Leita í fréttum mbl.is

Frábær færsla...

..hjá honum Óla Birni Kárasyni, þar sem hann veltir fyrir sér hverjir fá frumsýningarmiða hjá stóru leikhúsunum og fleira.  Hvet alla til að lesa þennan pistil hér.

Óli Björn varpar líka fram eftirfarandi spurningum.

  1. Hverjum er boðið á frumsýningar?
  2. Hversu margir frumsýningargesta greiða sinn miða sjálfir?
  3. Hvert er hlutfall greiðandi frumsýningargesta og boðsgesta?
  4. Hvað kostar aðgöngumiði á frumsýningu?
  5. Eru boðsgestir á aðrar sýningar en frumsýningar?
  6. Hversu margir boðsgestir voru í leikhúsinu á árinu 2007?
  7. Hver (hverjir) og hvernig er tekin ákvörðun um hverjum skuli boðið sér að kostnaðarlausu í leikhús?
  8. Er sama fólkinu boðið á allar frumsýningar eða breytist boðslistinn eftir því hvaða verk er á fjölunum?
  9. Hvaða rök liggja að baki því að nauðsynlegt er talið að ákveðnum hópi sé boðið í leikhús án greiðslu?
  10. Getur það haft neikvæð áhrif á leikhúsið að afnema boðslista?

Þetta eru spurningar sem flest allir vilja fá svör við.  Það væri líka kærkomin nýbreytni að stofnarir í eigu almennings væru með svona hluti uppi á borðinu, okkur kemur þetta við.

Og svara svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, þetta eru góðar spurningar hjá honum. Það eru alltof litlar upplýsingar sem liggja yfirleitt á borðinu um rekstur opinberra stofnanna. Þó ég hafi starfað í leikhúsi í alla þessa áratugi og sótt margar frumsýningar þá gæti ég ekki svarað þessu. Hér áður var stærsti hluti frumsýningarmiða seldur ákveðnum aðilum þá auðvitað efnamönnum því þessir miðar eru dýrir. Þessu fólki leyfi ég mér að fullyrða hefur fækkað mikið síðasta áratug. Það eru heldur ekki sömu aðilar sem eru á frumsýningum hinna ýmsu leikhúsa. En forsetanum og menntamálaráðherra og borgarstjóra er held ég alltaf boðið. Einhverjir boðsmiðanna rata til þeirra aðila sem hafa yfirumsjón með leikhúsunum hjá borg og ríki eða veita styrki, -til leikhússtjórna viðkomandi húsa og formanna einstakra stéttarfélaga innan leikhússins, svoog fyrrverandi leikhússtjóra og - til fólks sem ef til vill hefur á einhvern hátt lagt sýningunni lið eða unnið að sýningunni en stendur ekki á sviðinu svosem leikstjóra, leikmyndateiknara, osfrv.. Svo er menningarritsjórnum allra fjölmiðla, sjónvarps, útvarps, dagblaða einnig boðið. Ég veit náttúrlega ekki hvernig Jón Viðar skilgreinir orðið "snobblið" en að slíkt fólk sé í meirihluta á frumsýningum held ég að sé rangt. Stór hluti er fólk sem leikhúsin telja mikilvægt að sjái sýninguna og er sennilega óteljandi ástæður þar að baki.

María Kristjánsdóttir, 12.1.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar María.  Ég er öllu nær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.