Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Óþverraþjóðfélagið
Ég fór til læknis í dag, sem ekki væri í frásögur færandi, nema af því að ég er að segja frá því núna.
Sjálf er ég með tímabundna örorku og þurfti að borga einhverjum hundraðköllum meira en venjulega. Ég spurði konuna, svona af því að ég er forvitin um hagi mína, hversu hátt öryrkjahámarkið væri fyrir afsláttarkorti. Það hafði hækkað um einhverja upphæð. Sem sagt, örykjar (og aðrir reyndar líka) þurfa að borga hærri upphæð til að fá sk. aflsáttarkort. Brilljant. Af því að ég er ekki alveg á horriminni og ekki svo tíður gestur (amk. ekki hingað til) á læknastofum, þá yppti ég öxlum en hugsaði ekki fallega til svikarana sem alltaf eru lofandi öryrkjum og eldra fólki, manneskjulegum lífsskilyrðum.
Ég settist og beið. Inn kom kona í hjólastól með konu sem fylgdi henni. Hún þurfti að borga hækkuðu upphæðina auðvitað og henni brá verulega. Fimmhundruðkallinn getur verið mikill peningur hjá þeim sem hafa örfá slíka til ráðstöfunar eftir að vera búnir að borga leiguna yfir höfuðið á sér.
Konan sagði í hálfum hljóðum við fylgdarkonu sína, eitthvað á þá leið að hún vissi ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Mannsæmandi kjörum hafi verið lofað en það eina áþreifanlega gagnvart sjúklingum væru beinharðar hækkanir. Svo nefndi hún upphæðina sem hún hafði á mánuði til ráðstöfunar (sem ég ætla ekki að tíunda hér, ef hún læsi nú bloggið mitt eða einhver sem þekkir til hennar) og það er skemmst frá því að segja að mig langaði að fremja eitthvað, gagnvart nokkuð mörgum aðilum.
Hvað er að þessu andskotans þjóðfélagi sem borgar þessum herrum hérna í fréttinni 76 milljónir í árslaun og 300 milljónir fyrir að hefja störf. Og rúsínan í pylsuendanum er þetta: "Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis fékk 190 milljónir króna í launagreiðslur á síðasta ári. Þar af voru 100 milljónir bónusgreiðsla en Bjarni lét af starfi forstjóra Glitnis í maí á síðasta ári. Hann vann ákveðin ráðgjafastörf fyrir bankann eftir að hann hætti sem forstjóri Glitnis. Hagnaður Bjarna vegna kaupréttarsamninga nam 381 milljón króna."
Hefur enginn í ríkisstjórninni, í samfélaginu yfirleitt, heyrt um sanngirni og meðalhóf? Að græðgi sé löstur og afskiptaleysi og ill meðferð á fólki algjört siðleysi?
Ég er hreinlega komin með ógeð á þessu jakkafataþjóðfélagi, jeppa og einkaþotublæti og allri þesari taumlausu græðgi.
Og það eina sem öryrkjar fá í sinn hlut á þessum lóðarísdögum ríkisstjórnarinnar, eru hækkanir fyrir læknisþjónustu.
Skammist ykkar þið sem ábyrgðina berið og hvað í andskotanum ætlar fólk að gera með alla þessa peninga á einni hendi?
Skeina sér á þeim?
Svo eru kofakaupin hjá hinum nýja meirihluta efni í aðra færslu. Þetta eru auðvitað smápeningar, en þegar þeir sem lítið hafa á milli handanna eru til umfjöllunar þá er sunginn annar söngur. Helvítis verðbólgusöngurinn.
Sjútmíækúldentkerless.
Forstjóralaun hjá Glitni 266 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er líka komin með ógeð á þessu. Þessir ráðamenn monta sig af því að vera að gera betur við þá sem minna hafa á milli handanna en hækka svo bara aðra kostnaðarliði
Huld S. Ringsted, 31.1.2008 kl. 20:32
Sammála......
Svanhildur Karlsdóttir, 31.1.2008 kl. 20:34
Já en málið er að það er hægt að vera kominn með nóg, vera sammála og allaur sá pakki. Staðreyndin er samt sú að í um 20 ár hefur hinn almenni launamaður, öryrkjar og gamalt fólk, gengið að kjörborðinu og kosið óvini sýna. Flokk sem er heimaflokkur þeirra sem peningana eiga og í krafti þeirra ráða öllu.
Þannig að ég ætti kannski ekki að vera að æsa mig. Kannski fáum við þau stjórnvöld sem við eigum skilið. VIð höldum þeim í vinnu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 20:37
Segi eins og gamla fólkið sagði í denn ,,allt er betra en íhaldið" þeir eru grunnurinn að þessari þróun, þeir hafa valdið, þeim var hleypt alltof langt. Það er þrautinni þyngri að snúa til baka. Sennilega ekki hægt. Vil samt ekki vera svo svartsýn.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 31.1.2008 kl. 20:38
Við skulum athuga að ríkir kallar eru fyrirmyndir ungviðisins. Þetta ástand er gegnumsósa þvert í gegn. Eins og sverð í gegnum naut.
Ólafur Þórðarson, 31.1.2008 kl. 20:40
Skelfileg þróun, hækkanir á læknisþjónustu koma bara þeygjandi og hljóðalaust. Svo fyrir utan þá er alltaf verið að skerða þjónustuna, hún er víst svo dýr (ekki að starfsfólkið sé á rosa launum). Ekki veit ég hvert við erum að sigla en þetta að senda hækkun á öryrkja segir manni að við erum að sigla í strand.
Sigrún Óskars, 31.1.2008 kl. 20:45
Fjárfestar velja sér forstjóra, þeir hafa mikilla hagsmuna að gæta og þegar maður vill leggja 400 milljarða í fyrirtæki og vonast eftir 40milljörðum í hagnað, þá skiptir ekki máli að það kosti 0,5milljarða að vera með besta forstjóra sem er í boði, þetta er val fjárfestana og kemur þér ekkert við.
Skil ekki afhverju þér finnst ekki að sumir megi vera í jakkafötum og reka fyrirtæki vel og skapa fleirri og fleirri vel borguð störf þó að þú hafir engan áhuga á því, nú ef þú hefur áhuga á því þá er bara að skella sér í háskólan, viðskiptafræði eða svipað og svo fást jakkaföt víða.
Hvað greiðslum hjá lækni fyrir öryrkja og eldriborgara finnst mér asnalegt að viðkomandi hópar eigi alltaf að fá afslátt alstaðar, strætó, fasteignagjöld og svo framvegis, frekar ætti að hækka viðkomandi styrki, einfaldara en að vera að hafa mismunandi kerfi fyrir fólk, það sama má segja um afslætti barna og barnabætur.
Ríkið gæti líka hætt því að vera að alltaf að byðja mann um örfáa þúsund þegar maður þarf að hitta lækni þegar viðkomandi borgar hvor eð er tugi þúsunda af launum sínum í hverjum mánuði, hlítur að vera einfaldara að fækka sköttum og gjaldheimtum.
Johnny Bravo, 31.1.2008 kl. 20:54
Veistu það Jhonny Bravo að þetta blaður þitt er svo fyrirsjáanlegt og þreytt að ég nenni ekki að hafa þessa umræðu hérna inni. Farðu inn á Hannes Hólmstein eða eitthvað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 20:56
Fullkomlega skil ég gremju Jennýar í þessu bloggi. Þetta svíður öllu vinnandi fólki sem berst baki brotnu til að eiga fyrir reikningunum um hver mánaðamót. Þetta er auðvitað svo fjarstæðukennt að maður trúir því eiginlega ekki að þetta sé svona í alvörunni. Það er einfaldlega ekkert sem réttlætir svona laun. Sjálfur er ég auðvitað bara grænn af öfund.
Ég myndi ekki fúlsa við þessum launum, ónei. Ég get líka lofað ykkur, og þá sérstaklega Johnny Bravo hér að ofan (Bravoinn er vel að merkja ein af mínum uppáhalds teiknimyndafígúrum - "I don´t want you, da dara dara, to be no slave" - þeir skilja þetta sem þekkja til ), að ég gæti alveg unnið þetta djobb og væri bara mjög sáttur við, tja, eigum við að segja 10 millur á ári?
Ég fer hér með að dæmi 100 stjórnenda í fyrirtækjum á síðum dagblaðanna í dag, býð mig hér með fram í starf forstjóra hvaða banka sem er og get lofað því að ég mun skila alveg sama eða svipuðum hagnaði og allir hinir.
Sjáið til, það eru til allavega 1000 einstaklingar sem eru a.m.k. jafn klárir og ég eða þessi Lárus Wielding. Sjáið líka til, það er ekki bara nóg að kaupa eitt stk. eldkláran forstjóra, þú þarft að hafa marga tugi ef ekki hundruð annarra eldklárra starfsmanna í kringum forstjórann til að skila góðum hagnaði. Hvað er það fólk með í laun ..... ?
Hreinn Ómar Smárason, 31.1.2008 kl. 21:18
Um misskiptinguna er ekki hægt að blogga í færri orðum Jenný, og það sýður á mörgum. Ég er ekki alveg viss að það eigi bara að kasta tómötum í ríkisstjórnina. Ég get fullvissað þig og fleiri að það sýður á mörgum ráðherranum og þeir kreppa hnefa. Hvað eigm við þá að gera? Hætta að skipta við bankann okkar sem er samnefnari græðgisvæðingarinnar? Og fara hvert? Stika niður á Austurvöll með spjald og mótmæla? ("bíddu á meðan ég kasta mér á vegg") Ég varð hálf máttlaus þegar ég sá og heyrði þessar fréttir. Ekki fer ég á gamals aldri að hvetja til byltingar því ég á ekki byssu. En.. ég get haft áhrif á þá sem stjórna. Það geri ég daglega...og hendi mér í veggi þess á milli. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:40
Alveg týpískt að það komi einhver alveg um leið til að benda á að þú sért að fara yfir strikið með því að tala um ofurlaun þessara plebba í sömu andrá og aumingjaskap þessarar þjóðar þegar kemur að öldruðum, öryrkjum og annarra sem af einhverri ástæðu hafa ekki aðgang að mannsæmandi lífssviðurværi
Af hverju í andskotanum er ekki eðlilegt að bera saman þá sem bera mánaðarlaunin heim í hjólbörum við þá sem eiga ekki fyrir blandi í poka þegar þeir eru búnir að punga út upp í lífsnauðsynjar??
Í þjóðfélagi sem funkerar þannig að hagvöxtur, hamingja og ríkidæmi ríkur upp í fyrsta sæti á heimslistum er látið eins bara fáir útvaldir hafi einir rétt á að njóta þessara þátta.
Um leið og plebbarnir fá meira fyrir sína framlegð í hvað það er sem þeir gera í vinnunni sinni og við hin sem finnum fyrir því að við getum leyft okkur meira kemur meira í ríkiskassann. Ríkiskassinn á að deila því deilt er með þjóðfélaginu.
Þá myndi maður ætla að forgangsröðunin hlyti að vera að leyfa fólki að njóta mannlegrar reisnar og mannsæmandi lífsgæðum.... amk nagla út í naglasúpuna
En þannig er það ekki.... og þá breytir engu hvað helvítis flokkurinn heitir sem á að sjá um þessi mál
Þeir vita hvað þarf að gera... það stendur ekki á því að láta okkur vita það fyrir kosningar en svo gerist aldrei neitt
Skammarlegt
Heiða B. Heiðars, 31.1.2008 kl. 21:49
Hann er svolítið góður þessi Johnny B.
En það er samt spurning hvort menn þyrftu ekki að vera þokkalega skrifandi áður en þeir fara að tjá sig í rituðu máli.
Hann er kannski í of stórum jakkafötum af pabba sínum - hver veit!
Gísli Hjálmar , 31.1.2008 kl. 21:56
Það er nú alveg fullt til í því sem Johnny Bravo skrifar þarna. Ég er alveg fullkomlega sammála honum með að það sé miklu nær að hækka bæturnar en að vera með tvö eða fleiri kostunarkerfi á öllu draslinu. Auk þess sem það er miklu eðlilegra að fólk hafi efni á þjónustunni sem er keypt heldur en að þurfa að niðurlægja sig með því að þurfa að framvísa einhverjum snepli sem undirstrikar ekkert nema vanmátt fólks
Heiða B. Heiðars, 31.1.2008 kl. 22:13
ps
Gísli; Mér finnst meira varið í fólk sem skrifar vitlaust en hefur eitthvað að segja heldur en þá sem hafa stafsetninguna á hreinu en nota hana bara til að tala niður til einhvers
Heiða B. Heiðars, 31.1.2008 kl. 22:17
Þetta lagast seint, best væri eins og Heiða segir að láta fólk hafa meiri pening og láta alla borga svo jafn fyrir þjónustu. Hef enga trú á því að visntri stjórn mundi gera nokkurn skapað hlut betur fyrir okkur, það er bara mín skoðun.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 22:34
Skil ekki Heiða.... ? Átti ég að taka eitthvað niðurtal til mín eða bara sí svona lá vel við höggi ?? Skýrmæli mín hafa ekkert með stafsetningu að gera. Tjáning er ekki stafsetning en hún er bara mælitæki líkt og orðskýring þannig að við séum sammála um skilninginn. Misskilningur er upphaf bleksvertu og jafnvel heimstyrjaldar. Þetta verðurðu að skýra nánar....
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:36
Ég er svo sammála þér Jenný ég get ekki séð að þetta lagist þetta er til skammar.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 22:37
Æ, ég sé núna að ég á nafna þarna!!! sorrý Heiða
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:38
ó mæ gad - þetta er bara of þrungið, ég hef ekkert til málanna að leggja, hef bæði verið öryrki og atvinnulaus og þótt ég hafi sætt mig við það að það yrði tímabundið þá hef ég aldrei upplifað eins mikla niðurlægingu og fyrirlitningu af hálfu þeirra sem starfa við það kerfi sem þarf að leita til við þær kringumstæður.
Edda Agnarsdóttir, 31.1.2008 kl. 23:33
Þetta er fáránlegt ástand.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.1.2008 kl. 23:53
Þetta er allt svo öfugsnúið. Mér finnst að skattapeningarnir okkar eigi að greiða upp heilbrigðiskerfið og við ekki að borga fyrir að vera veik. Heilbrigðiskerfið á að græða á heilbrigði, ekki á veikindum.
Laufey Ólafsdóttir, 31.1.2008 kl. 23:53
hvaaaaaaaaaa er að graaaaasrt.
jolki (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:59
Ætli þeir þúsundir Íslendinga sem starfa hjá bönkunum séu að kvarta yfir þessum svimandi háu launum þessara manna eða ætli þeir séu sáttir með að þessir menn hafi útvegað þeim vinnu?
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:04
Umræður til einskis, eins og ég átti von á. Ekki við neinn að sakast svo sem, meira segja stafsetningarmáti er tekinn inn í dæmið, það sem ég er að springa yfir er RAUNVERULEIKI þúsunda á móti ofgnótt örfárra. Sér enginn pointið í því?
OMG ég nenni þessu ekki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 00:17
Þú gleymdir að nefna veruleikafirrtu vitleysingana sem kaupa einbýlishús fyrir stjarnfræðilegar upphæðir, eingöngu til niðurrifs og byggja svo nýtt, helmingi dýrara og í 999% tilfella mikið ljótara og sem þyrfti jafnvel að fara í umhverfismat....*ARG* ég verð brjáluð
Sigga (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:46
Spurning hvort þú hefðir átt að mennta þig?
Siggi (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:49
Sigga: Sammála
Siggi: Þurfti ekki að mennta mig, var menntuð. Auli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 01:32
Var að horfa á Sicko og er farin að halda að við séum eina Evrópulandið þar sem þarf að borga fyrir læknisþjónustu. Erum við ekki bara að láta taka okkur í óæðri endann eina ferðina? Ekki getum við mótmælt, þá gæti einhver kallað okkur skríl
En ég er sammála þeim sem sagði að það þyrfti að hækka bæturnar, þá væri ekki nein þörf á afslætti til öryrkja. Það er góður punktur.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.2.2008 kl. 08:57
Meðan svona stór hópur fólks gefur Sjálfstæðisflokknum atkvæðið sitt, þá breytist ekkert í þessu þjóðfélagi. Hve langan tíma ætli það taki fólk að átta sig á því. Og þegar fátæklingar og verkafólk kýs þá yfir sig ár eftir ár, á hverju sem gengur, þá er andskotinn ekki von á góðu. En ég er löngu orðin bálreið yfir þessari misskiptingu í þjóðfélaginu, og arðráni sem stjórnvöld standa fyrir, m.a. með fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem er að gera dreyfbýlisfólk að ómögum í stórum stíl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 09:34
Það sagði einhvern tímann dómari nokkur í USA að skattar væru það gjald sem fólk þyrfti að borga fyrir að búa í siðmenntuðu samfélagi ...
... svo getur væntanlega hver og einn metið það sjálfur hversu siðmenntað samfélag okkar er. Svona frá þeim sjónarhóli.
Mér finnst það fáránleg rök fyrir fáránlegum launum að það sé nóg að viðkomandi borgi skatta - einsog allir aðrir. Vægast sagt einkennileg rökfærsla. Enda mikið notuð af þeim sem eru að reyna að réttlæta ofurlaunin sín og hafa ekkert annað til að grípa í.
Það er líka hægt að velt því fyrir sér hvort skattar viðkomandi aðila greiði fyrir það tap sem vissulega einhverjir lenda í vegna þess að þeir treystu því í blindni að ef það yrði ráðinn ofurlauna-forstjóri þá yrði alltílagi ...
... staðreyndin talar sínu máli.
En svona debat finnst mér nauðsynlegur en menn verða, eftir beztu getu, að halda tilfinningum sínum annarsstaðar.
Gísli Hjálmar , 1.2.2008 kl. 10:37
Guðmundur. Það bara skiptir ekki máli í þessu sambandi hverjar skatttekjurnar eru. Það afsakar ekki þessa misskiptingu í þjóðfélaginu að þeir ríku borgi meiri skatta en þeir sem eru með minni tekjur.
Við erum hér að tala um þjóðfélag þar sem einn hópur er með stjarnfræðilega miklar tekjur, sá t.d frétt um hjón sem eru að byggja sér 1700 fermetra einbýlishús! Fólk sem er með hundruði milljóna ef ekki milljarða á ári. Og svo erum við með annan hóp sem á ekki fyrir mat. Fólk sem á ekki fyrir lyfjum.
Það er þessi misskipting sem er vandamálið. Og það er hún sem Jenný er að setja út á.
Guðrún (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 10:41
Ég og mín fjölskylda þurfum að borga 2, 200 krónur til að sjá heimilislækni sem er n.b ekki til svo við verum að leita til læknavaktarinnar í hvert sinn sem við þurfum lækni. Því miður..segja dömurnar á vaktinni..það vantar bara svo marga lækna að þið sem ekki komist að verðið að borga það dýrum dómum...er bara sonna..ha???
Hvar á ég að kvarta og hlustar einhver á mig..í englandi þar sem við bjuggum áður borgaði maður aldrei komugjald til læknis..ekki eitt einasta pund og ekki meira en 6 pund hámark fyrir meðul.
Furðulegt systemo hér.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 10:43
Heiða: ert þú orðin einhver sjálfskipaður siðapostuli - eða hvað er málið?
Mér sýnist þú nota mjög ýktan orðaforða og setur útá flest ef ekki allt það sem aðrir skrifa.
"mér finnst meira varið í fólk sem skrifar vitlaust en [...]"
Þekkir þú mig eða Johnny? Ég leyfi mér að efast um það. Hver er að tala niður til hvers? Hvað er að tala niður til einhvers? Hvað ert þú að tala um? Ert þú ekki að tala niður til flestra? Finnst þér þá ekkert varið í sjálfan þig eða hvað? Hvernig getur þú séð á stafsetningu og skrifum hvernig viðkomandi einstaklingur er? Ertu skyggn eða bara með fyrirtíðaspennu?
Annars finnst mér þú alveg ágæt einsog flestir, og þar á meðal Johnny B.
Gísli Hjálmar , 1.2.2008 kl. 10:55
Held nú ekki að það séu til 1000 jafn klárir og tilbúnir á besta aldri og með vitneskju um Glitnir og Lárus, hann var yfir London hjá Glitni þar áður. Einhverjir hundruðir hæfra eru til, þar af eiga margir þeirra svo mikinn pening að þeir vilja ekki vera bankastjóri, heldur bara sitja í stjórn og passa uppá peningana, kaupa og selja.
Flest allir þessara manna eiga 500milljónir eða meira og þá verður fljótt betra að fylgjast með þeim en að vera forstjóri 60-70tíma á viku með magasár, þegar hitt tekur bara 6-7tíma á viku. Launin hjá Glitni eru ekki "nema" 180mill á ári um það bil minnir mig, þetta er undarlegar atvinnumarkaður forstjóra og fólki kannski ekki skiljanlegt,
En minni á að margir þessara manna byrja ekki með neitt nema háskólapróf og þéna helling af peningum og kaupa vörur og þjónustu og efla þannig atvinnulíf allra, skapa störf í útrás og svo eiga lífeyrissjóðir og ennþá meira af venjulegu fólki verðbréfin í þessum félögum. Guðumundur Páll bendir einnig á að þeir borgi mikinn skatt, það kostar 1mill að reka hvern íslending, það geta ekki allir verið undir því, þá er kerfið fallið.
Fatta ekki fólk sem er að setja útá stafsetningu ef hlutirnir skiljast.
Ég er ekkert að segja að menn sleppi sér ekki í launum þessara manna stundum en vildi bara reyna að útskýra markaðinn fyrir forstjóra. En afskiptasemin er yfirgengileg, þegar eitthvað fólk má ekki eiga félag og ráða þann mann sem þau vilja og borga honum það sem þau vilja.
Johnny Bravo, 1.2.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.