Leita í fréttum mbl.is

Gleðifrétt dagsins/vikunnar og mánaðarins

 Matthildur Helgadóttir

Ég er ein af þeim sem get endalaust dáðst af stelpunum fyrir vestan, sem fengu hugmyndina af fegurðarsamkeppninni Óbeislaðri fegurð, sem er sú flottasta mótaðgerð sem búin hefur verið til gegn hinni stöðluðu fegurðarímynd kvenna (og reyndar karla).

Þessi gjörningur náði athygli heimspressunnar á sínum tíma og svo var heimildarmyndin um Óbeisluðu alveg frábær.

Ein af þeim sem hafði veg og vanda af uppátækinu er hún Matta bloggvinkona mín og nú hefur henni verið boðið að halda erindi á 52. þingi kvennanefndar Sameinuðu Þjóðanna sem haldið verður í New York.  Haldiði að það sé sigur stelpur!!!

Í viðtengdri frétt stendur:

"Matthildur mun fjalla um um keppnina og heimildarmyndina sem gerð var um keppnina. Matthildur verður ekki hluti af sendinefnd Íslands, heldur verður erindi hennar einn af hliðaviðburðum sem haldnir eru samhliða þinginu. Þess vegna mun félagsmálaráðuneytið ekki greiða kostnað við ferð Matthildar.

Hún fór þess á leit við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að bærinn styrki og varð ráðið við því og veitti henni styrk að andvirði 100 þúsund krónur."

Til hamingju Ísafjarðarbær að leggja málinu lið.

En afhverju er ég ekki hissa á að ráðuneytið skuli skýla sér á bak við það að þetta sé hliðarviðburður sem haldinn sé samhliða þinginu og greiðir því ekki kostnað Matthildar.

Það er svo sem ekkert nýtt að það sé ekki púkkað mikið upp á það sem konur eru að bardúsa í kvennabaráttunni.

En Matta þú og allar hinar, til hamingju, þetta var verðskuldað.

Knús á ykkur krúttin ykkar.

Úje.


mbl.is Óbeisluð fegurð til SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá en gaman að heyra. Var ekki búin að frétta af þessu.  Hehehe.. ég er keppandi númer eitt, þ.e.a.s. sú fyrsta sem skráði mig í keppnina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvernig er beisluð feðurð?

Þröstur Unnar, 29.1.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

man eftir því þegar þetta kom í fréttum, ég hélt ekki vatni af hrifningu....frábært framtak

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.1.2008 kl. 18:29

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært! Frábært! Frábært!!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 18:47

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þröstur við erum frekar beisluð þú og ég.  Gaucho 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 19:03

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Takk fyrir hlý orð Jenný mín.  

Þröstur þú spyrð um beislaða fegurð, dæmi um það gæti verið viðleitni hins vestræna samfélags að steypa alla í sama mót.  Daglega er því haldið að okkur í fjölmiðlum og kvikmyndum hvað sé fegurð, við sem erum aðeins farin að þroskast vitum betur og sjáum að það er einkum sala á bjútívörum sem er aflið á bak við þessa fegurðarstaðla.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 29.1.2008 kl. 19:12

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Matta ég skil alveg hvað þú ert að fara með líkamlega steypumótinu. Hef í raun ekki áhyggjur af því að fólk fegri sjálft sig með málningu eða sparsli. Þær skelltu nú bara júgursmyrsli á varirnar um aldamótin 1900 í staðin fyrir glossi.

Meiri áhyggjur hef ég af viðleytni samfélagsins að steypa fólki í sama mót, félagslega og eða hegðunarlega séð, þó hitt sé líka slæmt að allir eigi að vera eins og hrífuskaft.

En við Ásdís erum hræðilega aftarlega á merinni varðandi tamin tryppi, e.haggi Ásdís.

Þröstur Unnar, 29.1.2008 kl. 19:28

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gæti ekki verið flottara!

Edda Agnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 19:48

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er tíkarlegt að opinberir aðilar geti ekki styrkt þessa frábæru konu myndarlegar en þetta. Annað eins og minna merkilegt er nú styrkt. Hún ætti að leita til einkafyrirtækjanna. Það er ekki sanngjarnt að hún beri allan kostnaðinn sjálf.

Annars alveg frábært.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 19:50

10 identicon

Þetta er snilldar keppni. Ég brosi hringin bara af tilhugsununni um keppnina. Ekki sá ég hana ef fylgdist með öllum fréttaflutningi af henni.Frábær.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:09

11 identicon

Þessi frétt hefur farið framhjá mér. Frábært að þetta skuli hafa fengið þessa athygli og jafnlítið frábært hvernig ráðuneytið kemur sér hjá að leggja þessu lið.

Annars kveðjur til þín og þinna úr norðrinu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:30

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hver er áætlaður kostnaður hennar?

seturðu bara ekki í gang smá samskotasöfnun?

Brjánn Guðjónsson, 30.1.2008 kl. 00:18

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Samskot segirðu Bjránn?  Til í það ef t.d. landsliðið í hanbolta og annað slíkt sem er Íslandi til framdráttar verður rekið á samskotum.  Game?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 00:23

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

alveg eins. mér er slétt sama um landsliðið. þeir mega snapa gams fyrir mér.

annars var þetta hugmynd til handa hinum áhugasömu. I couldn't care less.

Brjánn Guðjónsson, 30.1.2008 kl. 00:43

15 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sælt veri fólkið

Ég er sammála því að þetta sé mikið gott framtak. Þegar ég horfi á fegurðarsamkeppnir, tískusýningar osfrv. hef ég oft spáð í hvar "mínar konur" eru. Mér finnst þessar staðaltýpur kannske dáldið flottar sumar svona eins og vel gerðar barby-dúkkur en skelfing eitthvað ósexý.

Mér finnst konur af öllum sortum geta verið fallegar og sjarmerandi.,Bæði stuttar, langar, grannar og breiðar og af öllum kynþáttum. Get ekki sagt hvað það endilega er sem mér þykir fallegt við einhverja konu. Kannske brosið, hreyfingarnar, hárið eða eitthvað sem alla vega ekki er hægt að mæla með tommustokk eða vigt.

Margar af þeim konum sem ég verð skotinn í myndu eingann veginn "standast mál" þ.e. ættu engan séns sem fyrirsætur eða fegurðardrottningar en eru fallegar samt!

P.s. Segi þetta ekki af því að ég sé orðinn miðaldra kall og búinn að lækka kröfurnar. Mér hefur alltaf fundist þetta.

Jón Bragi Sigurðsson, 30.1.2008 kl. 08:05

16 identicon

Matthildur? Er þetta ekki Hörður Torfa?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband