Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Óvænt Prinsessuheimsókn
Vegna veikinda og annarrar óáran, hefur Jenný Una Eriksdóttir ekki komið til dvalar til okkar í töluverðan tíma, miðað við hið venjulega. Við vorum orðin ansi langeygð eftir þeirri stuttu og í gær hljóp á snærið, þó ekki byrjaði það skemmtilega. Jenný meiddi sig á leiksólanum í hendinni og fór á Slysó, en þar var meiddið lagað og hún fékk flott verðlaun hjá "lækniskonunni". Mamma hennar spurði svo hvað hún vildi gera sér til skemmtunar og hún vildi fara að gista hjá ömmu og Einari. Ójá.
Það urðu miklir fagnaðarfundir, mikið leikið og ærslast og spjallað um lífið og tilveruna. Ég verð alltaf jafn hissa hversu hratt henni fer fram í málþroska, þó ekki líði nema nokkrir dagar á milli þess sem við tölum saman.
Dæmi:
Amman: Hvað á amma að kaupa handa Hrafni Óla í London?
Jenný:´(Réttir út tvo fingur til að sýna stærð) eikkað sona bara, hann er so lítill. En amma þú átt að kaupa meiri dúkkuvagnar fyrir mig (fékk einn í jólagjöf).
Amman: Þú átt nýjan dúkkuvagn, þú þarft ekki tvo.
Jenný: Ég á tveir dúkkur. Brúna dúkkan á að vera í nýja dúkkuvagn en hin dúkkan má ekki vera líka, bara einn á mann. Læknirinn saðði ða og hann var mjög reiður.
Amman: Nú ertu að plata ömmu þína.
Jenný: Kæra frú ég segi satt (VATT barn komið í samskiptatækni um aldamótin 1900 kúrs 201?)
Svo var búið að baða og bursta tennur og samningaumleitanir um lestur fyrir svefn hófust.
Amman: Við lesum tvær bækur Jenný mín.
Jenný: Prinsessubókina og Alfons Åberg (Einar Áskel). Sko þessa Alfons (bækur tvær um títtnefndan Alfons)
Amman las prinsessubókina með miklum umræðum um efni bókarinnar og svo var tekin Alfons eignast vin.
Amman: Góða nótt Jenný mín og Guð geymi þig.
Jenný: Rétt áðan (nýjasta trixið) sagði Einar að Alfons er tveir bókir og þær alveg eins, hann sagði það alveg rétt áðan og þá þú lesa báðar. Þær alveg eins.
Pottþétt röksemd fannst henni, ég var hinsvegar með þá tilfinningu að það væri verið að gera narr að mér en hvað, ég las leiðindakrakkann hann Alfons Åberg alltaf hræddur, og að því loknu, hummuðum við "fyrr var oft í koti kátt" og svo sveif Jenný Una inn í draumalandið og amman sat og horfði á þessa undramanneskju sem hættir aldrei að koma á óvart.
Og svona fór nú sagan sú.
Söguhetjan er núna á leikskólanum sínum að sýni verðlaunin sem "reiði læknirinn" veitti henni fyrir frábæra frammistöðu í meiðslamálinu mikla.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Krúttlegust hún Jenný Una og hún er heppin að eiga ömmu eins og þig sem að ber hana á höndum sér !
Sunna Dóra Möller, 16.1.2008 kl. 11:23
Yndisleg ung dama
Dísa Dóra, 16.1.2008 kl. 11:24
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:40
Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.1.2008 kl. 11:43
Ekki spurning Jenný þér munar nú ekki um einn dúkkuvagn í farteskið frá Londíní. Hvað gerir maður jú ekki fyrir ömmubörnin. Ég gæti ekki neitað svona dúllu eins og þú átt og nb mundu hún valdi þig sem ömmu sína
Ía Jóhannsdóttir, 16.1.2008 kl. 12:00
auðvitað tvo vagna, það er ekki hægt að bera litlu skinnin um allt. Yndisleg skotta.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 12:13
Prinsessuheimsóknir gera lífið þess virði að lifa því.
Yndisleg snúlla.
Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 12:21
Alveg hárrétt hjá Þresti Unnari (þótt hann hafi svikið mig um dagatalið góða)!
En ég ætla að vera leiðinleg og ósammála flestum. Barnið þarf alls ekki annan dúkkuvagn, nýbúin að fá einn í jólagjöf. Tvær dúkkur geta alveg verið saman í einum vagni - ég tala af langri reynslu.
Dekrum ömmu- og afabörnin okkar endilega, en ekki með því að beina þeim inn á taumlausar neyslubrautir. Hætt er við að það svipti þau gleðinni yfir því sem þau eignast og þau læri ekki að meta neitt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.1.2008 kl. 12:30
ohhh....er þetta fína prinsessurúm heima hjá Ömmunni fyrir prinsessuna?? Jenný Una er bara sætust og krúttlegust..get ekki beðið eftir að mín litla ömmustelpa fari að tala. Þetta er bara skemmtilegast..það að vera amma sko.
Ég bið svo innilega að heilsa London vinkonu minni Góða ferð, góða ferð, já góða ferð. BG og Ingibjörg
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 12:31
Lára Hanna, sko þetta er allt Gurrí að kenna.
Held að það verði engin hætta á taumlausum neyslubrautum á heimilinu atarna.
Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 12:52
Yndislegasta krúttið! Ég er á þeirri skoðun að þó að hún sé algjör dúlla, með munninn fyrir neðan nefið og krúttlegu rökin sín á hreinu, þá þarf hún alls ekki á öðrum dúkkuvagni að halda. En það mátti reyna. Dúllan.
Bjarndís Helena Mitchell, 16.1.2008 kl. 13:19
Æ hvar hún er sæt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.1.2008 kl. 13:27
Grenjaði yfir þessari færslu. Er reyndar afskaplega lítil í mér þessa dagana, en hefði áreiðanlega samt grenjað. Dýrðarinnar dúlla!
Hugarfluga, 16.1.2008 kl. 13:44
Takk fyrir öll sömul. Jenný ásamt Oliver mínum í London, Jökklinum mínum sem er að fermast og bróður sínum Hrafni Óla, er yndislegust í heimi.
Lára Hanna: Er þér algjörlega sammála með leikföngin og alla neysluuppbygginguna á bak við hana. Bráðum fer Jenný á Hjallastefnuskóla þar sem börnin nota hugmyndaflugið fyrst og fremst til að búa sér til leikföng.
Takk aftur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 13:51
FLuva: Kddu ég ætla að knúsa þig í kremju dúllan þín
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 13:52
Flott stelpa og sniðug,það mátti alveg reyna að athuga hvað amma segði yfir að fá nýja vagn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.1.2008 kl. 14:34
Ég hefði sett marga liti í einn vagn, en hún er barn og yndisleg að reyna á ömmu sína.
Eva Benjamínsdóttir, 16.1.2008 kl. 16:15
Mér finnst að hún þurfi a.m.k. þrjá dúkkuvagna. Ekkert minna
barnið er krútt og amman næstum því jafn mikið krútt. Yndisleg færsla Jensla mín
Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 17:46
Þetta er óleyfilega krúttleg færsla Þegar ég las um 19. aldar samskiptatæknina datt mér í hug þegar mín yngri var búin að drekka í sig allan orðaforðann hennar Heiðu og afa hennar í Heiðu þáttunum í sjónvarpinu. Þá fékk ég reglulega að heyra það hjá 3ja ára hnátunni að maturinn minn væri "býsna" góður. Það var frekar fyndið að heyra hana nota þennan orðaforða, þó að ég reyndi eftir megni að halda andlitinu
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:25
Það velta gullkornin uppúr henni Jenný Unu. Alltaf góð!
Ætla hérmeð að bæta úr kommentaleysi mínu yfir bláhátíðarnar og segja eftirfarandi:
Til hamingju með pínulitla, nýja barnabarnið og til hamingju með afmælið hennar Jennýjar Unaðslegu Eriksdóttur. Man ég las þessi blogg og var meinaður aðgangur að kommentum. Til hamingju með allt bara til öryggis!
Laufey Ólafsdóttir, 17.1.2008 kl. 01:50
Börn eru fjársjóður, til hamingju með þín Jenný
Eva Benjamínsdóttir, 18.1.2008 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.