Leita í fréttum mbl.is

Ég játa það að ég hef rosalega fordóma gagnvart köllum sem fara nektardansstaði og mér finnast þeir ógeðslegir plebbar..

 

..en það er auðvitað til skammar að vera fordómafullur þannig að ég skal alveg horfast í augu við að svona hámark fimm eru í lagi af öllum haugnum, hafa lent þar óvart á fylleríi bara.  En varðandi þessa kalla fulla af kvenfyrirlitningu, sem þurfa að borga stúlkum til að klæða sig úr á súlunni (örugglega með æluna upp í kok af ógeði á kúnnunum), þá er ég bara með rosalega fordóma.  Og ég er ekkert að hugsa um að breyta því.

Hahahaha, svo sá ég þessa frétt á visi.is og stak henni samstundis.  Hvað sagði ég ekki um þessa dúdda'? Ha?

 "Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk.

Þegar konan sá vísa-reikninginn sinn brá henni heldur í brún þegar hún uppgötvaði að um fimmtíuþúsund krónur höfðu verið settar á kortið á nektardansstað á Íslandi. Grunur hennar beindist strax að eiginmanninum sem hafði verið á Íslandi á sama tíma.

Málsvörn mannsins var á þá leið að hefði ekki eytt svona miklum peningum á staðnum, heldur í mesta lagi um þúsund krónum. Hann klagaði málið því til norska bankaeftirlitsins sem fór í málið. Það hefur þí sljákkað eitthvað í karli þegar í ljós kom að hann hafði sjálfur kvittað fyrir öllum færslunum sem settar voru á kortið umrædd kvöld."

Halló! Það bendir ekki á mikla heilavirkni hjá þessum?  Er það nema von að ég sé með fordóma.  Notaði kort eiginkonunnar.  OMG, sá er í vondum málum. Hversu vitlaus er hægt að vera.  Hvaða líffæri notaði maðurinn til að hugsa með þarna.  Hm...Pinch

Ég held að þessi maður sé flutur á hótel með leppana sína, en hann getur orðnað sér við minningarnar við súluna.

Stundum er gaman að lifa.

Hi á Norsarann.

En bíðið aðeins hérna, nú er ég í erfiðleikum með að skilja súlu.  Eru þær ekki bannaðar?

Lögregla: Upplýsa um súlustað.  Má ekki vera með svona starfsemi.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Oskop finnst mer lelegt ad Island se buid ad logleggja thessa osidmennsku.Algjor vidbjodur sama segji eg um nektardansruglid.Eg er svo sammala ther.

Ásta Björk Solis, 6.2.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er með svo mikla fordóma líka gagnvart mönnum sem að sækja svona staði, en mér finnst það alltí lagi og einir af fáum fordómum sem að ég er ekki að flýta mér að losna við "!

Þetta er nú bara gott á þennan mann addna í Norge.....upp komast svik um síðir !

Sunna Dóra Möller, 6.2.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Tiger

Æi, veit ekki. Mér finnst eiginlega í lagi að hægt sé að fara á staði þar sem sjá má fallegar stúlkur dansa og sýna list sína. Verra þykir mér þegar klám eða vændi blandast inn í og tala nú ekki um misnotkun þar sem stúlkur eru neyddar í að dansa eða stunda vændi með list sinni.

Sjálfur hef ég ekki komið á svona stað og hef lítinn áhuga á því, enda fjandi- og fjaska fagur á að líta og get fengið minn dans heima þegar ég þarf að fá útrás fyrir þessari duldu perrahneigð. En er það bara ekki ósköp mannlegt að hafa þörf á að sjá fegurð mannslíkamans á svona listrænan hátt - svo framalega sem það er gert á þann háttinn?

Ef ég færi einhvern tíman á súlustað eða nektarstað, myndi ég aldrei fela það fyrir mínum nánustu - frekar reyna að taka liðið með mér og gera úr þessu ævintýraferð með listrænu ívafi. Nei, ég segi nú bara svona, ég veit fyrir víst að ég mun aldrei skella mér á súlu (og þá á ég ekki við fuglinn)...

Mér finnst það fyrir neðan alla virðingu þegar menn laumast með svona lagað og eru að læðast framhjá konu/maka sínum. En auðvitað megum við ekki beina þessu bara að karlmönnum því sannarlega eru til geggjuð gæsapartý þar sem konurnar eru grimmar og grað** ekkert síður en karlar.

P.s. var þjónn eitt árið á góðum stað. Var að þjóna í mat og fleiru á föstudagskvöldi, eingöngu konur í salnum - enda ársfundur eða eitthvað álíka hjá eiginkonum Lions eða einhvers álíka félags. Ég var kynferðislega áreyttur allt kvöldið af þessum siðprúðu konum  enda eini karlkynsþjónninn. Klipu þær óspart í bossann á mér og læri og einhverjar fóru mun djarfar í vali á klípistöðum.

Ekki fannast mér það algerlega fráhrindandi að þær skyldu sína mér slíkan áhuga en þetta sýnir að konur geta allt eins vel orðið eins miklir ruddar og karlmenn í kynferðislegum skilningi. Þó viðurkenni ég fúslega að karlmenn ganga lengra og eru óheflaðri, skjóta oftar yfir markið og gera mun meira á þessu sviði en konur.

Tiger, 6.2.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

"fallegar stúlkur dansa og sýna list sína" hahahahahahaha kanntu annan betri ... hvað er fallegt við sílíkontjúnnaðar brúnkusprautaðar og útúrdópaðar píur með sólarstrandarfléttur og tattú ?? þetta er ekki list, þetta er klám,niðurlæging og því miður oftast vændi með í kaupbæti. napurlegt að þetta þurfi að viðgangast (fordómar?? ... já takk fyrir allan peninginn)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.2.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er ekki lögreglan en samt hefur ungvinn nektarsúludansstaður þolað mína heimsókn hér á landi, án þess að vera snarlega niðurlagður & niðurlægður í leiðinni.

Held ég, af mínu besta minni, þegar var, í gamla daga...

Svo er ég bara hálf sáttur við Sundhöllina, þetta með einkaskiptiklefana er alveg að virka fyrir mig, en þetta með sameiginlega nakta karlasturtubaðið er náttúrlega hreint hommerí fyrir mér & minni kristilegu siðferðisvitund.

Þar er hlegið að mér, þegar ég staulast feiminn fram, þegar ég held allir séu farnir, bara út af því að röndótti síðerma sundbolurinn hans lángafa er orðin tjásaður & upplitaður eftir þetta óhóflega klórmagn.

Nekt er náttúrlega viðbjóður í hverri þeirri mynd sem að hún birtist.

Meira blóð, meiri aftökur, meiri fláttaskap.

En bönnum nekt.

Steingrímur Helgason, 6.2.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Þú verður að senda mé rmynd af þér í sundbol langafa þíns. Og vertu svo bara sammála mér maður.  Erum við ekki vinir?

Ólaftur Th. Ég hugsa að þetta hafi hætt að vera mál mannsins þegar það komst í blöðin.  Hvað finnst þér?

Tigercopper: List hvað? Þú gengur af mér dauðri hérna

Sunna Dóra: Slagorðið er VIÐHÖLDUM

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra: "VIÐHÖLDUM FORDÓMM GAGNVART SÚLUSTÖÐUM FRAM Í RAUÐAN DAUÐANN" Nó?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Algjörlega !

Sunna Dóra Möller, 6.2.2008 kl. 22:38

9 Smámynd: Tiger

Ó, Jenný mín - það var sannarlega ekki ætlunin hérna að ganga að þér dauðri, yrði lagður í mikið einelti - ef ekki bara margelti ef ég fremdi slíkan óhæfu verknað að koma einum okkar skemmtilegasta penna í þögn.  

Mér finnst fordómar ætíð vera erfiðir viðfangs og sjaldan finnst mér fordómar eiga rétt á sér, en það er víst bara mín skoðun. Oft dettur mér í hug að fordómar skapist af óvissu eða jafnvel vanþekkingu á því sem fordómarnir beinast að. En auðvitað geta allir haldið fast í sína eigin fordóma, hvarlar ekki að mér að reyna að breyta neinu hvað það varðar.

