Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Fyrstir Íslendinga til að spila í Budokan
Já, já, Björk ætlar að spila í hinni frægu Budokan höll í Tókíó.
Sú höll varð fræg af því Bítlarnir spiluðu þar.
Á meðal annarra þekktra sveita sem troðið hafa upp í Budokan eru ABBA, Kiss, Guns 'N Roses, Ozzy Osbourne og fleiri.
En það eru ekki margir sem vita að þap er ansi langt síðan Íslendingar stigu þarna fyrst á svið. Árið var 1972 og Íslendingarnir voru Einar Vilberg og Jónas R. Jónsson og þeir tóku þátt í keppni sem hét Yamaha Song Contest og voru valdir úr fleiri þúsund umsækjenda. Abba var með í þeirri keppni, þá ekki búin að slá í gegn.
Keppnin var send út í beinni um Japan og Ástralíu.
Hér í spilaranum mínum (neðsta lagið, hlustið endilega), er lagið þeirra "When I look at all those things", en í kjölfar keppninnar í Budokan var gerður við þá félaga plötusamningur í Japan. Á bakhlið skífunnar syngur Jónas R. hugljúft lag á japönsku, já japönsku, segi ég. Einhverntíma skelli ég þeirri upplifun í spilarann.
Sinfóníuhljómsveit Tókíóborgar spilar með þeim félögum þetta litla lag.
Vó ég er gift frægum manni, Budokanfrægum sko. Verð að elda eitthvað gott handa honum í kvöldmatinn, en það verður ekkert andskotans Saki með matnum.
Svona fennir nú yfir sporin með tímanum.
Budokan er flott höll, jájá.
Björk á það heldur betur skilið að koma fram þar.
Lalalal
Smá sögutími í boði hússins.
Það má svo geta þess í leiðinni að þessi plata hefur aldrei verið fáanleg á Íslandi og það var ekki fyrr en í fyrra að maðurinn minn komst yfir eintak af þessari japönsku plötu á Ebay, þar sem hún gekk kaupum og sölum fyrir frekar mikla peninga.
Björk spilar í hinni frægu Budokan-höll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
!
Sunna Dóra Möller, 8.1.2008 kl. 12:20
Já, það er töluvert afrek, þeir mega eiga það. Er samt ekki alveg að digga tónlistina, kannski þarf ég bara að hlusta nokkrum sinnum :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:22
Frábært, auðvitað ert þú gift frægum manni, þú sjálf fræga konan. :):) Eigðu góðan dag ljúfust.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 12:22
ég vissi þetta ég vissi þetta
Ég sé að þú ert búin að finna sjálfa þig. nornin komin inn í stað blúndunnar.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 12:28
þú verður nú fljótlega að leifa okkur að hlusta á hann syngja á japönsku
það hlýtur að vera flott.
Gift frægum manni, en er hann ekki giftur frægri konu?
Hlustar þú annars á Japanska tónlist?
Ég hlusta nefnilega endalaust á japanskt, þegar tvíburarnir mínir eru hjá ömmu, þær hlusta nær eingöngu á svoleiðis musik,
myndböndin eru afar fögur.
Nei ekkert saki með matnum það er svo vont.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2008 kl. 12:34
1972? Vó, hvað er stutt síðan ég var barn
Flottur kallinn þinn.
Þröstur Unnar, 8.1.2008 kl. 12:38
The song does grow on you...
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:40
Gunnar Hrafn: Lagið er auðvitað barn síns tíma, hippatíma, hehe
Þröstur: Það er svífyrðilega langt síðan. Ég ELDIST við hugsunina.
Milla: Ekkert Saki með matnum af því ÉG er alki. Bannvara á mínu heimili. Hlusta ekki á japanska tónlist. Ætti kannski að prófa.
Jónsí: Auðvitað vissir þú þetta innvígð konan.
Já ég fann mitt alteregó á google.
JA: Geri það, vona að Jónas fríki ekki út, en hann gerir þetta mjög fallega, mtt að hann hafði ekki hugmynd um hvað hann var að syngja. Mjög krúttlegt.
Ásdís: Fræg að endemum það erum við bloggarar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 12:45
Frábært lag! Ég fór í algjört "bítlatrans"! Er ekki hissa þótt þeir hafi komist í kepnina
Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:59
haha ég vissi þetta líka!! Svona veit ég margt án þess að hafa hugmynd um það........
Flott norn bæði þú og hin
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 13:24
Frægt par?. Af hverju er þetta ekki til á íslandinu?Björk flott eins og ávallt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 13:40
Hallgerður: Ofbeldi og lausar hendur eru ekki á húmorlistanum mínum
Hrönn: Þú ert alvitur.
Birna Dís: Platan gefin út í Japan. Húsband var nú ekki mikið að pæla í þessu á þessum tíma. Týndi eintakinu sínu og pældi ekki meira í málinu í mörg ár.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 13:56
úff, voruð þið búin að sjá þetta?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:31
Hvað er þetta Hildigunnur?
Hallgerður: Hehe, djók.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 14:46
virkar ekki hlekkurinn? Hún Alda kalda (http://www.icelandweatherreport.com/) er með upplýsingar sem slá mann svolítið í magann...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 15:01
Er að verða búinn að spila spilarann þinn í tætlur, uppgötvaði tónlistina í Finnlandinu góða og bara get ekki hætt......hei er að fatta að ég er orðin háð ykkur báðum án þess að hafa hitt ykkur í eigin persónu.....les bloggið þitt og hlusta á tónsmíðar húsbands.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.1.2008 kl. 15:55
Frábær tónlist og mjög skemmtileg sögustund! Takk fyrir!
Laufey Ólafsdóttir, 8.1.2008 kl. 16:30
Gaman að þessu, til haminhju með húsband. Ég man eftir að hafa heyrt um þetta afrek fyrir um þrjátíu árum og er þakklát fyrir upprifjunina. Mér hefur alltaf þótt Einar Villberg syngja vel og ég hélt að hann væri löngu frægur
Eva Benjamínsdóttir, 8.1.2008 kl. 17:02
Jenný mín ég veit að þú ert alki, þess vegna var ég að djóka með það að saki væri svo vont. Hef ekki einu sinni smakkað það.
fyrirgefðu knúsin mín ætlaði ekki að segja neitt leiðinlegt.
Vín var líka bannvara hjá mömmu og pabba eftir að hann hætti að drekka.
Kveðja.Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2008 kl. 17:26
Ég ætla að spá fyrir Einari: Mér heyrist röddin þín hæfa best góðum textum og rólegum ballöðum. Það verða níu lög á næstu plötu. Hún selst upp og verður colletors idem. Kannski veður konan collectors idem, þetta kemurr ekki alveg ljóst í gegn, en Golan hvíslar að mér að það sé eitthvað mjög skapandi í loftinu. Á ekki að skella í eina plötu?knús.
Eva Benjamínsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:09
Milla mín, ekki málið, létt grín hjá´mér bara.
Eva: Þetta þarf ég að sýna honum. Kannski rætist spá. Spennandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 21:59
Já endilega, það er bæði plata og bók ekki smurning...já, spennandi Jenny Anna, gangi ykkur vel!
Eva Benjamínsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.