Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Það er út úr kortinu að auglýsa Bítlatónleika - er þetta hoppandi ábreiðulið með mikilmennskubrjálæði?
Ég elska Bítlana, þeir eru jafn stór hluti af æsku minni og ég sjálf, svei mér þá. Þeir ásamt fleiri tónslistarmönnum mörkuðu ný spor í unglingamenninguna, breyttu lífi unglinga víða um heim. en því miður, þá eru tveir þeirra látnir.
Ég fékk stingi í hjartað þegar ég sá þessa frétt á mbl.is. "Miðasala hefst á Bítlatónleika í Höllinni". Nú er ég ekki svo vitlaus að mér hafi dottið í hug að Lennon og Harrison, hafi stigið af himnum ofan til að koma saman með hinum eftirlifandi Bítlum, mér fannst þetta bara óþægilegt.
Svo krullaðist ég upp. Tina Turner sjó, Queen sjó, Abba, Elvis og Frank Sinatra. Allt gert af eftirhermum, og stundum svo illa að maður fær kjánahroll.
Mér skilst að svona sýningar séu vinsælar á Broadway á árshátíðum og sollis, þar sem margir eru í glasi og þolþröskuldur fólks fer niður úr öllu valdi.
Jón Ólafsson, píanóbóndi stendur fyrir þessum "bítlatónleikum" um klúbb hinna einmana hjarta.
Það er ekki lítið í lagt, Simfó, Rokkhljómsveit Jóns Ólafssonar ásamt fremstu söngvurum landsins (sem eru hverjir?).
þetta er brilljant auglýsing því fréttin byrjar á hvernig hægt er að ná sér í miða með afslætti og í lokin stendur
"Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og lýkur um kl. 22.30. Húsið verður opnar kl. 19. Eitt hlé er á tónleikunum. Áfengisveitingar frá Vífilfelli verða í hléi."
Þetta eru sem sagt ábreiðutónleikar í stærri kantinum og Kók býður upp á búsið.
Ég er yfirleitt ekki hrifin af ábreiðum, nema til að draga þær yfir mig og það ætla ég að gera í þessu tilfelli.
Hver verður næsta fórnarlamb. THE ROLLING STONES?
Djö býð ég spenn eftir hver "af fremstu söngurum landsins" verður látinn taka Jagger?
Það má kalla mig neikvæða og ég er það svo sannarlega þegar svona eftirhermusjó eru anars vegar, amk. hér á Íslandi. Hef séð eitt og það dugði mér fyrir lífstíð, svo hefur maður fengið brotum úr þessum hroðbjóði skellt yfir sig úr sjónvarpinu líka, hjálp mér Óðinn.
Mér finnst eins og það sé verið að ná sér í auðfengna peninga með svona aðgerðum. Leyfi mér að halda því fram.
Svo á Mogginn ekki að auglýsa dulið í formi frétta.
Arg
Æl í bjóðinu.
Úje
Miðasala hefst á Bítlatónleika í Höllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Auðvitað er þetta bara gróðasjónarmið og ekkert annað Ég fer ekki á eftirlíkingar heldur, mér leiðist þær
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 11:31
Ég hef séð og heyrt hljómsveitina Buff breiða sig yfir Pink Floyd og heyrt þá sinna Páli McCartney og verð að viðurkenna að það var tær snilld. En mikið skelfingarósköp þurfa menn að vanda sig til að skemma ekki ábreiðuna.... þetta fagursaumaða Kvilt.
Markús frá Djúpalæk, 7.2.2008 kl. 11:39
Allt saman business
M, 7.2.2008 kl. 11:46
Og miðinn kostar bara 9.000 krónur á mann, hvað mætti hann þá kosta á orginalinn
Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 12:02
Hvað er ekki business? Á að halda dægradvölinni og skemmtunum úti í sjálfboðavinnu? Er ekki eitthvað galið við viðhorfin hérna mín kæra Jenný? (Ekki hvæsa)
Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2008 kl. 12:04
Það er nú ekkert óalgengt að það kosti tugi þúsunda á tónleika hjá stærstu nöfnunum.
Markús frá Djúpalæk, 7.2.2008 kl. 12:08
Ég er ekki að mena Jón Steinar, að menn eigi ekki að taka greitt fyrir vinnu sína. En ég hef svona á tilfinningunni að þetta sé á þessa leið: Okí, nú vantar deneros, hverjum eigum við að herma eftir næst.
Sínfónían gerir þetta ekkert merkilegra í mínum augum. Amatorar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 12:10
Súmí, en ég er ekki að pissa á mig af hrifningu yfir "fremstu söngvara landsins" nema að hann heitti t.d. Mugison
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 12:12
Sammála þér svona getur orðið þvílíkt antiklíma að maður
eiginlega verður tómur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 12:17
Þarna er Jón Ólafsson að ráðast á garðinn þar sem hann er allra hæstur og á hann heiður skilið fyrir að þora því, þó að auðvitað ráði eingöngu gróðasjónarmið hjá honum rétt eins og með Lennon hljómleikana í fyrra. Ég fór á Lennon hljómleika Jóns og þar var margt vel gert en annað var miður t.d. söngur Björns Jörundar og svo IKEA-söngur Jóns sjálfs. Ég ætla bara rétt að vona að Eyjólfur Kristjánsson verði eingöngu notaður í bakraddir þarna, því að hann er alltof væminn söngvari til að syngja aðalraddir bítlalaga.
Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:46
Þeir ætla sennilega að höfða til okkar kynslóðar, miðað við verðið á aðgöngumiðunum!
Ég sé okkur í anda, afana og ömmurnar flykkjast á "Bítlatónleika", þar sem "fremstu söngvarar landsins", sem flestir eru nokkuð yngri en við, reyna að koma okkur í alvöru bítlaham!!
Ekki það að ég sé ekki ánægð með að tónlistin þeirra snerti við hjörtum "unga fólksins" í dag. Ég vil bara falla í minn trans heima í stofu og horfa á mína "einu og sönnu" í (heilögum) anda!
Sigrún Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 12:53
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef þónokkuð gaman af svona uppákomum. Hef séð eitt og annað hérna heima en líka erlendis og þó mikið vanti uppá að tónaflóð og raddir séu líkar því upprunalega - þá eru margir sem ná því að skemmta manni bara nokkuð vel.
Ég á hálfbróður sem hefur tekið þátt í svona skrílslátum og verið aðalsöngvari í góðu showi. Þar með er ég kannski orðinn hlutdrægur og ekki fær um að meta þessar uppákomur. Samt á einhvern hátt tekst mér að hafa gaman af og horfa/hlusta á þessar sýningar sem ég hef séð með bjartsýni og skemmtun í huga.
Ef góðir söngvarar eru sannarlega á ferðinni þá ættu þessar sýningar að skila til manns þokkalegri skemmtun. Sannarlega eru til misheppnuð show sem engan vegin eru peninganna virði, en við eigum til góða söngvara og ef þeir eru settir í forsæti þá ætti útkoman að vera fín.
Tiger, 7.2.2008 kl. 12:58
Þetta er ekki á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands ;)
Heiða B. Heiðars, 7.2.2008 kl. 13:46
Sjúkkít.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 14:03
Sæl Jenný Anna,
Ég sá bloggið þitt um "Bítlatónleikana" þar sem þú virðist vera hálf niðurdregin yfir þessari fyrirsögn Moggans um að forsala sé að hefjast á Bítlatónleika. Þarna er Mogginn að túlka þær upplýsingar sem honum berast og því ekki hægt að saka verkefnið sem slíkt um að vera að auglýsa sig á fölskum forsendum, eins og þú vilt meina. Heiti verkefnisins er: Meistaraverk Bítlanna, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band. En þessi hljómplata er af mörgum talin ein sú merkasta í tónlistarsögunni og því ekki um þunna plastábreiðu að ræða heldur gríðarlega metnaðarfullt verkefni sem á sér fáa líka hér á landi.
Hinsvegar hvað þetta varðar þá held ég að enginn mundi kippa sér upp við það ef auglýstir yrðu Bach-tónleikar, Beethoven-tónleikar, Mozart-tónleikar eða Jóns Leifs tónleikar. Bítlarnir eru löngu orðinir klassískir og það skilja allir samhengið og enginn heldur að þessir menn muni standa á sviðinu og flytja tónlist. Svo veistu líka að Bítlarnir eru íslenskt heiti yfir The Beatles þannig að hljómsveitin Bítlarnir hefur aldrei verið til í raun - en auðvitað voru þeir til og verða alltaf stór hluti af tónlistarsögunni. Og Bítlarnir eru ennþá að breyta heiminum og þar er ég sammála þér og elska þá líka!
En ég stend semsagt fyrir þessum tónleikum og mér finnst leiðinlegt hvað þú tekur harkalega til orða varðandi verkefnið og dregur upp miður skemmtilega mynd af einhverju sem þú hefur líklega ekki kynnt þér nægilega vel - en hér geturðu t.d. lesið meira um það: http://www.beatles.is/ eins og t.d. komist að því hverja Mogginn nefnir sem fremstu söngvara landsins.
Þetta verkefni á auk þess lítið sameiginlegt við þær ábreiðusýningar sem þú nefnir, með fullri viðringu fyrir þeim - því þær eiga líka sína aðdáendur og markhóp. Hér er tónlistin númer eitt tvö og þrjú og allt gert til þess að flutningur hennar verði framúrskarandi. En auðvitað er markmiðið líka að skemmta áhorfendum eins og Bítlarnir gerðu betur en margir!
Ég bið þig jafnframt vinsamlegast að vera ekki ónærgætin hvað verkefnið sem slíkt varðar. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að verkefni af þessari stærðargráðu er afskaplega dýrt í framkvæmd og enginn fer útí slíkt í von um skjótfenginn gróða eins og þú vilt meina. Við sem stöndum að þessu gerum það fyrir eigin reikning og áhættu og án allra opinberra styrkja og fáum enga styrki frá öðrum einkafyrirtækjum og því er ljóst að mjög mikilvægt er að áhorfendur láti sjá sig svo allt gangi nú upp. Við erum hinsvegar í samstarfi við marga góða aðila eins og Vífilfell sem þú nefnir en það fer fjarri því að "kók sé að borga brúsann" eins og þú heldur. Ég held einmitt að margir áhorfendur verði ánægðir með að vita að veitingar verði í hlénu svo hægt verði að gleðjast saman yfir glæsilegum viðburði.
En að sjálfsögðu hefur þú allan rétt til að segja þína skoðun á þessu verkefni, en ég er bara að óska eftir því að fólk sé ekki að fara framúr sér í því að rífa niður annarra verk án sýnilegra ástæðna.
All you need is love!
Sigurður Kaiser
Sigurður Kaiser (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:43
Og hananú Jenný Skamm skamm.
Martein Mosdal sem einræðisherra. Ein ríkisskoðum leyfð!!!!
Það er eins og fólk megi ekki segja sitt álit orðið í þessu landi. Og hvað með það þótt einhverjir leggi peninga í púkkið. Má ekki hafa skoðun á neinu ef einhver hefur lagt peninga í málið? Maður fer að hugsa um kvótann. Ekki má tala um að afnema hann, því þeir ríku yrðu þá ekki eins ríkir áfram.
Það er vandmeðfarið að gera svona stóra " þema" tónleika svo vel sé, það er laukrétt. Tek undir það líka sem fyrrverandi atvinnumúsikant að tími sjálfboðamennskunnar er liðinn. Í þessu tilfelli er verið að leggja áherslu á tónlist bítlanna, en ekki kópera flutning þeirra. Pirrar mig reyndar að þurfa að vera með áfengissull á sliku, það er nóg til þess að ég mæti ekki. En vonum að allir skemmti sér vel.
En oftar en ekki hefur maður orðið fyrir vonbrigðum, og gengið út með aulahroll og ónot eftir meðferð á góðri tónlist, þar sem verið er að stæla einstaka flytjendur.
Eins dettur mér í hug minningartónleikarnir um Ellý Vilhjálms blessaða , sem hefðu virkað hefðu þeir fengið að standa sem minningartónleikar, vel gerðir og vandaðir. Ónei, dæmið var blóðmjólkað til enda gefinn út diskur, og spilaður allt í rot á útvarpsstöðvunum. Ergo, lögin sem Ellý flutti, voru flutt lon og don af annarri söngkonu, en það eina sem Ellý átti í lögunum "sínum" var hennar frábæri flutningur. Skondið ,var það hugur minningar eða gróða alla leið ??
En Jenný það er mikið til í því sem þú segir þarna.
Ætla undir mína ábreiðu og slappa af.
Einar Örn Einarsson, 7.2.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.