Leita í fréttum mbl.is

Ég ætla að gerast námskeiðishaldari

Hafið þið tekið eftir öllum þessum fyrrverandi eitthvað, sem hafa haft að atvinnu að hafa t.d. verið í fjölmiðlum, leiklist, kennslu og allskonar, og eru að meika það bigg í námskeiðahaldi?

Ég hef ákveðið að verða sollis kona.  Námskeiðshaldarakona.

Ég kann helling.

Matarnámskeið í hefðbundinni  matargerð í 107 Reykjavík upp úr miðri síðustu öld.

Hvernig tala má mikið og halda athygli fólks, jafnvel gegn vilja þess.

Að vera hvatvís og tala alltaf áður en maður hugsar.  Hver segir að hugsun sé til alls fyrst?

Að rata á Þingvöllum.

Að sækja um vinnu, veit ekki hvort ég hef svo framhaldsnámskeið í hvernig á að fá vinnuna.  Tveir ólíkir þættir sko.

Hvernig hægt er að mála sig með júgursmyrsli og skósvertu að vopni.

Hvernig má leggja veisluborð með ósamstæðum diskum og glösum og látið það líta út fyrir að skreytingarmeistari hafi verið fenginn til verksins.  Æi snobb gerir fólk blint og smekklaust.

Æi svo er það hvernig má skilja í góðu, meðalgóðu og illilegu ástandi.

Úff, ég kann svo margt.

Þetta er að hala inn hellingspeninga hjá fjölda manns.

Mannauðstjórnun hvað?  Það geta ekki allir verið í því.

Hugmyndir, einhver?

Sláum til. 

Á morgun kemur nýr dagur og þá sjáumst við elskurnar mínar.

Jennslubarnið sefur svo fallega í litla rúminu sínu.  Er farin inn að horfa á hana.

Nóttina.

Úje

Later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Cound me in. Ég tek þátt í öllum þessum námskeiðum - nema einu - kann alveg nógu mikið í því að vera hvatvís, segja/skrifa það sem ég hugsa og hugsa það sem ég skrifa, oftast án þess að átta mig á því fyrr en um seinan að ég skrifa það sem ég hugsa án þess að hugsa mig um áður en ég skrifa/segi það - ehhhh ...  ég er kominn í nokkra hringi og kominn með uppí háls.

Námskeið hjá þér Jenný yrðu mjög vel sótt - þó ekki væri nema til að létta lundina og vera nálægt einum af bestu skemmturunum á blogg.is..  vel þess virði segi ég!

I´m in for sure.

Tiger, 3.2.2008 kl. 02:30

2 Smámynd: Tiger

Ups... það átti að vera T í endanum á Count en ekki D.

Minnir bara á einhvern sem var með Cloud í stað Clout somewhere i guess.  segðu svo að maður sé bara ekki strax farinn að læra!

Tiger, 3.2.2008 kl. 02:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæli með bloggnámskeiðinu, sv o væri örugglega flott námskeið fyrir smástelpurnar hvernig á að ná í hljómsveitargæja og halda honum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2008 kl. 08:15

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Beta: Ég er í kasti, þegar ég les þá las ég "   Jíppí hvað ég hlakka til að gifta mig." Muhahahahaha

Tigercoper Sko þú aðstoðar á hvatvísisnámskeiðinu og þannig fáum við bæði heljarmikið cloud hehem meina clout.  Hehe

Ásthildur: Þarna kemur eitt í viðbót.  Set þetta á lista yfir möguleg námskeið. Tékk, tékk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 08:47

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég Panta skráningu líka ekki veitir af

Kristín Katla Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 10:24

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Mér líst vel á þetta, pant vera með

Svanhildur Karlsdóttir, 3.2.2008 kl. 10:28

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú getur haldið námskeið í húmor, þú átt allavega nóg af honum, sem þú getur deilt með öðrum. Ég mundi reyna að svindla mér inná námskeið hjá þér.

Sigrún Óskars, 3.2.2008 kl. 10:42

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skapandi bloggskrif! Væri eitthvað að mínu skapi á námskeiði. Þú átt nóg af því og ég mæti.

Edda Agnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:04

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

''....Hvernig tala má mikið og halda athygli fólks, jafnvel gegn vilja þess.....''

hahahahaha mér líst best á þetta. Loksins eygi ég von um að fá útrás í röfli og ánægjuna af því að fólk komist ekki hjá því að hlusta.....  muuuhhhhhaaaaaaaa..

Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 11:16

10 Smámynd: Hugarfluga

Frábær námskeið og mjöööög þörf. Sakna samt þess að sjá ekki "Kveiktu í honum með þvaglegg plástraðan við lærið" námskeið.

Hugarfluga, 3.2.2008 kl. 11:38

11 identicon

Vantar þig ekki meðhjálpara?  Ég kann svo rosalega margt sem mætti kenna og miðla til annarra.  Það er t.d. list að geta sungið sig í gegnum lífið, kennsla í söng við ýmsar erfiðar aðstæður, maður brestur þá í söng-gírinn t.d. þegar yfirdrátturinn fer í botn eða frostið fer yfir 10 stig.

Maddý (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:11

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú gætir t.d. kennt matargerðarlist upp úr kvennafræðaranum
hefur þú lesið þá bók?
Svo er must að kenna fólki ökumanna-kurteisi
Já og búðar, útsölu, kennara, barna, foreldra, já og bara alla kurteisi
sem hugsast getur.
Síðan gætir þú kennt áræðni, því það sem þú þorir að segja þora fáir aðrir. hafðu námskeiðin ekki of ódýr, þá heldur fólk að þetta sé
eitthvað lélegra en önnur námskeið.
Tala af reynslu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 13:07

13 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þú ert skemtileg persóna.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 13:27

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég mæti ... á flest nema skilnaðarnámskeiðið. Held aldrei nógu lengi út til að ná að gifta mig þannig að þetta gerist mertanpart af sjálfu sér hjá mér.   Er mest spennt fyrir að læra að rata á Þingvöllum. Þarft samt að byrja á að kenna mér að rata þangað.

Laufey Ólafsdóttir, 3.2.2008 kl. 13:31

15 Smámynd: Tiger

Ég hefði ekkert á móti því að hafa örlítið Cloud ... myndi aðstoða þig við hvað sem er Jenný  mín, jafnvel ný borgarstjóraskipti. Væri mér heiður að vera undir þig staðsettur sko ...

Vegna ýmissa uppástunga myndi ég einnig vilja sjá námskeið sem fræðir okkur um það hvernig halda má "ástsjúkum rokkarapútum" í hæfilegri fjarlægð og hvernig má sleppa lifandi af tónleikum - bakdyramegin og óséður.

Tiger, 3.2.2008 kl. 14:22

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruðfrábær er í kasti hérna.  Ég þyrfti að eiga Kvennafræðarann Hallgerður, það sem ég gæti bloggað úr honum.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 16:29

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar ég á Kvennafræðarann gefin út 1905 svo þú átt vinninginn Hallgerður mín kæra.
Jenný þú getur örugglega fengið hann í fornbókabúð eða á bókasafninu.
Já það er ýmislegt í þessari merku bók.
                              Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband