Leita í fréttum mbl.is

Á kaffihúsi með attitjúd og smá Cassidy

 

Jenný Una sem er orðin 3. ára og það sem meira er, hún er kaffihúsabarn.  Hún var ekki gömul þegar hún fór að dvelja á kaffihúsum bæjarins með mömmu sinni og vinkonum hennar og öllum hinum smábörnunum.

Hvað um það, í gær skelltu þær sér á kaffihús mæðgurnar og kona kom að borðinu eins og vera ber til að taka pöntun.  Konan var fín með stóra eyrnalokka og hálsfesti.

Jenný Una: Amma mín segir það er bannað að vera með svona stórir eyddnalokkar og hásfesti.  Það ekki fallegt.

Sara (að deyja af skömm): Jenný mín amma segir það ekkert og konan er mjög fín.

Jenný Una: Nei amma mín segir það er harðbannað, má alls ekki og það er ljótt.

Reyndar hafði barnið nokkuð til síns máls því ég var að reyna að kenna henni að litlir og einfaldir hlutir eins og skartgripir gætu verið allt eins fallegir, ef ekki bara fallegri og sumt skraut væri allt of gorddaralegt.  Guð hvað ég er fegin að frk. límheili.is náði ekki því orði, því hún hefði skellt því framan í vesalings þjónustustúlkuna, sem var bara öll hin smekklegasta.

Hvað um það.

Eva Cassidy er talin vera með betri söngvurum í heimi, því miður sló hún ekki í gegn fyrr en eftir dauða sinn, en hún dó úr krabbameini 1996.

Bróðir Evu Dan Cassidy, tónlistarmaður, bjó hér lengi og gerir jafnvel enn.

Eva hélt helgartónleika á Blúsbarnum einu sinni og maðurinn minn fékk þann heiður að spila undir hjá henni.

Þetta verið þið að heyra

Eva


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Það jafnast stundum ekkert á við stundirnar sem maður lendir í með börnum hvað athugasemdir varðar. Þau eru svo heiðarleg, hrein og bein - og svo óútreiknanlega hreinskilin að það hálfa væri hellingur - sérstaklega ef þau eru að koma manni í vandræði með athugasemdum sínum.

Sumt frá börnum er slíkur konfektmoli að maður á skilyrðislaust að setja það í bók, bók sem börnin fá í hendurnar þegar þau t.d. fermast eða gifta sig. Gullmola á að geyma en ekki gleyma.

Skrifa hérna kveðju til þín Jenný undir ljúfum engiltærum tónum Evu, sem ég þekkti ekki þó ég kannaðist eitthvað við eftirnafnið hennar. Takk fyrir mig.

Tiger, 6.2.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er algjörlega yndislegt. Rosalega vel sungið.  Jenný er gullmoli ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég elska Evu Cassidy, fæ alltaf gæsahúð þegar að ég hlusta á hana syngja somewhere over the Rainbow....það er ofboðslega fallegt hjá henni ! Þetta lag er líka snilld!

 Jenný Una er óborganleg ! Þú ert heppin að eiga svona hafsjó af gullkornum í henni !

Sunna Dóra Möller, 6.2.2008 kl. 13:55

4 identicon

Æði að hlusta á þetta góð söngkona gullrödd En já þessi litlu stubbar eru stundum svo skemmtilega hreinskilin yndi bara elska svo móment hjá þeim jenný litla æði

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Linda litla

Börn eru alveg yndislega opin, hreinskilin og eru aldrei að skafa af neinu he he he

Linda litla, 6.2.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Börnin hafa eyru, það er víst og þau hafa sko eftir það sem amma segir hehe....

Oh, ég elska þetta lag með Evu Cassidy.. spilaði það þúsund sinnum á svona ...hard time.. í mínu lífi. Kemst alltaf á flug þegar ég hlusta á það.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.2.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband