Sunnudagur, 6. janúar 2008
Á hnén kæru barnaperrar og þá er alltílæ!
Eða er það ekki það sem Kardínálinn í Páfagarði er að fara fram á. Að prestar kirkjunnar falli á hné og biðji fyrir sálarheill allra þeirra barna sem eflaust má telja í háum tölum ef farið er aftur til byrjunar, sem kirkjan hefur sálarmyrt og smánað.
Og þeir eru enn að.
Claudio Hummes segir í viðtalinu: " að það megi hins vegar ekki gleyma því að það eru einungis fáir prestar sem hafa tekið þátt í slíku óhæfuverki. Hlutfallið sé innan við 1% sem hafa tekið þátt í andlegu og líkamlegu ofbeldi."
Hvernig veit Hummes hversu margir hafa ekið þátt í þessum óhæfuverkum? Hafa þeir spurt þá sem uppvísir hafa orðið á barnaníðinu og neyðst til að játa en látið hina í friði? Hver tekur mark á svona kjaftæði.
Kaþólska kirkjan er tímaskekkja, hún misnotar aðstöðu sína gagnvart safnaðarmeðlimum sínum, einkum og sér í lagi konurnar og börnin. Ef allar gáttir þessarar kirkju yrðu opnaðar upp á gátt þá segi ég nú : Pandórubox hvað?
Misnotkun presta kaþólskra er jafn gömul kirkjunni. Hún er óafmáanlegur smánarblettur á henni, ég myndi aldrei treysta þeim fyrir barni, í eina mínútu. Ekki eina örskots stund.
Ég er viss um að Jesú er orðinn helvíti pissd á þessari kirkju sem þykist vera á hans vegum, föður hans og móður Maríu.
Arg.
Bænastund fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hér kemur fram að kaþólskir prestar eru um 400.000 í heiminum öllum. Samkvæmt þessari 1% ágiskun eru barnaperrarnir í þeirra röðum því 4.000 og þætti flestum nóg um. Enginn veit hvort þetta er rétt tala eða hvort þeir eru fleiri og ef ég skil fréttina rétt er þarna aðeins um að ræða þá sem beinlínis beittu börn kynferðislegu ofbeldi. Þá eru ótaldir allir þeir kirkjunnar þjónar sem beittu börn andlegu ofbeldi.
Ef sama hlutfall íslensku þjóðarinnar væri barnaperrar væri það 3.000 manns. Þætti fólki það allt í lagi? Ætli þolendum andlegs eða líkamlegs ofbeldis liði betur ef bara nógu margir biðja fyrir þeim?
Manni verður illt...
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 15:52
Úbs... gleymdi að linka á síðuna þar sem tala kaþólskra presta kemur fram ásamt fleiru. Síðan er hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 15:53
Þetta eru alveg svakalegar tölur og engin kirkja sem að kennir sig við Krist ætti að sætta sig þetta. Það á að svipta presta sem að misnota börn kjóli og kalli og láta þá (í þessu tilfelli er einungis um karlmenn að ræða) svara fyrir gjörðir sínar. Kirkja sem að hilmir yfir svona mál er ekki kristin og hefur ekki rétt á að kalla sig kristna.
Stundum held ég hreinlega að hugmyndin um kirkjuna eins og hún birtist í Biblíunni sé eitthvað sem að ég hef meiri áhuga á en hin raunverulega kirkja sem er gruggug af mannlegum mistökum og oftar en ekki langt frá uppruna sínum.
Læt þetta nægja!
Tjussss....
Sunna Dóra Möller, 6.1.2008 kl. 16:13
Einhvernvegin verða þeir að finna traustið sem þeir hafa misst - en það er mjög trixlegt og engin vandi að sjá í gegn um það samkvæmt þessari frétt í það minnsta.
Lyktar óneitanlega af markaðssetningalögmálinu, "biðja fyrir þeim sem hafa orðið fyrir misþyrmingum presta Katólsku kirkjunnar um leið og það eru bara 1% presta sem misþyrma" já, nú koma allir aftur og hafa viðskipti við Katólsku kirkjuna!
