Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Allir á kafi í brjóstum
Ég fór í Bláa lónið í fyrrasumar með minni sænsku vinkonu, sem tók ekki annað í mál, en að endurnýja kynni sín við þennan bláa kísilpoll sem stuttu seinna varð svo grænn. Í mínum huga er þetta fyrst og fremst húðflögusamansafn frá flestum löndum heims og úr hverjum krók og kima hundrað þúsunda líkama og þess vegna var þetta biggtæm fórn sem ég færði henni Ingu-Lill.
En varðandi brjóst og bann á berum brjóstum í lóninu þá datt mér nú í hug, þrátt fyrir að mér gæti ekki staðið meira á sama hvort konur valsi um lónið berar að ofan eður ei, var ég sko alls ekki að pæla í slíkum líffærum í lónarferðinni í sumar. Það sem vakti hins vegar mestu athygli mína var stór hópur Japana af báðum kynjum.
Þetta var hið glaðlegasta fólk. Þau virtust eftir gleðilátunum að dæma, telja sig hafa lent í paradís á jörðu og þau voru afskaplega krúttleg, öll útmökuð í alþjóðlegum húðfrumum, blönduðum kísli.
Ég lá og flaut þarna eins og hveitisekkur og fylgdist með þessu glaða og bjarta fólki og það fóru að renna á mig tvær grímur. Allar konurnar í hópnum, frá gelgjum og upp í nírætt (já þær voru arfagamlar sumar) voru í einhverskonar kafarabúningum mínus blöðkur og andlitsútbúnaðar (hvað þetta heitir allt saman). Búningarnir voru síðerma, þær djörfustu voru með hálfsíðar ermar, þær voru líka með einhverskonar pils áfast búningnum sem náði niður á hné. Gætu kallast sundkjólar. A.m.k. átti fatnaðurinn ekkert skylt við sundboli.
Eldri dömurnar voru í síðerma kafarabúningum og gott ef það var ekki rúllukragi á sumum (smá myndrænar ýkjur), þær voru sem sé fullklæddar þarna í lóninu. Nokkrar voru djarfar, sundbuxurnar náðu að kallast kvartarar. Þar sem þetta var svona fullklæðnaður á kvenþjóðinni, án undantekninga, get ég ekki skrifað þetta á tilviljun, þó ég fegin vildi.
Hinir japönsku menn, voru líka á öllum aldri, gerðum og stærðum en það var það eina sem skyldi þá að. Ekki kjaftur í boxertýpu-sundskýlu- ónei- spídó á línuna. Það hallærislegasta sem fundið hefur verið upp í karlmanns sundfatatísku. Þeir voru líka mjög glaðir og útmakaðir og... hálfnaktir.
Það stendur í viðtengdri frétt að 70% lónsgesta séu útlendingar (ekki skrýtið miðað við aðgangseyrinn), og það er spurning um hvort það sé ekki öruggara að hafa hjartalækni á staðnum fyrir svona kappklæðninga í lóninu ef við íslensku förum að dúlla okkur mikið þar á brjóllunum í sumar? Kannski eru svona brjóllaglennur of mikið fyrir fólk úr alls konar fjarlægum heimshlutum?
Þarf ég að taka fram að mér leið eins og glyðru í mínum svarta, venjulega sundbol þarna í kísilgúrinum? Samkvæmt ofansögðu ætti ég ekki að þurfa þess en geri það samt, því fyrir suma þarf hreinlega að klippa allt út í pappa.
Æmkommingsúnmæblúlagún!
Úhúje
Ber brjóst bönnuð í lóninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
HAHAHA þú drepur mig......svo er þetta alveg satt með spídó, menn virka eins og þeir séu vakúm pakkaðir í þessa dulu, lofttæmt og alles.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 12:42
hehehhe.. veistu hef oft hugsað en aldrei þorað að láta útúr mér þetta með húðflögurnar. Inngangseyrir auðvitað eingöngu fyrir hálaunafólk sb moldríka Japani með meingunarfóbíu.
Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2008 kl. 13:23
Jón Arnar: Ef ég sé spídó á gangi þá er ég ekki ábyrg gjörða minna, ég reyni að fyrirkoma helvítinu.
Ingibjörg: Ég gæti ælt. Hvernig ætli það sé að skoða lónið míkróskópískt. ÆLLLL
Hrafnhildur: Spídó og karlmannssokkabuxur á að banna með lögum.
Umhverfisnefndin
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 14:09
Það má ekkert í þessum heimi lengur, ekki einu sinni glenna bobbana glyðrulega í Lóninu. Heimur versnandi fer.
Meðan ég man.... Gleðilegt ár.
krossgata, 15.1.2008 kl. 14:34
almenningssundstaðir! Gubb gubb gubb. Þessar Japönsku konur eru auðvitað alveg ideal kúnnar. Þeirra húðflögur fara ekkert nema inn í sundkjólana og skolast úr í sturtunni. Ég vil að allir séu klæddir í svoleiðis framvegis. Ekkert spídó stripl.
Umhverfisnefndin.
Ps. Þeir sem vilja striplast geta verið uppi á bakka.
Laufey Ólafsdóttir, 15.1.2008 kl. 15:02
Mér finnst eitthvað alveg ógjó við sund....líka bláa lónið ! Spídó er líka alveg off og ekki að gera sig ! Þetta saman, plús berbrjóstabannið er því ekkert sérstaklega að trufla mig, þar sem að ég kaupi ekki spídó, fer sjaldan í sund og langar ekki að fara úr að ofan á almenningssundstöðum....þannig að ég er góð !
Sunna Dóra Möller, 15.1.2008 kl. 20:30
Góðir hálsar, ég segi nú ekki meira en þetta:
Fjölga myndi um heilan her,
held ég nú að sönnu
ef í Lóni birtust ber,
brjóstin á Jenný Önnu!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.