Leita í fréttum mbl.is

Brjóstin á mér...

 

...voru allt í senn, gífurlegt vandamál, mikið til umfjöllunar (nei subbur ekki til umfjötlunar) og til skoðunar í nýlegri Londonferð.

Hér ætti ég að setja punkt, því þá myndi brjóstaáhugafólk frá raðtaugaáföll.

Ég er hippi, sér í lagi þegar kemur að brjóstahöldurum.  Þar fyrir utan eru brjóstin á mér ansi lítil, og ekkert til að flagga með (ekki lesa eitthvað klám úr þessu heldur perrarnir ykkar).

Ég hef yfirleitt notað brjóstahaldara af dætrum mínum, eða einhverjir hafa gefið mér slíka gripi í gjafir og ég hef aldrei vitað nr. hvað ég nota af þessari vöru.  Til að einfalda málið, þá hef ég sleppt því að kaupa þessi hallærisföt.

Frumburður sagði við mig snemma í ferð:  Móðir góð (það segir hún alltaf þegar hún er ákveðin í að umbylta lífi mínu á einhvern hátt), móðir góð, nú verslum við á þig nokkur stykki af brjóstahöldurum í þessari ferð.  Ég alveg:W00t Frumburður bendir á svæði ofan svæðis fyrir ofan mitti.  Brjóst eiga að vera staðsett hér, en ekki hér (og nú bendir hún á afar víðtæk, óútreiknanlegt svæði neðar á efri hluta ofansvæðis). Og, móðir góð, svo eiga þau að vera í sömu línu, þ.e. algjörlega samhliða.

Þessu gat ég ekki mælt í mót, þú þráttar ekki við lögfræðinga sem þar að auki eru árangurstengdum launum hjá  brjóstaguðinum og ég var drifin inn í einhverjar brjóstaverslanir, mæld og mátuð á enda og kanta, þar til frumburður var ánægður.

Maysan var alveg yfirkomin af aðdáun þegar ég kom heim um kvöldið.  Alveg: Vá mamma ertu í nýjum brjóstahaldara (fyrir framan annað fólk, ég er ekki að ljúgaBlush)?  Bara með skoru og allt. Að ég dytti ekki niður dauð.

Ég er nokkrum brjóstahöldurum ríkari (spurning hvort þeir ættu ekki að heita eitthvað annað í mínu tilfelli, það er ekki miklu að halda, en það má ýta því sem er upp) og óvön eins og ég er, að vera í svona brjóstahöldum, þá finnst mér eins og brjóstin standi út úr hálsinum á mér, en það er ég ein um, greinilega, því engin uppþot hafa orðið vegna brjósta minna, þar sem ég hef farið um eftir að ég kom til landsins.

Húsband sagði úlala og þá langaði mig til að berja hann.  Af hverju sagði maðurinn ekki eitthvað þegar ég þurfti á því að halda, og var svona gangandi brjóstakvasimótó, með annað út á handlegg og hitt niður með síðunni?

Engum að treysta í þessu lífi, nema hreinskilni Frumburðar.

Pamela fargings Anderson, snæddu hjarta.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú engum lík, ekki skrítið að allt færi ður böndunum hér á landi meðan þú varst úti og nú er meira segja Prodi búinn að segja af sér, sá hann þig brjóstahaldaralausa í London??  Þú ert örugglega megabeib núna, hvenær fæ ég að hitta þig. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ef þarf að kaupa brjóstarhalda og nærfatnað þá er um að gera versla það erlendis,þetta er svo Ands...dýrt hér á Islandinu

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

HAHAHAHAHA, mér finnst þú svo DÁSAMLEGA fyndin og skemmtileg

Guðný Drífa Snæland, 24.1.2008 kl. 22:40

4 identicon

Skil þig....finnst best að hafa þau bara ofan í buxnastrengnum 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta var óborganleg brjóstafærsla. Ég samsama mig reynslu þinni fullkomlega, enda er ég nákvæmlega svona - þú hefðir getað verið að lýsa mér - nema hvað ég á engar dætur til að taka í hnakkadrambið á mér.

Annars er brjóstahaldarinn á myndinni þarna uppi alveg geggjaður. Ætli maður fái einn svona einhvers staðar - úr þægilegu efni með ögn breiðari hlýrum og böndum...

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hlýtur að fást í einhverri Byrgisbúð (segi sonna).  Hehe.  Gúgglaði hann

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Fríða Eyland

Nú ég sem hélt að þetta væri myndin af upplyftingunni,

Fríða Eyland, 24.1.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Arghhhh  Þumlana upp fyrir Einari. Ég ætla rétt að vona að þu haldir þig við brjóstahaldarana/lyftarana hér eftir

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 23:18

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert æði

Heiða Þórðar, 24.1.2008 kl. 23:43

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég ætlaði heldur betur að versla brjóstalyftara í London en féllust alltaf hendur yfir yfirþyrmandi úrvali. Ég hef mjög ákveðnar skoðanir þegar kemur að brjóstahöldum og vil enga sauma og engar blúndur . Svo er ég í ómögulegu númeri sem aldrei er til. Þyrfti eina svona Helgu með mér í næstu ferð

Laufey Ólafsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:45

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

þú ert óborganleg, sjálf á ég erfitt með að vera í höldurum, nota meira toppa sem eru með brjóstaskálum, ofsalega þægilegt, en rétt staðsettir bobbingar eru ógó flottir.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:50

12 Smámynd: Ragnheiður

Iss bobbingar eru ofmetnir. Ég er álíka hippi. Fyrst vegna þess að júgurhaldarar fyrir kýr hefðu passað best en svo lét ég henda helmingnum af þessu í ruslið og allt annað líf...þarf sko ekkert uppihald síðan hehe

Ragnheiður , 25.1.2008 kl. 00:27

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg ertu frábær

Marta B Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 00:48

14 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, en það verður að viðurkennast að þegar maður kemst loksins í réttu stærðina með rétta stuðninginn, venst þetta ótrúlega hratt. Ég átti aldrei almennilega haldara fyrr en fyrir kannski 1 1/2 ári. Búin að vera brjóstahippi alla mína tíð.

Bjarndís Helena Mitchell, 25.1.2008 kl. 01:40

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Brjóstin mín eru dýr eins og málverkin. Ég hippaðist þar til fyrir fimm árum og fannst ég verða einhver önnur. Ótrulegt að haldarinn passaði einsog rammi utan um stóra mynd.

Eva Benjamínsdóttir, 25.1.2008 kl. 03:10

16 Smámynd: Hugarfluga

Hahahaha @ brjóstakvasimótó!!! Sé þetta alveg fyrir mér. Snilld!

Hugarfluga, 25.1.2008 kl. 08:13

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

..nú hló ég upphátt, þú ert snillingur !

Sunna Dóra Möller, 25.1.2008 kl. 08:31

18 Smámynd: Þröstur Unnar

Arrrrrrrrg.

Þetta er náttlega arrrrrrrrrgasta klám.

Þröstur Unnar, 25.1.2008 kl. 09:02

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er í sjokki yfir öllum hippunum hérna. Stelpur!!!! Í haldarana núna strax. Skiptir öllu upp á lúkkið... Ég er næstum því hneyksluð

Jóna Á. Gísladóttir, 25.1.2008 kl. 09:37

20 identicon

Hólímoðerofgod, þetta var góð lesning með morgunkaffinu.

Hugsaði svo um brjóstLYFTARA skúffuna mína (já, ég á SKÚFFU fyllta af þeim. Spurning hvort þeir fjölgi sér ekki bara þarna ef ég gef þeim frið ) og man að síðast þegar ég verslaði svona tæki þá var það í Londres. Höfuðborg brjóstanna. Eða er það LA?

Linda (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:49

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bráðskemmtileg færsla já og kemur glettilega vel við hæfi á eftir litla hrósinu mínu um glæsivöxt þinn í kviðlingnum um Bláa lónið!

En Þröstur Unnar er að breytast í tepru svei mér þá!?

En hinar gellurnar hérna,(Þ.U. hálfgerð slík reyndar líka) einhverjar kannski að spá í fleira en bara haldarana, t.d. stækkun?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 10:48

22 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hehe bjáni  Nú er bara að spóka sig um í flegnu og leyfa nýja lúkkinu að njóta sín

Heiða B. Heiðars, 25.1.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.