Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Ráðagóðir alkahólistar
Í gegnum árin hef ég heyrt ævintýralegar sögur af hugmyndauðgi alkahólista, til að fá að drekka í friði fyrir umhverfinu og virðist sem hugmyndaflugi þeirra virðist lítil takmörk sett. Spurning hvort heimurinn væri ekki komin lengra á veg í öllu tilliti ef við þessar elskur hefðum notað frjósemi hugans til góðra verka.
Ég fór að pæla í þessu þegar ég sá þessa frétt um að Danir ættu Evrópumet í ofdrykkju.
Mér detta í hug nokkrar aðferðir bara með að láta hugann reika aðeins til baka.
Einn úr fjölskyldu minni var kominn í ónáð heima hjá sér vegna brennivínsdrykkju. Hann tók á það ráð að sprauta vodka inn í góðan slatta af appelsínum, sem hann úðaði í sig yfir ensku knattspyrnunni.
Sá hinn sami, tók niðursuðudósir sem hann stakk gat á tæmdi, fyllti af áfengi og lóðaði fyrir gatið. Þetta var nestið hans í vinnunni.
Maður mér vel kunnugur þurfti að mæta í dönskutíma á laugardögum, flaskan var í skólatöskunni, plaströr var leitt úr flösku og undir jakka og upp í hálsmál. Hann var glaður í dönskunni og kennarinn lét hann lesa fyrir bekkinn, hann hafi svo afslappaðan framburð.
Þegar ég sjálf var farin að fara ótæpilega oft í ríkið (alltaf það sama vegna bílleysis) klæddi ég mig í dragtina, skellti áfenginu á borðið og bað um nótu, ferlega kúl í framan. Var auðvitað að kaupa fyrir "fyrirtækið" mitt. Ég er svo viss um að þær hafa allar séð í gegnum mig á kassanum en voru svo vinsamlegar að láta sem ekkert væri.
Boðskapur þessarar færslu er ekki að segja krúttlega brandara af ölkum með hugmyndir. Þó ekki sé annað hægt en að brosa af vitleysunni. Heldur hversu langt maður er tilbúinn að teygja sig til að geta fengið sitt fíkniefni og að fá að hafa það í friði.
Hvað söguhetjurnar í dæmisögunum áhrærir, þá hafa þær allar farið í meðferð, sumar oftar en einu sinni,hehemm. Ætli við séum af dönskum ættum?
Farin edrú í lúll.
Þarf enga nótu fyrir því.
Úje
Evrópumethafar í ofdrykkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Snúra | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Vá... sprauta áfengi í appelsínur? Aldrei datt mér það nú í hug þó manni hafi þó dottið ýmislegt í hug fíkillinn í mér öskrar alveg "þvílík snilldar hugmynd"... en auðvitað er þetta samt sorglegt hvað maður er tilbúinn að leggja á sig.
Signý, 30.1.2008 kl. 01:11
Ég bið um nótu fyrir þessu kvitti því ég er í raun farin að sofa og er ekki hérna!
Híhí, annars ótrúlegt! Hef heyrt margar svona sögur og best þegar fólki tekst að komast út úr vítahringnum og sjá þessar gjörðir sínar í öllum sínum absúrdleika!
Laufey Ólafsdóttir, 30.1.2008 kl. 01:46
*hlátursgusa* verð að segja það að mér finnst myndin sem þú sendir inn með þessum pisli þínum alveg hreint úbergeggjuð!
Er sammála með að alkar eru með bestu leikurum/uppátækjasmiðum sem herra þeirra hefur alið. Alkahólið/brennivínið er harður húsbóndi sem sér til þess að undirmenn sínir nái sínu dópi - sama hvernig eða hvað þeir þurfa að gera til þess...
Húsbóndinn er það harður yfirmaður að þó maður sé ekki lengur í þjónustu hans - eða að hann sé ekki lengur sem slíkur í lífi fólks þá þarf fólk samt á hverjum degi að berjast með kjafti og klóm til að lenda ekki aftur í vinnu hjá honum. Það er vegna þess að hann hefur aðdráttarafl á við tonn af glaumgosum og er margfallt meira augnkonfekt, í augum hans fyrrum þræla, en Elísabet Taylor (teilor) þegar hún var uppá sitt fallegasta.
Tiger, 30.1.2008 kl. 02:53
Snilld.
