Leita í fréttum mbl.is

Áhyggjur vel haldna hálfvitans

 

Í dag ætla ég að vera stóryrt á blogginu (ekki í síma eða sollis, þori ekki), nota lýsingarorð sem fá hárin á mér til að rísa.  Þetta getur orðið skemmtilegt tómstundagaman.

Ég á við ógeðslegt vandamál að etja.  Er í helvítis vandræðum með mat og matarinnkaup.  Fjandinn fjarri mér að ég viti hvern andskotann ég á að hafa í bölvaðan kvöldmatinn.  Viðbjóðslega erfitt að geta ekki tekið auvirðilega ákvörðun um hvað skuli slafra í sig hér um sjöleytið.

Andskotinn hvað mér finnst allur matur viðbjóðslegur eftir jólin.

Ég fór inn á þessa fargings "hvaderimatinn" síðu og þar var ekkert nema eitthvað sullumbull í uppástungu dagsins.

Grænmetis lasagna. Fruuuuussss

Steikt skata með sveppum og ógeði (halló, hver sýður saman þennan hroðbjóð?)

Ok, hætt að vera ljót í tali.

Þetta er vandamál, mig langar ekki í neitt, en öll verðum við að borða.

Ég finn alveg fjandskap til matar þegar ég hugsa um fyrirbærið.

Kjúklingur, nei - minnir á kalkúnsófétið sem ég eldaði á jóladag.

Svínakjöt, gengur ekki, var með svínalæri þarna í jólaorgíunni.

Fiskur, er svo klígjugjörn orðið gagnvart fiski, mér finnst eins og hann sé maríneraður í slori.

Grænmetissúpa, gæti gengið, ef ég tæki hana í gegnum æð.  Tilhugsunin við að láta mat inn fyrir varir mínar er túmötsj.

Ég er eiginlega komin í þrot hérna.  Ég gæti búið til ávaxtasalat, en það er kannski ekki alveg heill kvöldmatur.

Nú er ég sykursjúk svo það er ekkert Elsku mamma, með það.  Borða verð ég.

Nú, nú, málið leystist svona glimrandi vel.

Ég gúffaði í mig 3 tekexum og drakk te með.  OMG hvað ég er södd.

En hvern andskotann á ég að hafa í matinn á morgun?

 Einhver?

Later

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

4 tekex,með sykurlausu marmelaði 2 tebolla og orkustöng, ekki spurning.   Burger 2 Burger 2Burger 2

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

fimm ritzkex? ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heil og sæl og gleðilegt ár.

Alveg kannast ég við þetta.  Í kvöldmat hjá mér var tekex með spægipylsu og pepsí max  á meðan liðið fékk sér plokkfisk og rúgbrauð.  En þetta er eins og talað frá mínu hjarta, bara ecco

Til að gefa gott ráð til að borða eitthvða  Kotasæla með niðursaxaðri papriku eins og maður vill og ristað brauð, basta.  Ristað brauð og ferskar rækjur, majones og sítróna .   Kalt salat , soðið pasta kælt, ostabitar, tómatar, gúrkubitar,skinkubitar eða kjúllabitar, fetaostur,sólþurkaðir tómarar og ferskt kál.  og bara það sem þú átt. Blanda saman og nota grænmetissósu  frá Gunnari frænda og brauð voooolllla.   Bon apetit.  er orðin svöng af þessum hugleiðingum

Kveðja,

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2008 kl. 20:36

4 identicon

Grjónagrautur svíkur ekki.  Og slátur með.  Svo er tilbreyting að fá hvítkálsböggla, nú eða  saltkjötsfars soðið í vatnsbaði í ofninum og borið fram með rótargrænmeti og ...úps ... bræddu smjöri   Bara eitthvað gamalt og gott.  Eða þannig.  Takk fyrir allar færslurnar þínar en ég kvitta hér með fyrir innlit.  Nýárskveðjur.

Auður (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sem hélt að ég væri sú eina sem yrði södd á 3 tekexum og tei!! (þó að ég líti nú ekki út fyrir að það dugi mér ) prófaðu að bæta smurosti á kexið ef þú ert aðeins hungraðri, það gerir trixið!

Huld S. Ringsted, 7.1.2008 kl. 21:37

6 identicon

Hugdetta: ostatortellini með léttsteiktu grænmeti (spergilkáli, sveppum, papriku ofl.) skinku, paprikuosti, rjóma!! og e.t.v. einhverju fleiru sem ég man ekki, þetta er mjöööööööög gott. En er ekki bara málið að láta einhvern elda fyrir sig og þurfa bara að setjast niður og skammta á diskinn! Hvað ég væri til í það. Ég nenni ekki þessu veseni, fyrst að hugsa hvað á að vera í matinn, síðan að fara út í búð að kaupa það og í ofanálag að elda, algjöör kvöl og pína. Mbk

Kristjana (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:54

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábærar uppástungur, um leið og ógleðin minnkar fer ég í oafnnefnt.  Mér var að detta í hug að ég væri með ælupest, eða vísir að henni, því ekki er ég ólétt, komin á tíma, þetta hlýtur að lagast.

