Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Tjékklisti áður en ég dey
Ég er svo morbid þessa dagana, það tilheyrir myrkrinu eilífa, sem herjar á sálina, þegar allir eru búnir að slökkva á jólaljósunum.
Ég fæ kikk út úr því að velta mér upp úr sorglegum hlutum, sviðsetja eigin jarðaför, ákveða tónlist, og allt í sambandi við það. Ok. ekki tala mig of bókstaflega, það er púki í mér.
En ég var í alvörunni að taka saman lista yfir það sem mér finnst ég verða að gera áður en ég dey. Það er á hreinu að maður deyr, þannig að ég er ekki með neina svartsýni þó ég hugi aðeins að þeim málum.
Það þýðir ekkert að sitja og hugsa sífellt, ég ætla að gera þetta og hitt "einhvertímann" og maður eldist og eldist og heyfir ekki á sér afturendann og svo allt í einu er bara attbú.
1. Ég ætla að gefa út a.m.k. 3 bækur, sem munu skipta máli.
2. Ég ælta að læra spænsku, að því marki að ég geti lesið hana. Hugsið ykkur allar þessar frábæru bókmenntir sem maður hefur farið á mis við.
4. Ég ætla að prjóna peysu ja, eða vettlinga.
5. Ég ætla að halda á risakönguló og ulla á hana.
6. Ég ætla að læra línudans.
7. Ég ætla að hoppa í Tjörnina á 17. júní.
8. Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til borgarstjórnar (róleg ég er ekki biluð)
9. Ég ætla að henda mér inn í leigubíl og garga, eltu þetta hjól!!!
10. Ég ælta að syngja í karaóki, I will always love you.
11. Koma mér undan á flótta eftir karaókísönginn.
12. Ég ætla að hertaka fréttasettið á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni og koma mínum skilaboðum á framfæri. Ef nauðsynlegt er tek ég Gísla. Sko Gísla að norðan.
13. Ég ælta að láta raka af mér hárið.
Þegar ég er búin að þessu get ég dáið róleg.
Ég er ágætlega stödd í lið eitt, liður tvö er í vinnslu og svo verður þetta tekið eftir röð bara.
Læt vita hvernig gengur.
Cry me a river.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert bara strekkt fyrir flug............
.....svo er línudans stórlega ofmetin. Nema til að hlæja að þeim sem dansa hann og ná ekki að halda takti. Hló einu svo svakalega mikið í línudansi að ég grét og hneig niður. Átti erfitt með að halda vatni
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 21:57
Æ ekki taka Gísla, hann er svo meinlaus
Huld S. Ringsted, 8.1.2008 kl. 22:01
mér líst vel á allt, nema nr.8
Svanhildur Karlsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:10
Ég myndi af umhyggju ráða þér frá nr. 7 og 8. Annað er kúl. Ég skal vera á hjólinu
Laufey Ólafsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:36
Andskoti ætlarðu að verða gömul
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:57
Varðandi nr. 6: Ef það er lagið sem þú meinar þá þekki ég einn sem getur kennt þér það
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 23:01
Illa vinstri græn
Brynja Hjaltadóttir, 8.1.2008 kl. 23:22
Samþykki allt nema nr. 8
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.1.2008 kl. 23:31
KJósa Sjálfstæðisflokkinn???!!!! Hvað meinarðu, kona??? :o
Svala Jónsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:39
Gott að eiga sér takmark, þú nærð þessu öllu ef þú vilt. Baráttukveðjur.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 23:58
Get kannski aðstoðað þig í lið 4 ef á þarf að halda
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 9.1.2008 kl. 00:19
Elska svona lista hárrakstur færi þó aldrei á blað hjá mér....er svo hégómagjörn hehe.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 00:38
ARGH nr 9 finnst mér snilld
nr. 1 og 2 þykist ég ætla að gera líka.
Raka af mér hárið mun ég aldrei gera nema illa nauðsyn beri til.
Mökkaðan kaffibolla ætla ég að eiga með þér í mjög svo náinni framtíð.
Annars hef ég bara ákveðið fernt varðandi mína útför. Að úr mér verði hirt allt nýtilegt ef þannig ber undir, ég brennd og að hlegið verði í jarðarförinni og farið á fyllerí í erfðidrykkunni.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.1.2008 kl. 01:00
Góður listi, gangi þér vel bara Ég get ekki annað en brosað við nr. 8. Yeah right! LOL. Ég bara trúi því að fyrr frjósi í helv.... en að sá kosningardagur renni upp. Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 9.1.2008 kl. 01:49
Líst vel á þetta hjá þér nema kóngulóna og set svo líka smá spurningamerki við Sjálfstæðisflokkinn....
Jónína Dúadóttir, 9.1.2008 kl. 06:18
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.1.2008 kl. 08:36
Daginn.Get reddað könguló núna.stórri.Kvikindið býr í Breiðholtinu svo það er stutt að fara.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 08:56
Me? Við eigum sett hérna f. norðan. Já, gleymdi...telst varla meinlaus..menn deila hér í heitum pottum hvort ég sé þekktur, frægur eða alræmdur. Búinn að redda þér undirspilara fyrir sönginn, sjálfan Jonny King. KEA kút fyrir tjörnina, blindraaðstoð við borgastjórnarkosningarnar, hjólaskauta á flóttanum, er í samningaviðræðum við Krisinn R. vegna spænskunnar. Komið?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.