Leita í fréttum mbl.is

Um bloggvini og blogvinahegðun

Þegar ég byrjaði að blogga, hélt ég að ég ætti að lesa allan minn bloggvinahring, og gerði það lengi vel.  En þeim fjölgaði og fjölgaði, þannig að ég komst ekki yfir allan listann en las reglulega hjá þeim.  Svo kvitta ég þegar ég hef eitthvað að segja, stundum hefur maður engu við að bæta.  Og þá fer maður sporlaust út.

Ég var svei mér þá með samviskubit stundum, ég var eins og kona í fullri vinnu að "fara hringinn", þangað til að ég horfðist í augu við að þetta þyrfti endilega ekki að vera svona.

Ég neita fólki aldrei um bloggvináttu, en sundum hef ég hreinsað út, fólk sem ég hef aldrei lesið.

Nú er mér farið að líða þannig, að í hvert skipti sem ég samþykki bloggvin þá sé ég að skrifa undir einhverja skuldbindingu.  Mér er illa við skuldbindingar sem svífa yfir vötnunum.

Ég er með 146 bloggvini.  Halló, gaman að því. 

Undanfarið hef ég rekist á færslur (eða verið bent á) einhverjar færslur um persónu mína þar sem ég er tekin í gegn fyrir að kvitta aldrei, að ég sé merkileg með mig og Guð má vita hvað. 

Svona á bloggið ekki að virka fyrir mér.  Ég les alltaf sama fólkið, þ.e. mína fyrstu bloggvini, fólk sem ég þekkti áður en ég kom hér inn og svo fólk sem ég hef kynnst náið hér inni.  Svo les ég það sem ég kemst yfir.  En ég kvitta svo sannarlega ekki eftir pöntum.  Bara svo það sé á hreinu.

Það sem ég er að segja með þessari færslu er einfaldlega að útskýra afstöðu mína.  Bara svo enginn taki því illa þó ég sé ekki að kvitta.  Ég geri það sjaldnast nema þar sem ég hef eitthvað til málana að leggja.  Það fer fátt meira í pirrurnar á mér en skyldukvittin.  Þessi héra. Kvitta fyrir mig búin að lesa.  Minnir mig á Mamma: búin að kúka.

Þeir sem eru eitthvað ósáttir við mig í bloggvinabransanum henda mér þá bara út.  Ekki málið, hinir verða inni og vita þá hér með hvernig ég nota mitt sýstem.

Úff, hvað það var gott að koma þessu frá sér.

Svo vona ég að þið eigið góðan dag og ég verð að upplýsa að ég les fullt af bloggurum sem ekki eru sk. bloggvinir mínir og geri það af mikilli ánægju.

Hverjar eru ykkar hugmyndir um þetta sýstem?  Segið endilega frá.

Kikkmítúðevollækenteikit

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svona uppfull af því að lesa alla sem ég samþykki.  Sé svo til hvernig hlutirnir æxlast og ef ég fæ ekkert feed back dettur viðkomandi uppfyrir.  Annars virðist ég bara tengjast fólki sem ég VIL endilega vera í bandi við og finnst það frábært, hef ekki talið vini mína, ætla að gera það.  EIgðu góðan dag elsku Jenný   Penguin Cuddle 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 09:30

2 identicon

Þá erum við sammála!  Ég skrifaði þokkalega svipaða færslu um þetta sama nýlega.  Eigðu góðan dag!

Maddý (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 09:33

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er 100% sammála þér og kommentaði um það í annarri færslu...margir minna bloggvina hafa aldrei kvittað hjá mér og ég aldrei hjá þeim en það þýðir ekki að ég lesi ekki bloggið þeirra, að samþykkja bloggvináttu þarf ekki að þýða það að maður sé skuldbundinn að kvitta heldur auðveldar það manni aðgang að síðunni þeirra. Nú svo hefur maður stundum ekkert að segja, hefur ekki vit á málinu sem um er fjallað( þá er betra að þegja heldur en að gaspra eitthvað) eða hreinlega ekki tíma. Ég á fullt í fangi með að fylgjast með þessum fáu en góðu vinum sem ég á, enda í rúmlega fullu starfi og ofsalega bissý kona.....eigðu góðan dag elskið mitt....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.2.2008 kl. 09:36

4 Smámynd: M

Hef gaman að lesa bloggið þitt og geri daglega, þó ég kvitti frekar sjaldan. Enda finnst mér það kjánalegt eins og þú segir ef ég hef engu við það að bæta.  Geri mér ekki miklar vonir að fá þig sem bloggvin (byrjaði í dag, öskudag) En ég held áfram að kíkja á þig daglega.

kv. M 

M, 6.2.2008 kl. 09:39

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm ég var einmitt að hugsa m.a. þetta í kyrrðinni í morgun og skal ég nú upplýsa þig um hvað kom út úr þeim þankagangi

Mér finnst bloggsíða hvers og eins vera akkúrat það. Bloggsíða hvers og eins. Mín vegna má fólk skrifa það sem því sýnist og yfirleitt gera það sem því sýnist svo lengi sem það er innan almennra velsæmismarka. Svo er það þetta með kvöðina. Ég lít þannig á að þetta sé svolítið eins og í kjötheimum. Þú nennir ekkert alltaf að tala við alla sem þú umgengst. Sumir eru skemmtilegri en aðrir (og þarna á ég mest við sjálfa mig)  Sumir eru uppáhalds og þú talar alltaf við þá - ef þeir hafa eitthvað að segja. Sumir eru svo bara hreinlega leiðinlegir og maður nennir ekkert að umgangast þá! Þá losar maður sig bara við þá. Ég tel mig alls ekki skuldbundna til að samþykkja alla sem biðja um vináttu mína. Alveg eins og mér finnst ég hreint ekki skuldbundin til að líka við alla out there.

Ennfremur líkar mér ekki vel við heimskt fólk - án þess að það komi þinni spurningu nokkkuð við. Datt bara svona í hug að láta það fylgja með. Það vakti svo mikil viðbrögð síðast þegar ég sagði það!

Ójá og svo elska ég fólk sem bloggar í bloggum

Þú ert yndisleg og mér þykir vænt um þig og læt ég hér staðar numið áður en ég brest í sönginn: "Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum...."

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 09:41

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð frábær og þú Dúa jafn klikkuð í bloggvinahegðuninni og að ölluð öðru leyti

Hallgerður: Það er ekkert vandlifað finnst mér, þegar þetta fer að venjast.  Maður´býr sér til sínar vinnureglur sem henta manni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 09:44

7 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er akkúrat heila helv... málið. Glætan að maður nái að kvitta hjá öllum fyrir öllu alltaf. Og glætan að maður hafi alltaf eitthvað til málanna að leggja eða hafi bara almennt áhuga og skoðun á öllu. Mér finnast samt "Búin að lesa, kvitt" kommentin alveg ótrúlega ópersónuleg! Eða komment sem eru sett inn og viðkomandi hefur auðsjáanlega ekki einu sinni lesið færsluna!!  T.d. "Æði pæði, dúllukrús" komment við færslu um öndunarörðugleika og martraðir! Klikkun.

Hugarfluga, 6.2.2008 kl. 10:01

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Ég elska þig líka aulinn þinn frá okkar fyrstu kynnum.

Hallgerður: Þetta er nú ekki eins vandasamt og þú heldur, en það getur virst það í byrjun.  Kannast við það.

En eigum við ekki að taka hana Dúu út af dagskrá, varðandi húmor og fleira.  Þetta er orðið gott

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 10:04

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fulva: Þú segir það 100% eins og ég vildi sagt hafa.  Stundum fer ekkert á milli mála að fólk hefur bara lesið fyrirsögnina sem gæti verið

"ÉG SAFNA KISUM"

og innleggg, í morgun fór ég og keypti selspik í matinn.  Það var viðbjóður en manninum mínum sem er að vestan finnst það svo gott.  Hvað finnst ykkur?

Svar í kommenti:

Ég elska kistur líka, þú ert algjör dúlla.  Geggjuð færslan þín um mjámjá.

ARG og loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 10:06

10 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Æ Jenný, nennirðu að kvitta hjá mér

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.2.2008 kl. 10:07

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Matta mín, alveg á stundinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 10:09

12 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég er sjálf alveg ótrúlegur haugur að kvitta, þótt ég lesi og lesi og lesi... Mér finnst nákvæmlega ekkert að því að lesa án þess að kvitta og veit að margir gera það hjá mér. Fínt bara. Engar kvaðir.

Svo er alls konar fólk sem maður á ekkert sameiginlegt með. Dæmi: Það er uppselt á allar 24 sýningar á Fló á skinni fyrir norðan og byrjað að skella á aukasýningum. Hvaða fólk er þetta? Ekki þú. Og ekki ég.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 6.2.2008 kl. 10:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Get ekki staðist svona kurteisar konur

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 10:09

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

kvitterí kvitt

Jóna Á. Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 10:11

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragnhildur: Það sem mér finnst merkilegast af þessu sem þú segir (þó það sé allt merkilegt audda), þá er það sú staðreynd að allar þessar sálir nenni að horfa á Fló á Skinni.  Álpaðist inn á hana í Iðnó 197og eitthvað og hló og hló með konunni sem sat vð hlið mér og var að pissa í sig af hlátri.

Jóna. Ulla

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 10:15

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst bara svo væntum þessa bloggvini mína og mér finnst þeir alveg frábærir. Eigðu góðan dag Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 10:42

17 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst þitt kerfi gott.

Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 11:42

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég kem hingað, alltaf af og til og kvitta stundum og stundum ekki. Hef aldrei litið á það sem skyldu að samþykkja alla sem vilja vera bloggvinir og það þurfa ekkert allir að samþykkja mig. En núna ætla ég að biðja um að verða bloggvinur á þessari síðu, búin að vera lengi á leiðinni til þess og gá hvort ég verð samþykkt 

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 12:03

19 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mér finnst þessar hugleiðingar hjá þér eðlilegar,þú ert með mjög marga bloggvini og það þarf að gera ýmislegt annað á daginn en að lesa vinarblogg.

Sumir bloggarar halda að það sé einhver akkur  því að eiga marga bloggvini,það er gott og blessað en bloggið sjálft er aðalatriðið.

Ég les reglulega bloggið hjá þér,og hef gaman af,og mun halda því áfram,þó við séum ekki bloggvinkonur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 6.2.2008 kl. 12:07

20 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Það hefur hver sinn háttinn á, þannig er það bara.  Stattu með sjálfri þér og þínu kerfi.  Kvaðir eru aldrei góðar og þeim ber að útríma.

Þórhildur Daðadóttir, 6.2.2008 kl. 12:17

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er reyni að kvitta hjá öllum en tekst ekki. Nota helgarnar í það. Nú ég kvitta oftar hjá þér en öðrum - það er náttla bara út af því hvað þú ert klikkuð í blogginu, en það er nú önnur saga.

Ég hugsa að ég myndi ekki nenna þessu ef þú værir ekki inni, þú ert svona sameiningartákn yfir ákveðnum hópi, þetta fann maður þennan pínustutta tíma sem þú varst lon og don.

Ég er fegin að hafa þig elskan  - ég hætti bara að blogga um leið og þú.

Edda Agnarsdóttir, 6.2.2008 kl. 12:32

22 Smámynd: Fröken M

Ég nenni ekki að eiga bloggvini. Les bara blogg sem ég fíla þegar ég er í stuði. Nenni engum skuldbindingum.

Fröken M, 6.2.2008 kl. 12:39

23 Smámynd: Fröken M

Ah gleymdi eiginlega því sem ég ætlaði að segja.

Mér finnst þessi "kvitt" hefð heiladauð og leiðinleg. Kommenta bara ef ég hef eitthvað að segja, hvort sem það er hrós eða gagnrýni eða eitthvað gaspur.

Fröken M, 6.2.2008 kl. 12:40

24 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er líka svona, kvitta bara ef að ég hef eitthvað að segja. Ég verð ekki móðguð ef að ekki er kvittað hjá mér, en ég neita því ekki að það er gaman að fá skemmtileg komment sem að eru í samræmi við færsluna. Ég les mikið blogg, sums staðar kvitta ég aldrei þó að ég lesi alltaf og sums staðar kvitta ég alltaf . Það er vont að fá samviskubit yfir kvittleysi og ég hef upplifað það ef að ég kemst ekki lengi á bloggið og nenni ekki að blogga sjálf! En það er óþarfi, bloggið á að vera eitthvað sem að er skemmtileg dægradvöl ekki kvöð!

Bestu kveðjur

Sunna Dóra Möller, 6.2.2008 kl. 13:06

25 Smámynd: Tiger

 Nú er ég bara nýbyrjaður að blogga sjálfur, hef þó nokkuð lengi lesið hér og á sannarlega mína uppáhalds. Ég ákvað þó að byrja ekki á að safna "bloggvinum" heldur er ég með mína sérstöku bloggara í favorit þarna uppi you know.. en auðvitað mun ég kannski endurskoða það einhvern daginn og skella inn mínum favorit í bloggvinalista hérna inni.

Ég ákvað að hafa það fyrir reglu að reyna hvað ég get til að commenta hjá öllum þeim sem senda mér kveðju - ef mér finnst eitthvað hjá þeim vera þannig (líkt og þú Jenný) að ég telji mig hafa eitthvað lítilræði að segja. Ég les mjög marga hérna en eins og þið flest - þá kvitta ég alls ekki útum allt, bara þar sem mér líður vel og þar sem mér finnst bloggarinn vera á einhvern hátt heillandi eða skemmtilegur.

Það versta af öllu hvað mig varðar er að ég kann bara ekki að koma einhvers staðar inn og segja "kvitt og takk fyrir mig". Ég er óstjórnanlega mikill bullari og missi mig oft út í að kvitta fyrir mig með heljarmiklum bloggum(líkt og einhver nefndi hér að ofan) sem kannski eiga ekki heima sem comment.

En, ég sjálfur er hrifinn af þeim sem svara með meiru en bara kvitt og kveðjur. Ég er líka hrifinn af þeim sem svara oft kveðjunum sem þeir fá með athugasemdum og hnitni líkt og ég fæ beint í æð hjá þér Jenný - hnitnar athugasemdir og mikinn húmor í þínum færslum og commentum eru tótallý inni hvað mig varðar.

En, æ, já, blogghegðun sumra er eitthvað sem ekki má taka til fyrirmyndar. Ég var að stilla hjá mér t.d. þannig að "aðeins innskráðir" geta kvittað hjá mér. Það er ekki að það séu margir óinnskráðir að gera það (kvitta hjá mér sko) eða bara nokkur yfirhöfuð, en hef séð fáránleg kvitt frá nafnlausum internetflökkurum sem mér finnst aulaleg heigulshegðun.

Mér finnst að allir ættu að stilla hjá sér bloggið þannig að óinnskráðir notendur geti ekki sett inn comment. Ég vil geta farið inn á blogg þeirra sem kvitta, skoða mig um og mynda mér skoðun á bloggaranum. Þannig mun ég kannski skilja betur þau comment sem hann/hún setur inn hjá mér.

Það er að mínu mati svo ódýrt og heigulslegt að kasta inn kveðju, hvort sem hún er hrós eða last - án þess að skilja eftir sig blogg sem maður getur gluggað í. Líklega er það vegna  þess að  ég er óborganlega forvitinn líka og sólginn í að borga fyrir mig með lofi eða lasti ef ég finn fyrir þeirri þörf.

Enn önnur bloggtegund sem mér finnst að hreinlega ætti að loka úti frá blogginu eru bloggarar sem finna hjá sér ótrúlega þörf á að vera með beinar nafngreiningar og persónulegar upplýsingar t.d. símanúmer og heimilisfang - á þeim sem þeir eiga eitthvað sökótt við (líkt og gerðist nú um daginn hjá að mig minnir Guðrúnu Magneu í sambandi við ákveðinn leigubílstjóra og kisu). Slíkt finnst mér vera mjög slæm hegðun á svona vettvangi og ætti ekki að líðast.

Æi, Jenný mín, afsakaðu að hér er ég enn og aftur búinn að missa mig og er búinn að skrifa heilt og ómengað blogg inn í bloggið þitt. Ég veit að ég á það til að missa mig svona, en stundum finnst mér ég ekki geta bara sagt "já, svo sammála - ömulegt hvernig sumir láta eða ætlast til að maður sé stanslaust að kvitta". Reyni þó að fara ekki útfyrir efni bloggsins og reyni eins og ég get að vera ekki bara að bulla þó oft sé ég alger bullukollur.

Tiger, 6.2.2008 kl. 13:25

26 Smámynd: Tiger

Æi, gleymdi því auðvitað að þó ég sendi inn kveðju hjá einhverjum sem ég hef lesið - þá ætlast ég alls ekki til þess að þeir sömu komi til mín og skrifi hjá mér. Auðvitað er það gaman að sjá einhverjar hreyfingar inni á blogginu sínu - en það væri ljótt af okkur ef við hreinlega ætlum að neyða fólk til að skrifa í okkar færslur. Hafið það í huga ljúflingar sem ég kvitta hjá - ég ætlast alls ekki til að þið borgið fyrir ykkur með því sama.

Tiger, 6.2.2008 kl. 13:28

27 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er sammála öllu hér að ofan bæði færslunni og athugasemdunum sértaklega samt þessu "ég hætti bara að blogga um leið og þú.

Sólskynskveðjur... 

Fríða Eyland, 6.2.2008 kl. 13:51

28 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku Jenný,, þú ert svo kjarnyrt að ég þarf yfirleitt engu við það að bæta, en hef stórgaman að lesa bloggið þitt.

Með þakklæti fyrir eljusemina:)

Birgitta Jónsdóttir, 6.2.2008 kl. 13:56

29 Smámynd: Þröstur Unnar

Er ósammála ykkur öllum.

Þröstur Unnar, 6.2.2008 kl. 14:36

30 Smámynd: Þröstur Unnar

*Úps, gleymdi að kvitta.

Þröstur Unnar, 6.2.2008 kl. 14:37

31 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvernig getur maður fengið nálgunarbann á lögfræðin?

Þröstur Unnar, 6.2.2008 kl. 14:38

32 Smámynd: Þröstur Unnar

g

Þröstur Unnar, 6.2.2008 kl. 14:38

33 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara sammála þér Jenný og ef ég er það ekki þá bara segi ég það eða laumast út, Nei, nei segi bara svona.
Er ennþá með svo fáa bloggvini að þetta er ekki vandamál hjá mér.
Já og maður er lengi að læra,og hörundssár var maður með eimdæmum.
Fyrst hélt ég að maður mætti bara helst ekkert segja og ekki kvitta hjá einhverjum sem maður fór eiginlega aldrei inn á,
það væri uppáþrengjandi. Svo fór þetta að lærast,
en það er langt í land en það hefst.
Mér finnst þessi tjáningarmáti frábær, ég hef aldrei verið svona
eldhúskróks-kona og hafði eiginlega ætíð nóg að gera,
en núna geri ég bara það sem mér finnst gaman og bloggið er eitt af því. Takk fyrir mig Jenný margt hef ég lært af þér, þú ert bara frábær penni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 16:00

34 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála, samt fæ ég stundum móral ef líður of langur tími milli kommenta/heimsókna hjá mér. En þetta er rétt hjá þér, bloggið á ekki að vera kvöð. Mig langar samt rosalega að gefa mér meiri tíma á blogginu en ég hef haft undanfarið, það verður þó ekki fyrr en eftir 20. febrúar eða svo.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2008 kl. 17:53

35 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

innlitskvitt :->

neiannars, alveg sammála. Væri skelfilega leiðinlegt að lesa komment ef þau væru alltaf uppfull af einhverjum sem hefðu ekkert að segja...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.2.2008 kl. 18:09

36 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ég er er bara með minn fasta hring af bloggum sem ég les (þ.m.t. þetta blogg) og svo kvitta ég bara þar sem mér sýnist ef mér sýnist svo. Mér finnst hálfkjánalegt að það sé einhver kvöð sem fylgir því að gerast bloggvinur einhvers. En þessi til búnu "tags" sem fók er með þar sem stendur "búin að lesa, kvittedí kvitt" eða eitthvað finnst mér eitthvað hálfkjánaleg og ópersónuleg. Ég vil að kommentin sem ég fær séu í einhverjum tengslum við það sem ég er að skrifa eða a.m.k. orðsending til mín.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 6.2.2008 kl. 18:56

37 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Æ,já ég er sammála þessu,mér allavega finnst kvittið ekki skipta öllu máli,ég blogga af því að mér finnst gaman að því  Ég stend mig þó oft að því að hugsa OMG ég hef ekki kvittað þarna í 3 daga og nú verð ég  Hafðu það sem best Jenný

Katrín Ósk Adamsdóttir, 6.2.2008 kl. 20:19

38 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég votta það að það er ekkert skárra að hafa jenfó ekki á myndmerktum bloggvinalistanum sínum, ekkert öryggi í því fólgið.

Hún skal alltaf dúkka upp samt & femýnizdabeljast í mér, þó ég sé bara að tala um matargerð, nú eða hreint alls ekki neitt af viti.

En mér þykir nú alltaf vænt um að sjá skottið af henni & ég les hana reglulegar en vikuna.  (Sorrý Gurrý....)

& hún er aldrei skemmtilegri en þegar ég næ að verða rúmlega 300% ósammála henni, sem að er að verða of sjaldan.  Svo kemur svona 'playgirlí' færsla sem að skemmtir manni fram í velsntrta litlutáarnögl.

Því hángi ég við, eins & molinnþóðurinn.

Steingrímur Helgason, 6.2.2008 kl. 21:18

39 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég les hjá mun fleira fólki en ég kvitta hjá. Stundum hef ég engu við að bæta og kvitta þess vegna ekki. 

Ég les bloggið þitt flesta daga, finnst þú skemmtilega kjarnyrt og oft með frisklega uppreisnargjörn sjónarmið. Sömuleiðis verð ég oft vör við mannlega hlýju sem skín í skrifunum þínum.

Ég er orðin og gömul til að nenna að þekkja tilgerðarlegt og yfirborðskennt fólk, bara nenni því ekki. 

Tek undir með Hrönn, heimska fer rosalega í taugarnar á mér, þrátt fyrir mitt eðlilæga rólyndisgeð ... he he  

Marta B Helgadóttir, 7.2.2008 kl. 12:29

40 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég er einn af þeim sem geng í ullarsokkum og með hanska um bloggheiminn og reyni eftir fremsta megni að láta engin ummerki finnast á síðum bloggverja, nema einstaka sinnum sem ekki er hægt að láta annað enn sitt eftir liggja hjá einstaka snillingum, eins og t.d þér. En það liggur fyrir að ég eins og 6523.Reykvíkingar, og aðrir 293477 Íslendingar munum halda áfram að líta á síðuna þína þó sporlaust C.

Kjartan Pálmarsson, 7.2.2008 kl. 13:25

41 identicon

Þegar ég verð svo andlaus að ég kvitta fyrir innlit á bloggsíðu, ætla ég að saga af mér fótinn.

Hvort tveggja er jafn tilgangslaust. 

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:48

42 Smámynd: halkatla

bloggvinahegðan mín er til skammar, ég kvitta alls ekki hjá öllum en ég kíki yfirleitt á það sem virkar áhugavert miðað við fyrirsagnirnar.......

ég hef aldrei verið þessi ideal bloggvinur og skil reyndar ekki afhverju er verið að gera mál úr einhverju svona. Það er fullt starf að fara bloggrúnt á hverjum degi og ég bara get ekki staðið í því... samt elska ég alla mína bloggvini en það er í engu hlutfalli við hversu oft ég kvitta eða þeir kvitta eða eitthvað þannig... ég get ekki farið um og sagt bara kvitt, verð helst að gera smá ritgerð (ykkur til gleði og ánægju að sjálfsögðu) og mjög oft geri ég athugasemd hjá fólki sem ég þekki ekki hætis hót, það þýðir alls ekki að ég lesi það eitthvað oftar en bloggvini! jamms ;) 

halkatla, 7.2.2008 kl. 15:43

43 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hæ Jenny, mér finnst ég vera svo langt í burtu allt í einu en er það alls ekki, fæ bara ekki tækifæri til að leika mér einsog ég vil í öðru húsi. Er í fráhvörfum af nikótíni og fæ svo gott að borða að ég er alltaf sofandi eða í lyftingum. Ég hlustaði á nöfnu mína Evu Cassidy og grét. Það hafa farið nokkrir nikótínlítrar þar....habbbðu það yndislegt og haltu áframkveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.2.2008 kl. 16:05

44 identicon

Búin hehehehehehehehe.Skeina.Ég er í kasti yfir dásamlegum athugasemdum og þessari færslu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:37

45 identicon

Ég hef velt þessum bloggvinasamskiptum dálítið fyrir mér. Fyrstu mánuðina sem ég bloggaði hér á moggablogginu varð ég smáóróleg þegar fólk sem hafði kommentað á bloggin mín hætti að láta sjá sig í kommentakerfinu.

Þegar ég fór að hugsa málið fannst mér bara asnalegt að láta svona. Það á aldrei að verða einhver kvöð hér í bloggheimum að stimpla sig inn og ég ákvað að slíka kröfu myndi ég ekki gera á bloggvini mína. Ég, eins og þú, á mína nánu bloggvini sem ég les alltaf, ég kommenta oftast á einhverja færslu hjá þeim daglega. Það geri ég vegna þess að mig langar til að rækta þessa skemmtilegu og gefandi bloggvináttu. Þú ert í þeim hópi og þær eru ófár stundirnar sem þú hefur gert lífið litríkara og skemmtilegra

Svo á ég marga bloggvini sem ég les, en ekki reglulega, stundum kommenta ég ef eitthvað þar gefur mér tilefni til. En þó að færslan fái mig ekki til að fyllast þörf til að kommmenta getur mér þótt hún alveg jafngóð og önnur sem ég kommenta á.

Ég geri ráð fyrir að það sé alveg eins með marga af mínum bloggvinum. Miðað við heimsóknirnar sem ég fæ heimsækja ýmsir bloggvinir bloggið mitt þó að þeir kommenti sjaldan eða aldrei. Og miðað við fólk sem ég hitti á förnum vegi virðist vera að fleiri lesi bloggið mitt heldur en bloggvinirnir mínir. Ég man þegar ég fór á fiskidaginn mikla á Dalvík var ég alltaf að hitta fólk sem sagðist lesa bloggið mitt reglulega og fannst þess vegna ekkert langt síðan við "sáumst" síðast. Ekkert af því fólki er mér vitanlega með eigin síðu á moggablogginu.

Svo hefur fólk líka sagt við mig (vitandi að ég held úti moggabloggsíðu) að það skilji ekki þetta bloggdæmi og fái kjánahroll þegar það les þessi blogg. Mín eigin viðbrögð við því komu mér sjálfri skemmtilega á óvart. Það snerti mig nákvæmlega ekki neitt.

Ég fæ einfaldlega alveg óhemjumikið út úr því að taka þátt í þessu bloggsamfélagi

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:36

46 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sammála - eins og talað út úr mínu hjarta.

Kær kveðja til þín.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.2.2008 kl. 09:57

47 Smámynd: Jens Guð

  Það er þetta með bloggvinakvitt.  Ég fer daglega bloggvinarúnt sem spannar 20 - 30 manns.  Það er of tímafrekt að kvitta hjá þeim öllum daglega.  Hinsvegar þykir mér ástæða til að kvitta af og til.  Bara svona eins og til að segja:  "Hæ,  ég er að fylgjast með af því að mér þykir gaman að lesa bloggið þitt."

Jens Guð, 9.2.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.