Ég kalla það t.d. fordóma á slæmu stigi - fordómar sem ekki ættu að heyrast - að kalla allar stúlkur sem dansa súludansa "sílíkontjúnnaðar, brúnkusprautaðar og útúrdópaðar píur með sólarstrandarfléttur og tattú"

Þar eru á ferðinni fordómar sem lýsa engu öðru en öfund eða vanmætti finnst mér. Mikið er af fallegum stúlkum um allan heim sem eru náttúrulega fallegar og stunda þessa atvinnugrein. Það er ekkert sem bendir á að þær séu allar svona eins og á undan var komið inná. 

Jú, líklega má sannarlega kalla súludans klámdans, klámfengna og iðandi hreyfingu sem ekkert á skylt við list - en það eru bara alls ekkert allar stúlkur sem dansa þannig og alls ekki nema eitthvert brot sem tengist vændi og enn minna sem tengist eiturlyfjum gruna ég.

Ég hef góðar upplýsingar frá tveim kunningjum sem hafa báðir unnið á slíkum stöðum, hef verið að skjóta á þá að þeir eyði öllum sínum launum í kjöltudans, klám og fleira miður næs - eða þannig. Þeir hafa sannarlega leitt mig frá þeim misskilning að halda að súlustaðir væru eins og flestir halda að þeir séu - flestir sem aldrei hafa farið á slíka staði og ég einn af þeim.

Silikon og dóp á ekki endilega heima í umræðunni, að mínu mati, um þessar stúlkur því margar þeirra eru bara ósköp venjulegar stúlkur sem geta þess vegna verið nágrannadóttir okkar.

En, þegar ég var að tala um "list" þá var ég ekki að tala um stúlkur sem stunda vændi og klámdansa. Eingöngu um stúlkur sem eru í rétta rammanum og stunda ekki slíkt með atvinnudansi sínum.

Sannarlega hugsa ég að það sé rétt hjá þér Jenný að mikill meirihluti karlmanna sem fer á súlu/nektarstaði fara þangað með ýmislegt óhreint í huga - en sannarlega undantekningar líka þar. Biðst afsökunar ef ég er að særa blygðunarkennd einhverra hérna en ég myndi ekki láta leggja niður súlustaði - frekar hafa með þeim auga og sjá til þess að ekki viðgengist annað en dans á slíkum stað.  Með lögum skal súluna byggja - ekki fordómum.

Tiger, 6.2.2008 kl. 23:08

10 identicon

Einu súlurnar sem ég sé eru hér í fjallinu Súlur. Kræst..að fara með krítarkort konnunnar er síðasta sort. Þexvegna á ég ekki konu eða hvað?

p.s. Árni Nonsens á súlubyggð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 23:15

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jenný, við erum bestu trúnó aðals hvors annars, ég staðfesti það í síðbúinni athugasemd við færslum þremur þínum síðar.

Samþykkið verður eitthvað þykkara í að fá.

Ég er of mikill frjálshyggjudúddi í mínum barnaskap til að gútera foræðishyggjuna hráa, þó að ég sé mikið fyrir Zhúzzí & BeefTartar.

Steingrímur Helgason, 6.2.2008 kl. 23:22

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég fer ekki á þessa staði, því konurnar þar eru sýnd veiði en ekki gefin.

Theódór Norðkvist, 6.2.2008 kl. 23:26

13 Smámynd: halkatla

jamms það er ekki beint lystugt að sjá fyrir sér svona típískan súludansarakúnna - hann lítur ábyggilega út dáldið svipað og kópavogströllið  eða ég held það?  kannski smá fordómar?

ok, einn og einn slæðist síðan ábyggilega inn vegna áhuga á listfenginu, æjámm, það er svo indælt stundum að vera bara kona

halkatla, 6.2.2008 kl. 23:27

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Í fyrsta lagi hefði eg nú haldið að mannasninn ætti ekki að geta greitt með öðru kreditkorti en sínu eigin. Eru það ekki reglur hér á klakanum  En það er gott að vita til þess að ég get tekið kort Bretans og skellt mér á tjúttið

Ég fer fram á mynd af Steingrími í röndótta bolnum. Nei... ég heimta

Jóna Á. Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 23:44

15 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er ekkert til skammar að vera fordómafullur í þessu tiltekna máli, Jenný.

