Leita í fréttum mbl.is

Bölvað ekkisens pirringsblogg

 

Ég hef verið öllu pirraðri í dag en mér er hollt.  Hvað get ég sagt?  Ég er mannleg.

Mig var farið að gruna að það væru tvö almanök í gangi hérna í Seljahverfinu og sá hluti hverfisins sem er með öðruvísi dagatal en mitt, heldur að það sé gamlárskvöld.  Það er sprengt svo ógeðslega mikið að ég er að fara yfir um hérna.    Eldhúsglugginn titrar og skelfur.  Af hverju geta sumir drengir ekki orðið að fulltíða mönnum, jafnvel þó það standi á skilríkjunum þeirra að þeir séu komnir vel yfir fermingu?

Okokok, tuð skilar engu, held ég, en til vonar og vara held ég áfram.

Ég horfði á Áramótaskaupið núna áðan og nú fannst mér það lágmarksfyndið.  En það er ekki við Skaupið að sakast, það eru hryðjuverkamennirnir í hverfinu hérna, sem akkúrat núna senda ýlusprengjur í seríum,  sem eiga sök á húmorsleysi mínu. 

Annars skil ég ekki af hverju fólk býst við að liggja í brjálæðislegum hláturskrömpum í þúsundatali, yfir klukkutíma þætti, sem á að höfða til sem flestra.  Ég brosi eða hlæ nokkrum sinnum og þá er ég ánægð.

Sá sem sér um Skaupið hverju sinni hlýtur að vera óvinsælasti starfsmaður á landinu, ef frá er talið starfsfólk TR, en það fólk gæti gert betur.  Þar skilur á milli Feigs og Ófeigs.

Húrra Skauparar.  Þið eruð krútt.

Og svo er þetta með hana Björk og vodkaflöskuna sem hún á að drekka sinnum einn í viku.  Mér fannst þetta lélegur djók og mér datt ekki í hug, í eina míkrósekúndu að hún hefði sagt þetta, hvað þá heldur að hún drykki vodkafjandannHún er listamaður sem vinnur að sinni list og gerir það vel, og væri ekki stödd þar sem hún er ef hún væri maríneruð í vodka allan ársins hring.  Það sem fólki dettur í hug. Bölvað ekkisens kjaftæði.

Ég held að ég þjáist af jólasorg.  Það er alltaf svo mikill tregi í mér þegar ég tek niður skrautið, þó ég sé dauðfengin í aðra röndina að allt sé búið.  Þetta heitir að vita ekki í hvorn fótinn maður á að stíga.  Er ég að koma eða er ég að fara?

Nú er ég búin að pirrast í bili og líður svona líka ljómandi vel, ef ekki væri fyrir skipan Össurs í stöðu Orkumálastjóra.  Mikið rosalega hlakkar mig til að heyra ráðherrann rökstyðja stöðuveitinguna.  Það hlýtur að gerast í næstu viku.

Lovejúgæs og sorrí yfir pirringnum.

Allir dagar koma bara ekki innpakkaðir í gjafapappír, þeir koma í brúnum, rifnum bréfpoka, tættir og sveittir og botninn við það að detta úr.  Ójá.

That´s live for you!

Cry me a river og nú eru það ekki bara orðin tóm.  Hlustið á Lulu og Jeff Beck taka þetta frábæra lag. 

Gæsahúð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú miðar í mig ! Blásaklausa hérna hinum megin við skjáinn.

Ansans terroristar eru í þínu hverfi !

Ragnheiður , 5.1.2008 kl. 22:44

2 identicon

Tjuh...þú pirruð? Hef aldrei upplifað þig þannig...miklu frekar samuri pennans sem þú sveiflar beitt í kringum þig ef það er höggfæri. Sendi þér slóð á textann: http://solosong.net/cry.html kíponrunniing

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er svona líka hérna í Vesturbænum í Reykjavík. Það hafa drunið við skothvellir og sprengjudrunur frá því eftir hádegið í dag og er ekkert lát á. En ég er svo heppin að mér tekst að leiða þetta hjá mér og líta á þetta sem tímabil sem líður hjá fyrr en varir og þá tekur þögnin við á ný.

Sigurður Þór Guðjónsson setti inn færslu um hversdagsleikann í morgun. Þar kemur hann með þennan gullmola hér: "Sá sem ekki kann að meta hversdagsleikann kann ekki að meta lífið sjálft."

Ég held að það sé heilmikið til í þessu hjá honum. Hátíðir eru góðar og gildar, fólk hlakkar til þeirra, nýtur þeirra jafnvel á meðan þær standa yfir - en það er hversdagsleikinn sem er lífið sjálft með öllum sínum upp- og niðursveiflum, hvunndagsgráma og rútínu. Og ef manni tekst að umvefja hversdagsleikann og þykja vænt um hann verður hann stoð manns og stytta, öryggið í lífinu og það sem heldur manni gangandi í gegnum súrt og sætt.

Amen... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.1.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hér er ekki búið að vera mikið, ein góð terta þó áðan og við fórum út á tröppur og nutum, bara.

mér finnast fluveldar skenntlejir :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég var einmitt  líka að pæla í því hvort að almanakið væri breytilegt  Ég á heima í Breiðholtinu líka og það er ekkert smá búið að sprengja upp núna  Þoli ekki sprengjur

Katrín Ósk Adamsdóttir, 5.1.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég þoli ekki heldur sprengingar sem fylgja flugeldum og tertum og hvað þetta heitir!

Skaupið eina ferðina enn - og ég var svo mikið að vona að þetta hafi allt verið misskilningur hjá mér með það að það hafi ekki verið fyndið og settist niður til að skoða það aftur með þvílíkum j´kvæðum straumum svo margir búnir að mæra skaupið - en guð minn góður, það var bara ekkert fyndið - meira segja var það dapurt stundum í alvörunni, broddarnir voru það sterkir.

Góða nótt - Inga hringdi í kvöld og er alltaf að lesa okkur, fylgdist með okkur yfir öll jólin. - Nú komum við í kaffi til þín eða ég og þú til hennar?

Edda Agnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 23:24

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það verður gott þegar þetta sprengjuæði hættir og allt verður bara nokkuð eðlilegt á ný. Mér finnst alltaf sorglegast að taka niður jólatréð og henda því út. Ég fæ svo mikla sektarkennd að ég andast yfir að hafa keypt þetta lifandi fallega tré og svo er ég búin að drepa það á 14 dögum. Samt finnst mér svo gaman að setja það upp og dást að því með ljósunum....svona er maður nú stundum skrýtinn. Ég mun þá fella nokkur tár á morgun yfir trénu og vona að eitthvað gott verði gert við það...þetta er mín stóra sorg þegar jólin eru tekin niður! Hugsa að ég fái mér nú einhvern tímann gervi !

Góða nótt

Sunna Dóra Möller, 6.1.2008 kl. 00:03

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hér í ártúnsholtinu eru allir skotglaðir sama hvort sé dagur,kvöld eða nótt,því and.... ver og miðurég hef aldrei verið hrifin af því að skjóta upp flugelda ,enda á mínum bæ sér minn maður um þá hlið ásamt stelpunum fimm,en sem betur fer förum við eftir settum reglum og skjótum einungis á gamlárskvöld og á þrettándanumvið álfabrennukv.ein úr ártúnsholtinu að verða.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.1.2008 kl. 00:18

9 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Svona,svona, bara einn dagur eftir af skotgleðinni- gleðilegt ár!

María Kristjánsdóttir, 6.1.2008 kl. 00:31

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jenný Anna, takk fyrir pistilinn góða, jazzinn og Lulu.

Ég er svo þakklát fyrir flugeldana sem ég náði á bíó í gærkveldi og þá tilhugsun að fá þetta allt frítt beint fyrir framan nefið á mér hérna á Holtinu. Ódýrt bíó, ótrúlega gott og margar nýjar myndir sem ég hef aldrei séð áður í flugeldum. Á morgun er þrettándinn og eins gott að vera tilbúin með aðra töku. Það væri gaman ef ég gæti sett svona bíó inn á youtube og miðlað því. Þegar grákaldur hverstagsleikinn sverfur að, þá ætla ég að fagna honum og horfa á mynstur flugeldanna.

Ég horfði aftur á skaupið í kvöld, alveg það sama, hreyfði lítið við mér annað en umbúðirnar sem voru stúdio bíólegar. Eflaust hægt að endurnýta efnið í eitthvað annað en Áramótaskaup. 

GLEÐILEGT NÝTT ÁR, takk fyrir mig,  kveðja Eva

Eva Benjamínsdóttir, 6.1.2008 kl. 00:42

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hér var Kyoto samþykktin sprengd til helvítis fyrir klukkan átta í kvöld! Þá flúði ég á Stokkeyrarbakka - en þeir eltu mig þangað þannig að ég lagði á fjallið og endaði í borg óttans og þar var líka sprengt og kveikt í jólatrénu á Austurvelli!!! Er þetta ekki vinabæjargjöf?

Nú er ég komin heim aftur og ætla ekki að fara að sofa fyrr en síðasta rakettan er flogin á braut.

Saknaði til þín kvöld.......

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 00:57

12 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Kvitt og knús

Bjarndís Helena Mitchell, 6.1.2008 kl. 01:59

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kvitt og knús, dúllan mín.

Voða verður bloggið þitt alltaf skrýtið þegar þú setur inn myndband. Þá eru 20 metrar frá skrifaðri færslu niður í myndbandið sem kemst ekki fyrir fyrr en fyrir neðan bloggvinasúpuna. Kannski er ég með of lítinn skjá ... hélt í fyrstu skiptin að síðan þín væri biluð.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.1.2008 kl. 02:17

14 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Hlakka ÉG til, Jenný... Annars virðist ég vera ósammála flestum hérna um skaupið, ég horfði á það aftur í kvöld og uppgötvaði að mér fannst það bara nokkuð fyndið. Allavega hló ég nokkrum sinnum upphátt þangað til tárin fóru að renna. Ég gæti nefnt nokkur góð atriði en best fundust mér atriðið með bloggurunum og þegar Benedikt talar Baugsmál

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 6.1.2008 kl. 02:56

15 identicon

Skiljanlegur er pirringur þinn útaf sprengjum, sem betur fer flúði ég þær úr Kópavoginum á sínum tíma og gerðist Hafnfirðingur og þar er allt í lágmarki enda siðmenntaðir með eindæmum hér .

En þetta með skaupið, nennti ekki að horfa á það í gærkvöldi, annars var þetta ekki í fyrsta skipti sem það var endursýnt?? það er eins og mig minnir það og það lýsir kannski hvernig mér fannst það, en það er svosem ekkert nýtt og verður eflaust ekki heldur gamalt heldur.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 10:30

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hæ Hallgerður: Var inni hjá þér kona að lesa þinn ódauðlega pistil um mína uppáhaldsbók, Brekkukotsannál.  Asskoti hvað ég get verið sein í gang.

Magga Ö: Ég er svo sem ekkert rosa kvartgjörn yfir sprengjulátum en þetta var gegndarlaust hér í gær, meira en nokkru sinni kannski vegna ótíðar á gamlárskvöld og ég var með höfuðverk dauðans.

Þuríður:  Veit upp á mig skömmina með að hlakka til, nennti ekki að laga, en var búin að sjá.  Mér fannst skaupið alls ekki leiðinlegt, fannst það bara ekki eins fyndið í gær og á gamlárskvöld.

GURRÍ: Myndbandið er beint fyrir neðan textann hjá mér, I don´t know.

Elísabet Lára og Hrönn: Var ekki í selskapsskapi, en var hjá ykkur í huganum og Dúslingurinn er búinn að gefa mér allt inn með skeið.

Dúa: Hvað er þetta með þig og íkvekjur?

Eva: Velkomin í bloggvinahópinn.  Gaman að fá þig í bloggheima.  Einar Vilberg biður kærlga að heilsa þér.

María: Ef ég gæti nú verið viss um það.  Ég skil ekki þetta sprengjuelement í fólki, bara skil það ekki.

Linda: Góða skemmtun.

SD: Það er ekki einn einasti rauður dagur fyrr en um páksa. Lalalala

Edda: Nú kíkjum við í Tjarnó þegar ég kem að utan, er orðin leið á að glápa upp í gluggana hjá konunni í hvert skipti sem ég keyri framhjá, í þeirr von um að sjá Ingu bregðu fyrir.  Hehe

Hildigunnur: Flugeldar, smugeldar, það er með þá eins og hangikjötið, þegar þú ert búin að borða nægju þína þá fer það ekkert á milli mála.

Katrín: Segðu.

Gísli: Takk kærlega fyrir þessi orð.

Ragga: Breiðholtið heita ekki Gólanhæðir út af engu.  Flautukall.

Bjandís Helena: Knús á þig.

Lára Hanna: Er innfæddur Vesturbæingur og hef búið þar stóran hluta ævi minnar, þekki kauða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband