Leita í fréttum mbl.is

Banna, skemma, brenna og útrýma

 

Frá 10 ára aldri hef ég ekki í úlpu farið.  Ég veit ekki ljótari klæðnað og fram á þennan dag geysist fólk um í úlpum eins og það sé í Chaneldragt, algjörlega ánægt með sig.  Vonandi móðga ég engan en ég er í pirringsstuði af því mér er illt í löppinni og þar með er ég búin að réttlæta geðvonsku mína. Kapíss?

Mér er illa við úlpur.  Er ekki hægt að útrýma þeim, bara svo fegurðarskyn mitt liggi ekki undir stöðugum árásum?

Mér er illa við gerviefni.  Peysur sem hnökra, þannig að þær líta út fyrir að hafa verið perluprjónaðar í höndunum af gamalli töntu. Er í lagi að kveikja í þeim?  Ég fæ alltaf rafmagn þegar ég kem við fólk í sollis fyrirkomulagi.

Mér er illa við að rekast á fullorðið fólk með barnahúfur.  Veit aldrei hvort ég á að segja Góan dainn eða góðan daginn.  Hendum þeim á haugana, sko ekki húfunum (börnin verða að hafa höfuðföt) heldur þessum fullorðnu sem eru að brjóta húfualdurstakmarkið alveg grimmt og skammarlaust.

Borðtuskur, ég hef bloggað um þær áður.  Þessar sem hafa legið í mjólkurpolli í nokkra daga, dregið í sig sólina, einstaka brauðmylsnu, smá sultu og annað smátt og gott.  Ég held í alvörunni að þarna sé aðferðin við að auðga úran lifandi komin  Við erum friðsöm þjóð.  Banna.

Greiður í eldhúsi.  Halló, vitið þið hvaða drasl er í hárinu á ykkur eftir daginn?  Sumir standa og GREIÐA sér yfir pottunum.  Greiða, hár, lúsakambar og aðrar hárvörur eiga ekki að blandast saman við mat.  Þið takið til ykkar sem eigið og það er bannað að hósta í mínu eldhúsi meðan ég elda, bölvaðir smitberarnir ykkar.

Ég legg ekki meira á ykkur í bili.

Mér er sko verulega illt í löppinni og hafði þessa ríku tjáningarþörf um að koma út með sársauka minn gagnvart sumum hlutum í lífi mínu.  Maður verður að fá að tjá sig. 

Ertu að segja að ég sé biluð?

Ok þá segi ég 6547 og ekki orð um það meir.

Arg í boðinu.

Cry me a river

Úje

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Í vetrartíð á Þorra er nauðsynlegt að eiga úlpu og vettlinga.  Það er líka gaman að eiga lagið Cry Me a River með Joan Baez.

Jens Guð, 1.2.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Signý

hehehe þú ert frábær.. Það er rosalega gott að kenna öllu og öllum öðrum um hvernig manni líður, hvort sem það er eitthvað líkamlegt eða eitthvað annað, það er ofsalega þægilegt og góð og þörf útrás.

En hvað meinaru með að úlpur séu ljótar! Ég á alveg endalaust mikið af flöttum úlpum, dúnúlpum aðallega. Ég væri dáin úr kulda ef ég hefði þær ekki, mér er krónískt kalt nebbbbbla. En eitt get ég þó ekki með nokkru móti skilið, og það er hvernig fólk fer að því að keyra bíl, íklætt úlpu... það get ég nefnilega ekki kannski skrítið en staðreynd.

Annars er ég alveg fullkomlega sammála þér með þetta fólk sem labbar niður laugaveginn með barnahúfur eins og ekkert sé sjálfsagðra, loka svoleiðis fólk inni bara...  

Signý, 1.2.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok viðurkenni nauðsyn þessa fatnaðar en bara eftir myrkur Jens.  Bara eftir myrkur.  Cry me a river hefur oft bjargað lífi mínu í stríði mínu við úllpufjandana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Signý: Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flottur reiðilestur, vonandi virkar hann. Ég kann nú að meta góða úlpu í kuldakasti til að fara í á milli húsa - á bara enga almennilega í augnablikinu en er að spá í að fá mér galla, þ.e. hlýjar buxur og úlpu. Vonandi hitti ég þig ekki á förnum vegi þegar ég spóka mig í múnderingunni.

Annars er ég forvitin, langar að vita af hverju þú færð bara bjúg í aðra löppina. Ég er búin að þjást af þessum fjanda síðan 1982 og prófa alls konar tesull og dót en ekkert gengur. Þetta hlýtur að vera annars konar bjúgur.

6527. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 00:50

6 Smámynd: Tiger

Þú ert mikill háðfugl og mjög hnyttin penni Jenný. Þú hefur lag á að orða hlutina þannig að maður nennir að lesa þig. Hef lengi lesið bloggið þitt og hef verið með þig í "favorites" - þar sem ég geymi uppáhalds bloggarana mína í stað þess að safna þeim inn á bloggið sjálft(ekki það að það séu margir reyndar en á mína uppáhalds samt)...

Skil þig vel með úlpur - fór aldrei í slíka flík sem barn nema þegar mamma sá til - en fór út og úr úlpunni og tróð henni inn um gluggann á neðri hæðinni inn í herbergið mitt - náði svo í hana aftur þegar ég kom heim og fór í henni inn aftur - mömmu til mikillar gleði.

Voru það ekki "6527"? Minnir það - en kannski er ég bara orðinn hálf ruglaður af þessum tölum líka. Var einmitt að senda frá mér lítið blogg en ekki þurfti ég að "hleypa út" - bara svona að tjá hversu glaður ég er með líf og laun ---> right!

Tiger, 1.2.2008 kl. 00:55

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Muhahahahaha, sprunginn  liðpoki í hnjálið.  Auðvitað læknisfræðilegt undur, ég er svo spes.  Örugglega svo sjaldgæft phenomen Hanna Lára að það hefur sennilega ekki einu sinni diagnosunúmer.  Munn sennilega verða kallað syndromus jennyannusbjugimos dx. 432.1

5678

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 00:56

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gerði sama við mína úlpu (þessa síðustu sem ég átti, rauður fjandi úr Hagkaupsfjósinu við Miklubraut), þ.e. tróð henni bak við stein við Melaskóla og var á peysunni í gaddinum úti í frímó.  Beuty is pain.  Takk fyrir hlý orð í minn garð Tigercopper og nú fer ég og les þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 00:58

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég elska góðar úlpur, massíva gönguskó, skrítnar húfur og nettan snjóbyl, ég hef verið í banastuði í dag vegna veðurs. Klæddi mig út í morgun eins og ég væri að fara út að leika með krökkunum í hverfinu  og þrammaði í hné háum snjó á leið í skólann........dásamlegt..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.2.2008 kl. 01:11

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta með 6527 gerir mér nú eiginlega meiri kjark í hug um að efla þetta til fleiri atkvæða en að einhver fleiri eru nú að skila sínum í dag.

Merkilegt hvað húmor í þessu skilar nú sínum í raununum..

Steingrímur Helgason, 1.2.2008 kl. 01:14

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úlpuplebbar, nananabúbú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 01:22

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Það er nuðsynlegt að eiga góða úlpu,á þessum ískalda Íslandi,það eru til orðið svo flottar úlpur á Íslandinu góða en þær kosta sittþví miður.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.2.2008 kl. 01:54

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Úr því ég fékk ekki pels fyrir fimmtugt, þá fer ég minna kuldadaga ferða í vatteruðum reiðgalla þó ég eigi hvorki hnakk né hest. Gallinn er með mikið af vösum og stórt pláss á bakinu fyrir teikniblokkina. Úlpurnar eru ekki fullkomnar en það er reiðgallinn næstum því. Buxurnar eru með rússkinslíki í klofinu yfir rassinn og niður á leggi. Obbo... stamt að komast út úr bílnum stundum...

Eva Benjamínsdóttir, 1.2.2008 kl. 02:03

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Úlpan er besti vinur smælingjanna. Handhægt annað heimili. Instant faðmlag fyllt af ást og hlýju.(og vatti)

Þér er velkomið að skottast úti í Chanel draktinni í 15 stiga gaddi.

Kannski Gucci úlpa hugnist þér?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 05:07

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég á fína North Face úlpu, sem þykir nú ekki á hvers manns færi.  Það fást svo North Fish úlpur í Rúmfatalagernum fyrir breiðu bökin á 1990-

Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 05:13

16 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Úlpur eru alveg súperflíkur. Þú ættir að prófa að búa í Winnipeg úlpulaus. Ekki gott þegar frostið fer í 40 gráður.

