Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Nefnd og málið er dautt
Mér er svakalega illa við nefndir. Nefndir sem eru stofnaðar í kringum aðgerðaráætlanir til að bæta eitthvað ástand.
Einn af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum, Jóhanna Sigurðardóttir, var að stofna eina, starfshóp sem falið verður að vinna aðgerðaráætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet velferðarkerfisins.
Halló, hér er fólk að berjast við fátæk frá degi til dags. Á varla mat á borðið fyrir börnin sín, hvað þá að fólk hafi efni á að leyfa börnunum að stunda tómstundastarf of lifa eðlilegu lífi barna í nútíma samfélagi.
Og hvað með þá öldruðu sem vart eiga til hnífs og skeiðar?
Eða öryrkjana sem eru neyddir til að lifa á loftinu stóran hluta mánaðarins?
Nefndir skoða og spá og spegúlera. Koma saman og velta fyrir sér einu og öðru og enginn í nefndinni þekkir til neyðarinnar á eigin skinni. Að minnsta kosti tel ég það nokkuð víst.
Ég er ekki þolinmóð í grunninn en gagnvart þessu er ég gargandi brjáluð.
Fyrirgefið orðbragðið; en aulist til að gera eitthvað núna. Strax um mánaðarmótin bara.
Það er hægt að gera allskonar á nótæm. Hendast til úlanda og skoða orkufyrirtæki og útrásarmöguleika, hver ráðherrann (aðallega einn) eru sífellt bloggandi frá útlöndum. Um eitthvað útrásar, orku ladídadída.
Það hlýtur að vera hægt að setja fart í málið.
Þetta óréttlæti er að gera mig brjálaða hérna.
Málið sett í nefnd og er þar með strax komið í dauðateygjurnar.
Og hvar eru húsin sem voru tilbúin fyrir jól, fyrir útigangsmenn? Hvar eru þau? Gætu hafa farið fram hjá mér, en eru þau í fullri notkun?
Arg
Aðgerðaáætlun gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Segðu, þoli ekki nefndir. Annars er nú Jóhanna hörkutól og ég vona bara að hún píski þessa nefnd áfram. Þeir vita örugglega ekki hvað er að vera blankur.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 15:38
Ég held nú að Jóhanna viti hvernig er að vera blankur. Hún fæddist ekki með silfurskeið í munni og ég treysti henni bæði manna og kvenna best til að gera eitthvað í málunum og píska nefndina áfram.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:47
Sammála þér...
Svanhildur Karlsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:48
Ár eftir ár hafa ofangreindir hópar verið skildir eftir, svínað á þeim og þeir sviknir. Núna finnst mér biðin vera orðin nógu löng. Og mér er sama hver í hlut á. Enginn stjórnmálamaður er hafinn yfir gagrýni, þó ég efist ekki um góðan vilja Jóhönnu.
Ég er ekki að tala um venjuleg blankheit hérna heldur helbera fátækt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 15:54
Sir Humphrey í -Já ráðherra- kom sínum ráðherra út úr vandræðum með því að stofna nefnd.
Jóhanna er ekki þannig ráðherra. Hún er þó að taka á málum, því miður duga ekki fingrasmellir þó það væri gott. En þessi nefnd starfar ekki til eilífðarnóns. Vinnudagur Jóhönnu er langur, það veit ég.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 16:05
Ég er algjörlega sammála þér hér Jenný, þessar sífelldu nefndir, sem ekkert kemur út úr. Hvað eru annars margar nefndir "starfandi" hér á landi, þær eru mörg hundruð, og margir á launum, hvort sem nefndirnar halda fundi eða ekki. Ég er líka sammála um Jóhönnu, þetta er góð og gegn kona. Vona bara að hún standi undir væntingum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 16:10
Hef mikla trú á Jóhönnu og hef ástæðu til. Hins vegar eru þessar endalausu nefndarskipanir alveg að fara með mann. Vona samt svo sannarlega að hægt verði að gera eitthvað eins fljótt og kostur er.
Hugarfluga, 29.1.2008 kl. 16:16
Nefndarstörf eru nú aðal tekjulind þingmanna.
Jóhanna er löngu sofnuð, þó hún segi annað.
Þröstur Unnar, 29.1.2008 kl. 16:34
Ekki getur hún fundið út úr þessu alein. Það er þá frekar þú , ég og við sem ættum að koma með hugmyndir af vinnubrögðum til að þetta gangi fljótar fyrir sig.
Ein leiðin væri t.d. að að setja bráðbirgðaáætlun í gang gegn fátækt, svokallað neyðarúrræði sem yrði endurskoðað af nefnd!
Edda Agnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:00
Ég er mikill aðdáandi Jóhönnu eins og margoft hefur komið fram á þessu bloggi. En nú vil ég aðgerðir. Eymdin er slæm og hefur verið það 1000x of lengi. Nú er tími á aðgerðir. Spara í utanlandsferðum og prjáli hjá stórum hluta alþingismanna, af nógu er að taka. Þetta er mikilvægast.
Arg hvað ég er orðin þreytt á tali og uppúrveltingi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 17:02
Já það er sorglegt að okkar litla land séi svona spillt.Við erum hneyklsuð þegar stórþjóðir gera mistök en Island ?,við erum 350þúsund og syndum í algjörum skít.Gætum verið þjóð sem bæri sig framar vegna því að við erum fá.Nei erum með græðgi og spillingu sem er til skammar.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 17:33
Það er skammarblettur á þessu þjóðfélagi að hér skuli fólk lifa í fátækt, þeir sem halda öðru fram lifa í allt annarri veröld. Nægir eru peningarnir það eina sem vantar er pólitískur vilji, fólk í framboði lofar og lofar en gleymir öllu um leið og það kemst inn á þing....tek undir með Eddu það væri hægt að setja í gang bráðabirgðaáætlun.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.1.2008 kl. 18:44
Þetta er ekki þingmannanefnd, Þröstur Unnar,
Svo hafa oft komið góðar tillögur, aðgerðir og lagabreytingar út úr starfi svona starfshópa, svo að ég myndi ekki afskrifa þetta strax. Sérstaklega ekki þar sem Jóhanna er við stjórnvölinn. Það að henda einhverjum þúsundköllum í fólk um næstu mánaðarmót er ekki endilega besta lausnin heldur.
Svala Jónsdóttir, 29.1.2008 kl. 22:41
Mætti ætla að þau vandamál sem á að fjalla um í þessu nefndarugli hafi orðið til í gær, en séu ekki búin að grassera um árabil. Andskotans pólitík.
Halldór Egill Guðnason, 30.1.2008 kl. 00:40
Góðu fréttirnar eru að Björk Vilhelms er formaður nefndar og lætur fólk örugglega bretta upp ermar. Hún er heldur ekki alveg úti á túni hvað málefnið varðar og mun örugglega afla upplýsinga. Ég sit með Björk í nefnd um stöðu einstæðra foreldra og finnst mér t.d. skref í rétta átt að við vorum kölluð í þá nefnd. Ég held þetta fari mjög mikið eftir starfsvilja nefndar en ég er mjög sammála þér um að oft eru þær algerlega gagnslausar. Við erum nú búin að pressa nóg á þessa ágætu nefnd um húsnæðismál en mat hennar situr fast uppi í Ráðuneyti. Álit nefnda rýmar ekki alltaf við stjórnsýsluna og það gæti verið tilfellið þarna... ég bíð spennt
Semsagt, nefndir nónó nema ég sitji í þeim Nei, í alvöru, auðvitað á að hafa fulltrúa grasrótar í öllu svona nefndastarfi. Annað er eiginlega bara fáránlegt.
Laufey Ólafsdóttir, 30.1.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.