna hér. Einhverja summu hefur Nova þurft að borga til að yfirtaka hverja einustu bloggsíðu á mbl.
Og bara svo það sé á hreinu.. ég myndi sko aldrei borga krónu fyrir að vera með síðu hérna. Sko bloggsíðu
Jóna Á. Gísladóttir, 7.2.2008 kl. 15:21
Jenný Nova er símafyrirtæki,
mundi heldur ekki borga fyrir að blogga hér
Þessar auglýsingar pirra augað, en
ætli maður venjist þessu ekki?.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 16:00
Nova lætur sér ekki nægja að yfirtaka Lágmúlann, það er ekki hægt að fá bílastæði þar lengur vegna þessa fyrirtækis, heldur ryðjast þeir inn á bloggsíður líka.
Það verður engin vandi fyrir okkur að flytja eitthvað annað með bloggið og við gerum það bara!
Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 16:05
Næst verður rukkað 1 króna á gest!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 16:42
Hvað í andsk.!! Hvernig fær maður sér blocker til að sjá þetta drasl ekki?
Berglind Inga, 7.2.2008 kl. 17:53
Ég þoli ekki auglýsingar og alls ekki hreyfiauglýsingar. Þær fara eitthvað illa með jafnvægisskynið hjá mér. Verst þoli ég auglýsingar sem troðið er upp á fólk gegn vilja þess.
Spurning hvað hægt er að gera...
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 18:02
Fara í Tools og Manage- Add-ons, síðan Enable/Disable Add-ons þá getur þú valið um að Enable eða Disable Shockwave Flash Object. Gerðu Disable og þá hverfur allt draslið.
Ok bæ.....
Þröstur Unnar, 7.2.2008 kl. 18:09
Takk, Þröstur Unnar - þetta svínvirkaði!
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 18:16
Er ekki bara spurning um að flytja sig eða krefjast þess að hafa eitthvað með auglýsingarnar að segja sem eru settar inn á bloggið. Ég man í upphafi moggabloggs þá hrósaði ég þeim einmitt fyrir að vera ekki að troða auglýsingum inn á bloggsíðurnar. Og hvatti fólk þar af leiðandi til að nota þetta kerfi.
Mér finnst þetta skammarlegt og hef ekki áhuga á að hafa neinar auglýsingar á mínu bloggi. Bloggið eykur traffík á mbl.is og ætti það að vera þeim nægjanlegt. Meiri traffík, meira hægt að rukka þá sem auglýsa.
Hvernig væri að allir tækju sig saman og læstu bloggunum sínum í einn dag... til að mótmæla. Það er ekkert mál og aðeins um einfalt stillingaratriði að ræða.
Ég skal setja leiðbeiningar seinna inn á bloggið mitt ef fólk hefur áhuga á að gera eitthvað í þessu.
Birgitta Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 18:19
Ég sendi fyrirspurn á blog.is og hef ekkert svar fengið. Munur en Heiða hehe.
Ekki vitlaus hugmynd Birgitta, en hvað með samtakamáttinn hann hefur hingað til ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Pælum í þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 18:24
En - ef maður disablerar shockwave-inn þá lokast líka á tónlistarspilarara s.s. youtube......
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 18:24
já Hrönn, um það stendur valið í augnablikinu.
Þröstur Unnar, 7.2.2008 kl. 18:27
lásí val....
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 18:42
Bara blocca þetta út stelpur mínar og hætta að pirra sig á smámunum.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:50
Það kostar nú eitthvað að halda þessu bloggbatteríi gangandi og ekki borgið þið krónu fyrir að fá að vista allar ykkar bloggfærslur hér. Mér finnst þetta eiginlega bara frekja að vera að nöldra yfir þessu. En þeir hefðu svo sem mátt láta vita af þessu með einhverjum fyrirvara svo frekjurnar gætu fært sig til einhvers annars þjónustuaðila sem er ekki búinn að fatta að svona dæmi fer að kosta allt of mikið þegar það stækkar.
Dabbi (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:53
Það eru auglýsingar á minningarsíðu Hauks míns á blog central. Það fer mis mikið í taugarnar á mér.Ég væri til í að fá pening fyrir auglýsingu á minni síðu.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:56
Þú þarna Dabbi, víst greiðum við fyrir plássið hér, allavega þeir sem blogga eitthvað að ráði.
Þröstur Unnar, 7.2.2008 kl. 19:02
Við hljótum að geta samhæft okkur:) Pælum í þessu Jenný... hvaða vikudagur halar inn mestri traffík hjá mbl.is, það væri auðvitað besti dagurinn. Þeir sem vilja taka þátt í þessu gætu bloggað um það. Gætum undirbúið þetta. Þetta flokkast meira að segja undir uppáhaldsmótmælaaðferð landans. Þeas þögul mótmæli:)
Birgitta Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 19:22
Af meðal annars þessari ástæðu er ég að setja upp mína eigin síðu, auk sem ég vil ekki vera háður öðrum og hafa höfundarrétt yfir mínu eigin efni.
Það einkennilega er að mbl.is bannar bloggurum að nota síður sínar í auglýsinga- eða atvinnuskyni! Það er auðveldara að gefa heilræðin en halda þau.
Ég er með Firefox-vafrann með Ad-block. Ég sé ekki eina einustu auglýsingu á mbl.is og finnst það mikill munur að geta lesið fréttir í friði. Þessi leið virkar og þið getið skoðað YouTube án óþæginda.
Slóðir:
Firefox. Adblock .
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 19:24
Ég er nú soddan furðufugl að þetta pirrar mig ekkert, læt sem ég sjái það ekki.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 19:49
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Bjarndís Helena Mitchell, 7.2.2008 kl. 19:52
Ég nota Firefox með Adblock viðbót. Þar er gefinn sá kostur að skilgreina sjálfur síu (filter). Til að losna við Allar auglýsingar á Mbl.is skilgreinir maður eftirfarandi síu. http://www.mbl.is/*
Ekki gleyma stjörnunni í lokin.
Prófið þetta.
Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:07
Þessi tekur út flestar auglýsingar: */augl*/*
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 20:10
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:11
haha!! Gat fjarlægt hana og samt sé ég youtube nananananana
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 20:27
Takk Theódór
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 20:27
Ekkert að þakka, vonandi nýta sem flestir sér þetta.
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 20:32
Málið er að þó þið blokkið auglýsingarnar - þá eruð þið bara að gera það á tölvunni ykkar. Allir aðrir sem heimsækja síðuna ykkar, og eru ekki með adblock, sjá auglýsingarnar. Eini munurinn er sá að þá hafið þið ekki hugmynd um hvað þið eruð að troða uppá fólk sem vill bara fá að lesa skemmtilegt blogg.
Jenný gæti einn daginn verið að auglýsa, ef ekki Goldfinger, þá nýja sportbar klámsjúkdómsins úr Kópavoginum
Elisabet R (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:15
Jamm, þetta er nú meiri bölvaður frekjugangurinn
Er nokkuð annað en að láta boðskapinn berast um hvernig losna á við þetta af skjánum? Síðan stefnir þetta í að verða "heit umræða" og þá er spurning hvort umsjónaraðilar sjái að sér þegar í ljós kemur að þetta veldur almennri óánægju og missir að auki marks vegna almennrar blokkunar.
Haraldur Rafn Ingvason, 7.2.2008 kl. 21:20
Eigum við ekki að byrja á að senda blogginu bréf með útskýringabeiðni? Svo sjáum við til.
Hva, Elísabet ég myndi auglýsa hann geira með mikilli ánægju, þ.e. ef það væri búið að taka hann úr umferð. Muhahahahahahahhaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 21:24
Þetta er góður punktur hjá Elísabetu. Það er betra að vita hvað maður er að auglýsa.
Annars er ég hættur að nota mitt eigið blogg að mestu leyti og þessi auglýsingaafglöp Morgunblaðsmanna styrkir mig enn frekar í þeirri ákvörðun.
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 22:06
Það sem ég sé ekki - það er ekki.........
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 22:15
Búin að fá svar frá Árna Matt., skildi það ekki alveg en það meikar sens.
Skrifið og fáið svar. Get ekki verið að klístra pósti á mig út um allt blogg.
Jenfó
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 22:49
Orðrétt úr skilmálum blog.is:
Með því að staðfesta þessa skilmála er notandi að staðfesta að hann beri ábyrgð á öllum skrifum, myndbirtingum, myndbandabirtingum og öðru efni sem birtist á síðu hans. Óheimilt er að birta á síðum efni sem særir blygðunarsemi manna. Morgunblaðið ber á engan hátt ábyrgð á því sem notandi eða þeir sem heimsækja síðu notanda setja á síðu notanda.
Óheimilt er að senda ruslpóst (spam) og auglýsingar í gegnum kerfið eða að nota það á annan hátt í atvinnuskyni.
Ég get ekki séð hvernig þessi ákvæði geta verið samrýmanleg.
Eru notendur blog.is ábyrgir fyrir þeim auglýsingum sem birtast á bloggsíðum?
Á kannski ákvæðið um auglýsingabannið bara við notendur, ekki eigendur kerfisins?
Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 22:51
Sæl vertu Jenný.
Eins og ég nefndi í póstinum til þín og hægt er að sjá á kerfisblogginu þá stóð alltaf til að hafa auglýsingar í hægri dálki á blogginu og þar voru líka auglýsingar allt fram til apríl sl. Hugsanlega hafa einhverjir af þeim sem nú lýsa óánægju sinni stofnað bloggsíður eftir það, en þeir sem settu upp síður fyrir þann tíma hafa þá gert það á meðan auglýsingar voru í þessu plássi.
Blog.is er ókeypis þjónusta og ekki er annað fyrirhugað en að svo verði áfram. Einhverjar tekjur þarf þó til að reka kerfið og von okkar er sú að auglýsingar á jaðrinum dugi til.
Ég bið að heilsa Einari.
Árni Matthíasson , 8.2.2008 kl. 07:52
Dabbi, Wordpress.com og blogspot.com eru nú taaaaaaalsvert stærri (og eldri) þjónustur en Moggabloggið og ókeypis í þokkabót. Ekki tek ég eftir auglýsingum þar...
Velkomin á wordpress, þar er gott að vera!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 00:28
Þú tekur ekki eftir auglýsingum á Wordpress, Hildigunnur, en Wordpress hefur tekjur af viðbótarþjónustu sem notendur geta keypt.
Það gengur upp vegna þess að notendur þar eru taaaaaaalsvert fleiri en notendur á mbl.is og reyndar eru bloggarar á Wordpress þrefalt fleiri en Íslendingar allir.
Blogspot hefur líka sitt tekjumódel sem gengur upp vegna þess að það starfar á markaði sem er meira en þúsund sinnum stærri en markaður fyrir blogg á íslensku.
Árni Matthíasson , 9.2.2008 kl. 12:16
Fólks, bætið við, sem viðbót í firefox plugin sem kallast flashblock. Þá ráðið þið sjálf hvort flash spilast eða ekki.
Einar Indriðason, 11.2.2008 kl. 21:25
Vitið þið það að ég tók ekkert eftir þessum auglýsingum fyrr en einhver fór að tala um það hérna á blogginu, er greinilega hálf blind
Guðborg Eyjólfsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:10
Einfaldasta leiðin til að losna við þetta er að nota Opera vafrann, hægrismella á síðuna og velja 'block content' Smella síðan á það sem þið viljið losna við að horfa á.
Vafrinn er ókeypis á www.opera.com
Tómas (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.