Og hvað snertir húfur - fólk á að geta haft þær húfar á höfði sem því sýnist. Ég prjónaði mér t.d. húfu með eyrum og böndum sem hægt er að reima undir hökuna ef maður vill (þótt ég geri það nú ekki). Að auki prjónaði ég tvö djöflaeyru að ofan. Mér finnst ég æðisleg með þessa húfu. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.2.2008 kl. 06:01

17 identicon

Jenný.

Greiða sér yfir pottum og pönnum, ætti að varða refsingum og útlegð úr eldhúsinu. jæks

Skil þig með úlpurnar er nauðsyn brýtur lög.

En talandi um Hagkaupsfjósið, hvað með Hagkaupsloppana?, hví hafa þau nylonþarfaþing ekki gengið í endurnýjun lífdaga, fyrir ofurkonurnar, hægt að hafa ferðatölvu í öðrum vasanum, prentara í hinum og gemsann í brjóstvasanum. svo voru þeir svo ljótir að þeir eru komnir hringinn í fegurðar rússibananum.

Einn búinn að vera í veltingi og stórsjó í nokkra daga .

Ps laxerolíubaxtrar lina oft þjáningar sem þínar, gamalt húsráð.

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 06:24

18 Smámynd: Hugarfluga

*slæ þig í hausinn með pönnukökupönnu*

Fullt af flottum úlpum og fullt af ljótum úlpum. Svona eins og það er fullt af ljótum eða flottum kápum.

Annað sem þú segir; gæti verið. 

End of story. 

Hugarfluga, 1.2.2008 kl. 08:38

19 identicon

Yndislega fyndið að hlusta á pirringin í þér. Hvað finnst þér þá um konu sem: þrífur upp hundaskít á stofugólfinu heima hjá sér, fer svo beint í það að hræra í pottunum.  Á meðan gestirnir (m.a ég) í fermingarveislunni sem téð hundaskíts-kona var að halda fyrir son sinn (bæ ðe vei hann er ekki hvolpur, sonurinn sko) fylgjast með!!

Fanney Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:10

20 identicon

Úlpur og peysur ég dúða mig í
svo örkum við skaflana bæði tvö.
Sannlega þér segi mín kæra jenný,
sexþúsund fimmhundruð tuttugu og sjö.

(þýðing á Cry me til á ísl. tileiknuð JAB)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:13

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hmm elsku Jenný mín, þú þarft að láta sérfræðing líta á fótinn á þér þetta er ekki alveg að ganga upp.  Gætir verið að fá blóðtappa eða eitthvað álíka skemmtilegt.

Hvað varðar fatnað, þá geng ég í því sem mér sýnist, úlpa eða ekki, set upp þá húfu sem mér þóknast, og sé ekki munin hvað aðra varðar. 

Ég greiði mér á baðherberginu eða við spegilinn við útidyrnar.   Og reyni að láta ekki aðra fara í taugarnar á mér.   Það er ekki gott, að pirrast á öðru fólki.   En þegar manni er illt, þá getur allt gerst.  Þess vegna sendi ég þér risaknús og vona að þér batni sem fyrst í fætinum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 09:29

22 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég á margar úlpur Jenný - böðlast í þeim á hundaleitaræfingum, í hestamennskunni, göngutúrunum (fyrir ofan byggð þ.e.), í garðinum, en .... ég get eiginlega ekki hugsað mér neitt verra en að vera gripin "á úlpunni" á mannsæmandi bensínstöð eða út í búð, ef illa stendur á . Tja, nema ég verði fyrir því óláni að koma ómáluð til dyra að morgni dags

Láttu þér batna í "löppinni" sem fyrst. Knús til þín.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.2.2008 kl. 09:43

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 ég elska þig þarna asninn þinn. Fyrsta hláturskastið í dag fæddist við lestur þessarar færslu. Annars liggur úlpan mína hérna á stólbakinu mínu.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.2.2008 kl. 09:55

24 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef alltaf verið svona eins og þú, hef aldrei þolað úlpur, finnst þær ekki nógu fínar og húfa hefur aldrei farið á hausinn á mér. En ég bað um úlpu í jólagjöf þar sem það var ekki farið að verða fyndið að fara út að ganga með hunda í hörkufrosti og hríðarbyl í fína ullarjakkanum, svo núna læt ég mig hafa það að notast við úlpu

Huld S. Ringsted, 1.2.2008 kl. 10:13

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki nokkur kjaftur hér í bloggheimum sem á eins skemmtilega vini og ég.  Og ég hattinn minn upp á það (takið eftir hattinn, húfur legg ég mér ekki til munns).

Auðvitað eruð þið hundaeigendur og útivistarfríkar löglega afsökukuð með þessar ógeðisflíkur en ég er nú að meina, kommon, fólk fer í þennan hroðbjóð yfir árshátíðarkjólana og á kaffihús og svona.  Það á að banna.  Jóna ertu með sönnunargagnið á stólbakinu? Nei trúi þé ekki, þú ert ekki þannig kona.

OG Gísli takk fyrir vísuna.  Ekki verra að láta yrkja fyrir sig að morgni dags og  það við eitt af mínum uppáhaldslögum.

Hallgerður ég er snobbuð í fötum og stolt af þvi.

Þið eruð yndisleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 10:49

26 Smámynd: M

Ja, það er eins gott að þú þekkir mig ekki í sjón með mína yndislegur ullar"barnahúfu" á hausnum. Þú myndir vaða í mig miðað við hvernig skapið er í dag.

Ég reyni að hugsa, komin á minn fína aldur að útlitið skipti ekki máli bara þægindin. En verð líklega hallærisleg fyrir vikið  

Eigðu góðan dag og helgi

M, 1.2.2008 kl. 10:50

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Ásthildur mín fyrir að spyrja um fót.  Fór í doppler í gær,enginn tappi eða stífla heldur einhver liðpoki í hnésbótinni sprunginn og það sem í honum var lekur niður í fótinn og þrefaldar hann að stærð.  Þetta er sársaukafullt, seint að ganga til baka en drepur mig ekki, mikið gleðiefni fyrir vel flesta hehe, hinir verða að bíða enn um sinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 10:53

28 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Ég er praktísk kona.  Hef orðið að vera það af fjárhagsástæðum.  Og mér er sama þó að ég sé ekki smart.  Bara ef ég er ekki hallærisleg.  Mér finnst ég hafa stíl!  Þannig að ef ég hef bara efni á einni utanyfirflík þá kaupi ég mér hlýja úlpu því að það er skynsamlegast!  Nýtist best, sérstaklega þar sem ég á engan árshátíðarkjól og fer eiginlega aldrei á kaffihús.  Líka af fjárhagsástæðum.  Ég týndi því miður prjónahúfunni sem var með eyrnablöðkum og hægt var að binda undir hökuna.  Ooooh, hún var æðisleg.  Muna að endurnýja!  En þú mátt alveg taka fótapirringinn út á mér, jájá allt í lagi með það mín kæra.  En þér til huggunar....þá er ég í rauninni algjör prinsessa, svona inni í mér sko!  Það bara sést ekki.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 1.2.2008 kl. 11:46

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég á úlpu og nota hana líka en oftast bara í myrkri.....

....sleppur það?

6581

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 12:48

30 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú hefur svo skemmtilegan húmor og gaman að lesa bloggið þitt. Vonandi fer fóturinn að lagast.

Þori varla að segja það en ég er alltaf í úlpu og oft með húfu. Kveðja,

Sigrún Óskars, 1.2.2008 kl. 14:07

31 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eitthvað rámar mig í konu í pels með rauða flísduflu snúna um sig miðja og alveg upp fyrir haus á leið út að reykja í gaddi...hvort það var flottari múndering en fallega gerð dúnúlpa og hvítaskinnshúfa með alvöru reimum læt ég ósagt....ef ég vissi hvernig ég gæti skutlað inn mynd hér væri náttla best að láta bloggvini dæma um fegurð þessarar múnderingar. Man bara ekki alveg hvaða kona þetta var sem lét hafa sig út í þessari múnderingu ala aldreíséstáðursvonafínogflott

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 14:52

32 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég á líka úlpu, alveg ógó flott sem að ég keypti í Bostoni í fyrra.....finnst ég svaka pæja sem að ég toppa svo með því að setja svarta 66 gráður Norður húfu á hausinn (til að vera í stíl við Tarantínó )!

Úlpur rokka feitt!

Sunna Dóra Möller, 1.2.2008 kl. 15:01

33 Smámynd: Gunna-Polly

úlpur eru ljótar einfalt mál , en ef ég ætti ekki eina slíka þá væri ég dauð úr kulda !! en hvað er málið með fólk sem sprangar um á stuttermabol í 15 stiga gaddi , hef rekist á nokkrar slíkar undanfarið er það fólk með bilað element eða ??

en það er ekki langt í góu svo  vor og þá fer úlpan lengst inn í skáp  

Gunna-Polly, 5.2.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2987270

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.