Leita í fréttum mbl.is

Ég nenni ekki að blogga um þetta...

 

..en það er ekki á hverjum degi sem það er framið bankarán á Íslandi.

Þýfi fundið, gjaldkeri brást rétt við, lalalala, allir glaðir en heimurinn er ekki að farast.

Það sem mér finnst eitt af því mest fyrirfram dæmt til að mistakast eru bankarán á Íslandi.

Man einhver eftir einhverju sem tókst?

Ekki ég.

Hvað er að fólki, gengur það með djúpa löngun til að komast í fangelsi?

Nóg um það.

Hér eru önnur og stærri málefni sem eru að vefjast fyrir mér.

Það eru miðar.

Svona minnismiðar, sem geta verið umslög, síða á dagblaði, til hátíðarbrigða alvöru gulir minnismiðar með lími á.  Það skiptir ekki máli, ég týni þeim öllum.

Það er ekki til óskipulegri manneskja í öllum heiminum en ég í miðabransanum.

Um hver mánaðarmót gegn ég í gegnum eld og brennistein við að leita að ákveðnum reikningsnúmerum sem ég þarf að nota, og ég svitna í lófunum, titra, hjartað staðsetur sig í hálsinum á mér og ég græt.  Hvað á ég að gera?  Þetta á að borgast í dag!  Ég gleymi því alltaf að ég þarf bara að lyfta upp símanum og biðja um viðkomandi upplýsingar.  Man það aldrei fyrr en ég er komin á geggjunarstigið og einhver mér velviljaður bendir mér á það.

Svo hef ég reynt að búa til kerfi.  Skrifa tvo miða á hvert atriði sem ég þarf að muna.  Þá fyrst fer ég að eiga erfitt, bíddu, var ég búin að þessu, ring - ring- var ég búin að ganga frá þessu?  Ekki eða já kona, fyrir fimm mínútum.  ARG.

Um hver mánaðarmót tek ég miðana mína og set þá snyrtilega ofan í ákveðna skúffu.  En... og það er stórt en, er eru margar skúffur og ég er alltaf búin að gleyma hver þeirra sú ákveðna var, enda ég fyrir löngu búin að henda allskonar pappírum yfir alla skipulagninguna, svo það skiptir engu.

Ég kæri mig ekki um neinar ráðleggingar um skipulagsbreytingar hérna. Hluti af mér elskar kaós.  En þið megið hnippa í mig ef ég skrifa þessa færslu tvisvar.

Bætmí

Úje


mbl.is Vopnað bankarán í Lækjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef reglulega keypt svona miða líka.........svo í síðasta tiltektar kasti henti ég þeim í tonnavís , enda ákveðinn hluti af mér sem að elskar óreiðuna og spennuna sem að fylgir að vera búin að týna einhverju og gleðina við að finna það svon aftur !

Þannig að skipulagsmiðar henta ekki þessari konu heldur og bankarán eru alveg úti !

Sunna Dóra Möller, 4.2.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

samt, sé hægt að nota orðið 'stíll' yfir svona. þá finnst mér meiri 'stíll' yfir að ræna milljón úr banka, en að ræna klinki úr í sjoppu eða af pizzasendli.

Brjánn Guðjónsson, 4.2.2008 kl. 17:01

3 identicon

Sko - ég gæti haldið langa ræðu um svona skipulag, þ.e.a.s. mitt eigið sem hinir fara ekki eftir. T.d. í eldhússkúffunum. Ég set ákveðna hluti sem ég þarf mikið að nota við eldamennsku ALLTAF á sama stað en þegar sumir aðrir eru svo elskulegir að ganga frá tekst þeim aldrei að muna skipulagið mitt  Þegar svoleiðis gerist og mín er að búa til mat þá vita viðkomandi hvað það þýðir þegar eldhússkúffur fara að skella og óskaplegur hávaði heyrist úr hnífaparaskúffunum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Kolgrima

En lambhúshetturánið í Búnaðarbankanum forðum daga?

Kolgrima, 4.2.2008 kl. 17:30

5 Smámynd: halkatla

Það sem mér finnst eitt af því mest fyrirfram dæmt til að mistakast eru bankarán á Íslandi.

ég og mamma vorum að segja þetta sama fyrir minna en 5 min síðan, þetta gerir íslensk bankarán svo dúlló (mamma tók ekki undir það með mér hí hí)

halkatla, 4.2.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var ekki eitt rán framið í gamla daga í Búnaðarbankanum á Vesturgötunni sem upplýstist aldrei? Held það..... Ábyggilega verið löggan að prófa grímurnar sínar

Skipulagt kaos - það eina sem blívur

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 18:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið get ég skilið þig, er alltaf að týna öllum svona miðum.  sérstaklega ef einhver annar setur þá einhversstaðar annarstaðar, ég veit nefnilega ótrúlega oft hvar ég læt hlutina í öllu mínu kaosi, en ef einhver kemur og fer að laga til, þá er ég algjörlega lost

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 18:31

8 Smámynd: Tiger

Alltaf gaman að heyra af einhverjum öðrum sem er haldin léttu alsheimer eins og ég. Man oftast vel eftir löngu liðnum atburðum, en á það til að gleyma einhverju sem tengist nánustu tímum og númerum.

Hugsa oft með kátínu um það hvað sumir geta verið "snyrtilegir og vanafastir" á hluti eða dót í kringum sig. Var í heimsókn hjá pabba um daginn, færði til 2 hluti á stofuborðinu hans meðan hann náði í kaffi í eldhúsið - og fór svo á wc til að þvo hendur - þegar ég kom til baka var gamli búinn að laga báða hlutina aftur svo þeir voru á nákvæmlega sama stað aftur...

Ég er einn af þeim sem er með skrifborðið mitt á kafi í dóti og pappírum - en veit nákvæmlega hvar hvaða hlutur er staðsettur þar þó minnið sé stundum ekki uppá marga fiska.

Bankarán, eða þrá í athygli og fangelsun. Ætla menn aldrei að skilja að við erum svo fámenn og assgoti snögg til að kjafta til um náungann svo eitt og annað óheiðarlegt gengur aldrei upp í okkar litla þjóðfélagi. Bankarán eða sjoppurán, plat zvik og prettir eru eitthvað sem við ættum að láta vera utan landssteinanna.

Tiger, 4.2.2008 kl. 18:35

9 identicon

Ránið í Iðnaðarbankanum í Eddufelli upplýstist aldrei. Þar óð maður inn og nældi sér í rúmar 400.000 krónur og hvarf svo á braut. Ég man eftir þessu þar sem ég kom að málinu sem lögreglumaðurl.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:15

10 identicon

Hehehehehehehe.Þekki þetta alltof vel en er komin með svona vasa sem er tæmdur reglulega í möppu og rusl eftir því sem við á.Eða það á að tæma hann reglulega hann tekur einn mánuð af pósti en núna eru tveir mánuðir í honum hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:30

11 Smámynd: Johnny Bravo

Búnaðarbankinn vesturgötu og Shell ránið svo kallaða.

En þetta voru bara fíklar. Hafa skuldað eitthverju vondu fólki eða langað inn strax af því það er svo kalt.

Johnny Bravo, 4.2.2008 kl. 19:44

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var að henda helling af gulum miðunum núna rétt áðan. Þar fann ég hvorki meira né minna en fjóra miða með sömu minnispunktunum og hafði ekki komið neinu af þessu í verk.  Henti öllu í ruslið enda málið dautt fyrir löngu síðan en hefur sjálfsagt verið ákaflega mikilvægt fyrst ég skrifaði þetta fjórum sinnum.

Í gamla daga var ég alltaf með korktöflu í eldhúsinu þar sem mínir miðar voru í snyrtilegri röð eftir dagsetningu.  Hum.. það var þá.

Ía Jóhannsdóttir, 4.2.2008 kl. 19:45

13 identicon

Búnaðarbankaránið á Vesturgötunni er enn óupplýst svo það var ekki alveg launlaust fyrir þá tappa að ræna þann banka allavega.

Johnny Bravo: Það er búið að upplýsa Shell ránið sem gerðist í Lækjargötu, minnir að það sé um 2 ár síðan það upplýstist og var það unnusta eins af ræningjunum sem upplýsti það.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:06

14 identicon

Ég skrifa allt í notepad,

þarf að gera ......... búin að gera

Vista í "my documents"  

úje  

Maddý (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:12

15 identicon

Hmmm.. ertu ekki með heimabanka ?

Mínir reikningar birtast alltaf þar, hvort sem ég vill þá þar eða ekki sko .. ! svo bara klikka ég á þá og merki svo við borga.. ógisslega einfalt sko.

Prufaðu

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:39

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Frábær hugmynd Guðrún. En þegar ég var að prufa þitt ráð, þá kom bara "ekki næg innistæða". Hvað gerir maður þá?

Þröstur Unnar, 4.2.2008 kl. 20:45

17 identicon

Ahhh.. já það *klór í haus*  sleppessu bara   Skil þetta bara ekki, ég bið aldrei um neina reikninga, en samt koma þeir þarna og bara fara ekki.

DÆS.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:48

18 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

það er eins gott að ég notast ekki við þitt skipulag...þá myndi ég snúast í kringum rassinn á sjálfri mér allan daginn, er örgggla með athyglisbrest  eða  að kafna úr streitu, nema hvort tveggja sé ......verð að hafa allt í þar til gerðri bók, og við erum að tala  um þéttskrifuð blöð...æmsóbissýwomen.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:04

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð krútt.  Audda er ég með allt inn í heimabankanum nema það sem er þar ekki.  Kaeraykkur?

Lovejúgæs

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 22:11

20 Smámynd: Huld S. Ringsted

OMG hvað ég er glöð að ég er ekki ein um svona skipulag, það er ein eldhússkúffa hjá mér full af gulum miðum með alla vegana upplýsingum!!

Huld S. Ringsted, 4.2.2008 kl. 22:14

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kann ekkert á þetta - um hvað ertu að tala?

Edda Agnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.