Leita í fréttum mbl.is

Hvað er í gangi hérna? - Argfærsla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar atvik sem varð á skólalóð Laugarnesskóla hinn 3. janúar, að því er talið er, er reynt var að nema á brott 8 ára stúlku af skólalóðinni. 

Í fréttinni stendur m.a. þetta: "Samkvæmt upplýsingum lögreglu munu þrír menn á grænum bíl hafa reynt að ná barninu upp í bílinn en atvik eru um margt óljós og hefur lögreglan mjög fáar vísbendingar að vinna eftir. Atvikið mun hafa orðið á skólatíma og mun hafa verið reynt að toga barnið upp í umræddan bíl. Það tókst þó ekki og gaf stúlkan lýsingu á bílnum."

jájá, barnið slapp fyrir horn og nú er sum sé verið að rannsaka málið.  En það sem ég kemst ekki yfir hérna er eftirfarandi: "Foreldrum var ekki gert viðvart um atvikið af hálfu skólans og er skýringin á því sú að það er Barnavernd Reykjavíkur sem ákveður framhald málsins sjálfs, samkvæmt upplýsingum Sigríðar Heiðu Bragadóttur, skólastjóra Laugarnesskóla."

Er verið að segja okkur að ef ráðist er að börnunum okkar við skólann á skólatíma og reynt er að nema þau á brott eða vinna þeim mein á annan hátt, þá séu foreldrar ekki látnir vita?  Verða foreldrar óviðkomandi aðilar svona allt í einu ef gert er á hlut barnanna þeirra?

Ég hef ekki á móti því að barnaverndarnefndaryfirvöld séu látin vita, að sjálfsögðu ekki, en síðan hvenær urðu þau yfirvöld forráðamenn barnanna okkar.?

Hversu kuldaleg og ómanneskjuleg aðferð er þetta eiginlega?  Bæði gagnvart foreldrum og barninu sem fyrir árásinni varð?

Trúið mér ég væri komin með lögfræðing ef ekki tvo, svei mér þá.

Hvað finnst ykkur um svona vinnubrögð?

ARG


mbl.is Reynt að nema barn á brott af skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég væri ekki sátt við minn gamla skóla...Númer 1-2-3 finnst mér að foreldrar hefðu átt að fá bréf um þetta atvik. Þetta er alvarlegt atvik.

Ragnheiður , 15.1.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ég held að skólar landsins verði að taka ansi vel til hjá sér núna eftir þessa frétt. AÐ SJÁLFSÖGÐU á að láta foreldra vita strax, því ef skólinn getur ekki verndað börnin okkar þá gera það nú flestir foreldrar að grípa til einhverra aðgerða. Ég spyr líka, hvar var starfsfólkið á skólalóðinni? Ef þarna hefði verið fólk að selja dóp, þá hefði foreldrum verið gert viðvart strax. Ég býst alveg við því að foreldrar barna í þessum skóla séu alveg trylltir af vonsku. Ætla ekki að skrifa meir því ég er svo reið. ARRRRRGGG.....

Svala Erlendsdóttir, 15.1.2008 kl. 10:33

3 identicon

Ég er foreldri í laugarnesskóla og ég var látinn vita í gær um atvikið.

Snorri (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Snorri: Í gær þ. 13. janúar og þetta mun hafa gerst þ. 3.? Hvað hangir eiginlega á spýtunni þarna?

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég yrði brjáluð ef að ráðist væri að barninu mínu á þennan hátt og ég ekki látin vita. Ég vil sem foreldri geta komið um leið á staðinn og verið til staðar fyrir barnið mitt sem á ekki að þurfa að upplifa svona lífsreynslu og jafnvel að taka það heim til að barnið jafni sig!

Ég skil ekki svona vinnubrögð. Foreldrar eru þeir fyrstu sem að eiga að vita ef að barn þeirra verður fyrir árás af þessu tagi, síðan má hringja í barnaverndaryfirvöld.

Sunna Dóra Möller, 15.1.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Signý

Ég held, og mig grunar að þetta mál sé nú aðeins flóknara en þetta. Einhvernvegin efa ég að þessir menn hafi ekki þekkt stúlkuna sem þarna um ræðir. Mér þykir líklegt (og núer ég bara að tala fyrir sjálfa mig og það sem ég held) að þarna sé um að ræða mál sem sé nú þegar inn á borði barnaverndarnefndar, s.s forræðisdeilumál jafnvel?

Ég hef aldrei vitað til þess að barnaverndarnefnd sé tilkynnt um svona mál, eða eitthvað sem svipar til þessa (fíkniefnasalar á skólalóð, perrar að lokka börn í bíla etc. etc. ) á undan foreldrum, hvorki viðkomandi barns né annarra barna sem þetta viðkemur.

Annars er ótrúlegt að barnaverndarnefnd hafi þá ekki þegar í stað látið foreldra allra annarra barna vita af þessu atviki, víst skólin fór þessa leið... en hitt útskýrir það. fyrir mér allavega. Gæti þó verið rugl...

Signý, 15.1.2008 kl. 11:11

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

3. janúar? En þá voru skólar ekki byrjaðir.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 11:16

8 Smámynd: Hugarfluga

Maður setur auðvitað stórt spurningamerki fyrir framan allt dæmið í heild. Var fólkið í bílnum tengt barninu? Var það vegna forræðisdeilu? Voru þetta ókunnir aðilar með annarlegar hvatir? En ég segi líka eins og Hildigunnur: voru skólar byrjaðir 3. janúar?

Hugarfluga, 15.1.2008 kl. 11:35

9 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og annað í þessu einkennilega máli. Var ekki fyrir stuttu líka verið að reyna að draga einhvern ungling inn í bíl?

María Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 11:41

10 identicon

Wow hvað þið eruð óendanlega heimsk.

"Foreldrar ekki látnir vita" þýðir að foreldrar hinna barnanna hafi ekki verið látnir vita. Það er gert til að forðast Lúkasisma eins og þann sem er að fara í gang í kommentum hér. Hvaða ástæða var til að kalla til alla sem eiga börn í viðkomandi skóla?

Mjög fyndið líka að sjá "ráðist gegn" í lýsingum á þessari meintu ránstilraun.

Hrannar (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:48

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég verð að segja að þetta atvik er skelfilegt áfall. Á allan hátt. Ég á ekki til eitt einasta orð yfir þessum vinnubrögðum, þ.e. að ekki sé hringt í foreldrana og barnið sótt. Ég verð að setja inn færslu um þetta. Þetta atvik hefur vonandi enga eftirmála fyrir barnið. En það þarf að grípa til aðgerða. Girða af skólalóðir og setja upp öryggisgæslu. Við megum ekki við því að bíða að fyrsta barnið hverfi.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.1.2008 kl. 11:50

12 identicon

Skólabörn voru ennþá í jólafríi 3. janúar, ég held að flestir grunnskólar hafi byrjað aftur mánudaginn 7. janúar. Ég er sammála því sem Hildigunnur og Hugarfluga segja; að málið snúist um forræðisdeilu, eða eitthvað svoleiðis. Ímyndin sem maður hefur af barnaperrum er sú, að þeir eru alltaf einir að laumupúkast einhversstaðar, og lokka börnin til sín með sælgæti eða dóti. Ég á stelpu sem er 8 ára og ég ætla ekki að lýsa hrollinum sem ég fékk fyrst þegar ég las þessa frétt. En svo fór ég að hugsa, fyrst að barnaverndarnefnd er eitthvað í málinu og aðrar kringumstæður við það, þá.....? Svo fyndist mér það vel athugandi að spá í að girða vel í kringum skólalóðir!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:52

13 Smámynd: Finnbjörn Þorvaldsson

Ég á barn í þessum skóla og fékk tölvupóst frá skólastjóranum um málið í gærkveldi. Laugarnesskóli hófst 4. janúar s.l. Mér stendur hreint ekki á sama um þetta verð ég að segja og ég varð satt að segja sleginn þegar ég las bréfið.

Finnbjörn Þorvaldsson, 15.1.2008 kl. 12:17

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég skildi fréttina þannig að allir hinir foreldrarnir hafi ekki verið látnir vita af umræddu atviki.

Jónína Dúadóttir, 15.1.2008 kl. 12:19

15 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Því miður verður að segjast eins og er að upplýsingaflæði á milli skóla og heimila virðist oft vera háð einhverju tilviljana kenndu munstri frekar en að það sé regla að hafa samband við foreldra ef eitthvað er og svo öfugt foreldrar eru ekki nógu duglegir að mynda góð tengsl við skólanna. Auðvitað er þetta grafalvarlegt mál hvort sem það er forræðisdeila eða eitthvað annað. Aumingja barnið.......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 12:22

16 identicon

Já Jónína, það er rétt...

...en obbinn af þessu liði er ólæs "Ú, agalegt, verð að blogga um þetta mín megin" segja hálfvitarnir án þess að vita um hvað er verið að blogga. Ótrúlega sorglegt lið.

Hrannar (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 12:26

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrannar:  Þú ert óendanlega greindur, málefnalegur, kurteis og inni í málum.  Takk fyrir að deila með okkur úr viskubrunni þínum.

Mig grunar auðvitað líka að þarna sé um mál að ræða sem gæti nú þegar verið í höndum barnaverndarnefndar, en það stendur ekki í fréttinni og því fór ég ekki að vera með getgátur í pistlinum.  Það er rétt hjá þér Jónína að þetta með að "foreldrar hafi ekki verið látnir vita" getur þýtt foreldrar almennt í skólanum eða foreldrar barns, sem liggur nú beinast við þegar fréttin er lesin.  Ef svo er þá er fréttin villandi og illa skrifuð.

Vonandi skýrist þetta mál.

Hrannar: Vertu frammi karlinn ef þú getur ekki sýnt eðlilega kurteisi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 14:06

18 identicon

Án þess að vilja gera lítið úr þessu máli því það er alveg hræðilegt þá er held ég alveg örugglega átt við að foreldrum annarra barna en þessarar stúlku hafi ekki verið gert viðvart um málið fyrr en í að viku liðinni.  En atvikið átti sér ekki stað á skólatíma þannig að spurningin er hvenær fengu skólayfirvöld vitneskju um málið??

Kolbrún (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:17

19 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

.ar sem ég kann því miður ekki að setja inn link á þessa siðu þar sem nánari upplýsingar koma fram og m.a e mail það sem sent var til forledra tek ég mér það bessaleyfi að copya og peista því hingað inn af bloggi Nönnu Katrínar.

Illa staðið að þessu, staðreyndavillur og feluleikur...

Þegar 3 menn koma inn á skólalóð á skólatíma til að reyna ná barni með valdi ættu allar viðvörunarbjöllur að fara í gang.  Foreldrar eiga rétt á að vita um að öryggi barna þeirra hafi verið ógnað.

Skilaboð sem foreldrar fá eru hins vegar mjög snúin.  Í gær um klukkan 18.00 fengu foreldar sent bréf vegna þessa atburðar. Í bréfinu sagði að atburðurinn hafi gerst í síðustu viku.  Hér læt ég bréfið fylgja og hef undirstrikað það sem mér finnst áhugavert;

"Kæru foreldrar
 Í síðustu viku reyndu menn að fá nemanda í skólanum upp í bílinn
 sinn. Fyrst með góðu og síðan með valdi, en það tókst ekki. Þetta
 gerðist fyrir utan skólann og á skólatíma.
Ég hef tilkynnt málið
 til lögreglu og til Barnaverndar Reykjavíkur. Bið því ykkur foreldra
 að ræða við börn ykkar um gildi þess að segja nei og láta ekki lokka
 sig sama hvað er í boði. Ekki bara í aðstæðum sem þessum heldur
 almennt. Einnig er mikilvægt að vekja ekki ótta. Kennarar ætla að
 gera hið sama.
 
 Sigríður Heiða Bragadóttir
 Laugarnesskóli
 sent úr Mentor.is "

Viðbrögð foreldra voru auðvita óró enda segir bréfið mjög óskýrt hvað var í gangi.  Einhverjir foreldrar héldu börnum sínum heima í morgun og margir mættu með börnum sínum í skólan til að fá svör.  Systir mín var ein þeirra foreldra sem mættu og fékk að vita að atvikið gerðist á föstud. í síðustu viku, á skólatíma.  Að 3 menn hafi staðið að þessum verknaði.  Þau ákváðu að láta foreldra vita þegar blaðamaður hringdi til að spyrja um atvikið.

í dag í fréttum kemur fram að þetta hafi verið 3. janúar, en þá var skólastarf ekki byrjað.  Þegar ég hringdi upp í skóla(en ég er með barn í þessu hverfi), fékk ég að vita að þetta var 4. janúar.  Það eru sem sagt 10 dagar síðan þetta gerðist og foreldrar fengu ekkert að vita.

Þetta er í 3 sinn sem slíkt gerist í þessum skóla á stuttum tíma.  Ef um frávik væri að ræða finnst mér sjálfsagt að vekja ekki upp hræðslu en þetta virðist vera færast í aukana og full ástæða til að skoða hvernig er hægt að koma í veg fyrir slíkt.  Það þýðir ekki að loka augunum og bíða þanngað til eitthvað hræðilegt gerist og ætla þá að skipa nefnd.

Auðvita á að kalla til foreldrafunds og koma þannig í veg fyrir mugæsings og bara finna leið til að tryggja öryggi barnanna og róa foreldra. 

Í sjónvarpsfrétt mbl.is kemur fram að þetta hafi ekki gerst á skólalóð en þetta var við skólan og á skólatíma.  Þar kemur líka fram að gæsla á lóðinni er í góðum höndum en aðeins 1 gæsluvörður gengur hring kring um skólan og um skólanlóð sem er opin og illa upplíst.   Þessi sama manneskju gæti barns með fötlun svo hennar athyggli beinist mikið að þeim einstakling.  Börn í skólanum segjast sjaldan eða aldrei sjá gæslumanneskjuna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 14:37

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Katrín, þetta er með ólíkindum að allur þessi tími skuli líða áður en forledrum allra barnana í skólanum er tilkynnt um málið.  Þar fyrir utan er fréttin sem ég linka á svo illa skrifuð að ég las úr henni að foreldrum viðkomandi barns hafi ekki verið tilkynnt um atvikið og lái mér það hver sem vill, ég tel mig ágætlega læsa.

Vítavert kæruleysi af skólayfirvöldum  þarna að láta ekki vita fyrr en svona löngu seinna og þá einungis vegna þess að blöðin eru komin í málið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 14:59

21 Smámynd: Halla Rut

Þetta gerðist ekki á skólalóðinni heldur á leið til eða frá skólanum.

Skólayfirvöld létu aðra foreldra sem eiga börn í þessum skóla ekki vita af þessu fyrr en 10 dögum eftir að atvikið átti sér stað og þá vegna þess að fréttamaður fór að grennslast fyrir um málið. Þetta er það sem mér finnst ekki síður alvarlegt við málið. ATH að þetta var í þriðja skiptið sem eitthvað líkt þessu gerist í kring um þennan tiltekna skóla.

Ég sendi Laugarnesskóla þennan E-mail í dag:

Mikið er ég hissa á því að þið skylduð ekki vara aðra foreldra við þegar þrír menn reyndu að nema á brott átta ára nemanda ykkar.
Ég velti fyrir mér ástæðu þess.

Höfðuð þið ekki áhyggjur að mennirnir mundu reyna þetta aftur?

Kveðja Halla Rut
Áhugamaður um velferð og sameiginlega ábyrgð okkar á börnum.

Halla Rut , 15.1.2008 kl. 15:50

22 Smámynd: Signý

Ef þessir menn, eða allavega einhver mannanna er tengdur barninu, þá sé ég ekki ástæðu skólans að vera auglýsa það útum allann bæ. Það vekur athygli manns að barnaverndarnefnd fær málið í hendurnar, það ætti að segja manni eitthvað. Ef þetta hafa hinsvegar verið menn ókunnugir barninu þá er þetta verulega alvarlegt mál.

Hinsvegar er fréttin á mbl mjög villandi og illa skrifuð, en það er ekki í fyrsta og varla í síðasta skipti sem það gerist. Hugsa að það væri þjóðráð að senda þessa blaðamenn þarna í íslensku uppí háskóla eða íslenskunámskeið fyrir útlendinga, væri líklega nær...  

Signý, 15.1.2008 kl. 16:18

23 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Þetta á nú ekki að geta gerst og það á að láta alla foreldra vita. Í mínum skóla eru 4 skólaliðar á vakt í frímínútum og 2 stuðningsfulltrúar. 1 á vakt á stórri skólalóð er of lítið veitir ekkert öryggi eða hjálp fyrir börnin. þau lenda í ýmsu á skólalóðinni þó þeim sé ekki rænt.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 15.1.2008 kl. 19:03

24 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Halla, Þetta gerðist ekki á leið til eða frá skóla heldur gerðist þetta við skólan á skólatíma nánar tiltekið í hádegis-hléi þann 4. janúar.  Fyrsta skóladag á árinu.  

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband