Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Ólafur Eff, snarstoppaði þegar hann rakst á skrítnu konuna á gangi ráðhússins, vitandi að spákonan Ellý Ármanns hafði spáð að hann myndi finna ástina um leið og hann hætti að pæla í þessari geðveiki.
Hvað myndi Ólafur F, ég og fleiri merkilegar persónur gera ef við gætum ekki leitað til spákvenna eins og t.d. hennar Ellýjar Ármanns, sem er mjög margt til lista lagt, ma. að sjá inn í framtíð okkar, fyrir nú utan þann hæfileika að hafa horft á mann í stofunni heima í fjölda ára. OMG.
Ég veit nú ekkert hvort hún vill spá fyrir mér, enda svo sem engar snekkjur og bankar í minni nánustu framtíð, þannig að það er ekki neitt spennandi þannig framundan, sem ég þarf endilega að vita.
Á gríns þá finnst mér þjóðfélagið og maður sjálfur meðtalinn (stundum) sé að verða að einum stórum farsa. En hér er þessi merkilegi spádómur um Ólaf og verðandi kærustu, sem nb. virðist nokkuð skrítin í byrjun en hva, hún kemur til. Ólafur á líka að hætta að hugsa um þessa geðveiki.
Gjörsvovel:
Það birtist kona í spádómnum. Hún er mjög dul, og virðist skrítin við fyrstu kynni, en þegar borgarbúar fá að kynnast henni er hún hjartahlý og góð", segir Ellý Ármanns, spákona, en hún lagði nokkur spil fyrir Ólaf F. Magnússon fyrir þáttinn Mér finnst á ÍNN sjónvarpsstöðinni.
Ellý segir að konan muni birtast borgarbúum á árinu, en Ólafur sé jafnvel búinn að kynnast henni nú þegar. Þetta er akkurat kona sem hentar manni eins og honum. Þau eiga eftir að leiðast, ganga á fjöll og njóta þess að vera úti í náttúrunni", segir Ellý og bætir því við að þetta sé einmitt það sem Ólafur þarf núna. Hann er svolítið einmana og þarf á góðri konu að halda".
Ellý segir að konan eigi eftir að styrkja Ólaf mikið, og bætir við að Ólafur þurfi að fara að láta að sér kveða, Hann þarf að fara að láta verkin tala og hætta að hugsa um þessa geðveiki", segir Ellý að lokum. "´
Ó svo sætt, ég sé þau alveg fyrir mér, valhoppandi hönd í hönd upp um Esjuhlíðar, hann með prjónahúfu með nafninu hennar og hún með prjónahúfu af merkta F-listanum. Krúttkast.
Ég spyr nú bara: Er í lagi heima hjá fólki, sko ekki konunni og Ólafi Eff heldur okkur hinum?
The hills are a live
Úhúje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Spil og leikir, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Nee datt bara í hug hvort Dúa hafi nokkuð verið á röltinu í Ráðhúsinu.
Þröstur Unnar, 30.1.2008 kl. 21:04
Ég er í kasti, hún á eftir að verða það Þrölli minn, þetta er framtíðin. Annars myndi Dúa taka svona náunga og pakka honum óvart niður með jólaskrautinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 21:07
Ertu viss um að það verði F merkið í húfunni Jenný mín, eða ef til vill hringurinn frá Íslandshreyfingunni . Annars er bara gott ef Ólafur finnur góða konu til að deila lífinu með, hvað er karlmaður án góðrar konu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 21:27
Ég veit á hvað þú varst að horfa, hahahahaha.
Kolgrima, 30.1.2008 kl. 21:29
ha? Á Ólafur eftir að hitta mig og við að strumpast saman um fjöllin blá?
Hvar stendur það? Í stjörnunum?
Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 21:44
Kolgríma: Hahahaha
Hrönnsla: Ef þú ert nógu skrítin og stillt og dugleg að klífa fjöll þá ert þú kannski tilvonandi frú EFF
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 22:00
Ásthildur: F eða Í hvernig á maður að fylgjast með þessu stafarugli?Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 22:01
Þú drepur mig: "The hills are alive"
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:08
Dásamlegt er nú að geta látið aðra um framtíð sína. Og það kallast spákonur.Hummmm. Þá er ég spákona ekki stjórnsöm kona eins og húsband vill stundum halda fram. Á ég að spá fyrir ykkur? "Ó ég sé þau alveg fyrir mér, valhoppandi hönd í hönd upp um Esjuhlíðar, hann með prjónahúfu með nafninu hennar og hún með prjónahúfu af merkta F-listanum."Þú ert bara dásamleg.hahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:08
Snilldsnillssnilld og ennþá meiri snilld !
Sunna Dóra Möller, 30.1.2008 kl. 22:09
...with the sound of music...
Markús frá Djúpalæk, 30.1.2008 kl. 22:28
:-(
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 22:30
Ef þú segir mér hvenær þú fæddist (tími, dagur og ár) skal ég með glöðu geði segja þér forvitnilega hluti um þína nánustu framtíð.
"Ellý ætlar þú í alvörunni að spá frítt fyrir einhverjum bloggara út í bæ?" spurði illkvittna brjóstgóða vinkona mín á sama tíma og hún prumpaði.
"Já auðvitað. Mér þykir pínu vænt um hana þó ég þekki hana ekkert," svaraði ég vitandi að fyrir júníbyrjun mun líf Jennýar Önnu breytast allsvakalega á jákvæðan máta.
Ellý Ármannsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:39
Ok ég læt vaða, 20. janúar 1952 í Reykjavík, kl. 8 að morgni.
Og Ellý, hafðu hana almennilega.
Ég er í kasti, þú er þó með húmor
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 22:44
Góður, Ellý! Fáum við spána á bloggið???
Kolgrima, 30.1.2008 kl. 22:47
Fokk, trúessu ekki. Sviðsljósið að gleypa Jenný. Fáum við ekkert að hafa í friði hér, sauðsvartur almúginn.
Þröstur Unnar, 30.1.2008 kl. 22:52
Þröstur Sviðsljósið hættir 1. febrúar næstkomandi. Nú ætla ég að fá að einbeita mér að Jenný.
Ertu tilbúin Jenný?
Ellý Ármannsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:01
Uss ekki hafa hátt.
Þröstur Unnar, 30.1.2008 kl. 23:04
Jebb bíð með öndina í hálsinum. Arg ég er spennt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 23:08
Ég hef lúmskan grun um að spá Ellýar byggist á fortíðinni ekki framtíðinni. Hvað vitum við annars um málin??
Ásdís Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 23:12
Ásdís: Hvernig getur spá byggst á fortíðinni, hún er liðin. Kommon
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 23:16
Hvernig viltu fá skilaboðin öll í einu eða lið fyrir lið? Já og annað - ertu viss um að þú viljir að allir geti fylgst með því hér birtast tilfinningamál...
Ellý Ármannsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:19
Jenný
Færsla sem þessi þar sem þú hæðist að einkalífi fólks og heilsufari er langt, langt fyrir neðan þína virðingu. Mér finnst sorglegt að sjá fólk eins og þig kasta öllu siðferði og umburðarlyndi fyrir borð vegna þess að búið er að gefa allsherjar skotleyfi á einstakling af pólitískum ástæðum. Dragðu nú andann djúpt og ímyndaðu þér að þessi færsla sé um einhvern annan einstakling. Finnst þér þetta hægt? Er í lagi að nota veikleika fólks sem vopn í pólítískri baráttu?
steini (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:20
*tromma fingrum á borð" Er þetta ekki að koma? Maður er að verða ein taugahrúga hérna...
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:20
Ég gef ekkert fyrir steina og sigga og halla og magga sem eru óskráðir og geta verið hver sem er. Ef þú lest bloggið mitt þá sérðu að þú ert úti á túni varðandi mál Ólafs og skoðanir mínar á meðferðinni á honum i Spaugstofunni.
En hér er saklaust grín á ferðinni. Og skráðu þig undir fullu nafni maður ef þú villt að tekið sé mark á þer.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 23:23
Vá hvað ég er lost hérna Hver er þessi Ellý Er hún með steina?
Jóna Á. Gísladóttir, 30.1.2008 kl. 23:25
Muhahahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 23:26
ÉG bíð spennt!
Heiða Þórðar, 30.1.2008 kl. 23:29
Það halda allir niður í sér andanum...
Kolgrima, 30.1.2008 kl. 23:31
Það er greinilegt að þú virðist ekki vita hvert stefnir varðandi mál sem þú hefur unnið lengi að - hér kemur fram að þú virðist hafa dregið þig í hlé af einhverjum ástæðum varðandi það - ef þú finnur fyrir óþægilegum þyngslum í hjartanu þegar þú hugsar um það ertu ekki á réttri leið. Minnst á að þú kannir stöðu þína betur og svo er sagt að þú eigir að reikna út einhverja áhættu tengda umræddu máli (???) því stundum hikar þú of lengi Jenný og missir þar af leiðandi af tækifærum. Svo er minnst á að þú sért meðvituð um að lífinu fylgja engar tryggingar ekki einu sinni til styttri tíma og að nýverið hefur þú hikað og þú sérð ennþá eftir því því þú vildir kanna stöðu þína betur og fjöskyldubönd(??) - Svo er minnst á að þú hafir loksins sigrast a´þínum dökku hliðum en þú óttast ennþá allt of margt (hættu því) það er líka talað um að þú áttir þig á því að þarfir þínar og langanir þínar breytast stöðugt og vaxa með þér og að aðdráttarafl þitt er mjög sterkt - sterkara en þú heldur sjálf góða mín! En hér svíður þig í hjartað en ekkert svar birtist mér varðandi það... viltu vita meira mín kæra???? (phúff ég verð hérna í alla nótt....)
Ellý Ármannsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:35
Já meira, meira, þetta er ágætis byrjun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 23:37
Hva???? sofnaði Ellý? Er að drepast úr spenningi...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:38
Jenný, á ég ekki bara að "spá" fyrir þér á meðan þú bíður eftir Ellý?
Þetta verður mikið ástarár hjá þér og margir menn munu laðast að þér, nafnlausir sem aðrir. Þú verður líka mjög vinsæl og munt klifra ofar á vinsældarlistanum á moggablogginu. Þú er andlega sinnuð og átt auðvelt með að sjá margar hliðar á flestum málum, jafnvel of auðvelt.
Það fer að hitna í kolunum hjá þér þegar kemur að sumrinu og ekki ólíklegt að til þín leiti maður frá bókaforlagi, sem hefur áhuga á því að gefa út bloggskrif þín. Fyrir jólin kemur svo út bókin "Á snúrunni - ævi og ástir bloggstjörnu", sem verður metsölubók ársins 2008.
Svala Jónsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:43
ha ha, Ellý var búin að spá á meðan ég var að bulla. En ég stend samt við þetta með metsölubókina. ;)
Svala Jónsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:43
Örlaganornirnar spinna sinn vef...
Kolgrima, 30.1.2008 kl. 23:44
Hahahahaha, þið eruð bilaðar. En Ellý er að meika sens hérna. Bíðið róleg
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 23:45
Já, ég hefði náttúrulega ekki átt að fara inn á sérsvið Ellýjar.
Er bara spæld af því að við unnum saman og aldrei spáði hún fyrir mér. Ekki einu sinni dökkhærðum myndarlegum mönnum eða neitt. :D
Svala Jónsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:49
Hún hefur verið Verðandi í fyrra lífi.
Kolgrima, 30.1.2008 kl. 23:51
ú virkar spennandi, leitt að ég fylgist ekki með neinu - en ég treysti því að þér verðið fyrstar með fréttir af skrítnu konunni...
annars hljómar þetta einsog Ellý sé að reyna að koma af stað einhverri öskubuskukeppni um borgarstjórann, fólk er augljóslega bilað þannig að það er amk hægt að treysta á það, annað en spádómana kannski? hehehe sé það í anda (Ólafur á flótta með 200 konur í útivistargöllum á eftir sér)
halkatla, 31.1.2008 kl. 00:04
200 konur í útivistargöllum ég pissa á mig. OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 00:08
Það er líka minnst á að þú teljir núverandi stöðu þína vera erfiða og óþægilega en þú ert í framahaldi af því minnt sérstaklega á að gleyma ekki að hér er a´ferðinni reynsla sem þú upplifir til að ná því sem koma skal (í byrjun júní 2008). Lausnir eru framundan hjá þér Jenný og þær munu birtast þér á ógnarhraða og einmitt þess vegna máttu alls ekki gleyma að fara eftir hugboðum þínum (í dag) því þú ert kominn á þann stað í lífinu að þú ert meðvituð um að þú ert æðsta yfirvaldið í tilveru þinni. Hér er komið inn á samband. Maðurinn sem birtist hérna hjálpar þér meira en þú trúir að vona en honum er lýst: það er eins og hann sé frekar feiminn og af heldra fólki kominn(???) þú virðist heillast af stílnum hans og þeirri staðreynd að hann vill leggja sig fram við að hjálpa þér við að lífga drauma þína við og að ekki sé minnst a´að hjálpa þér að opna þig betur á tilfinningasviðinu því hann veit að þú þráir að veita tilfinningum þínum algjöra útrás og það algjörlega án eftirsjár. Þú mátt alls ekki loka á þennan mann eru skilaboðin til þín þó þú viljir miklu frekar vera ein með sjálfri þér því þá ertu örugg og enginn getur sært þig. Þessi maður er blíður og góður í gegn og þú átt svo sannarlega eftir að upplifa góðar tilfinningar þegar þú loksins leyfir þér að vera nákvæmlega þú sjálf því stundum ertu fjarlæg og köld í návist hans (hættu því). Ef ég skil þetta rétt þá þekkist þið. En svo er líka komið inn á að þú látir utanaðkomandi ástæður hafa allt of mikil áhrif á tilfinningar þínar og gjörðir og svo er líka talað um að þú hefur loksins ákveðið að leiða reiðina hjá þér því þú hefur þroskast og breyst til batnaðar gagnvart sjálfri þér og umvherfinu í gegnum árin. Svo er minnst á óteljandi atburði sem þú upplifir á hverjum degi sem virðast stýra þér að næsta skrefi sem leiðir þig nákvæmlega þangað sem þig hefur alltaf langað ..
Ellý Ármannsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:10
Kannski verður það bara Jenný sem krækir í borgarstjórann! Er hann af heldra fólki kominn? ;)
Svala Jónsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:20
Þetta þarf að meltast vel og lengi. Þakka kærlega fyrir mig Ellý
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 00:21
Takk fyrir ég er búin að hlægja mig máttlausa her fyrir framan tölvuna þið eruð óborganlega fyndin góða nótt(:-))
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:24
Þetta var frítt gaman, kostaði ekkert, því var það líklega nákvæmilega þess virði...
Góðar óskir ...
Steingrímur Helgason, 31.1.2008 kl. 01:01
Ja hérna, fékk skilaboð að handan til þín Jenný óvænt við lestur spádómanna, þú átt eftir að standa fast á skoðunum þínum þangað til þú skiptir en það verður ekki fyrr en með haustinu. Jamms varð bara að láta þetta flakka, þetta var svo sterkt, eins og það væri kallað (smá ecco) til mín úr fjarska -segðu henni þetta, þú verður að vara hana við.
Hafðu það sem allra best
Fríða Eyland, 31.1.2008 kl. 01:50
Golan hvíslar að mér að húsband lumi á comback, hann verður tilbúinn þegar bókin kemur út og syngur fallga ballöðu fyrir okkur hin.
Konurnar mega ekki drepa hann EFF, hann þarf vinnufrið. Ég er líka aðdáandi Ellýar og hlustum nú á .....!
Eva Benjamínsdóttir, 31.1.2008 kl. 02:15
þið eruð allar snarbilaðar kellingar
steiner (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 02:49
Svona getur nú stundum verið ógissla gaman á blogginu.
Steingrímur minn: Góðar óskir til þín líka,kann þú nokkuð að spá?
Beta: Ég sé að þér er að batna all verulega og það bíður maður eftir þér úti í bíl, sýnist að það sé leigubílstjóri sem ætlar að keyra þig í vinnuna.
Eva: Þessar 200 í útivistagöllunum, eins og Anna Karen spáir? HeheHallgerður: Góðan daginn, það gengur mikið á. Er kallt úti? Brrrrrrrrrrrrr. Já þetta mun vera hið nútíma andaglas.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 08:21
Gamanaðessu! ... vonandi Ólafur nái að fóta sig í einkalífinu á ný og Jenný að þú haldir áfram að vera lukkuleg og allir lifi ,,happily ever after" .. Smart hjá Ellý að koma inn í dæmið! Fær prik hjá mér fyrir það. ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.1.2008 kl. 09:02
Ég má greinilega ekki fara að sofa fyrir 11, það er alveg ljóst því þá missi ég af öllu fjörinu á blogginu ! Alveg ótrúlega skemmtilegar og forvitnilegar umræður og gaman að lesa ! Ég hef alveg lúmskt gaman af svona spádómum þó að þeir fari ekki alltaf saman við hjónaband mitt við kirkjuna hahahahaha.....
Bestu kveðjur og eigðu góðan dag...péess.......hvað pikkarðu inn mörg orð á mínútu !
Sunna Dóra Möller, 31.1.2008 kl. 09:40
er að taka tímann sunna dóra en þetta er skrifað á sekúndum 3
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 09:47
Sunna Dóra Möller, 31.1.2008 kl. 09:56
Það er toppurinn þegar fólk nær saman á ,,matching" jogging-göllum" prjónahúfur eru að sjálfsögðu plús!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.1.2008 kl. 10:19
Gaman af þessu.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 10:39
Jenný, ég sá kellingarnar 200 í útivistargöllunum einmitt fyrir mér, skörp
Eva Benjamínsdóttir, 31.1.2008 kl. 12:55
En voruð þið búin að sjá að það er gert grín að meintum veikindum Ólafs F í Mogganum í dag, nánar til tekið er það Sigmundur kallinn sem tekur aðeins á honum. Pælið í því sjálfur Mogginn sem hneykslaðist mest á Spaugstofunni.
Gísli Sigurðsson, 1.2.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.