Mánudagur, 7. janúar 2008
Fruuuuuuuuusss, nú verður þessu að linna!
Ég er í raun atvinnurekandi. Staffið telur 63 aðila, konur og menn, misgóða starfsmenn eins og gengur.
Vandinn er að ráðningasamningur þessa hóps er til 4 ára í senn og ekki uppsegjanlegur á tímabilinu, nema starfsfólkið vilji það sjálft. Við þessi hundraðogeitthvað þúsund sem rekum fyrirtækið, upplifum okkur algjörlega valdalaus gagnvart þessum starfsmönnum okkar, sem hafa hlutina dálítið mikið eftir eigin höfði.
En fyrir hönd nokkurra eiganda vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Það er bannað að reykja á opinberum stöðum. Þar með talinn ykkar eðli vinnustaður. Reykaðstöðu skal samstundis lokað og þið sem enn reykið, þrátt fyrir að hafa marglýsti því yfir að það sé stórhættulegt, getið farið yfir í Dómkirkjuna eða að styttunni af Jóni Sigurðssyni, til að smóka. Það er bannað að reykja á lóð vinnustaðarins. Eins og á Lansanum, þið skiljið það er það ekki? Ég meina, þið áttuð þátt í að friðlýsa Landspítalann af eiturgufum, munið þið?
Þá er það frá.
Frá og með morgundeginum þá er ykkur stranglega bannað að taka við gjöfum sem færðar eru ykkur vegna starfs ykkar. Sem dæmi: Bækur, konfekt, vín, ostar og sollis smotterí. Þetta verðið þið að greiða úr eigin vasa, eins og við hin. Allar svona gjafir skulu endursendast með hraði, beint til föðurhúsanna eða þær gefnar til góðgerðarsamtaka, sem berjast í bökkum.
Það stendur í vísi.is að það sé verið að vinna í gjafamálinu. Ladídadída. Hvað er vandamálið? Nei, þýðir nei takk kærlega. Tekur innan við sekúndu að segja orðið.
Og engar nefndir skulu stofnaðar um reykingamálið og gjafamálin.
Það er bannað með lögum að reykja á vinnustað, þið vitið það krúttin ykkar, bönnuðuð það sjálf, og það er siðlaust fyrir æðstu valdamenn þjóðarinnar að taka við gjöfum frá fyrirtækjum. Varla eru bankarnir að senda ykkur brennivín, vegna þess að þeir halda að þið séuð illa haldnir í veskinu?
Ég hef skipt við marga banka í gegnum tíðina og hámark jólapakkans til mín hefur verið almanak. Guð hvað ég hata bankaalmanök.
Nú er lag, árið er nýtt.
Bless ósiðir.
Svo kíkjum við yfirmennirnir til ykkar fljótlega og tökum út efndirnar.
Allt í góðu?
Jájá.
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987257
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég skal senda þér Einarsbúðaralmmanak me de samme.
Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 22:33
hahahaha já væri ekki lífið ljúft ef kaupið gerðust svona á eyrinni
Helvíti góður pistill hjá þér kona
Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 23:08
Mikið myndi ég þiggja alls konar önnur almanök en bankaalmanökin! Kannski sendir Þröstur mér líka eitt Einarsbúðar...
Góður pistill hjá þér annars. Það á ekki að þurfa að ákveða hámarksverðmæti gjafa. Þingmenn og ráðherrar eiga ekki að þiggja NEINAR gjafir, hversu lítilfjölegar og verðlitlar sem þær eru. Prinsippmál.
Og þingmenn eiga heldur ekki að fá undanþágu frá lögum sem þeir settu sjálfir og fá að reykja á vinnustaðnum. Annaðhvort eða, ef þeir mega þá mega aðrir líka.
Og hananú!
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:26
Ekki málið Lára Hanna. Fylli bara skottið hjá Gurrí og hún sér um dreifingu. Hún hefur hvort sem er ekkert annað gera á þriðjudögum.
Þröstur Unnar, 7.1.2008 kl. 23:30
Þú ert alltaf jafngóð!
Bjarndís Helena Mitchell, 7.1.2008 kl. 23:31
Æðislegt, Þröstur! Ég býst þá við Gurrí um hvað... tvöleytið á morgun á minn reykmettaða vinnustað?
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:32
Þessi pistill á auðvitað að sendast beint til þessara 63ja aðila, þeir verða að sjá þessi frábæru skrif.......þú ert dásamleg kona
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:44
Reka þá bara alla! þeir eru að brjóta lög. En af hverju fæ ég ekkert dagatal í jólagjöf frá mínum banka? Ég þarf greinilega að skipta um banka
Huld S. Ringsted, 7.1.2008 kl. 23:46
Heheheheh, ég er búin að fylla skottið ... á bíl erfðaprinsins. Við dreifum á morgun!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:58
Gurrí: Ég legg það á mig að versla í Einarsbúð fái ég almanak frá karlinum. Enda eftir að áramótaógleðin mætti þarf ég ekki að versla nema einu sinni í mánuði ef fram heldur sem horfir.
Huld: Henti dagatalinu, tek ekki við mútum
Krumma: Ætli það sé ekki best að ég láti fjölrita bréfið og sendi það í ábyrgðarpósti.
Lára Hanna: Ertu að vinna á Alþingi? OMG
Jóna: Ofkors, þá er þetta gerlegt. "We the people" mannstu?
Þröstur: Takk fyrir að koma Gurrí í djobbið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 00:09
Mig langar ekki í dagatal, heppin. Tíminn líður alveg nógu hratt. Góður pistill hjá þér Jenný mín. Þú þyrftir að komast í stjórn, værir ekki lengi að afgreiða hlutina.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 00:12
Tíminn líður hægar og öldrun hægir á sér ef Einarsbúðaralmannak hangir uppi í allri sinni dýrð.
Alveg satt......
Þröstur Unnar, 8.1.2008 kl. 00:24
Klassapistill Jenný!
Þín var sárt saknað ... þú veist hvar.
Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:27
Ég er áhugamanneskja um jafnan rétt þjóðfélagsþegnanna og skrifaði þessa færslu í nóvember http://huxa.blog.is/blog/huxa/entry/361662 að þetta fólk sem er í vinnu hjá okkur skuli hegða sér eins og það sé hafið yfir lög. Það er ekki í lagi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.1.2008 kl. 01:55
Hættu nú Jenný Anna! Sko, meðan þeir reykja á sínum vinnustað, þá reyki ég á mínum!!!(í felum eins og þeir sko!). En ég hef þetta í það minnsta á minn vinnuveitanda, ef hann kemmst að því!
Almanak! Komdu bara við í Rangá við Skipasund, þeir eru með alveg eins og Einarsbúð...sama hönnun og sennilega sama mynd, eins og Þröstur sagði.....Gamaldags og gott!
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 02:09
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt . kv .
Georg Eiður Arnarson, 8.1.2008 kl. 08:11
Flott
Jónína Dúadóttir, 8.1.2008 kl. 08:56
Kva! Ekki heldurðu að það megi eitthvað frekar reykja í Dómkirkjunni? Þar þarf ég oft að vinna, sko, frábið mér svælu í sönginn...
Bankadagatöl eru stór, ljót og leiðinleg. Eru ekki allir með þessi fínu dagatöl í tölvunum sínum?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 09:39
Hildigunnur: Ég er nú bara að meina í skýlinu yfir aðaldyrum kirkjunnar. Ekki svona óliðlegheit vúman.
Stofnum bloggaraflokkinn, hann berst gegn spillingu á öllum plönum. Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 10:16
:D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 11:00
...ég fæ líka bankaalmanak.......einu sinni fékk Bolli grillhanska...það voru feit mútur enda við búin að vera að mata bankann á yfirdráttarvöxtum lengi og mikið vill meira ekki satt !
Flottur pistill, sammála þér og ég styð bloggaraflokkinn alla leið....(nafnið þó of líkt borgaraflokknum )!
hefanæsdei
Sunna Dóra Möller, 8.1.2008 kl. 11:45
Hvaða biturleiki er þetta eiginlega í fólki. Ein skitin (ódýr!) rauðvínsflaska á mann. Það væri nær að eyða prenti og kílóbætum í eitthvað annað en áhyggjur af því að vel stæðir ráðherrar fari að láta kaupa sig fyrir 1100 króna gutl úr ríkinu.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 11:59
Snilld og aftur snilld.Ég fékk borðdagatal en vildi bók og meira Nóa-Síríus.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:04
Hvert fara kílóbætin sem þú eyðir Gunnar. Má ekki endurvinna þau í dagatöl.
Þröstur Unnar, 8.1.2008 kl. 12:09
Þröstur: Eins og þú líklega veist er verið að höggva niður fleiri ferkílómetra af Amazon.com frumskógunum á hverjum degi til að anna eftirspurn netheimsins. Þessi gegndarlausa niðurrifsstefna er að stofna okkur öllum í hættu ;)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:20
Fá ekki allir bankaalmanak ? Ég fékk líka þennan svaka flotta jólaóróa frá bankanum mínum sem er hurðaskellir. Þegar þú snýrð honum er eins og hurðakellir sé að skella hurð á eftir sér, mjög cool. Þetta var líklegast flottasti hluturinn sem ég fékk þessi jólinn og er farið að hlakka til næstu jóla þar sem ég vona að ég fái næsta jólasvein frá bankanum mínum þá, fékk nefninlega líka einn í fyrra.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.