Edda Agnarsdóttir, 6.1.2008 kl. 16:21
Fáránlegur pistill! Þeir sem vilja biðja fyrir þessum fórnarlömbum eru ekki gerendur og það hlýtur að vera jákvætt að vekja athygli á þessum voðaverkum.
"Ef finnurðu fölnað laufblað eitt, þá fordæmir þú skóginn".
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 16:30
400.000 þúsund prestaskammir
4.000 pervertar
396.000 saklausar prestaskammir sitja saklausari undir ámæli.
Ég þjáist af bilun, ég þarf alltaf að skoða allar hliðar. Tek við skömmum í tölvupósti (ragghh@simnet.is)
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 16:39
Það er annað athyglisvert í þessu, en það er að þagnarskylda kaþólskra presta er annars konar en t.d. þagnarskylda lækna, lögfræðinga, sálfræðinga, kerfisstjóra eða bankamanna, því hún er alger. Allir þessir prestar eiga sér skriftafeður sem gera sér fullkomlega grein fyrir ástandinu, og þeir prestar eiga síðan aftur skriftafeður.
Ef læknir, sálfræðingur eða lögfræðingur kemst að því að skjólstæðingur sé að líkamlega eða andlega heilsu barns í voða, þá eru slíkar upplýsingar undanskildar þagnarskyldu. Samkvæmt lögum Kaþólsku kirkjunnar eru engar slíkar undantekningar til, og undanfarið árþúsund og rúmlega það hefur reynst erfitt að fá þessa kirkju til að samþykkja að hún er líka undir landlögum.
Elías Halldór Ágústsson, 6.1.2008 kl. 17:27
Úps, þarna gleymdist eitt orð, "Ef læknir, sálfræðingur eða lögfræðingur kemst að því að skjólstæðingur sé að stefna líkamlegri eða andlegri heilsu barns í voða" etc. á þetta að vera. Svona er að pósta of fljótt og á meðan maður er að gera tuttugu aðra hluti á sama tíma.
Elías Halldór Ágústsson, 6.1.2008 kl. 17:30
Það er merkilegt Elías Halldór, þetta hafði ég ekki hugmynd um !
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 17:32
Já, það er margt merkilegt sem þrífst í skjóli kirkna, allra kirkna. Menn tala um að ekki megi rugla saman kirkjunni sem stofnun og trúnni. Trúin sé jafnhrein hversu skítug sem kirkjan verður. Þessu er ég ekki sammála. Þegar byggð er upp stofnun um ákveðna hugmyndafræði hlýtur að vera eitthvað að ef hugmyndafræðin sú brenglast jafnalvarlega í meðförum þeirra sem þar starfa.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.1.2008 kl. 17:36
Steingerður, það eru ekki allir trúaðir sem fara í kirkju. Kirkjan er byggð ofaná trúnna en ekki öfugt. Þar af leiðandi er þetta ekki sami hluturinn.
Það er hins vegar með kristna trú sem og aðra trú að hún er stundum misnotuð miskunarlaust af óvönduðum persónum í annarlegum tilgangi. Ofbeldi gagnvart fólki er til að mynda andstætt flestum trúarbrögðum. Samt eru heilu stríðin háð í nafni trúar!!!
Kirkjan er stofnun og ekkert annað og trúað fólk getur verið trúað þó að það komi aldrei nálægt kirkju.
Steinn Hafliðason, 6.1.2008 kl. 18:04
Ég átti auðvitað við að það fer ekki allt trúað fólk í kirkju.
Steinn Hafliðason, 6.1.2008 kl. 18:05
Þú átt
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 19:38
Jenný mín, ég er sammála þér að þetta er ógeðslegt. Öll misnotkun er sakaverð og hræðilega mörg ljót verk hafa verið framin í nafni kirkjunnar. Veit ekki hverju fyrirbænir skila fórnarlömbunum en, þeir reyna að moka í holurnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 20:05
Guðlaugur: Ef starfsmenn kaþólsku krkjunnar fremja glæp í skjóli starfs síns, þá er kirkjan ábygrg sem stofnun. Einfalt mál.
Þeir sem báru ábyrgð á Breiðavík, sinntu ekki eftirlitsskyldusinni og þeir þess vegna ábyrgirfyrir því sem fram fór þar að sjálfsögðu.
Steinn: Ég hef aldrei sett samasem merki á milli trúar og kirkju. Svo sannarlega ekki.
Steingerður: Algjörlega sammála. Eitt verður ekki skilið frá öðru.
Elías: Ég vissi þetta reyndar, en takk fyrir þitt fróðlega innleg. Svo standa þeir saman allir sem einn þessir bölvaðir níðingar.
Ragga: Dettur þér í alvöru í hug að þetta sé hin eiginlega tala perra í prestahóp kaþólsku kirkjunnar? Og hvað með alla hina sem vita og gera ekkert? Eru þeir lausir allra mála?
Gunnar TH. Hvernig veist þú að þeir sem vilja biðja fyrir fórnalrlömbum níðingana í prestastétt, séu saklausir sjálfir? Hversu bláeygður er hægt að vera?
Edda: Ég held að það sé öruggast að bíða ekki eftir því að þeir endurvinni traust, ég held að það eina rétta í stöðunni sé að láta þessa menn ekki hafa umsjón með börnum. Þó fyrr hefði verið. Löngu búnir að fyrirgera þeim rétti sínum.
SD: Sammála.
Lára Hanna: Takk fyrir link og svo er ég sammála þér líka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 20:07
Ragga: Dettur þér í alvöru í hug að þetta sé hin eiginlega tala perra í prestahóp kaþólsku kirkjunnar? Og hvað með alla hina sem vita og gera ekkert? Eru þeir lausir allra mála?
Nei en líklega eru nógu margir saklausir til þess að ekki virki að dæma kirkjuna í heild.
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 20:12
Ef ég hef skilið Bandarísk lög rétt, og nú tala ég um Bandaríkin út af hneysu þeirri sem flett var ofanaf, eru þeir sem vita um og hilma yfir glæp jafn sekir fyrir dómstólum og sá sem brýtur af sér. Einnig er til fyrirbrigði sem heytir "Obstruction of justice" eða að hindra réttargang. Þetta er einnig töluvert alvarlegt brot. Þannig að hver einasti skriftarfaðir sem heyrir um glæp af einhverju tagi er þá um leið samsekur. Það fara að verða asskoti margir krimmarinir í kaþólskunni þar vestra. Þar leggst tvennt á að gera þessa stofnun að hinu versta kýli. Bæði hylma þeir yfir með hver öðrum ræflarnir og svo setja þeir sig yfir landslög. En það er einmitt með lögum að land byggist. Hér í Noregi slá menn mjög hart í borðið í hvert sinn sem múslimar orða sína skoðun að þetta eða hitt í samfélaginu okkar brjóti á lögmálum Kóransins. Kannski er það kominn tími til að kaþólskan og aðrar álíka siðspillatar stofnanir verið teknar í bakaríið.
U (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:58
Hér á Íslandi er hins vegar engum skylt að tilkynna um glæp sem hann eða hún veit af nema ef brotaþoli er barn.
Ég sé eitt vandamál við kirkjur og þess háttar stofnanir og ég býst við að stjórnmálaflokkar geti að vissu leyti verið sama marki brenndir; sú manntegund sem þrífst best innan vébanda þeirra er hræsnarinn.
Það er enginn munur á trúuðum manni og manni sem þykist vera trúaður, eða að minnsta kosti enginn mælanlegur munur, en það er það eina sem máli skiptir. Þess vegna ber að gjalda varhug við því að slíkar stofnanir fái einhver lögskipuð völd í samfélaginu.
Elías Halldór Ágústsson, 6.1.2008 kl. 21:13
Reyndar er þarna örlítil ónákvæmni hjá mér í fyrstu málsgrein, hún ætti frekar að vera svona: "Hér á Íslandi er óbreyttum borgurum ekki skylt að tilkynna um glæp sem hann eða hún veit af nema ef brotaþoli er barn."
Laganna vörðum og öðrum sem ber slík skylda starfs síns vegna hafa auðvitað tilkynningarskyldu um glæpi sem þeir verða áskynja.
Elías Halldór Ágústsson, 6.1.2008 kl. 21:20
Þetta eina prósent er í þessu tilviki einu prósenti of mikið !
Jónína Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.