En ég hef heilsu í að reykja villt og galið. Engin ógleði þar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 21:59

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe það er fátt sem stoppar mann í reykingunum. Nema mig auðvitað

OMG ég vildi að ég deildi þessu með þér. þ.e. að borða til að lifa (en ekki lifa til að borða eins og ég). Er meira að segja að spá í að ganga í átfíklasamtök. fundur annað kvöld. Svo það má kannski segja að ég hati þig akkúrat núna mjónan hín addna

Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 22:04

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, hvað ég skil þig. Eftir svona átveislur getur verið erfitt að hugsa um mat, hvað þá að ákveða hvað skal hafa, elda hann og borða. Manni verður ómótt bara við tilhugsunina um meira.

Ég hef engin góð ráð handa þér enda ekki gefin fyrir eldamennsku eða neitt sem viðkemur þeim forlið. En þar sem jólin og áramótin voru öðruvísi en venjulega hjá mér er ég aldrei þessu vant ekki með ógeð á mat núna og ætla að splæsa á mig hangikjötslæri fljótlega. Þótt ég hafi farið með eitt til útlanda var það svo vinsælt hjá útlendingunum í fjölmenna jólaboðinu að ég fékk varla örðu sjálf og sakna þess mjög.

Þegar ég er ein og veit ekki hvað skal borða fæ ég mér skyr (bæti stundum ávöxtum útí) eða hafragraut me seríósi útí og mjólk. Það er fyrirtaks fæða en svosem ekkert til að bjóða öðru heimilisfólki upp á.

Og þegar ég kem frá útlöndum drekk ég vatn - dálítið mikið af því. Aldrei kann ég betur að meta hvað það er gott en þegar ég hef sullað í mig hálfódrekkandi vatni erlendis.

Prófaðu að fara bara út í búð, gefa þér góðan tíma og skoða það sem þar er á boðstólum og kaupa það sem þú færð minnst ógeð á.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 22:08

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

UUUUUU hvað með tófú ossssalega hollt eftir allt ullabjakkið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:39

11 identicon

Jenný, kíktu á þetta

Hin heilaga matarsíða  Smelltu á linkinn og málð er dautt. Virkar ógesslega fínt.. elska þetta lið sem bjó þetta til, sver það að ég átti því miður ekki hugmyndina af þessu. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:59

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jenný, mikið skil ég þig vel með góða list á rettunni og te með. Vont ef þér er flökurt. Ég nota ristað brauð og dýfi því í te og flökurleikinn lagast. Heitt súkkulaði væri betra bragð. Svo er ágætt að hvíla sig stundum zzzzz, má reyna það.

 Guðrún B. leiddi mig inn á 'hina heilögu matarsíðu' og auðvitað tók ég þátt í leikum og leist rosalega vel á vikuna. En ég er ansi hrædd um að ég verði að sætta mig við að borða bara þrisvar í viku og nasla í kex og osta á milli. Ég færi á hausinn  Þetta er algert gourmet, en sniðug hugmynd.

Eva Benjamínsdóttir, 8.1.2008 kl. 04:21

13 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Jémindur minn góður hvað ég skil þig vel! Er meira og minna búin að drekka vatn og ávaxtasafa síðan um áramótin og að sjálfsögðu að innbyrða soldinn ís líka.  Ég ætlaði að fara að ráðleggja þér vatnið, en það gengur ekki eintómt með sykursýkinni Snarl er besta ráðið eins og egg í brauði eða rónasteik sem er kjötfars smurt á báðar hliðarnar á brauði og steikt. alveg hryllilega óholt og gott

Svala Erlendsdóttir, 8.1.2008 kl. 11:01

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...þessi færsla er skrifuð út úr mínu hjarta....ekki nóg með að ég viti ekki hvað á að elda....heldur líka nenni ég því ekki, búin að standa við fj***** eldavélina í tvær vikur og brúna kartöflu og búa til sósur og nú vil ég bara vera í friði og elda ekki neitt !

Tekex og te er of góð hugmynd.....ætla að hafa það í matinn fram að páskum !

Sunna Dóra Möller, 8.1.2008 kl. 11:39

15 identicon

Grænmetis-lasagna er nú í miklu uppáhaldi í mínum fjölskyldum, tókst að snúa báðum ættliðum með ákveðinni leyniuppskrift. Ekki fussa því sem þú ekki þekkir - þetta rokkar feitt ;)

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:18

16 identicon

Eh, meinti ættkvíslum líklega frekar en ættliðum.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.