Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Ég hata farsa..
..og mér er sama þó ég fái stóran hluta íslensku þjóðarinnar upp á móti mér.
Einu sinni gerði ég þau leiðu mistök 197ogeitthvað að kaupa mig mig inn á Flónna þegar búið var að sýna hana hundraðoggrilljón sinnum í Iðnó. Ég hugsaði með mér, það hlýtur að vera eitthvað áhorfs- og upplifunarvert, í gangi þarna, fyrst íslenska þjóðin er búin að sjá þetta verk sinnum tveir á kjaft.
Það er skemmst frá því að segja að ég varð mjög þreytt.
Farsi gengur út á að fólk hlaupi inn og út um hurðir, þ.e. um leið og ein hurð lokast, þá opnast önnur og einhver sem er að leita að þeim sem fór inn um fyrri hurðina, kemur inn og hleypur síðan út um þá þriðju, þá kemur þessi úr hurð nr. eitt og stekkur í kasti út um hurð nr. fjögur. Þetta er eiginlega farsinn í hnotskurn. Plús misskilningur á misskilning ofan. Mjög skemmtilegt, ég hlæ: Hahahahaha. Búin að hlægja.
En... ég hló í alvörunni þarna á Flónni. Það var vegna þess að það sat hjá mér kona sem hafði svo smitandi og skemmtilegan hlátur, að ég hefði þurft að vera dauð og stjarfi komin í mig, til að hlægja ekki með þessari konu. Hún var dásamleg. Hún skemmti sér konunglega og bjargaði lífi mínu.
Ekkert hefur breyst. Flóin er að meika það bigg á Agureyris. Farsar gleðja landann.
Hvað er þá að mér?
Farin til sála.
En ökutíma ætla ég að sjá, jafnvel þó ég þurfi að "keyra" norður.
Úje.
Nær uppselt á 15 sýningar á Fló á skinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég sá Flónna í apríl 1978 og hló svo mikið að ég varð manninum mínum til skammar, eða þannig, hann var mest hræddur um að ég mundi fara af stað í fæðingu, var komin 8. mán. á leið. Ég komst í svo mikin hálfvita gír að ég veinaði og æpti og svo lá við að ég gréti í restina, guð hvað mér leið vel á eftir. Ég hlæ ekki eins mikið af vitleysis gangi nú orðið.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 19:33
Við systkinin fórum með mömmu í den, þegar sunnanmenn settu þetta upp hér á Akureyri og ég man ekkert, nema að það var rosalega gaman. Og ég ætla að fara aftur núna, ég vissi ekki að það væri að verða uppselt...
Þú mátt sko alveg hata farsa, ég allavega, er samt ekkert upp á móti þér
Jónína Dúadóttir, 9.1.2008 kl. 19:33
B.t.w. nornin er góð.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 19:35
Mig klæjar.
Þröstur Unnar, 9.1.2008 kl. 19:47
Fyndin færsla!
Í fyrsta lagi þá er ekki (eins og má skilja á færslunni) farið að sýna Flóna á Akureyrui, það verður víst ekki fyrr en í febrúar!
Í öðru lagi þá er ekki hægt að sjá Ökutíma núna (eins og má skilja á færslu þinni), þeim lauk í lok desember!
En óða besta við vissum öll að þú værir ekki með á nótunum í tíma og rúmi!
Bestu kveðjur ljúfan og megi fló vera fjarri þegar þú rifjar upp ökutíma ....
Viðar Eggertsson, 9.1.2008 kl. 20:19
Dem, það er að minnsta kosti uppselt á 15 sýningar á flónni. Viðar minn, þannig að það brjálæði er að skella á.
Dem, dem, dem, Ökutími mun þá væntanlega verð sýnd hér í Borg Óttans eða hvað?
Ég er víst með í tíma og rúmi, bara ekki endilega ykkar tíma og rúmi.
Lalalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 20:30
kvitt,kærar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:32
Já hann Viðar getur vart vatni haldið af hrifningu yfir mér og ég legg honum vopnin í hendur. Jájá, með því að klikka á hvenær á að byrja að sýna eitt og hvenær var hætt að sýna annað. Er það nema von að maðurinn ávarpi mig Óða besta
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 20:55
"Farsi gengur út á að fólk hlaupi inn og út um hurðir, þ.e. um leið og ein hurð lokast, þá opnast önnur og einhver sem er að leita að þeim sem fór inn um fyrri hurðina, kemur inn og hleypur síðan út um þá þriðju, þá kemur þessi úr hurð nr. eitt og stekkur í kasti út um hurð nr. fjögur. Þetta er eiginlega farsinn í hnotskurn. Plús misskilningur á misskilning ofan. Mjög skemmtilegt, ég hlæ: Hahahahaha. Búin að hlægja."
Ég er í kasti.....þetta er algjör snilldarlýsing...bjargaðir kvöldinu mínu! Þeinkjúteinkju !
Sunna Dóra Möller, 9.1.2008 kl. 21:01
Fara á farsa með Krummu systir og þú kafnar úr hlátri.Ég fór með henni á Hellisbúann og hann var fyndinn en hláturinn hennar Krummu er sá mest smitandi hlátur sem til er.Ég get hlegið við ALLAR aðstæður með henni.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:18
Ég elskaði Hellisbúann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 21:23
Farsar eru fúlir!!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 21:29
Þú ert alveg yndisleg Jenný mín,
Kristín Katla Árnadóttir, 9.1.2008 kl. 21:57
Smá leiðrétting Viðar... fór í sýninguna ökutímar á síðasta sunnudagskvöld..6 jan og eftir því sem ég best veit er búið að bæta við aukasýningum.
Jenný skutla sér út í bíl og bruna norður þú færð gistingu hjá mér..það er möst að sjá þetta verk.
Þoli ekki ýkta farsa eins og þú lýsir, hvorki í sjónvarpi eða í leikhúsi en hellisbúinn var gott stykki enda ekki farsi, allt annar húmor í gangi þar.
Birna ertu ekki bara að hlæja að mér... ég hlæ eins og asma sjúklingur í andnauð og hristist svo öll í ofanálag.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:01
Viðar skammar mig við hvert tækifæri sem gefst Krumma mín, ég myndi í alvöru verða áhyggjufull ef hann sleppti því. Ég verð að sjá Ökutíma, bara verð.
Ég hlæ eins og mótorbátur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 22:38
Ég hlæ álíka mikið að svona försum og að trúðum.
Bara alls ekki neitt
Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.1.2008 kl. 09:12
Hurðaskellir og eltingaleikir, góð núna Er ein af þessum 3000 leikhúsgestum sem ætla að sjá Flónna í febrúar. Læt þig vita hvernig uppfærslan verður svo þú farir ekki fýluferð norður.
Ía Jóhannsdóttir, 10.1.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.