Leita í fréttum mbl.is

Stundum er best að steinhalda júnó

Ég er varla búin að senda út í cypertómið færslu til dýrðar sjálfri mér, almættinu og edrúmennskunni  minni en að flugmaðurinn hjá Air Canada fær taugaáfall og var færður í böndum, í hrókasamræðum við Guð, inn á spítala, eftir að vélinni hafði verið lent á Írlandi af akútástæðum.

Ég er ekki að gera grín að manninum, né neinu tengdu þessu máli.  Kapíss?  Ókei, þá held ég áfram mínum uppúrveltingi.

Í öll árin sem ég þjáðist af flughræðslu, var ég alltaf að berjast við þá löngun að fara og tékka á hvort flugmennirnir væru edrú, ekki þunnir og vel útsofnir.  Ég reyndi það ekki, enda hefði mér þá verið vísað samstundis frá borði. OMG.

Í staðinn engdist ég í minni alkahólvímu og velti mér upp úr þessu, upp úr andlegu ástandi flugumferðarmanna, hvort þeir myndu ekki örgla halda öllum vélum í hæfilegri fjarlægð frá hvorri annarri og svoleiðis.

En nú gerist þetta.  Það fór smá um mig, en núna þegar ég er búin að skrifa um þetta, þá held ég að ég haldi bara áfram að vera kúl og edrú í flugvélum sem og annarsstaðar og vona að aumingja maðurinn nái skjótum bata.  Litli dúllurassinn.

Úje

Flæmítúðemún.


mbl.is Flugmaður fékk taugaáfall í flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég pæli alltaf í því þegar ég flýg snemma morgun hvort að flugmennirnir hafi farið nógu snemma að sofa vegna þess hve snemma þeir þurfa að vakna og svo ef að ég flýg heim um eftirmiðdag þá hef ég áhyggjur af því að þeir séu orðnir þreyttir vegna þess hve snemma þeir fóru á fætur til að fljúga út og kannski þeir hafi ekki sofið nógu vel !

En vonandi batnar þessum flugmanni bara sem fyrst, það er jú alltaf gott að spjalla smá við Guð....!

Sunna Dóra Möller, 31.1.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Fly on the wings of love, fly baby fly..ææææ

Kjartan Pálmarsson, 31.1.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég get ekki annað en hlegið að fyrstu málsgreininni. Þú ert bara fyndin kona.. getur ekkert að því gert. Þetta er óhuggulegt atvik og fær mann vissulega til að hugsa hvort það sé algengt að flugmenn rambi á barmi taugaáfalls.

Ég vona að þessi hafi náð sambandi við hann Gudda

Jóna Á. Gísladóttir, 31.1.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hér í eina tíð velti ég þessu sama fyrir mér, öllu saman. Spáði í ástand allra sem að flugvélinni komu, meira að segja hlaðmannanna. Svo ákvað ég að það tæki því ekki - en eftir þessa frétt renna aftur á mig tvær grímur. Eins gott að flugstjórinn hélt rænu annars hefði föngulegi hjúkrunarfræðingurinn í þriðju sætaröð eða huggulegi lögfræðingurinn í þeirri fimmtu þurft að lenda vélinni. Þannig gerist allavega í bíómyndunum. Án teljandi vandkvæða.

Markús frá Djúpalæk, 31.1.2008 kl. 15:15

5 Smámynd: Hugarfluga

Ji, segðu! Ég man eftir að hafa eitt sinn setið á veitingastaðnum í Leifsstöð á leið í flug. Sem mér verður litið til hægri handar rek ég augun í flugmann í fullum herklæðum að ÞAMBA bjór. Ekki bara einn, heldur nokkra. Ég fölnaði og þornaði upp í munninum og sá að ég var ekki ein um að hafa stigvaxandi áhyggjur. Um það leiti sem ég var búin að telja í mig kjark til að standa upp og feisa flugmanninn komu nokkrir galvaskir ungir menn hlaupandi með tilheyrandi látum og báru flugmanninn í burtu á gullstól.

Það var víst verið að steggja gutta og hann klæddur í þennan búning.

Frábær húmor ... svona eftirá að hyggja. 

Hugarfluga, 31.1.2008 kl. 15:19

6 identicon

Það er nú meira og minna alltaf notað autopilotinn. Og svo er aðstoðarflugmaður líka svo... allt í gúddí þótt einn missi vitið En hinsvegar væri það verra ef þeir myndu báðir missa vitið...

En... skemmtilegt blogg hjá þér

Heiðdís (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spurning hvað manngreyið sá þarna í háloftunum, súpermann ef til vill

En ég verð að viðurkenna að ég hugsa stundum um hvort flugmenn séu í góðu ástandi þegar þeir eru að fljúga ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Frábær færsla, þú drepur mann alveg Jenný.  Annars vil ég helst vera í flugstjórnarklefanum með allt under control.

Eva Benjamínsdóttir, 31.1.2008 kl. 17:08

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Af hverju má ekki gera grín að manninum? Býður hann ekki soldið upp á að það sé gert grín að honum?

 kommon gerum gys

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úff..átti einu sinni kærasta sem var flugmaður og ég reyni af öllum mætti að gleyma því.... gengur ágætlega þangað til einhver dúllurass segir/skrifar eitthvað sem minnir mig á það.

Ég man eftir nokkrum skiptum þar sem ég hefði ekki skokkað upp í flugvél undir hans stjórn órotuð ;)

Heiða B. Heiðars, 31.1.2008 kl. 17:09

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heiða hvernig stekkur maður sjálfviljugur um borð í flugvél þegar maður er rotaður?  Ógisssslega er ég mikið krútt núna... og fyndin líka

Jóna Á. Gísladóttir, 31.1.2008 kl. 17:23

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehemmm, var einu sinni flugfreyja og gæti sagt ykkur margar kryddaðar sögur.  En engar óþarfa áhyggjur. Þunnir eða edrú (held þeir séu alveg hættir að vinna hálfslompaðir )  þá eru flugmennirnir okkar með þeim bestu í heimi og ég treysti þeim fullkomlega til að koma okkur frá A til Ö í heilu lagi.  Úps er að fara í flug á þriðjudaginn  

Ía Jóhannsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:17

13 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Frá A til Ö??? Rosaleg ferðalög á þér Ingibjörg.

Markús frá Djúpalæk, 1.2.2008 kl. 12:14

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Af hverju var blessuðum manninum ekki bara leyft að tala við Guð!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.2.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.