Leita í fréttum mbl.is

Þegar alkinn ég flaug í fyrsta sinn eftir meðferð

 

Já börnin góð, það er löngu kominn tími á snúru.

Ég ákvað að draga úr alkabloggunum, tímabundið, eftir viðtalið í Fréttablaðinu í desember, því mig langaði ekki til að stimpla minn sem "ALKANN" því ég er auðvitað mikið meira en bara það.

En nú er það snúrutími.

Það sem mig kveið mest fyrir af öllu eftir að ég varð edrú, var að fara og fljúga.  Flughrædd, vön að fara svona nærri því á herðablöðin í Fríhöfninni, til að draga úr hræðslunni (jeræt), drekka um borð í vélinni og allur þessi pakki, þið vitið,  gerði það að verkum að það vafðist töluvert fyrir mér, hvernig ég ætti að fara í gegnum þetta ferli, bláedrú á eigin safa og það án þess að tapa mér úr flughræðslu.

Ég kom í Fríhöfnina, verslaði og svo fengum við okkur morgunmat og síðan beint í reykherbergið ólöglega í Leifsstöð og þá fattaði ég, þar sem ég var uþb að hósta upp úr mér lungunum, í ólofti herbergsins, að mér hafði ekki dottið áfengi í hug.  Ekki frekar en ég hafi verið að hugsa stíft um lýsi, sem allir vita að ég hata.

Nú þá var kallað út í vél.  Ég leitaði tryllingslega að flughræðslunni, án árangurs, gafst upp og gaf mér að hún biði mín um borð.

Nú ég var sest, belti spennt, flugvél þaut af stað og svo í loft og ég held að ég hafi verið sofnuð áður en við vorum komin í áætlaða flughæð.  Hræðslufjandinn sem hefur staðið mér fyrir þrifum í öll þessi ár, var ekki til staðar.  Mér leið eins og í stofunni heima hjá mér.  Ég og Frumburður vorum vaktar þegar flugvél var farin að lækka flugið og ég stóð svo á enskri grundu, pollróleg eins og breskur símaklefi.

Niðurstaða: Ef fólk vill losna við flughræðslu, þ.e. og hefur notað áfengi til að slá á hana, ráðlegg ég viðkomendum að fljúga edrú.  Nú er ég hér eins og villtur landkönnuður sem veit af óuppgötvaðri álfu á jarðarkringlunni, og vill koma mér strax af stað aftur, fljúandi, þess vegna í loftbelg.

Ég segi það nú og ég hef sagt það áður.  Það toppar ekkert edrúmennskuna.  Ekki nokkur skapaður, hræranlegur, lifandi hlutur.

Hver haldið þið að fari edrú að lúlla á eftir?

Ég, ég, ég,

Vó hvað ég er heppin kona og það sem ég er þakklát almættinu og Vogi fyrir að vera edrú og sæl.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert hetja

Marta B Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 21:39

2 identicon

 Þú ert frábær.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilld hjá þér Jenný mín eins og annað, næst ætla ég líka að fljúga án vökva og vita hvort hræðslan verður þá nokkuð til staðar. GN

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá. Djöfull er þetta merkilegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert æðisleg Jenný.

Heiða Þórðar, 28.1.2008 kl. 22:01

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Merkilegt að þú skulir hafa drukkið í þig flughræðslu! Eða snúrað hana af þér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:03

7 Smámynd: Hugarfluga

Þetta "grunnti" mig nebblega! Veit um nokkrar manneskjur sem afsaka drykkju á ferðalögum með flughræðslu. Ég fæ mér vissulega hvítvínsglas öðru hvoru á flugvöllum á ferðalögum mínum, en held að það sé annað en að drekka sig ölvi til að deyfa hræðsluna, sem kannski er svo ekki málið eftir allt saman!?

Hugarfluga, 28.1.2008 kl. 22:07

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ja hér, mér finnst það nú ekkert merkilegt að hætta að reykja eða drekka, allavega finnst mér það ekki eiga neitt skylt við hetjudáðir.

En, mér finnst þú reglulega skemmtilegur penni og vel þess virði að eyða tíma mínum í að kíkja við, við og við.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.1.2008 kl. 22:12

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Mér hefur aldrei dottið í hug að líkja þér við breskan símaklefa, en skal reyna samt, flottust.

Þröstur Unnar, 28.1.2008 kl. 22:13

10 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Mér hefur satt að segja aldrei dottið í hug að drekka í mig flughræðslu, enda forðast ég að drekka áfengi á ferðalögum. Það er nefnilega mun heppilegra að vera edrú á ókunnum slóðum, þá eru sko meiri líkur á að allt fari vel þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Samt tókst mér nú einu sinni að gleyma fríhafnarverslinu í rútu á leið milli flugvélar og flugstöðvar, bláedrú og vitlaus!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:44

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mig langar ansi mikið að komast á þennan stað í lífinu, að vera ekki flughrædd. Ekki það að ég drekki frá mér allt vit....en mig langar að geta sest upp í vél og hugsað:Ég mun hafa þetta af..hahahah....nú hugsa ég: Ég mun líklega deyja !

góða nótt !

Sunna Dóra Möller, 28.1.2008 kl. 22:51

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég næ nú ekki að verða flughræddur eiginlega, hvort sem að ég fékk mér einn & annann koníak með morgunkaffinu fyrir flug á síðustu öld, nú eða fæ mér einn doppel expressó í staðinn á þessari.  Ég hef ekki nennt einu sinni að finna þetta reykherbergi í Leifstöð síðan það varð víst til, þrátt fyrir að vera vanafastur í helgreipum nikótíndjöfulsins.

Forræðisvarnagildi þessarar færslu er mér því umhugsunarefni.

En ég er nú líka bara bjáni, eins & þú veist, ezzgan ...

Steingrímur Helgason, 28.1.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Uhhhuuu, flýg edrú en með kúk í buxunum af hræðslu.....ef þú vilt lenda í ævintýrum í háloftunum þá skaltu fljúga með mér......hef upplifað allt nema að krassa......kannski þú ættir þá ekki að fljúga með mér.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.1.2008 kl. 23:18

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég prívat og persónulega ætla ekki að reyna þetta annars ágæta ráð þitt.   Ég spurði eitt sinn lækni þegar ég þurfti að fljúga heimanað frá mér og suður hvort hann ætti ekki eitthvað róandi fyrir svona flughræðslupúka eins og mig, nei svaraði læknirinn, það er miklu hollara að fá sér bara bjór til að slaka á. Og þannig er það bara, nema ég er hætt að fljúga heimanað frá mér og suður, minn elskulegi eiginmaður skutlar mér einfaldlega til tannlæknis, á fundi eða í ferð utanlands.  hehehehe Jamm ég er lukkugrís að eiga svo góða að.  En fjandans flughræðslan ætlar ekki að rjátlast af mér  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 23:26

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jenný, þetta gæti orðið að stórmerkilegri rannsókn og ástæða til að halda einsog einn fyrirlestur á Vogi...segi svona

Eva Benjamínsdóttir, 29.1.2008 kl. 02:01

16 Smámynd: Tiger

Mikið ertu nú heppin að geta þó gengið inn í flugvél og sest þar niður og komist á áfangastað - flughrædd eða ekki. Sumir ná því ekki einu sinni að kaupa flugmiðan af hræðslu.

Neyddum nokkur saman hana systur mína í þá ákvörðun að koma með okkur síðastliðið haust til Spánar. Allt gekk vel þar til um hádegisbilið sama dag og flugið var - hún á nálunum og keðjureykti og var hin styggasta.

Þegar nær leið byrjaði hún að fá Mígreniköst og svoleiðis gekk það alveg þar til við stóðum við innganginn á sjálfri flugvélinni - en þá sprakk hún og gekk til baka - hún snéri við þegar hún sá inn í flugvélina, hún heim en farangurinn hennar til Spánar.

Hún smakkar lítið áfengi en reyndi einmitt að "drekkja" flughræðslunni - en áfengið birtist hvergi og það var eins og hún væri að drekka vatn allan tíman. Þetta kalla ég raunverulega flughræðslu.

Þú ert hetja að hafa hætt að drekka og þú ert líka hetja að hafa staðið uppi í hárinu á ótta þínum við að fljúga. *hrós*.

Tiger, 29.1.2008 kl. 02:48

17 identicon

Jamm, eins og talað út úr mínu hjarta Jenný.

Það er allt betra edru.

Og veistu það bara batnar og verður betra og betra.

Frábært.

Þetta er staðfesting númer 316548 fyrir mig á blekkingum þessa sjúkdóms.

Sumir alkar rækta með sér allskonar hræðslur til að geta drukkið. Tengi feitt á það.

Svo er til fólk sem er í raun og veru flughrætt og eru ekki alkar, og fær sér einn bjór (je ræt glætan að ég hefði fengið mér EINN bjór) ég tengi ekki á það.

En svona er þetta skemmtilegt og misjafnt með okkur mannfólkið sem betur fer. Flughrætt fólk á alla mína samúð.

Ég var eins og þú hræddur við flest, þegar ég hætti að drekka fór ég barasta og lærði að fljúga.

Það eru fleiri sem fara edru að sofa :) er búinn að fá að fara að sofa edru í 452 vikur, einn dag í einu samt.

Kveðja af hafinu bláa langt frá ströndum."klapp á bakið"

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 04:26

18 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæl Jenný!

Þetta er mikið rétt hjá þér. Meðferð við flughræðslu gengur einmitt útá meðvitaða nærveru í flugi, án deyfiefna hvort sem það er alkóhól eða lyf. Þetta gengur sem sagt út á að útsetja sig fyrir því sem veldur kvíða. Hinsvegar er mikilvægt að gera hlutina í réttum takt, því annars er hætta á að ástandið versni.

Gott framtak hjá þér að hengja út þinn þvott á opinskán hátt.

Ásgeir Rúnar Helgason, 29.1.2008 kl. 07:22

19 identicon

Sæl Jenný,veit um eina sem fór á fluhræðslunámskeið hjá Rúnari Guðbjartssyni fyrverandi flugmanni og flýgur hún smurt núna án "hjálparefna" en er alltaf með krossgátublað. Hmmm það er kannski "hjálparefni" en það er utanályggjandi.

Kolbrún (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:21

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn öll og takk fyrir hvatninguna og skemmtilega vinkla á þessa umræðu. Þetta horfir svona við mér.  Edrúmennskan hefur gert mig raunsæa, það er auðveldara að takast á við hlutina og stór hluti af vandmálinu var auðvitað að geta drukkið við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.  Mig minnir nú að fátt hafi verið þess virði að upplifa án þess að sú upplifun væri smurð brennivíni.  Ég er að mestu leyti hætt að vera hrædd, nema við að falla auðvitað.  Þeirri hræðslu viðheld ég meðvitað.

Einar Örn: Takk fyrir þín orð, þú bætir alltaf einhverju í gagnabankann minn með visku þinni  og reynslu.  Kveðjur á haf út.

Takk öll fyrir að taka þátt með mér, þið gerirð þetta öll svo miklu skemmtilegra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 09:33

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingibjörg Friðriksdóttir: Ég hef aldrei kallað mig hetju og þú segir "Ja hér, mér finnst það nú ekkert merkilegt að hætta að reykja eða drekka, allavega finnst mér það ekki eiga neitt skylt við hetjudáðir."

Burséð frá hetjudáðartalinu þá getur það varla hafa farið fram hjá þér að tugir manna deyja á ári hverju úr fíknisjúkdómum.  Mér finnst líklegt að þeir kysu lífið ef þetta er svona lítið mál.  En kynntu þér endilega sjúkdóminn, um hann fæst hellur af fróðleik á göngudeild SÁÁ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 09:36

22 Smámynd: Hugarfluga

Ég er einmitt hlessa yfir þessu kommenti hjá Ingibjörgu. Ekkert merkilegt að ná að slíta sig úr viðjum fíknar?? Ja hér, segi ég bara á móti.

Hugarfluga, 29.1.2008 kl. 09:42

23 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Breskur símaklefi! Jenný þó! Til hamingju með nýfundna innrir ró. Hún kemur víst ekki í flösku.

Ég svaf yfir mig í útvarpsþáttinn þinn og fékk aldrei Fréttablaðið þitt . Það kemur að því að ég næ þér!!!

Laufey Ólafsdóttir, 29.1.2008 kl. 09:52

24 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Einhvern veginn held ég nú að Ingibjörg hafi hvorki þurft að hætta að drekka eða reykja.

En snilldarbónus við edrúmennskuna, til hamingju með það :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 10:17

25 identicon

Til haimngju, til hamingju, til hamingju. Það eru hvunndagshetjurnar sem sigrast á sjálfum sér og það hefur þú svo sannarlega gert. Mættu fleiri taka svona til orða sem svipaða reynslu hafa. Hafðu þökk fyrir það sem þú hefur ritað að undanförnu, hef notið þess að lesa það sem þú hefur skrifað oftast nær. Gangi þér vel. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:26

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert flottust! Mér hefur reynst best að drekka vatn í flugvél til að losna við að fá bjúg, labba soldið um vélina og svona. Flughrædd er ég ekki, frekar flugsjúk, mér finnst svo ofboðslega gaman að fljúga ... hefði átt að verða flugstjóri.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:03

27 identicon

Flottur pistill og ég held að það sé afskaplega mikið til í því að áfengi sé frekar kvíðavekjandi en kvíðastillandi. Mér finnst alltaf dálítið skrýtið að sjá fólk hella í sig alkóhóli fyrir flug. Mér finnst það oftar en ekki virka þannig að kvíðinn verði stjórnlaus.

Eigðu góðan dag - knús

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:09

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

SKO - Mér finnst hetjudáð að fljúga - því ég er líka flughrædd - veit ekki hvort er betra að drekka eða ekki en hef prófað bæði! Betra að koma edrú fyrir almættið skyldi það henda! ..

Mér finnst hetjudáð að hætta að drekka og mér finnst hetjudáð að hætta að reykja (drekk í hófi og stundum óhófi en hef aldrei kunnað að reykja og er fanatísk) ... Og eitt í viðbót: Það er hetjudáð að skilja við kallinn sinn ef sambandið er súrt  (been there done that) ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.1.2008 kl. 12:29

29 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flott hjá þér, ég er nú þannig að ég tek allaf róandi þegar ég fer í flug og alltaf 2. Nema síðast þegar ég flaug ætlaði ég að taka þetta með trompi og tók 3, ég fann ekki fyrir fluginu en ég gat heldur ekki hreyft mig og var alveg í rússi, ég get svarið það. Það var ömurlegt. Held ég haldi mig við 2 í framtíðinni. Hef reynt að fara lyfjalaus í flug og bara grét af hræðslu, hef aldrey viljað eða getað drukkuð áfengi til að deyfa þetta.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband