Leita í fréttum mbl.is

Mitt handablæti

 

Ég veit ekki hvað það er með mig og hendur.  Ég er heilluð af þeim, ég hef líka andstyggð á sumum og allt þar á milli, en hendur eru einhverskonar blæti hjá mér.  Ég er hreinlega sjúklega upptekin af þeim.  Ég myndi skrifa upp á skuldabréf fyrir ókunnuga manneskju ef hún væri með hendur sem væru mér að skapi, biðja hana jafnvel um að verða svaramann í brúðkaupinu mínu, bara um leið og ég sæi á henni lúkurnar.

Mínar hendur eru frábærar, fullkomnar nánast (annars væri ég í vondum málum hehemm), smágerðar, frekar langar og puttar langir og mjóir.  Líka hendur systra minna, allra held ég bara.  En það er ekki nóg að hendur séu fallegar í forminu, þykkar hendur geta verið ógeðslega hrífandi, ef þeim er beitt fallega, og vinnulúnar hendur segja langa sögu og virka traustvekjandi og eru oft svo vísar eitthvað.  Þetta liggur nefnilega alls ekki bara í útlinu frekar en með annað á fólki, það er birtingarmyndin, hreyfimátinn, nærveran og viðkoman sem skapar fegurðina.

Verstu og ljótustu spaðarnir eru hendurnar sem tilheyra sumum karlmönnum, búttaðar, náfölar, manikjúreraðar og ónotaðar að því best verður séð, svo þegar þú heilsar hendinni þá límist hún við þig með köldum svita og ætlar aldrei að losna.  Jakk, hvernig er hægt að sleppa í gegn um heilt líf án þess að næla sér í karakter í hendurnar?  Kommon er þetta latexfólk?  Notar latexhanska við öll tækifæri nema rétt á meðan það birtist meðal manna?

Stundum er vont að taka í þurrar og hrjúfar hendur, ekki vinnuhrjúfar heldur þunglyndishrjúfar, þeim leiðist, hrömmunum þeim, þær hafa ekki nóg að sýsla.

Fallegustu hendurnar eru þær sem notaðar eru meðfram daglegum athöfnum og þá til að tala með.  Ég nota mínar til að tala með, flestir gera það, bara mis mikið.  Mikið ógeðslega verða talandi hendur heillandi.  Manni langar til að taka af þeim mót og hengja þær upp á vegg sumar hverjar, þær segja svo skemmtilega frá.  Það væri frábært ef hendurnar væru aðal talfærið okkar, þær eru svo dramatískar, svo sveigjanlegar, svo sannfærandi, fyndnar, krúttlegar og ákveðnar, að hver einasti maður gæti orðið kóngur í ríki sínu með þær einar að vopni.

Já ég veit, ég verð hálf biluð á nóttunni.  En ég var í alvörunni að hugsa um hendur mér til skemmtunar.

Farin að lúlla og  þangað til í fyrró...

Talk to the hand!

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að lesa þetta, er eitthvað svo nálægt mínum hugsunum. Um leið og munnurinn á mér opnast, fara hendurnar af stað.... Það ógeðslegast sem ég lendi í er að taka í líflausar hendur.... eins og að grípa utan um löngu dauðan fisk, sem er búinn að vera alltof lengi í kæli 

Jónína Dúadóttir, 17.1.2008 kl. 06:13

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ekkert jafnast á við fallegar hendur. Ég hef orðið ástfangin bara vegna handa ..okokok, annað spilaði inní, en samt. 

Er enn á leiðinni að hringja í þig mín kæra. Ég geri það á endanum.  

Laufey Ólafsdóttir, 17.1.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.1.2008 kl. 08:41

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Já, hendur eru æði - þegar þær eru flottar.

Mér finnst verst að taka í hendur sem grípa ekki almennilega heldur hafa svona slyttistak. Get ekki að mér gert að dæma persónuna eftir handtakinu.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.1.2008 kl. 08:46

5 identicon

Frábær pæling en já sammála með þessar nánast ónotuðu sveittu hendur kv frá Akranesi..

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála þér, mér finnast hendur alveg ofsalega fallega, sérstaklega ef að þær segja mér sögu um leið. Á sama hátt eru líflitlar, reynslulitlar hendur sem að rétt snerta þegar heilsað er alveg off! Mér finnast þr frá hrindandi !

Eigðu góðan dag og góða ferð á morgun (ég er á leið í helgarfrí og vildi segja góða ferð áður ég en ég fer )!

Sunna Dóra Möller, 17.1.2008 kl. 08:59

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mig langar, og er búið að langa í mörg ár, að læra táknmál.

Að öðru leyti fullkomlega sammála þér!

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 08:59

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þvalar, sveittar, hvítar máttleysislegar hendur....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.1.2008 kl. 09:18

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Áhugaverð pæling. Flott færsla.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.1.2008 kl. 09:58

10 Smámynd: Ragnheiður

Það eru sko fleiri en þú sem spá í hendur. Ég las pistilinn og fór að hugsa, mundi þá eftir þeim írsku sem ég vann með fyrir löngu. Þær komu oft heim til mín og hittu krakkana. Þær voru svo gríðarlega ánægðar með hann Himma. Hann heilsaði ,mannalegur, með handabandi. Hann tók þétt og var með stóra og þykka krumlu. Hann var 4-5 ára . Þær hvíuðu alveg og tilkynntu mér að hann yrði nú kvennagull þessi.

Annars lýsir ein hér að ofan alveg tilfinningunni með að taka í hvíta máttlausa hendi...eins og dauður fiskur...hehe

Ragnheiður , 17.1.2008 kl. 12:43

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð færsla

Hendur segja manni mikið um manneskjuna.

Marta B Helgadóttir, 17.1.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.