Einu sinni (sem oftar) hætti ég að drekka, eftir misheppnað gleðikvöld. Hef örugglega ekki borðað rétt á undan, eða blandað saman sortum......Hmmm var ég kannsi að drekka whiskey?? ( náttúrluega voru það orsakirnar, ekki að ÉG væri alki ónei).
Nema hvað minns HÆTTUR, ekki nóg með það, nú verður tekið á því. Nýtt líf !! Fer í líkamsrækt !!!!! Og já breyti um fæði, fer að borða einungis GRÆNMETI!!!. Áfengi aldrei meir ég meina ALDREI!!! og hananú.
Jahá, með þessum heitstrengingum hófst hið nýja líf Einars litla Arnars. Ef þú hefur efasemdir hér og nú þá skulu þær skotnar í kaf. Ég stóð við mitt ( að vísu bara oggulítinn hluta af heitstrengingunum) Ég fór og keypti kort í ræktina. Fór að vísu ekki í ræktina............ allavega ekki þann daginn (roðn). Fór heim með nýkeypt kort, mændi á það, hringdi í vini og vandamenn og tilkynnti með hátíðlegum eið hið nýja líf. Leið nú að kveldi hins fyrsta dags í nýja lífstílnum. Fór að finna fyrir svengd. Klæddi mig í fínt púss, nú skyldi ég eta opinberlega mína fyrstu grænmetismáltíð í nýja lífinu (á þeim tíma var ég heimsfrægur í Keflavík). En...............................
Ekki veit ég hvað gerðist, en á leiðinni á veitingastaðinn, þá gerðist eitthvað í heilabúinu á mér, og maðurinn sem var hættur að drekka, byrjaður í ræktinni og nýbúi í heimi grænmetisæta fór í þeim ásetningi inn á veitingahúsið að eta grænmeti og drekka vatn, trúði því í raun og veru að bjór væri samnefnari alls þessa. Bjó er jú bruggaður úr humlum og einhvernslags músli, ekki fyrirfinnst ketið í afurðinni, ekki satt?. Ég skundaði inn á staðinn, bað um einn stóran bjór TAKK! og sá bjórinn varð ekki einmana í mínum maga.
Fór ekki frekari sögum af hinum nýja lífstíl mannsins hugumprúða. Allavega ekki fyrr en hann játaði sig sigraðan að lokum.
Ps þegar ég flutti um daginn, fann ég það, ofan í gömlum vindlakassa, 10 ára gamalt kort í líkamsrækt, árskort. hehe.
Sorry Jenný mín, ætlaði ekki að gera þetta að stórbloggi á síðunni þinni, en mátti til. Takk fyrir mig. Gefur mér mikið að tengja við bloggin þín.
Með bros á vör.
Einar Örn EInarsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 05:12
Einum heyrði ég af sem fyllti garðslönguna af Vodka. Slangan var rúlluð upp á kefli og geymd í bílskúrnum. Það þarf varla að nefna það að eftir að hafa fengið þessa fínu hugmynd var enginn bíll betur bónaður en hans.
Árni Pálsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 07:27
Broslegt, en að sama skapi svo ofboðslega sorglegt. Góðan dag til þín, vúman.
Hugarfluga, 30.1.2008 kl. 08:45
Ég er sammála síðustu athugasemd að þetta er broslegt en um leið svo sorglegt!
Góðan daginn til þín líka héðan !
Sunna Dóra Möller, 30.1.2008 kl. 09:06
góðan daginn allar. Mér finnst brilljant þessi aðferð með að opna tvær dósir í einu, þekki svo margar konur sem beinlínis hata hvisshljóðið þegar karlinn er að opna bjórinn. Brilljant en sjúkt bara svo það sé á hreinu.
En pæliði í því hvað Þórarinn Tyrfingsson hefur heyrt margar svona sögur? Vá! Efni í ritröð örugglega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 09:31
Bráðskemmtileg færsla og bráðskemmtileg komment. En kannski er grátbroslegt betra orð
Jóna Á. Gísladóttir, 30.1.2008 kl. 09:36
Jónsí mín, alltaf tvær hliðar á peningnum, nema nottla að þú vitir um einhliða mynt? Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 09:46
Frábær færsla hjá þér Jenný, ég ætla bara að njóta þeirra án samviskubits yfir ölkunum. Því sögurnar eru rosalega góðar.
Hann var látin lesa upp í dönskutímanum af því að hann hafði svo afslappaðan framburð, þú ert snillingur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.