Svala Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 00:07

16 identicon

Jóna, ég held reyndar að Ísland sé eitt af örfáum löndum þar sem tíðkast að hafa mynd á kreditkortum, þannig að þegar útlendingur kemur með kreditkort, þá getur verið erfitt að meta hvort nafnið á kortinu sé hans eigið eða jafnvel hvort hann sé af réttu kyni!

Elís Traustason (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 00:25

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fordómar eða ekki-- fyrirgefið ég veit nú ekkert heimskulegra, en karlmenn sem stunda svona staði, gera sjálfan sig að algjöru fífli,
er að sjálfsögðu í lagi fyrir þá, þeir eru fífl,
sem hugsa bara með einu líffæri.
Hápunktur heimskunnar var þó er kona kom að manninum sínum,
í sjónvarpsherberginu,
gerandi sér til góða við að horfa á eina bláa
Þetta er sannleikur.
Hún var sofandi inni í rúmi.
Fyrirgefðu Jenný mín að ég skuli út tala mig um þetta hér, en lá vel fyrir vegna umræðunnar,
Unga konan sem varð fyrir þessu, og sem hún upplifði sem niðurlægingu
er sem betur fer skilin núna.

                               Takk fyrir mig.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 09:52

18 identicon

Ég er haldin sömu fordómum á háu stigi.  Finnst  þeir eiginmenn sem að stunda svona staði sýna konum sínum þvílík virðingarleysi að það hálfa væri nóg. Held það kæmi svolítið annað hljóð í strokkin ef frúin færi á karlastrippstað (ef þeir væru til). Er ansi hrædd um viðkomandi eiginmaður yrði EKKI sáttur. Sama með vændið,,, skil ekki þá menn sem finnast þeir ekki vera að halda framhjá ef þeir kaupa sér mellu. Kynlíf með öðrum en maka,,,, er það ekki framhjáhald??? Hvort sem þú borgar fyrir það eða ekki. Ég bara spyr

Heiða (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:30

19 identicon

Mig langar aðeins að leggja orð í belg. Ég þekki 5 tékklenskar stúlkur sem hafa starfað sem dansarar á súlustað. Þær búa nú allar á Íslandi, eru giftar og eiga börn. Ég kynntist þessum stúlkum í gegnum eina sem er gift náfrænda mínum. Þessar stelpur eiga það allar sameiginlegt að vera algjörar reglumanneskjur bæði á vín og tóbak, þær hafa allar lagt sig fram um að læra íslensku og tala hana allar vel. Þessar stelpur flúðu einfaldlega fátækt í sínu landi og þar sem þeim stóð ekki menntun til boða var lítið um það að þær gætu valið um störf. Þeim ber öllum saman um að mjög gott sé að vera dansari á Íslandi þar sem eigandi staðarins sem þær unnu á sá mjög vel um að vernda þær. Borgaði þeim vel og lagði í lífeyrissjóð á séreignarreikning sem hann valdi fyrir þær og hefur ávaxtað sig mjög vel. Þannig að á þessu máli geta verið margar hliðar. Ég var mjög fordómafull gagnvart svona starfsemi áður en ég kynntist þessum stúlkum. Ég er ekkert yfir mig hrifin af köllunum sem hanga slefandi yfir þeim. En ekki dæma dansarana sem dópista og vændiskonur, því það eru þær svo sannarlega ekki allar, þótt eflaust sé eitthvað til um það.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:36

20 identicon

Bara á því að lesa þessa fordóma hér að ofan að þá elska ég þessar stelpur enn meira.  Ég er ungur og hress og elska fallegt kvenfólk og hvort sem ykkur líkar betur eða verr að þá eru líka til fallegar konur á súlustöðum.  Konur sem eru fallegar eiga fullan rétt á að afla sér tekna út á feguð sína, alveg eins og kona með skáldagáfu hefur rétt til að afla tekna út á skrif sín.  Þeir eiginleikar/hæfileikar sem skaparinn gefur einstaklingum er hann í fullum rétti að nota til að bæta lífsviðurværi sitt.  Chauvanism is wrong, but so is feminism.

Logi (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987276

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband