Leita í fréttum mbl.is

Á ég að gráta - Búhú?


Það er best að byrja á að gera ykkur græn úr öfund. Í gær þegar ég var á röltinu í miðborg London, fór á dásamlega leiksýningu, verslaði eitt og annað og sat úti á kaffihúsum og reykti mínar síur, þá var 12 siga hiti. Já 12 stig takk fyrir!
En nú á ég afmæli, er 56 ára (uss ekki segja) og það er smá rigning og 7 stiga hiti. Ég óska mér til hamingju til daginn og öllum sem að mér koma.
Í gærkvöldi borðuðum við indverskan og horfðum á sjónkann, það eru takmörk fyrir úthaldi hérna.
Planið í dag er þvælingur um borg og út að borða og ég veit ekki hvað og hvað.
Þetta verður allt tíundað fyrir ykkur þegar ég kem heim, ef ég kem heim, segi sonna.
Ástlæðan fyrir þessum stuttfærslun er í fyrsta lagi sú að þessi maskína hans Robba er mér framandi og í öðru lagi þá hef ég betri hluti að gera. Eins og t.d. dúlla í bjútíunu honum Oliver.
Hann er bæði fallegur og góður get ég sagt ykkur.
Með kveðju frá heimsveldinu (fyrrverandI)
Afmælisbarnið
Úje

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með daginn elsku Jenný mín

Ragnheiður , 20.1.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju Jenný!  Njóttu dagsins í botn! 

Ía Jóhannsdóttir, 20.1.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Til hamingju með afmælið! Hvaða leiksýning var þetta?

María Kristjánsdóttir, 20.1.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til lukku með daginn, njóttu...!

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.1.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með daginn og habbðu það gott þarna í útlandinu.

Þröstur Unnar, 20.1.2008 kl. 10:03

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Til hamingju til hamingju!!!! Nú langar mig í Indian takeaway....

Laufey Ólafsdóttir, 20.1.2008 kl. 10:05

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

... gleymdi kallinum og aftur til hamingju!!!!!!!

Laufey Ólafsdóttir, 20.1.2008 kl. 10:07

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með daginn Jenný og hafðu það gott í London

Huld S. Ringsted, 20.1.2008 kl. 10:22

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leiksýningin heitir Shadowlands, með Charles Dance í aðalhlutverki,Novello leikhúsið María mín. Einstök upplifun sem ég blogga um þegar ég kem heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.1.2008 kl. 10:24

10 identicon

Til lukku með daginn Jenný, eigðu góðann dag.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 10:38

11 identicon

 Til hamingju með daginn elsku Jenný. Það er náttúrulega ekki hægt að finna betri leið til að eyða afmælisdeginum heldur en að dvelja í heimsborginni umvafin fólki sem elskar þig. Hafðu það gott og njóttu hverrar mínútu. Hefði gjarnan viljað fara með í leikhúsið, Charles Dance er frábær leikari. ég hlakka til að heyra meira um leiksýninguna .... og allt hitt að sjálfsögðu

Knús

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 10:47

12 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með daginn

Elska London og væri sko heldur betur til í að vera þar núna og heimsækja uppáhaldsstaðina og vinina 

Dísa Dóra, 20.1.2008 kl. 10:53

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Jenný hún á afmæli í dag! jibbý!Blístra

Taka up sið barnana og halda upp á 1.2.3. og bæta svo örlitlu við, þ.e. 4. í afmæli og ég mæti!

Edda Agnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 11:00

14 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Til hammó með ammó og bið að heilsa Kalla og Betu

Brynja Hjaltadóttir, 20.1.2008 kl. 11:01

15 identicon

Til hamingju með daginn

Bryndís R (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:06

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með afmælið unga kona

Jónína Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 11:16

17 identicon

Innilega til hamingju með afmælið skemmtilega kona kv.Sigrún

Sigrún Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:20

18 Smámynd: Vignir

Til hamingju með daginn ;o) !

Vignir, 20.1.2008 kl. 11:32

19 identicon

Sennilega var toppnum náð hjá þér þegar þú fékkst þér sígarettusmókin,til hamingju með dagin.

jensen (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:47

20 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Til hamingju með daginn

Svanhildur Karlsdóttir, 20.1.2008 kl. 11:57

21 identicon

Jenný, til hamingju með daginn og brostu í allan dag!!!

Kristjana L (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:11

22 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Til hamingju með daginn Jen babe.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.1.2008 kl. 12:37

23 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Innilega til hamingju með afmælið! Þú verður að skila þér heim fyrir rest, því svona stuttar færslur duga ekki til langframa.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.1.2008 kl. 12:39

24 identicon

Til hamingju með daginn Jenný mín.  Njóttu hans vel.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:54

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með daginn sæta, verð að segja það ,
þú átt yndislega fallega fjölskyldu.
                                 Góða daga, Knús, Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2008 kl. 13:00

26 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Noh....afmæli!! til hamingju með daginn mín kæra og njóttu þín í heimsveldinu.. fyrrverandi :)

Heiða B. Heiðars, 20.1.2008 kl. 13:17

27 Smámynd: Signý

til hamingju með öll þessi ár! þetta er magnaður árangur!

hafðu það gott

Signý, 20.1.2008 kl. 13:20

28 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Jenný, innilega til hamingju með afmælið. Njóttu dagsins til fulls með þínu fólki. Það  verður gaman að fá nánari fréttir og myndir þegar þú kemur heim.  Knús til Londres. Happy Birthday 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 13:41

29 Smámynd: Hugarfluga

Til hamingju með afmælið, vúman! Frábært að þú skulir geta eytt deginum í Londres með afleggjurum og spírum.

Hugarfluga, 20.1.2008 kl. 14:15

30 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með daginn Jenný mín  Það er ekki amarlegt að eyða afmælinu í London með fjölskyldunni  Haltu áfram að njóta þín þarna í Útlandinu

Katrín Ósk Adamsdóttir, 20.1.2008 kl. 15:18

31 Smámynd: Berglind Inga

Til hamingju með afmælið. 

Berglind Inga, 20.1.2008 kl. 15:32

32 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með afmælið....vona að allir verði duglegir að stjana við þig...prinsessuna sjálfa

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.1.2008 kl. 15:34

33 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með afmælið

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.1.2008 kl. 15:36

34 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju Jenný mín með afmælið og skemmtu þér nú vel í London.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.1.2008 kl. 15:48

35 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Skál í pöff, pöff, kæra Jenný. Til lukku með stórafmælið

Eva Benjamínsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:06

36 identicon

Til hamingju með daginn elsku systir. Hafðu það gott og skemmtu þér vel í London. Bið að heilsa Maríu, Robba, Oliver og Helgu.

 Þín systir Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 17:01

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið, og en hvað ég skil þig að dúllast með litla kút, hann er yndislegur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 17:47

38 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Til hamingju með daginn. En þú heppin að vera í London. Ég elska þá borg. Þú  minntist á hvað það er gaman að fara á kaffihús í stórborgum. Fyrir tveim árum fór ég til New York, sem var gamall draumur. Fór þar inn á kaffihús, las og skoðaði fólk. Sá þar meðal annars mann sem var greinilega fyrirsæta. Hann var alveg gullfallegur og flott klæddur og hreinlega af öðru tagi en karlmenn sem maður sér á sínu hverfiskaffihúsi dags daglega. Mér fannst hann svo sem ekkert sérlega liggilegur enda kannski aðeins of fallegur til þess, en þetta minnti mig samt á það hvar ég var.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.1.2008 kl. 18:46

39 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með afmælið.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.1.2008 kl. 18:48

40 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með daginn, elsku Jenný mín!!! Njóttu hvers dags, mér sýnist þú gera það!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.1.2008 kl. 19:00

41 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með daginn í gær !

Sunna Dóra Möller, 21.1.2008 kl. 16:23

42 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingju með daginn elsku JENNÝ MÍN!

Heiða Þórðar, 22.1.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2987278

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband