Leita í fréttum mbl.is

Ég er femínisti..

 

..bara svo það sé á hreinu.

Það stendur í höfundarboxinu mínu og það er löng saga á bak við það hvernig ég varð kvennapólitísk.

Ég var tuttuguogeitthvað, á kvennafrídaginn og yfirmaðurinn minn (ég var ritari hjá toppi hjá opinberri stofnun), spurði mig daginn áður hvort ég ætlaði að taka frí og fara í bæinn eða hvort ég vildi ekki bara lauma mér í vinnuna svo lítið bæri á, ég væri ábyggilega ekki ein af þessum kynköldu konum sem þyrfti að standa eins og hálfviti niðri á torgi,

Ég var fyrst af stað í gönguna daginn eftir.

Og alltaf bættist í, það var sama við hvað ég vann, strákarnir áttu greiðari aðgang að hjarta þeirra sem réðu laununum en ég, en þeir blikkuðu mig oftar og klipu í rassinn á mér líka, forréttindi sem ég hefð viljað vera án.

Svo liðu árin, Kvennaathvarfið var stofnað, þar unnum við margar konurnar í sjálfboðavinnu og svo í launaðri vinnu og hvorutveggja og þá lukust augu okkar upp fyrir miðaldahugsunarhætti og hegðun  "venjulegra" karlmanna.  Bæði í fjölskyldum og í valdastöðum sem konur þurftu að sækja til, í þeim tilgangi að leita réttar síns.

Kvennalistinn var stofnaður og ég held að við getum með góðri samvisku þakkað honum breyttar áherslur í pólitík.  Ásamt svo mörgu öðru, auðvitað.

Til að gera langa sögu stutta, þá komst ég að raun um það, fyrir lífstíð að það er ekkert sem heitir að bíða fallega eftir molum sem falla af veisluborði þeirra sem valdið hafa.  Maður þarf að tala hátt og skýrt og fara fram á aðgerðir.

Svo koma nýjar konur, flottar, með nýjar hugmyndir þó þær séu að berjast fyrir sömu réttindum kvenna til handa, með aðeins öðruvísi áherslum.  Samkvæmt viðmóti margra gagnvart þeim, mætti halda að þær væru nornir í dulargerfi.

Sumt hefur lagast, annað staðið í stað.

Skilgreining á femínisma er:

Femínismi er sú róttæka hugmynd að konur séu fólk. Eða

Feministi er sá sem telur að jafnrétti kynjanna hafi ekki enn verið náð.

Þrátt fyrir mörg ár í kvennabaráttu, bæði sem áhorfandi og þátttakandi er ég enn ekki búin að ná því hvers lags óþverrahátt menn og sumar konur sýna af sér í umræðunni um jöfn réttindi kynjanna.

Ekkert af þeim réttindum sem við höfum í dag, hafa komið á silfurfati með kveðjunni "gjörið þið svo vel stelpur mínar, þetta er löngu tímabært".

Amerísku Súfragetturnar stóðu heldur betur í ströngu þegar þær börðust fyrir kosningarétti kvenna.  Ég bendi fólki á að horfa á myndina "Iron jaw angels" til að skynja hversu hatrammri mótstöðu þær mættu við þessum sjálfsögðu mannréttindum.

Ég hvet fólk til að lesa og kynna sér íslenska kvennabaráttu og þær fórnir sem hún hefur kostað þær konur sem þar hafa barist.

Þetta liggur mér á hjarta í dag, af gefnu tilefni.

Áfram stelpur.

Ert þú feministi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ójá það er ég. Mér leiðist óskaplega hvernig margir og ekki síst konur nota orðið feministi sem skammaryrði.

Það er nefnilega þannig að "ekkert af þeim réttindum sem við höfum í dag hafa komið á silfurfati....." og þegar kona stendur upp og heimtar sitt - þ.e. sanngjarnan hlut af þjóðarkökunni - eða bara sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu þá er hún: gribba-kynköld-feministi (í neikvæðri merkingu þess orðs) og svo margt, margt fleira. Á meðan karl sem fer og biður um launahækkun: veit hvað hann vill og hvernig hann á að fara að því að sækja það-maður á uppleið og svo margt, margt fleira.

Undarlegt á tuttugustuogfyrstu öldinni ekki satt?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég get einfaldlega ekki "ekki verið það". Enda kona af guðs náð. Flott færsla hjá þér.

Bjarndís Helena Mitchell, 9.1.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

o/

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.1.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég hef fylgst með "jafnréttisbaráttu" mjög lengi.

Hætti mér ekki út í málefnalega umræðu að svo stöddu, en finnst orðið "feministi" einhvern vegin hafa misst gildi sitt og fengið á sig neikvæða ímynd. Hræddur um að það fari mikið púður í að laga þá ímynd, sem frekar ætti að nota í hina eiginlegu jafnréttisbaráttu.

Legg til að annað orð yrði notað um jafnréttisbaráttuna.

Að sjálfsögðu er ég sammála þeirri " róttæku hugmynd að konur séu fólk" og að "jafnrétti kynjanna hafi ekki enn verið náð"

Þröstur Unnar, 9.1.2008 kl. 10:29

5 identicon

Ég held að allar stelpur séu femínistar en bara vilji ekki standa undir þeim hatti, ef svo má segja. Orðið "femínisti" hefur í seinni tíð virkað frekar neikvætt á mína kynslóð (ungu kynslóðina) þar sem að örfáir aðilar hafa gengið svo langt í lýsingum sínum hvernig þeir vilji koma á jafnrétti að það hefur fælt stóran hóp af stelpum (sem strákum) frá. Margir segja orðið: "Ég er sko ekki femínisti, en ég er jafnréttissinni". Þessi setning sýnir bara og sannar að það eru fullt af hugsandi ungu fólki í dag sem er sammála grunnhugtaki femínismans (um að jafnrétti kynjanna hafi ekki verið náð). Þegar að ómálefnalegt fólk sem að flokkar sig undir ákveðna stefnu kemur með hugmyndir sem að stuða fólk, ekki af því þær eru góðar heldur af því þær orga af fáfræði, þá gerist það ósjálfrátt að færri og færri vilja tengjast þessari stefnu. Ég á til dæmis eina vinkonu sem að kallar sig femínista, en hún er ekki að fatta út á hvað hann gengur. Hún sagði til dæmis einu sinni að konur væru betri en karlar (ótrúlega jafnréttisleg hugsun!) og að eftir nokkur ár þá myndu konur ekki þurfa lengur á karlmönnum að halda þar sem að tæknifrjóvgun og frosið sæði myndi halda konum lifandi, stjórnandi öllum heiminum (enda engir karlar) um ókomin ár. Svona hugmyndir eru að skemma fyrir femínisma.

Ég er femínisti, dettur ekki í hug að segja jafnöldrum mínum það, því það tæki allt of langan tíma að útskýra að ég hef ekkert á móti karlmönnum, að ég vilji bara vera álitin jafningi karlmanns á alla vegu. 

Ragnheiður (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 10:44

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Amen fyrir þessu og takk fyrir góðan pistil. Tökum sem dæmi: Hillary Clinton táraðist fyrir framan alþjóð. Það útfærðist í bloggheimi vestra, að hún væri nú ekki eins mikill feministi og hún vildi vera að láta væri bara kellingar grenjuskjóða.  Annað dæmi: Bill Clinton táraðist þegar hann var böstaður við framhjáhald og fleira. Það útfærðist að þetta aumingja grey væri mjúkur maður. Hmmm...??? Meiga þá konur ekki gráta þegar þær eru uppspentar, þreyttar og útkeyrðar því þær eiga bara að "harka af sér eins og kallarnir" ???  En þegar spenna, og erfiði hrjáir kalla, þá meiga þeir "skæla eins og kellingar" Nei, það er ekki sama hvort það er jón eða séra jóna...

Svala Erlendsdóttir, 9.1.2008 kl. 10:53

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

EKKI HVAÐ - HELDUR HVERNIG!!! Aðalatriðið í málflutningi femínista, eða orðum þeirra, virðist ekki skipta máli, heldur er einblínt á HVERNIG þær segja það. Orð þeirra eru síðan sundurtætt og tekin úr samhengi af reiðu og sáru fólki sem reynir að kaffæra umræðuna í neikvæðum og dónalegum athugasemdum. Reynt er af alefli að segja "þessum femínistum" hvað þær eigi að tala um og hvernig. Sumar konur vilja fara ofurrólega í sakirnar og ekki styggja neinn, tala jafnvel opinberlega um "lætin" í femínistum ... þá segja sumir að ef málflutningurinn væri SVONA "yfirvegaður" þá væru femínistar sko komnir lengra í baráttu sinni. Sjúr! Andstæðingar femínista hamast við að finna betri baráttumál fyrir femínistana ... Hvar eru femínistarnir núna? (Sjá Jón Val nokkrum sinnum) Reynt er að gera lítið úr femínistum og málflutningi þeirra á ýmsan hátt.

Alveg er það furðulegt hvað sumir mistúlka allt sem femínistar segja og halda því að auki fram að femínistar séu karlahatarar!!! Arggg, ekki get ég fundið það út, er mikil karlaaðdáandi sjálf og að sjálfsögðu bullandi femínisti! Takk fyrir frábæra færslu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.1.2008 kl. 12:06

8 Smámynd: Signý

Ég er stolt kona, en ekki femínisti.

Er ég verri fyrir vikið? bendi annars bara á bloggið mitt, þar sem ég svaraði eiginlega þessari spurningu þar, átti að verða komment en það er of langt til þess

Ohh.. ég er í svo miklu "ibbasig" stuði í dag eitthvað...

Virðing!

Signý, 9.1.2008 kl. 12:22

9 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég man vel eftir kvennafrídeginum 1975. Unglingnum mér fannst þetta allt saman mjög forvitnilegt, en kæmi mér þó vart mikið við, því auðvitað yrði búið að kippa öllu saman í liðinn þegar ég yrði búin að mennta mig og farin út á vinnumarkaðinn.

Rúmum 30 árum síðar er staðan að mörgu leyti óbreytt. Mér finnst sárt að hugsa til þess að staðan verður líklega áfram vond þegar litlu stelpurnar mínar eru vaxnar úr grasi.

Auðvitað er ég feministi.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.1.2008 kl. 12:42

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

En ekki hvað ?

Jónína Dúadóttir, 9.1.2008 kl. 12:45

11 identicon

Já, ég er feministi!

Þurfti nú samt að taka út aldur og þroska, reka mig á oftar en einu sinni, áður en ég viðurkenndi það!  (hljómar eins og ég hafi verið í afneitun á  alkóhólista!).  Ég "var með "á kvennafrídeginum 1975...en bara næstum því sem áhorfandi (og fannst gott að fá frí í vinnunni).  En ég hugsa að einhverstaðar í undirmeðvitundinni hafi þó kviknað ljós hjá mér, vegna allrar þeirrar umræðu, sem spannst í kjölfarið á þessum degi.  Það liðu samt nokkur ár, þar til ég áttaði mig á því að ég er náttúrulega feministi og hef ljálfsagt alltaf verið það, ég bara vissi það ekki fyrr en á reyndi!!!

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:02

12 identicon

Ég er ekki femínisti EN ég er húmanisti sem er klárlega besti kosturinn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:18

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er feministi   og takk fyrir frábæran pistil. Það sem að gerði mig að feminsta fyrir alvöru er guðfræðinámið mitt og það ofboðslega ójafnrétti sem að konur eru beittar innan trúarbragða og því miður kristinnar kirkju í dag. Kvennaguðfræði er mín frelsun og það hefur svo breitt úr sér yfir á víðari svið kvennabaráttunnar!

Þú ert frábær Jenný !

Sunna Dóra Möller, 9.1.2008 kl. 13:22

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óskaplega hefur lítið gerst á þessum árum. Kannske þarf annan kvennalista???

Hólmdís Hjartardóttir, 9.1.2008 kl. 13:38

15 Smámynd: Gísli Gíslason

Gott og einlægt innnlegg.

Ég tel mig jafnréttissinnaðan, en hef ítrekað bent á að mesti kynbundni munur í okkar samfélagi er munur í foreldraábyrgð kynjanna.  Þegar jöfn foreldraábyrgð er komin á, þá munu kynin sækja á sömu forsendu fram á vinnumarkaði.  Foreldrajafnrétti og launajafnrétti mun haldast í hendur. 

Gísli Gíslason, 9.1.2008 kl. 13:39

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú spyrð: Ert þú femínisti"?

Ég svara af hreinskilni: "Já, ef ég get komið mér í mjúkinn hjár þér"

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2008 kl. 13:47

17 Smámynd: Kolgrima

Frábær pistill Jenný. Var búin að gleyma kynkuldastimplinum sem karlar smelltu af svo mikilli rausn á hverja þá konu sem hélt að hún væri eitthvað! Einkum þær sem höfðu sjálfstæðar skoðanir og vildu sömu laun og strákarnir fyrir sömu vinnu, - eöa amk. aðeins minni launamun, jesússss hvað er stutt síðan.

Tek undir með jafnöldru minni og nöfnu, Ragnhildi Sverris, man eftir kvennafrídeginum og hélt að það yrði búið að kippa þessu í liðinn þegar ég yrði stór. Nú eru dætur mínar að verða stórar og enn hefur harla lítið breyst nema á yfirborðinu.  

Kolgrima, 9.1.2008 kl. 13:49

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er nú hrædd um það - ó, já.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.1.2008 kl. 13:54

19 identicon

Ég vona það! En stundum þarf að minna á rótina. Ég dett best inn í skilgreiningu nafna míns. Jafnréttis/jafnstöðubarátta er stöðug barátta og uppgjöf ekki til í þeirri orðabók. Þetta er ósköp svipað og með launabaráttuna. Hún hættir aldrei. Og ef einhver villiegils telur að verkföll séu úrelt - forgettit. Áfram strákar!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 14:16

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær pistill Jenný mín, ætli það endi ekki með því að ég stend upp og vitna um það að ég sé í raun feministi.  Þú ert allavegana uppáhalds feministinn minn og þér myndi ég fylgja á heimsenda. Farin uppí.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 14:16

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir málefnalega umræðu.  Það liggur við að ég hringi í heimspressuna og tilkynni um að hér eigi sér stað umræða um femínisma án nokkurra trölla að heitið geti.  Það er saga til næsta bæjar.

Það er ekki konum að kenna að orðið femínisti hefur fengið á sig neikvæða merkingu, það er svo langt því frá, heldur eru það hinir hatursfullu andstæðingar kvennabaráttu sem hafa tuðað um það svo oft og lengi að ákveðnar konur eyðileggi umræðuna (femínistarnir) og stöðvi framgang baráttunnar, sem hafa sett þennan stimpil á orðið.  Við þurfum að nota þetta orð þar til við erum bláar í framan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 14:21

22 identicon

Ég hugsa, þess vegna er ég feministi...

Margrét Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 14:29

23 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvar værum við ef ekki Rauðsokkahreyfingin sem ég tók fullan þátt í nokkuur ár? 

Hvar værum við ef ekki Kvennafrmaboðið sem ég var ekki með í vegna búsetu erlendi?

Hvar værum við ef ekki Kvennalistinn sem ég tók þátt í með mikilli gleði?

Hvar værum ef ekki Bríeturnar sem stofnað var af menntaskólastúlkum í MR fyrir nokkrum árum?

Hvar værum við ef ekki Femínistafélagið sem ég er meðlimur í frá stofnun fyrir ca þremur árum?

Ég er FEMÍNISTI á sex börn með tveimur mönnum og fimm barnabörn og er orðin kynköld á öllu bröltinu á kynjajafnréttinu í gegn um tíðina!

Það er yndislegt að vera Femmi og hafa engan áhuga á hinu kyninu nema þá sem mamma og amma!

Edda Agnarsdóttir, 9.1.2008 kl. 14:44

24 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég líka!

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 9.1.2008 kl. 15:06

25 Smámynd: Þröstur Unnar

Einar, tel mig góðan karl en er ekki í útrýmingarhættu. Held hinsvegar að hinir (vondu) sem eftir eru séu fáir, valdamiklir, eða æsingamenn (konur) og þar er útrýmingarhættan meiri.

Jenný mín. Ekki vildi ég sjá ykkur allar yndislegu bloggvinkonur bláar í framan, þannig að ef það er eitthvað sem ég get gert til að sporna við því þá bara láttu mig vita.

Edda. "Það er yndislegt að vera Femmi og hafa engan áhuga á hinu kyninu nema þá sem mamma og amma" Það er ákkurat þetta sem er ekki að virka í jafnréttisbaráttu, vona að þetta hafi verið grín.

Þröstur Unnar, 9.1.2008 kl. 15:21

26 identicon

Edda sagði allt sem segja þarf um femínista... now lets bury feminism with dignity

DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 15:42

27 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Nei, ég er ekki pastellituð, ég er rauð. Ég styð kvennabáráttuna í hvívetna og hef alltaf gert, það ernú gagnið sem ég geri.

Eva Benjamínsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:04

28 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég styð jafnrétti umfram kvenrétti. orðið femínisti þýðir kvenhyggja. ég styð ekki að öðru hvoru kyninu sé hyglt umfram hitt. hvort sem það heitir 'jákvæð' mismunun eða eitthvað annað. mismunun getur aldrei verið jákvæð og getur aldrei tengst jafnrétti. það felst í orðsins hljóðan.

fólki skyldi hygla á forsendum þeirra eigin verðleika, en ekki kyni, kynþætti, stjórnmálaskoðunum eða öðru slíku.

Brjánn Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 16:30

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Lína Langsokkur var femínisti og gekk í stórum skóm svo hún gæti hreyft tærnar!  Lína lætur ekki bjóða sér of þrönga skó!  

"Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir" (Píkutorfan, bls. 90).

Stjúpsystur Öskubusku voru tilbúnar að sneiða af sér tá og hæl til að passa í of litla skó - og eignast þannig prinsinn. Þær voru ekki femínistar!

Er ,,femmi" en enginn kuldi á mínum bæ!  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.1.2008 kl. 16:44

30 identicon

Að sjálfsögðu er ég sammála þeirri " róttæku hugmynd að konur séu fólk" og að "jafnrétti kynjanna hafi ekki enn verið náð"

mitt svar stolið en svona er það.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:12

31 identicon

Feministi  er sá sem vinnur að jafnrétti kynjanna með lýðræðislegum aðgerðum.!

bleik og blá barnaföt. = banna

ráð-herra. = banna

smáralindar/kringlubæklingar. = banna

þrettán jóla-sveinar. = banna

skoða erótík á netinu. = banna

frelsi til mannaráðninga. = banna

Feministi = sá sem vill ná jafnrétti með valdboði.

Getur verið að lýðræðið í höndum róttækra feminista hafi eitthvað með þá gengisfellingu að gera sem orðin hefur á orðinu "feministi" í hugum flestra sem kenna sig við jafnrétti?

siggij (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:23

32 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

feminismi er sérplægni! Bara orðið sjálft felur í sér mismunun. Feministar vilja láta unga menn gjalda fyrir syndir feðra sinna, með því að setja ósanngjörn lög sem eiga að 'jafna stöðu kynjanna'.

Hefur ekkert með jafnrétti að gera!

Skilgreining feministafélagsins á því hvað feminismi sé, á aðeins við um þann feminisma sem viðkomandi félag aðhyllst, er því ekki skilgreining sem á við um feminisma í heild.

Nokkur dæmi sleggjudóma feminista:

"Marriage as an institution developed from rape as a practice. Rape, originally defined as abduction, became marriage by capture. Marriage meant the taking was to extend in time, to be not only use of but possession of, or ownership. Only when manhood is dead - and it will perish when ravaged femininity no longer sustains it - only then will we know what it is to be free. "

"I want to see a man beaten to a bloody pulp with a high-heel shoved in his mouth, like an apple in the mouth of a pig."

"Men love death. In everything they make, they hollow out a central place for death, let its rancid smell contaminate every dimension of whatever still survives. Men especially love murder. In art they celebrate it, and in life they commit it. They embrace murder as if life without it would be devoid of passion, meaning, and action, as if murder were solace, stilling their sobs as they mourn the emptiness and alienation of their lives." 

"One can know everything and still be unable to accept the fact that sex and murder are fused in the male consciousness, so that the one without the imminent possibly of the other is unthinkable and impossible." Andrea Dworkin, Letters from a War Zone, p. 21.. 

"Men are rapists, batterers, plunderers, killers; these same men are religious prophets, poets, heroes, figures of romance, adventure, accomplishment, figures ennobled by tragedy and defeat. Men have claimed the earth, called it 'Her'. Men ruin Her. Men have airplanes, guns, bombs, poisonous gases, weapons so perverse and deadly that they defy any authentically human imagination."

"Men use the night to erase us." 

"The annihilation of a woman's personality, individuality, will, character, is prerequisite to male sexuality."

"Every woman's son is her potential betrayer and also the inevitable rapist or exploiter of another woman." 

-- Andrea Dworkin, róttækur femínisti

"I claim that rape exists any time sexual intercourse occurs when it has not been initiated by the woman, out of her own genuine affection and desire."

"We can't destroy the inequities between men and women until we destroy marriage. Robin Morgan, from Sisterhood Is Powerful (ed), 1970, p. 537 

-- Robin Morgan, róttækur femínisti

"Compare victims' reports of rape with women's reports of sex. They look a lot alike....[T]he major distinction between intercourse (normal) and rape (abnormal) is that the normal happens so often that one cannot get anyone to see anything wrong with it."

"In a patriarchal society all heterosexual intercourse is rape because women, as a group, are not strong enough to give meaningful consent."

-- Catherine MacKinnon, róttækur femínisti

Að segjast vera í sama hópi og þessar konur er siðlaust, í meira lagi! 

Viðar Freyr Guðmundsson, 9.1.2008 kl. 18:15

33 identicon

Gott dæmi um hvernig femísmi gleimir karlmönnum er þegar femínistar tala um misskiptingu auðs. Það er alltaf talað um að konur fái ekki sinn skerf af auðæfum heimsins. Málið er bara að fæstir fá "sinn" skerf af auðæfum heimins. Ef að helmingurinn af þessu 1% sem á meiri hluta eigna í heiminum væru konur, væri þá meira jafnrétti í gangi en er í dag. Get ekki séð að það eigi frekar að tala um hversu litið konur fá að auðæfum heimsins þegar raunin er að þeim er skipt milli fárra.

Ok smá dæmi sem á að útskýra það sem ég er að reyna segja. Í Braselíu er 90% landsvæðis í höndum 50 þús manns, en í Braselíu búa hátt í 200 milljónir. Lang stæðsti hluti landeigenda eru karlmenn. Þótt það séu eiginlega bara karlmenn sem eiga landið sé ég óréttlæti gagnvart öllum íbúum Braselíu ekki bara konum.  Það sem ég er að reyna að benda á er það skiptir máli hvernig vandmálið er sett upp. Mér finnst óréttlæti eins og misskipting auðs ekki vera meira óréttlæti gagnvart konum en körlum, en feminíski hátturinn er að setja vandmálið upp sem óréttlæti gagnvart konum þegar það er óréttlæti gagnvart öllum.

Svo þegar karlmenn reyna að benda á þetta erum við allt í einu á móti jafnrétti. Svo skil ég heldur ekki þessa vörn sem femínstar fara í þegar þeim er bent á að það vanti karllæg sjónarhorn inn í femínska jafnréttisumræðu. Þetta er svona svipuð vörn og þegar þú reynir að benda karlmanni á t.d. að orðræða í menntum og listum hefur verið karllæg í gegnum aldirnar.  Þessvegna get ég ekki séð mig sem femínista og sé femínima sem eitthvað allt annað en eitthvað sem miðar að jafnrétti.

Ég sé femínisma ganga út á það að rétta stöðu kvenna. þess hefur verið þörf og hefur það hjálpað til við að ná fram meira jafnrétti að laga stöðu konunnar en við karlmennirnir höfum gleimst undan farin ár. Mér finnst skólakerfið gott dæmi um það, drengjum liður verr í skóla og gengur verr, öfuggt miðað við fyrir nokkrum áratugum. Í skólunum hefur staða konunnar verið rétt en karlar hafa gleimst þangað til kannski núna síðustu ár þegar feminísk fræði hafa fengið a víkja fyrir jafnréttissjónarmiðum. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:16

34 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Segi eins og Ragnhildur og Kolgríma...gleymi aldrei kvennadeginum...ég var 10 ára og sat grenjandi af hrifningu fyrir framan sjónvarpið þar sem sýndar voru myndir frá lækjartorgi af baráttu fundi, loksins..loksins, lítið vissi ég þá, trúði því að allir hlytu að sjá sanngirnina í þessari baráttu og inna tíðar væri jafnrétti náð..

Margt hefur áunnist síðan þá og en er langt í land, en dettur einhverjum í hug í alvöru að þessi breyting hafi komið af sjálfu sér? Allar róttækar breytingar kosta átök gagnvart ríkjandi viðhorfum. Samanber afnám  kynþátta aðskilnaðar. People komashoo....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 18:19

35 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, auðvitað. En annars finnst mér orðið rauðsokka betra - ég byrjaði þannig.

Eða hvað? Mér finnst alltaf erfiðara eftir því sem árin líða að fullyrða að ég sé eitthvað ákveðið- þegar ég horfi til baka þá er svo margt sem ég hélt ég væri og var svo ekki þegar á hólminn var komið. En ef nauðsynlegt er að segja: ég er feministi til að standa með öðrum konum, þá geri ég það.

María Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 18:27

36 identicon

Ég verð nú bara að segja að mér finnst hugmyndin að konur séu fólk ekkert róttæk. Veit að sumum femínsitum finnst það en það lýsir bara hugarfari þeirra til kynsystra sinna, ekki hugarfari karlmanna til kvenna.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:36

37 Smámynd: The Jackal

"Ég tel mig jafnréttissinnaðan, en hef ítrekað bent á að mesti kynbundni munur í okkar samfélagi er munur í foreldraábyrgð kynjanna.  Þegar jöfn foreldraábyrgð er komin á, þá munu kynin sækja á sömu forsendu fram á vinnumarkaði.  Foreldrajafnrétti og launajafnrétti mun haldast í hendur. "

Gæti ekki orðað það betur. Ég held að konur hafi náð fullum rétti hér á landi... fyrir utan allt í sambandi við þetta.

Ofgafemurnar leggja of mikið í það að kenna körlum um þetta óréttlæti þegar samfélagið á (augljóslega?) sök á því.

The Jackal, 9.1.2008 kl. 18:37

38 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, Jenný, vildi bara kvitta sem enn einn feministinn, og undra mig enn á því hvað við erum mikil ógn fyrir suma, þessi allt of miklu gæðablóð sem við erum ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.1.2008 kl. 19:09

39 identicon

Jenný  Þrátt fyrir mörg ár í kvennabaráttu, bæði sem áhorfandi og þátttakandi er ég enn ekki búin að ná því hvers lags óþverrahátt menn og sumar konur sýna af sér í umræðunni um jöfn réttindi kynjanna.

Ójá, því meira sem ég les af þessu rugli í fólki því gáttaðari verð ég á fáfræðinni. Það er eins og fólk hugsi ekki útfyrir þann takmarkaða og fyrirfram skilgreinda ramma sem því var úthlutað í barnaskóla.

Viðar: Að segjast vera í sama hópi og þessar konur er siðlaust, í meira lagi! 

Elsku karlinn minn! Varla ert þú sammála því að karlar megi berja konur til hlýðni og að konan er þjónn mannsins? Það eru karlar sem að hugsa svona. Afneitar þú sumsé karlmennsku þinni vegna þessa? Róttækir feminístar hafa ákveðnar skoðanir um karlmenn, alveg eins og hörðustu karlrembusvín um konur. En ég hef það á tilfinningunni að það sé sama hvað sé borið á borð hér, að þessar hugmyndir þínar um feminísma séu fast skorðaðar og ekkert að fara neitt.

Linda (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 19:24

40 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég veit ekki hvort að eg get kallað mig femínista, en eg vill jafnrétti ollum til handa.

Sporðdrekinn, 9.1.2008 kl. 19:25

41 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ósk um betra blogg

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 19:40

42 Smámynd: The Jackal

"Elsku karlinn minn! Varla ert þú sammála því að karlar megi berja konur til hlýðni og að konan er þjónn mannsins? Það eru karlar sem að hugsa svona."

Líka konur.

The Jackal, 9.1.2008 kl. 19:43

43 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Nei, ég er ekki pastellituð, ég er rauð einsog björgunarsveitin. Ég styð kvenna og jafnréttisbaráttuna að sjálfsögðu og hef alltaf gert, það ernú gagnið sem ég geri.

Jenný, hingað hefur verið gott að líta inn í dag, alltaf að læra  takk fyrir góðan pistil og athugasemdirnar eru mjög áhugaverðar.

Eva Benjamínsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:12

44 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Er ég femínisti?

But of course...

Svala Jónsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:27

45 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

ét moi aussi, bien sûr

...svei mér, maður talar tungum eftir allt þetta andríki.   á kvennafrídaginn var viðtal við mig í þjóðviljanum um viðhorf mín til jafnréttis.  þá var ég ótrúlega bjartsýn, og viss um að það kæmi sirka þegar ég væri orðin stúdent.  :)

 little did I know

verð að játa að í dag er ég ekki bjartsýn, ég sé ekki að það sé neinn eldur neins staðar, - ja nema kannski í hjarta jennýjar önnu

Bergþóra Jónsdóttir, 9.1.2008 kl. 23:08

46 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðlaugur þú segir:Ef launamunur er á kynjunum enn í dag þá er það líklegast vegna þess að karlmenn eru iðnari við að bæta kjör sín með því að fara fram á tíðari launahækkanir.

Þá erum við konurnar ekki nógu iðnar og þar kemur skýringin á launamisréttinu.  Af hverju datt mér það ekki í hug?  Get a live!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 23:31

47 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég er femínisti. Eins og ég kýs að skilgreina það orð sjálf.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.1.2008 kl. 23:35

48 identicon

Hehe, Jenný snýr hér skemmtilega út úr orðum Gudlaugs.

Að vera iðin og vera iðni við eitthvað ákveðið þarf ekki að þýða það sama. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:59

49 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

"ég er femínisti. Eins og ég kýs að skilgreina það orð sjálf."

Er þá ekki eins hægt að segja: "ég er nasisti, eins og ég kýs að skilgreina það orð sjálfur" ?!

Nei, maður hlýtur að dæma hreifinguna eftir meðlimum hennar, orðum og gjörðum.

Væri það sanngjarnt gagnvart gyðingum og svörtum ef ég segðiist vera nasisti, samt bara ekki eins og hitler og þeir ? 

Hvernig væri bara að kalla sig þá eitthvað annað ? 

Viðar Freyr Guðmundsson, 10.1.2008 kl. 12:36

50 identicon

Vá, Viðar. Til hamingju með verstu samlíkingu allra tíma. 

Andri (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:49

51 identicon

Skilgreining á femínisma er: Vinstrisinnaður jafnréttissinni.

Júlíus (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 07:48

52 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Auðvitað er ég feministi !!  ég hugsa....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.1.2008 kl. 11:15

53 identicon

Ég er í mjög miklu sambandi við minn innri kvenmann. Stundum brýst hann meira að segja út og ég brest í grát og hugsa um þjáningu heimsins sem við karlmenn eigum sök á.
Ég er stoltur femínisti, ekvalisti, húmanisti en ég er ekki stoltur af kynferðislegri fötlun minni.

Mási (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband