Laugardagur, 2. febrúar 2008
Símhringing á Laugardagsmorgni
Kl. er níu, ég sef dásamlega, eins og allir sem eru með samvisku í sama lit og hvíta stöffið sem liggur hér um allar götur, og mig er að dreyma yndislega. Ég ákvað í gærkvöldi að sofa amk. til hádegis.
Ring - ring - ring- ring- (ég alveg: þetta hlýtur að hætta, en Guð það gæti verið eitthvað að hjá stelpunum mínum, hendist á ógnarhraða í síma)
Ég: (á innsoginu) Halló!!!
Fífl úr ónefndri bókabúð sem ég skipti við: Góðan daginn, er þetta ekki Jenný Anna?
Ég: Jú, nokkuð líklegt, minn sími og sonna.
Fífl: Heyrðu, þú gleymdir bókinni sóandó, þegar þú varst hérna í vikunni.
Ég (opna búðir kl. 9 á laugardagsmorgnum, nebb getur ekki verið): Já ég veit það, var búin að láta vita að ég kæmi eftir henni þegar ég ætti leið hjá.
Fífl: Æi það er bara svo mikið af bókum hérna (er í lagi, allt löðrandi í bókum í BÓKABÚÐ) og ég myndi gjarnan vilja að þú næðir í hana sem fyrst, hún gæti týnst
Ég: Eruð dálítið í að týna bókum í bókabúðinni hjá ykkur (ísköld í röddinni)
Fífl: (Æsist öll upp). Já þú ættir að vita um skipulagsleysið hérna, hver bókin innan um aðra og þær bækur sem ekki fara upp í hillur eins og þín (fyrirgefðu að ég skuli drusla út fyrirtækið) liggja hér hver um aðra þvera og ég þoli ekki svona drasl í kringum kassann.
Ég: Ég er ekki sálfræðingur, en ég held að þú þurfir hjálp, en þar sem ég er búin að borga bókina, geturðu ekki fundið henni öruggan stað, bara í nokkra daga þar til ég er á ferðinni?
Fífl: (Brjálast) Nokkra daga, þetta er ekki hlutageymsla, þetta er bókabúð, ég vil að þú komir í dag og náir í hana áður en hún týnist. Er það ekki möguleiki að þú gefir þér smá tíma í þetta mál? (Kuldaleg og full fyrirlitngar í málróm)
Ég: Orðlaus
Fífl: (jólaglöð í röddinni) Svo vorum við að fá inn nýja sendingu af erlendum, ofsalega gott og mikið úrval, þú villt örugglega kíkja á það.
Ég: Hvenær opnar búðin?
Fífl.: 11
Ég Heyrðu þú vaktir mig, ég ætla að halda áfram að sofa, þú mátt eiga bókina og líma hana á hnakkann á þér, mér er svo sama. Ekki hringja aftur.
Fífl: (Móðguð og stórlega misboðið). Þorrí, ég er nú bara að hafa eftirlit með mínum kúnnum, svo þeir verði ekki fyrir veseni með bækurnar sínar og það varst ÞÚ sem skildir bókina eftir hérna, ekki ég (full ásökunar). Farðu endilega að sofa, fyrirgefðu að ég skyldi voga mér að reyna að vera liðleg.
Ég: Ég nærri því hata þig.
Pang.
Nei ég er ekki að ljúga. Þetta gerðist sirka svona. Hefur þessi búð sem stofnuð var á fyrri part síðustu aldar eða eitthvað, ekkert lært?
En nú er ég vöknuð og óggissla hress og það eina sem ég veit að ég ætla ekki að gera er að fara til fröken þjónustulundar.is og ná í mína eðalbók.
ARG við eldhúsborðið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Hamfarablogg, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987276
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
,,Ég Heyrðu þú vaktir mig, ég ætla að halda áfram að sofa, þú mátt eiga bókina og líma hana á hnakkann á þér, mér er svo sama. Ekki hringja aftur,,
og að bjóða þér að líta á spánýjar bækur til að koma sér út úr vandræðum.....
Þetta samtal væri efni í einhvern grínþátt held ég.
Snilld! ;o)
Vignir, 2.2.2008 kl. 12:00
Ertu svona grautfúl á morgnanna?
Áttir bara að send´enni hamfaraknús fyrir að ræsa þig á þessum yndisfagra degi.
Skamm.....
Þröstur Unnar, 2.2.2008 kl. 12:37
Ég hefði bara lagt á, er aldrei góð í miklar samræður snemma dags. Hvaða merkisbók var þetta annars. ?? Eigðu ljúfan dag mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 12:47
Ertuekkiörglabúinaðfáþérrettuogkaffiogskoðaþráinnbertífréttabladinuídag?
Annars ansi gott að kúra á laugardagsmorgnum!
Edda Agnarsdóttir, 2.2.2008 kl. 12:51
Eymingja konan var bara að reyna að vera liðleg. Hún hefur ábyggilega haldið að þú hafir legið andvaka í alla nótt af söknuði yfir bókinni.
Markús frá Djúpalæk, 2.2.2008 kl. 12:58
Sú er dónaleg við þig ég skil ekki svona þjónustu og það á laugardagsmorgni Jenný mín eigðu góðan dag.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.2.2008 kl. 13:13
hahahaha snilld!
Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 13:18
Þráinnbertelssonverðurtekinntonnatakiísérstakrifærsluáeftir. Hehe
Æi lífið er skemmtilegt. Hvað ef ekkert svona gerðist eins og símtöl frá bókabúðarnerði á laugardagsmorgni? Maður hefði einfaldlega ekkert að blogga um. Ekki gott. Ég elska þennan stelpubjána eftir sígó og kafffi.
En bókin fær að bíða -----þangað til að hún er komin á þjóðarbókhlöðuna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2008 kl. 13:22
Frusssss!!! Ég HATA það þegar fólk hringir þegar ég er sofandi! Alveg sama hvort það er um miðja nótt eða miðjan dag. Ef ég er sofandi MÁ EKKI ónáða mig! Og hvað er fíbblið að hringja kl. 9 þegar búðin opnar ekki fyrr en 11. Mættur tveimur tímum fyrir opnun til að raða bókinni sem gleymdist? Vá, get a life.
Hugarfluga, 2.2.2008 kl. 13:33
Góðan dag.....í stað þess að lúlla fram eftir, eiga allir að fara snemma á fætur og fara í sund í 15 gráðu gaddinum eins og kærleiksfjölskyldan gerði á þessu heimili í morgun !
En þessi færsla er frábær og ekki slæmt að fyrsta bloggfærslan sem að lesin er á þessum drottins dýrðardegi komi mér til að hlægja !
Farin að raða í mig bollum !
Sunna Dóra Möller, 2.2.2008 kl. 13:40
Jæja jæja jæja...ég fann not fyrir Framsóknarhnífana, þeir bitu ágætlega
Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 13:50
Þú ert snillingur, Jenný
Kolgrima, 2.2.2008 kl. 14:04
Algert konfekt að lesa þig þegar þú tekur þig til og ert pínu örg. Sannarlega er það bitchy að raska ró manns þegar maður hefur ákveðið að slappa af, sofa t.d. fram að hádegi en vera vakinn minnst 3 tímum áður en sá tími kemur.
Sé að þú ert búin með kaffibollann og sígóið svo þú ert pollróleg, gott mál. Alltaf gott að blása út á bloggi svona til að losa mann við óvelkomna gremju sem "fíflin" skapa okkur með of lipurri framkomu. Með því að blogga um þetta kemur þú okkur í gott skap - þitt geðstirða (jamm glætan) kemur okkar í fíling. Takk takk ...
Tiger, 2.2.2008 kl. 14:06
Margur hefur byrjað með verri uppistöðu í gamanverk en þetta,ég held að þú ættir að spuna við þetta þú ert á góðri leið.Frábært hjá þér hún hringir kl9 en búðin opnar 11 hvað er að.Kv.kokkurinn
Guðjón H Finnbogason, 2.2.2008 kl. 14:07
Þú er frábær, en aumingjans manneskjan sem ætlaði að vera svo almennileg við uppáhaldskúnnan sinn, og svo er hún örugglega búin að lesa þetta líka elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 16:30
ARRRRRGGGG!!!!!!
Ég bilast úr hlárti.
Takk fyrir mig
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 16:52
Níu að morgni laugardags? Og með tuð og leiðindi að auki. Ég sé að það er rétt ákvörðun að versla bækur af Amazon!
Þórdís Guðmundsdóttir, 2.2.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.