Mánudagur, 14. janúar 2008
Ég er komin aftur, ég kem nefnilega alltaf aftur..
..og mikið rosalega þykir mér leiðinlegt að sjá landsmenn mína vera að blogga illkvittnislega um að Björk hafi mögulega (því maður á svo sannarlega ekki að trúa öllu sem stendur í heimspressunni) veist að ágengum ljósmyndara, sem tók af henni myndir þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að láta það eiga sig.
Þessi flottasti listamaður þjóðarinnar, er hundelt, eins og fólk í þessum bransa og við eigum að standa með henni, enda hefur hún ekki verið þekkt fyrir prímadonnustæla, hvað þá sjálfsupphafningu, og ég stend með henni, og finnst ómaklegt að Íslendingar séu að blogga um breytingarskeið og annað því um líkt, vegna þess að hún bregst við eins og manneskja við óþolandi áreiti. Það eru ekki til þeir listamenn sem hafa aukið hróður Íslands í námunda við þessa stelpu, sem er séní af Guðs náð. Enginn segi ég og ég er bál vond. Og það segir mér bara eitt, mér er að batna.
Áfram Björk þú ert flottust.
Þá er það frá.
Og með þessari fyrstu færslu morgunsins þá býð ég upp á þetta myndband til að minna á að hér stöndum við með okkar konu. Þó það nú væri.
http://www.youtube.com/watch?v=s9SdugjLl0M
Björk réðist á ljósmyndara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æ, ég er alveg sammála, bannsettir paparazzar mega bara eiga það sem úti frýs! Vorkenni gaurnum ekki neitt, hann var beðinn um að taka ekki myndir, þó fólk sé frægt er ekki þar með sagt að það eigi engan rétt á einkalífi.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 12:14
Þessir paparassar eru örugglega óþolandi, held hún hafi átt inni einn sving, hingað til hefur hún nú ekki gert öðrum mein.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 12:20
Ásdís, það réttlætir ekkert árás aðra manneskju, ekki einu sinni það að vera pirrandi papparassi. Og hún hefur nú gert þetta áður og þá í mynd blessunin. Það er bara þannig að þegar fólk er orðið frægt er það því miður hundelt af allskonar fólki, ljósmyndurum, aðdáaendum, blaðamönnum og öðrum sem stuðla þrátt fyrir leiðindin sem af þessu hljótast að því að viðhalda frægðinni. Sem er bara því miður það sem fólk í Bjarkar stöðu þarf - til að selja framleiðsluvöru sína og sjálft sig. Tough but true.
Markús frá Djúpalæk, 14.1.2008 kl. 12:31
Markús: Það var veist að barninu hennar í fyrra skiptið og hann var skelfingu lostinn í öllum látunum. Ég hefði gert það sama. Ójá.
Annars þarf ekki að ræða þetta frekar, fólk á rétt á að óskir þess séu virtar og stundum er maður einfaldlega illa upplagður. Í öllu því sem Björk hefur staðið í má segja að í samskiptum sínum við pressuna sé hún flekklaus, að þessum tveimur atriðum undanskyldum.
Og hananú.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 12:38
rétt hjá Markúsi.
án þess að ég hafi enga statistík, held ég að Sigur Rós sé í það minnsta ekki langt að baki Björk, þegar kemur að hróðrinum.
Brjánn Guðjónsson, 14.1.2008 kl. 12:41
Það er ekkert langt síðan að það rann upp fyrir mér ljós: að vilja starfa við músik, leiklist og annað high profil dæmi og langa til að njóta velgengni, er ekki alltaf það sama og að óska eftir frægð og öllu sem henni fylgir. Það næstum kviknaði á peru fyrir ofan hausinn á mér.
Ég er ekki að segja að það sé í lagi að ráðast á fjölmiðlafólk, langt í frá. En ég get vel sett mig í þessi spor. Thats all.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 13:15
Ef fólk ætlar að vera frægt þá þarf það að læra það að þar er undir smásjá. Að lemja ljósmyndara gerir þá ekki fráhverfa því að halda áfram að taka myndir heldur öfugt. Svona hegðun getur komið henni í vandræði. það held ég nú bara sveimérþá !!
Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:34
Pressan hefur verið henni óvinveitt undanfarið; það eru varla tvær vikur síðan þeir sneru út úr orðum hennar um drykkjusiði Íslendinga. Ég styð hana 100%.
Elías Halldór Ágústsson, 14.1.2008 kl. 13:44
Ég er ekki að koma af stað neinum samanburði um hver hafi aukið hróður Íslands meira eða minna, en Björk er klárlega brautryðjandi hvað það varðar. En það er ekki til umræðu hér.
Mér finnst að það sé skiljanlegt að undir mikilli pressu brotni fólk hreinlega undan ángangi pressunnar og mér dettur ekki annað í hug en að svo hafi verið í þessu tilfelli. Ég veit ekki til að Björk hafi verið þekkt fyrir hofmóðugheit við pressuna, þvert á móti hefur hún yfirleitt sýnt ítrustu kurteisi. Það kæmi mér ekki á óvart að hún bæðist afsökunar á þessu, nema að forsagan, sem NB við ekki þekkjum hafi verið með þeim hætti að afsökunarbeiðni eigi ekki rétt á sér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 14:09
Samúð mín er öll með Björk. Svona atvik vekja (jákvæða) athygli á ljósmyndurunum, sem hamra járnið á meðan það er heitt með tilheyrandi kærum eða hótunum um þær. Þannig að ekki er víst að þeim þyki þetta eins leitt og þeir láta.
Ekki að mér finnist í lagi að veitast að fólki en stundum finnst mér svona tilfelli flokkast undir sjálfsvörn. Einkum þegar um fólk eins og Björk er að ræða sem reynir ekki að koma sér í blöðin við öll möguleg og ómöguleg tækifæri í stíl París Hilton.
Ljósmyndarinn, sem Björk hitti á sínum tíma í Bangkok er enn frægur í heimalandi sínu sem ljósmyndarinn sem Björk veittist að!
Kolgrima, 14.1.2008 kl. 14:14
Mér finnst þetta bara gott hjá henni.
Linda litla, 14.1.2008 kl. 14:15
Guðmundur Gunnarsson faðir Bjarkar segir að þennan atburð megi skýra með því hversu ágengir og tillitslausir blaðaljósmyndanrar geti verið. „Þetta er stundum bara eins og líkamsárás og sumir þessara manna kunna bara enga mannasiði," segir Guðmundur. Hann segir að ljósmyndarar séu sífellt að fara fram á það að hún stilli sér upp fyrir myndatöku, fari jafnvel úr einhverjum yfirhöfnum og að dóttir hennar stilli sér upp með henni.
„Björk er bara þannig gerð að hún hefur aldrei viljað vera með lífvörð með sér eins og þessar stærri stjörnur eru með. Það er því enginn til að ryðja veginn fyrir hana," segir Guðmundur.
Markús frá Djúpalæk, 14.1.2008 kl. 15:26
Kolgríma: Það var reyndar tælensk fréttakona með míkrafón í það skiptið, en það er svosem ekki stór munur á því þar sem sú var með cameru crew með sér.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 15:34
Já, Gunnar, þetta var það sem mig minnti, að hún hebbði verið kona! En ljósmyndir af þessu atviki má enn sjá öðru hverju í taílensku pressunni og þetta gerði hana fræga!
Kolgrima, 14.1.2008 kl. 17:09
Pabbi var með Glig Gló í spilaranum þegar hann dó 86 ára.
Áfram Björk!
Hún ætti að fá sér lífverði svo hún þurfi ekki að standa í því að kíla ljósmyndara.
Eva Benjamínsdóttir, 14.1.2008 kl. 22:40
Gott að heyra að þér sé að batna Jenný, það er skiljanlegt að Björk sýni af og til hegðun sem ekki er til fyrirmyndar, hver gerir það ekki ?
Björk er langbesta söngkona landsins og enginn annar Íslendingur hefur staðið í hennar sporum hvað varðar frægð þannig að fólk ætti bara að slaka á í stórudómunum.
Áfram stelpur
Fríða Eyland, 14.1.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.