Leita í fréttum mbl.is

Bara einn klefi - hvar er hin alræmda óhlýðni??

Ég er svolítið hissa á að bara einn bar skuli ganga í berhögg við hið illræmda og ósveigjanlega reykingabann.  Hélt satt best að segja að það yrðu amk. nokkrir sem létu ekki segja sér að láta gestina sína standa úti í blöðrubólguaðgerðum, en svona geta hlutirnir komið manni á óvart´

Ekki að ég sé að mæla með lagabrotum hérna, en reykingarbannið á opinberum stöðum og þá er ég aðallega að tala um kaffihús og skemmtistaði, er gerræði og illa ígrundað. Við búum fjandinn hafi það vart á byggðu bóli, veðurfarslega séð.

Heilbrigðisráðherra, þessi sem stendur dedd með því að fíkniefnið alkahól verði selt í búðunum, var eitthvað búinn að ýja að því að þetta yrði endurskoðað með reykingarnar ef ekki gengi nógu vel.

En það þarf vart að endurskoða neitt þegar allir hlýða, allt gengur eins og smurt og lungnabólgur og blöðrubólga, flensur og bronkítis eru meðhöndluð hjá sama heilbrigðiskerfi og enginn segir neitt.

Ég verð að játa að ég dáist pínu að þeim á Barnum við Laugaveg sem eru með reykklefa og ætla að láta reyna á hver útkoman verður.

Ég stend með þeim.

Það sem gerir mig hissa er hversu hlýðnir hinir skemmtistaðirnir eru, því mér hafa alltaf þótt íslenska þjóðarsálin óþekk í eðli sínu.

Ekki að þetta skipti máli fyrir mig.  Fer ekki á bari, fór stundum á kaffihús fyrir bann, en ætti ekki annað eftir nú þegar ég má ekki fá mér eins og eina síu með kaffinu.  Ekkert liff í því.

Komasho Barinn.


mbl.is Borgin ráðalaus vegna reykklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Heyr heyr! Mér finnst fáránlegt að veitingastaðir fái ekki að ráða því sjálfir hvort þeir hafi reykingarherbergi inni á sínum stað eða ekki.  Það væri auðvitað æskilegt að hafa það þannig að það trufli ekki reyklausa fólkið en að hafa þetta sem valkost fyrir þá sem vilja reykja. 

Það fáránlega í þessu er líka það að ekki má fara með drykkina út og ekki má reykja inni!  Þvílík vitleysa.  Drekktu fyrst og reyktu svo... eða öfugt

Rétt hjá þér varðandi heilbrigðiskerfið

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 30.1.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég sé ekki af hverju hver og einn veitingamaður má ekki ákveða hvort reykt sé hjá honum eða ekki.  Ókei, reykingabar, þá fer reyklausa liðið á reyklausa barinn.  Hva er svona flókið?  Það er ekki eins og þetta sé ólöglegt fíkniefni.  Stofnum þrýstihóp og ég meina það.

TAKK

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er á leið heim í hamingjulandið!  Ekki beint tilhlökkunarefni að standa úti í norðangarranum  

Ía Jóhannsdóttir, 30.1.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jösses kona, það er mínus hundrað eða eitthvað hérna núna.

Mannréttindabrot og ekkert annað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 09:49

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Alveg þessu ótengt Jenný, þá rakst ég á þetta og sprakk úr hlátri, hvar fær maður svona díl hjá mbl.is !
 

Sævar Einarsson, 30.1.2008 kl. 09:56

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt og ég gef nú ekki mikið út á þetta hjá Málefnunum.  Ég er ekki á neinum díl, svo mikið er víst.  Og ég sá nafn Guðbjargar Hildar Kolbeins, ég vissi ekki að hún væri að blogga nú um stundir.

Við þurfum að komast til botns í þessu Sævarinn.  Hahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 10:44

7 Smámynd: Ólafur

Ég er með í þrýstihópnum!!!

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 30.1.2008 kl. 11:02

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert hér með innskráður Ólafur Tröllabarn Stórkrútt Georgsson

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 11:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég reyki ekki, en ég er alveg sammála þeim hér sem vilja ákveðið frelsi, reykherbergi getur ekki skaðað þá sem ekki reykja.  Og er ekki eitt slíkt í Alþingi,  meðan það er leyft ættu aðrir að koma á eftir.  Ég segi líka sama, ég er afskaplega ánægð með þá á Barnum, að láta ekki allt yfir sig ganga, eins og okkur hættir svo til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 11:47

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef ekki heldur skilið af hverju fleiri veitingamenn hafa ekki sett upp reykherbergi - einmitt vegna þess að Íslendingar eiga það svo gjarnan til að fara bara eftir þeim reglum sem þeim þóknast.

Eins og Tröllabarnið minnist á í færslu á sinni síðu eru til alls konar tæki til að eyða reyk og reyklykt. Í fyrravor kom ég inn á krá í Englandi þar sem tvö slík tæki voru í notkun og þrátt fyrir að mikið væri reykt þar inni fannst hvorki reykur né lykt. Þessi tæki voru þunn, u.þ.b. 150 sm há og auðvelt að koma þeim fyrir.

Undarlegt er líka að staðir megi ekki ákveða sjálfir hvort þeir leyfa reykingar eða ekki svo fólk geti bara valið hvort það vill fara á reyklausan stað eða stað sem leyfir reykingar. Gaman væri að sjá hvernig aðsókn að báðum tegundum staðanna yrði.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 12:07

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er að vinna á bar og hjá okkur hafa ekki verið leyfðar reykingar síðan 1 júni en svo segja viðskiptavinir mínir að þeir geti reykt á næsta bar við okkur, bara fara upp á aðra hæð og þar er reykt.  Þannig að lögin eru ekki virt allstaðar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.