Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Nú gleðjast hin forhertu alkahjörtu!
Ég er viss um að margir alkar sem eru ekki búnir að horfast í augu við að þeir séu það, hoppa hæð sína af gleði vegna þessarar fréttar. Enn eitt vopnið í baráttunni til að fá að drekka í friði, fyrir röflandi mökum, börnum, atvinnurekendum og vinum.
Ég þekki ekki enn einasta virkan alka, sem finnst hann ekki drekka í hófi.
Ég sjálf drakk eitt og eitt rauðvínsglas eða bjór "af og til". Af og til var því eitt teygjanlegasta hugtak sögunnar í mínu tilfelli. Þýddi í raun, nánast alltaf meðan ég var vakandi.
Nú er hægt að skella því framan í fésið á slettirekunum að maður sé beinlínis að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma með því að drekka bús. Staðreyndin er auðvitað sú að á meðan maður drekkur gegn hjartasjúkdómum, þá er maður að eyðileggja bris og nýru og fleiri líffæri, en hva, alkar eru ekki að velta sér upp úr smáatriðum.
Hvað um það, þá hefði ég örugglega klippt út þessa grein og lagt hana í í safnið yfir ástæður þess að það sé gott og jafnvel bráðnauðsynlegt að drekka. Allir vita að þegar maður hefur vondan málstað að verja, þarf að hafa einhverjar kannanir og slíkt máli sínu til stuðnings, þrátt fyrir að ekki einn einasti kjaftur bíti á agnið, af því að fólkið sem situr uppi með okkur alkaskæruliðana er löngu búið að sjá í gegnum lygarnar og leikaraskapinn. En...okkur sjálfum líður betur. Þetta snýst nefnilega allt um rassinn á okkur sjálfum. Það erum við sem bendum á Gumma í næsta húsi sem drekkur MIKLU meira en við, Siggu á loftinu, sem stendur ekki lappirnar þegar hún fær sér í glas og Hilli frænda sem hverfur í viku á hverju fylleríi, og svo er verið að ráðast á OKKUR!!! Englana, sem fáum okkur örlítið í glas af og til.
Nú er ég edrú, gæti ekki verið meira sama hvort áfengi í hófi lengir eða styttir líf mitt, einfaldlega vegna þess að ef ég hefði ekki dömpað áfenginu þá lægi ég í moldarhrúgu í kirkjugarðinum í Gufunesi.
Ójá, ég fer edrú að lúlla!
Nema hvað?
Úje
Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æ, það er búið að segja þetta svo oft. Í hófi er svona orð sem fólk teygir og teygir í eigin þágu eins og þú segir. Best er að sleppa þessu alveg, allavegana drekka mjög sjaldan. Ég fer líka edrú að lúlla
Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 20:10
hvað ertu að bulla?
af hverju ætti áfengi í hófi ekki að vera heilsusamlegt, bara vegna þess að við alkóhólistarnir ofnotum það?
jafnvel kaffi getur haft góð áhrif á blóðflæði.
íþessari frétt er ekki talað um óhóflega neyslu.
bara vegna þess að ýktir neytendur kunna sér ekkert hóf (ég eða þú)
búa til aragrúa af félagslegum vandamálum, ættum við að varast ÞorgrímsÞráins-fanatíkina:
þó við höndlum ekki , eða kunnum ekki með það að fara (oft vegna annarra undirliggjandi kvilla vil ég meina .. ), sé ég ekki að það eigi við alla þá sem drekka.
alkóhólistar eru gjarnan frá 8 - 15 % af þeim sem drekka, a. m. k. í Evrópu. hlutfallið á Grænlandi er þó sýnu hærra, en það gæti haft bíólógískar orsakir eða menningarlegar (svipað og hjá N-Ameríku-indjánunum: hin stuttu kynni af áfengi ..)
á ég að segja við systur mína, sem drekkur kannski 2 bjóra á laugardagskvöldi - sér til hressingar - að hún sé alkóhólisti, bara af því að það er eitthvað sem ég hef þurft að glíma við?
nei. það heitir fanatík. eða þráhyggja - þurrir fíklar bara verða að vara sig á því að ætla ekki öllum að vera eins og þeir ..
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:32
Veistu það Halldór Carlsson, að ég er að fíflast og það geri ég inni á mínu bloggi þegar mér dettur það í hug. Kapíss. Það er hins vegar staðreynd að alkar nýta sér allar svona fréttir, þú hlýtur að kannast við það. Ég hef ekkert á mót þvíað fólk sem getur drukkið, geri það og njóti þess.
Annars nenni ég ekki út í umræður við þig, það segi ég satt og óska þér góðs gengis í þinni baráttu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2008 kl. 21:18
Ég var hófdrykkjumanneskja og pillaði mig hóflega að MÍNU MATI.Drakk bara á kvöldin og datt í það um helgar.24-7 var lapið um helgar.Á virkum var svo pillast til að komast í gang,róa sig,kæta sig og svo frv.Allt í hófi auðvitað.Ég var hinsvegar EIN um þessa hóf-mennsku skoðun.Er hætt öllu í dag eða þannig.Reyki ekki ,drekk ekki,pillast ekki.blóta ekki,geri ekki.........................er ekki lífið orðið einfalt í dag?Sumir alkar hafa farið í margar meðferðir og á þeirri leið urðu þeir að "hófdrykkjumönnum/konum".Ekki skall það á mér.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:12
Súkkulaði er víst líka hollt! hmmm...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2008 kl. 23:15
Já, sem betur fer er ég hætt þessu.
Bjarndís Helena Mitchell, 10.1.2008 kl. 23:30
Ég er sammála ykkur Ásdídi, ég fer edrú að lúlla í kvöld. Eigðu góða nótt og sæta drauma.
Linda litla, 11.1.2008 kl. 00:15
Iss... ég tek lýsi fyrir heilsuna en drekk áfengi þegar ég mála bæi rauða!
Heiða B. Heiðars, 11.1.2008 kl. 00:17
Nei, sé ég ekki þarna að minn gamli kunningi, Halldór Carlsson, er farinn að blogga. Ég þarf að tékka á blogginu hans.
Annars er það bara kostur að hin og þessi líffæri haldi sér til hlés. Eftir að ég fékk skorpulifur hef ég sparað hellings pening. Núna fer alkohólið beint út í blóðið án þess að lifrin eyðileggi það með afskiptasemi og brjóti það niður.
Jens Guð, 11.1.2008 kl. 00:22
Maður þarf að kíkja á þetta. Hef verið eitthvað svo sloj undanfarið.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2008 kl. 00:29
"Ég er ekki nærri eins blautur og margir halda! ég er ekk einn af þeim sem er með mas.. en ég viðurkenni vel að ég fæ mér þó í glas ég viðurkenni það að það kostar stundum þars... ég er ekki alki fyrir fimmaura!!!..."
veit ekki afhverju.. en þetta lag skaust í kollinn á mér þegar ég las þennan pistil þinn
Signý, 11.1.2008 kl. 02:36
Mikið er gaman að lesa þetta. Er ekki alveg að ná hvassviðrinu hjá Halldóri þarna.
Ég get bara sagt það að ég hefði sennilega stækkað þetta upp og sett framan á Ísskápinn og einnig dreift þessu á vinnustað, og líka til vina og vandamanna, þegar ég bjó í táradalnum í áfengisþokunni. Farið að finna fyrir hjartaöng og tak í brjósti (kannski óafvitandi fengið verkinn vitlausu megin), mæðinn og eitthvað sunnan við mig. Fengið mér rauðvínsglas(GLÖS) rauðvínsglas í eintölu er ekki tamt mínu sinni. Hefði sennilega hresst upp á þetta bévítans gutl með slettu af sterku að ímynduðu læknisráði, og veifað læknisráðinu framan í hvern þann sem hefði VOGAÐ sér að setja ofan í mig og mínar lífsnauðsynlegu inntöku á læknislyfinu góða. Enda á að nota almennilega skammta gegn alvarlegum veikindum, ekki satt?
Segi oft við fólk að brennivínið sé afurð andskotans, en trúi því mátulega sjálfur. Ekki taka það illa upp Halldór
Gott blogg þetta Jenný. Takk
Einar Örn Einarsson, 11.1.2008 kl. 04:41
Þorði ekki að kommenta í gærkvöldi þar sem ég var með bauk í hönd, bara einn. Þannig að ég kommenta bara núna, en veit ekki um hvað.
Engin Töll ennþá?
Þröstur Unnar, 11.1.2008 kl. 08:35
Tröll
Þröstur Unnar, 11.1.2008 kl. 08:36
Vildi bara bjóða góðan dag !
Annars finnast mér kannanir gremjulegar og tek lítið mark á svona !
Sunna Dóra Möller, 11.1.2008 kl. 08:42
Hóf er best á öllu... auðvitað Svo er bara spurningin um, á hverju við tökum meira mark, því sem okkur finnst sjálfum eða einhverjum skoðanakönnunum. Og svo finnst mér að þurrir alkar verði að passa sig á því, að taka sjálfa sig ekki alltof alvarlega og þar má svo sannarlega taka hana Jenný Önnu Baldursdóttur sér til fyrirmyndar
Jónína Dúadóttir, 11.1.2008 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.