Leita í fréttum mbl.is

Beint úr sandhrúgunni

Eftir að hafa fylgst með farsanum í kringum skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara (tek fram að ég þekki þann mann ekki nokkurn, skapaðan, lifandi, hræranlegan hlut), undanfarna daga, er mér allri lokið og ég hef endanlega áttað mig á að þetta sjónarspil sem leikið er fyrir okkur af stjórnvöldum, eru Pótemkíntjöld.  Framhliðin ein. Á bak við leiktjöldin stendur ekki steinn yfir steini.

Dýralæknirinn dissar álit nefndarinnar og neitar að rökstyðja það og svo sér maður hann hlaupandi upp og niður stiga, inn og út um hurðir á flótta undan fjórða valdinu sem krefur hann svara og þeir uppskera muldur yfir öxl áður en hann tekur á rás.  Í sjónvarpinu fékk ég engan botn í hvert hann var að fara.  Hafði bara á tilfinningunni að hann hefði vondan málstað að verja. Það eina sem ég taldi mig skilja voru þessi skilaboð: Það er sama hvað þið segið, sama hvað er rétt og hvað er rangt, þetta verður svona.  Basta.  Þannig horfði það við mér.

Svo kemur forsætisráðherra í ræðustól á Alþingi í dag og sagðist telja að af þeim þremur málum sem upp hafa komið um embættisveitingar ráðherra og hafi verið gagnrýndar, hafi ráðherrar verið innan marka sinna valdheimilda og undirbúið embættisveitingarnar eftir bestu samvisku!  Nú er það Geir, fyrst þú segir það, þá þarf engan rökstuðning!

Ingibjörg Sólrún,minnist eitthvað á að breyta þyrfti einhverju sóandsó í sóandsó, en summan af því er zero.

Ekkert.  Svona verður þetta og í þeirri vissu um að værukærir Íslendingar gleymi þessu, með sitt gullfiskaminni, stendur þetta, án tillits til hversu óréttlátt eða siðlaust það er.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagði að fólk ætti ekki að gjalda fyrir hverra manna það væri. Sammála henni þar en að sama skapi ætti enginn að hafa hag af því heldur.

Ég hef sagt það áður að ég upplifi mig sem sandkorn í einhverri fjandans eyðimörk, en þetta sandkorn hefur nákvæmlega enga virðingu fyrir ráðamönnum sem svona fara að ráði sínu.

Við í sandhrúgunni erum ekki alveg heillum horfin.


mbl.is Embættisveitingar innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vona að þeim verði nuddað upp úr þessu lengi

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég játa það hér og nú að Árni hefur verið mér ráðgáta frá fyrstu tíð, skil ekki hvernig nokkur lætur sig detta í huga að kjósa hann á þing. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.1.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur það er svo eyðileggjandi þessi tilfinning að upplifa sig svona gjörsamlega seldan undir svona menn.  Þeir virða ekki leikreglur lýðræðisins en þeir lofa og gera sig til fyrir kosningar.  Alltaf sami hringurinn.  Samfylkingin var einu sinni minn flokkur og mér er hlýtt til margra þar en þeir virðast breytast í meðvirka aðstandendur um leið og þeir eru komnir í stjórn með íhaldinu.  Össur skulum við ekki tala um.  Er þetta eitthvað andskotans heilkenni?  Ég hef þó enn trú á mínum VG, enda eins gott. ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 22:36

5 identicon

Þú minnist á sjónvarpið og þar sem ég held að þar eigir þú við Kastljósið þá verð ég að segja að ég er ekki ánægð með Kastljósið eftir að hafa horft á þetta viðtal við Árna. Hún Brynja var alveg ótrúlega bitlaus og nánast pakkaði manninum inn í bómull, sérstaklega ef tekið er mið af öllu því sem hún hafði úr að moða. Ég hef sagt það einhvers staðar á öðru bloggi að þetta minnti mig á drottningarviðtal við Davíð Odds hér í den. Af hverju var ekki neinn á móti honum í sjónvarpssal? Þetta innslag með viðtali við fyrrverandi dómstjóra sem enginn þekkti virkaði ótrúlega máttlaust þó að ég væri 100% sammála öllu sem hann sagði. Var þetta sett upp svona af ásettu ráði?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb ég var að meina Kastljósið Anna og ég er sammála þér.  Var samt ekki búin að analýsera það svona ígrundað eins og þú, fannst það bara bitlaust.  Það var sko úr nógu að moða en ég trúi ekki að þetta hafi verið gert að ásettu ráði. Frekar óundirbúið ef eitthvað er.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég er reyndar sammála (svo langt sem það nær) báðum stöðuveitingum Össurar, og er hann þó ekki í sérlegu uppáhaldi hjá mér, né Samfylkingin. Orkumálastjóraveitingin ætti a.m.k. að vera algerlega óumdeild. Sá maður var ráðinn sem er með langsamlega bestu menntunina og reynsluna, bæði á orkusviði og verkefnastjórnun, hvað sem líður MBA gráðu konunnar sem mest kvartar. Karlinn sem mest kvartar er brandari (minn karl er menntaður í þessum geira og hefur talsvert vit á málinu)

En Árni Mathiesen er algerlega út úr kortinu með sína. Verst að geta ekki með nokkru móti hætt að kjósa hann...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er að spá í þessi ráðherraviðtöl, það er því miður þannig að þeir mega svo lítið segja eða gera á opinberum vettvangi til þess að þeir detti ekki ofan í sömu gryfju og Siv forðum í tengslum við Kárahnjúka og lendi í lagavendinum með því að segja of mikið.

Edda Agnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:36

9 Smámynd: Halla Rut

Ekki ég sem sandkorn heldur.

Halla Rut , 15.1.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:52

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Það er nú notalegt hjá okkur í sandhrúgunni

Er búinn að fara allan tilfinningaskalann í gegn um tíðina út af liðinu þarna nirði á Austurvelli.

Er kominn á þá skoðun að hlæja að þessu, oftast kaldhæðnislega, stundum eins og maður sé að horfa á skrípó.

Ég sklökkti á TV þegar Árni Matt var spurður út í þetta. Kæfði gremjuna í fæðingu.

jæja best að koma sér notalega fyrir í sandhrúgunni

Einar Örn Einarsson, 16.1.2008 kl. 00:28

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég horfi bara á Langasandinn í myrkrinu ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.1.2008 kl. 00:35

13 Smámynd: Þarfagreinir

Þú ert með þetta á hreinu, Jenný.

Annars langar mig aðeins að 'misnota' það að blogg sitt sé vinsælt til að henda inn hér afriti af orðum mínum af eigin bloggi, sem ég tel mikilvægt að koma á framfæri:

--- 

Annars var ég að átta mig á því að rök Geirs, um að skipanir dómara hafi nú verið gagnrýndar áður, en að þeir hafi staðið sig vel þrátt fyrir það, eru ennþá lúalegri en ég gerði mér grein fyrir.

Hví? Jú, af því að með þessu er sú staðreynd, að svipaðar skipanir hafi verið gagnrýndar áður allt í einu orðin rök fyrir því að stunda þær! Þá megum við líklega eiga von á því að næst þegar einhver sem augljóslega er ekki hæfastur er settur inn í dómstól, verður vísað til þess að skipun Þorsteins hafi nú verið gagnrýnd harkalega á sínum tíma - en hann hafi nú staðið sig alveg ljómandi vel engu að síður!

Með þessu móti hættir vitleysan aldrei!

Einnig má benda á að málið snýst auðvitað hreint ekkert um hvort þessir menn sem eru ráðnir á ranglátum forsendum standi sig vel - heldur hvort kannski myndu nú einhverjir aðrir standa sig betur. Já, og svo líka að réttlætis sé gætt, en það er augljóslega orðið að aukaatriði líka.

Og hugsa sér svo - það er forsætisráðherrann sem leyfir sér svona svívirðilega léleg og hættuleg rök. Hvað er eiginlega að?

---

Svo má líka skoða bloggið mitt - ég er með fullt af pistlum um málið (smá plögg ). Er þar til dæmis nú þegar búinn (að ég held) að skjóta niður flestar þær 'röksemdir' Árna Matt sem hann endurtók í þessu drottningarviðtali - því drottningarviðtal var það svo sannarlega. Ef þessi kona hefði unnið heimavinnuna sína hefði hún getað valtað yfir hana.

Þarfagreinir, 16.1.2008 kl. 00:40

14 Smámynd: Þarfagreinir

Leiðrétting: ... valtað yfir hann, sumsé.

Þarfagreinir, 16.1.2008 kl. 00:53

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir umræðuna öll og fyrir innlegggið þitt Þarfagreinir.  Þessu máli er svo sannarlega ekki lokið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 08:54

16 identicon

Er þetta ekki bara típískt fyrir þessa apaketti ?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:00

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þér líður eins og sandkorni, en ég sagði að mér liði asnalega, það er líklega að því að ég hef verið sandkorn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2008 kl. 10:14

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála. Þetta var skelegg og flott færsla.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 10:17

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála þér Jenný! Flott færsla hjá þér

Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 10:25

20 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sjálfstæðisflokkurinn mætti passa sig ef þeir vilja ekki að það sama gerist yfir landið og gerðist í borginni. Ég trúi ekki að þjóðin sætti sig við svona óreglu. Ég hef orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með Samfylkinguna í þessu máli, og er mjög hneykslaður á Sjálfstæðisflokknum - sem er farinn að færa tilfinningarök fyrir svona málum. Hversu oft notaði Árni tilfinningarök í þessum Kastljósþætti, órök sem byrja á: "mér fannst" eða "mín tilfinning" eða "mín skoðun"?

Ég er bara hræddur um að fjölstjórn margra vinstriflokka væri ekkert betri, en samt skárri en rök og viðmót sem minna ónotanlega á stjórnhætti Þýskalands um 1930.

Hrannar Baldursson, 16.1.2008 kl. 10:41

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hrannar, ég er skelfilega hrædd um að þjóðin sætti sig við þetta eins og svo oft áður og kjósendur D verði síðan búnir að steingleyma þessu í næstu kosningum.

Er enginn nema ég orðinn dauðskelfdur um að fólk sem er ekki með rétt skírteini upp á vasann muni ekki fá réttláta meðferð ef svo fer fram sem horfir með dómaraveitingar?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.1.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband