Leita í fréttum mbl.is

Andskotans kúnnafíflin

Í gegnum árin og þá einkum og sér í lagi, einokunarárin, hefur mér fundist töluvert skorta á virðingu við farþegana hjá Flugleiðum.

Ég er þá ekki að tala um áhafnirnar sjálfar, þar sem ég hef aldrei mætt neinu nema velvild, þannig að það mál er út af borðinu hér með.

Ég á við viðhorf félagsins, gagnvart kúnnanum, sem lengi vel hafði litla sem enga valmöguleika um flugsamgöngur.  Enda verðlagið eftir því í gegnum árin.

Núna tekur steininn úr.

Lögreglu var sigað á óánægða farþega sem vegna seinkana, sem urðu vegna skorts á úthvíldum áhöfnum hjá Flugleiðum og veðurs.

Haft er eftir Bergþóri Bjarnasyni að framkoma starfsmanna þjónustuborðs hafi verið til skammar, þeir hafi verið dónalegir og lögreglan verið kölluð til vegna farþega sem var heldur æstur en engin þörf hafi verið á því.

„Ísland er nú ekki svo mikið lögregluríki að fólk megi ekki segja skoðun sína," segir hann. Hann er ósáttur við kvörtunarþjónustu fyrirtækisins, hann hafi áður sent athugasemdir þangað en engin svör fengið.

Það virðist ekki vera mikil áhersla lögð á kurteisi í "þjónustuborði" félagsins, ef marka má þetta og reyndar fleiri sögur sem ég hef heyrt af óánægju fólks með hið svo kallaða þjónustuborð.

En hér kemur svo rúsínan í pylsuendanum:

"Guðjón Arngrímsson,upplýsingastjóri Icelandair, hefur  útskýringar á töfunum á reiðum höndum auðvitað og svör hans má lesa í greininni.  En eftirfarandi segir hann í lokinn:

Þar af leiðandi koma reglulega kvartanir, sumar réttmætar en oft er fólk að reyna að verða sér úti um eitthvað sem það á ekki rétt á."

Ég trúi varla mínum eigin augum?  Er þetta viðhorf Flugleiða til viðskiptavinanna?  Eflaust er alltaf eitthvað um að fólk reyni að nýta sér aðstæður en það getur ekki verið meirihluti farþega félagsins, ég trúi því ekki.  Eða er maðurinn að segja að Íslendingar séu upp til hópa gírugir andskotar sem skirrist ekki við að reyna hafa út úr Flugleiðum eitthvað sem það á ekki rétt á?

Það mætti benda upplýsingafulltrúanum á að það eru til hugtök sem heita þjónustulund og virðing gagnvart kúnnanum.  En kannski er það óþarfi, þeir sitja nánast einir að markaðnum og geta ullað á okkur asnana sem ferðumst með þeim.

Reyna að hafa eitthvað af Flugleiðum sem það (við farþegarnir) á ekki rétt á!!!  Skemmtileg umsögn.

ARG


mbl.is Löggan send á reiða farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er klaufalegt hjá kallinum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.1.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Segi það sama og þú, hef ekkert nema gott af öllum Íslenskum fluffum að segja ( köllum og konum) En soooooldið illa orðað hjá Guðjóni, held að flestir viti bornir myndu róa á önnur mið, ef meiningin er að græða eitthvað einhverstaðar

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ríkjandi viðhorf í einokun, það þarf ekkert að vanda sig vegna þess að kúnninn verður að skipta við þá, hvort sem hann vill eða ekki.

Mér finnst Guðjón vera dóni.

Jónína Dúadóttir, 4.1.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Hef oft fengið svona pirrings svip (ef þú ert eitthvað að rífa kjaft ferðu aftast í röðina kallinn) frá þjónustufólki þarna.

Flýg hér eftir á eigin vængjum.

Þröstur Unnar, 4.1.2008 kl. 12:03

5 identicon

Það fór um mig þegar ég sá þennan hroka í Guðjóni. Nýlega kvartaði ég til Flugfélags Íslands, sem er nú eins konar systir Flugleiða, því faðir minn hafði ferðast langa leið til að ná flugi útá landi til Reykjavíkur en það hafði orðið seinkunn og vegna óútskýranlegra mistaka var sms skilaboð, þar sem sagt var frá seinkuninni, sent á rangt númer. Hann því sendur heim aftur og beðinn um að koma 5 tímum seinna. Þegar ég talaði við flugfélagið baðst það afsökunnar og búið. Þeim fannst þetta rosalega leiðinlegt, en bætur fyrir vesenið voru engar.

Ég hef líka lent í því að vegna seinkunar í innanlandsflugi í Danmörku að missa af vél Iceland Express til Keflavíkur. Ég var að lenda í Kaupmannahöfn þegar ég sé Iceland Express vélina keyra útá flugbraut, þetta var eins og að missa af strætó... nema að ég var strandaglópur í öðru landi. Alla vega.... Þegar ég frétti af seinkuninni í innanlandsfluginu hafði ég samband við Iceland Express til að sjá hvað þeir gætu gert fyrir mig. Þeir sögðu að ég gæti breytt miðanum mínum og ferðast næsta dag, sem hefði verið alveg í lagi mín vegna, nema að það mundi kosta mig 25.000 kr. Svo ég flaug með Icelandair heim í staðinn. Ég komst að því að það var alls ekki rétt að ég hefði þurft að borga svona mikið fyrir breytingu. Það hefði ekki kostað mig meira en 4000 með breytingagjaldi. Ég sendi kvörtun til Express og strax daginn eftir fékk ég svar og 10.000 kr inneign hjá þeim.

Svo ef ég hef möguleika á Express, þá flýg ég með express í framtíðinni og mikið ofboðslega vona ég að þeir fari að koma sér í Ameríkuflugið og innanlandsflugið líka!

Sorry hvað þetta er löng athugasemd... ég fer að fá mér mitt eigið blogg! 

Nonni (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það eru örugglega mörg erfið mál í gangi í fluginu, hef svo lítið ferðast síðustu ár að ég á engar sögur, góðar eða slæmar. Þó hafa börnin mín verið á flakki og allt hefur staðist hjá þeim, þau ferðast alltaf með Icelandair.  Ég á hins vegar systir sem er frkvst. SAS og hún hefur sagt mér ótrúlegar sögur af frekju og dónaskap Íslendinga þegar eitthvað bjátar á í veðri/bilunum og öðru. Hún átti að vera í jóla og áramóta fríi, en fólk hringdi brjálað í hana t.d. á nýársdags morgun út af frakt sem ekki komst, því farþegar voru teknir framyfir. Það er örugglega erfitt að vinna á þjónustborði, en það verður auðvitað að sérvelja gott fólk í þessháttar þjónustu, það er jú andlit fyrirtækisins.

                             Pilot

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Trúðu mér Beta, ég skil þig fullkomlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 13:18

8 identicon

Rétt Guðjón er "andlit"fyrirtækisins.Ekki gott að vera svona hrokafullur.Send´ann á námskeið í mannasiðum .Fluffukonur og menn eru fín og þurfa ekki námskeið enda búin að fara á svoleiðis þegar þau byrja flug.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:03

9 identicon

Þetta er mjög svo klaufalega sagt hjá honum sem hann betur hefði átt að sleppa, en það er hins vegar rétt hjá honum Jenný, það er rosalega mikið til af fólki hér á landi sem reynir allan andskotans til að fá eitthvað frítt hjá fólki í þjónustustörfum. Ekki bara í fluginu heldur í verslunum og þjónustu almennt. Og það starf sem guðjón er að sinna hjá flugleiðum þarf að vera svakalega diplo manneskja.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:33

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Vildi bara kasta á þig kveðju, er í bloggletiskasti og þykist hafa mikið að gera !

Annars vil ég sem minnst viðskipti við Icelandair hafa (vegna ofsaflughræðslu) og bíð eftir að hægt verði að senda mig á milli landa eins og gert er í Star Trek...bara "bíma" mig á milli hahaha !

(sorrí ef að ath.semdin er úr samhengi, langaði bara að segja hæ )!

Sunna Dóra Möller, 4.1.2008 kl. 15:55

11 Smámynd: Ragnheiður

Tek undir með Sunnu Dóru, meðan ég kemst ekki með "bími" þá þori ég ekki að fara neitt. Hef enn ekki stigið nettum fæti inn í slíkan farkost...nokkrum sinnum flogið með Fokker og svo sjúkravélum en ji...ég þori þessu bara ekki og verð kyrr heima !

Langaði sko líka að segja hæ

Ragnheiður , 4.1.2008 kl. 16:28

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG var að hlusta á konu í viðtali í Reykjavík síðdegis.  Hún segir sko allt aðra sögu en Guðjón, þarna virðist fólki hafa verið mismunað herfilega og ekki satt, að hennar sögn, það sem Guðjón segir í viðtalinu.  Semsagt, þú hefur farið nærri sannleikanum eins og stundum mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 17:36

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu, ein í vitlausri frétt, þorrí, var með hugann við vélina sem lenti á Egilsstöðum.   hí hí hí  en hann var líka plebbalegur þar, eða frekjulegur.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 17:40

14 identicon

Án þess að ég hafi neinar tölur yfir það þá tel ég og hef heyrt að það sé lygilega mikið um það að fólk reyni að ná einhverju út úr báðum flugfélögunum ef það hefur orðið fyrir einhverjum óþægindum og stundum á það rétt á skaðabótum. Annars er það misjafnt hvað fólki finnst hverju sinni en sagan segir að þetta sé of algengt hérna og eins eru íslendingar ekki þægilegustu farþegarnir eða það er að minnsta kosti mín reynsla. En ég tek það fram að ég er ekkert að verja eða berja hann Guðjón Arngríms enda hef ég ekki séð þetta

Doddi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:48

15 identicon

Verð bara að segja að það er ekkert að þjónustulund hjá starfsfólki fyrirtækja, upp til hópa eru Íslendingar með eindæmum frekir og yfirgangssamir og heimta ávalt bætur fyrir ekkert því það er búið að ala upp í okkur að kúnni hafi ávalt fétt fyrir sér, hef unnið í þjónustugeiranum í yrir25 ár og veit alveg hvað ég er að segja.

óþekktur (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 18:00

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 4.1.2008 kl. 18:01

17 Smámynd: Hugarfluga

Þú rokkar, Jenný. Eins og talað út úr mínum puttum!!

Hugarfluga, 4.1.2008 kl. 20:05

18 identicon

Sammála því að þetta er klúðurslega orðað hjá honum. Hinsvegar held ég að það sé rétt sem margir koma inn á hér og það er að við Íslendingar erum með eindæmum frekir og viljum alltaf fá mikið fyrir helst ekki neitt!

Mér finnst t.d. athugasemdin hér að ofan frá Nonna fyndin þar sem hann byrjar á því að segja að það hafi farið um hann þegar hann sá þennan hroka í Guðjóni og talar svo í framhaldi af því um mistök sem Iceland Express gerði með því að segja að breyting á miða myndi kosta hann 25.000 krónur. Honum fannst það of mikið og valdi því að fljúga heim með Icelandair - sem hlýtur að hafa kostað sitt! En hvað gerist, hann Nonni kvartar og fær heilar 10.000 krónir í INNEIGN hjá Iceland Express, og þá er hann rosa sáttur! Þetta finnst mér skrýtið. 10.000 króna inneign hjá flugfélagi sem kemur illa fram við þig gerir ekkert nema að láta þig eyða að minnsta kosti 20.000 krónum hjá þeim (ef þú ferðast einn) til þess að geta notað þessar blessuðu 10.000 krónur.

Mér finnst bæði fréttaflutningurinn frá þessu Parísarflugi um áramótin og svo núna atvikinu í gær fyrir neðan allar hellur og er beinlínis hneyksluð á Kastljósi að vera að spjalla við krakka á Egilsstöðum til þess að reyna að koma slæmu orði á Icelandair. Hvað átti áhöfnin að gera? Áttu 50 kílóa flugfreyjurnar að standa upp í miðjum klíðum og segja með bros á vör að ekkert amaði að vélinni? Átti að aflýsa fluginu til Parísar strax þann 30. des í stað þess að athuga veðrið á hálftíma fresti og reyna að finna gat til þess að koma fólkinu til Parísar?

Ég held að við ættum aðeins að anda áður en við gagnrýnum allt og alla og heimtum heimsreisur í skaðabætur! Icelandair stjórnar því miður ekki veðrinu hérna, ef svo væri væri veðrið alltaf gott og eins og í auglýsingabæklingi.

 Púff - afsakið romsuna.

Kona (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:10

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Aðeins að tjá mig: ,, mannasiði vantar afar víða við þjónustuborð
                                á Íslandi".

Flugáhafnir eru yfirleitt afar inndæl.

En af sem áður var þegar allir unnu saman eins og einn maður,
og það var alltaf svo gaman í vinnunni.
                             Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 21:35

20 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég tek undir að kvörtunarþjónusta Flugleiða/Icelandair (set þetta allt undir sama hatt) er afleit, ef nokkur. Fyrir stuttu fór ég í 3ja daga ferð erlendis. Farangurinn minn týndist á leiðinni út (sem getur auðvitað alltaf gerst) en verra þótti mér að þurfa að eyta tímanum erlendis í að bíða eftir farangrinum, þar sem ég varð að vera á staðnum og kvitta fyrir móttöku. Mér var semsagt í þrígang sagt að hann væri á leiðinni, sem var tóm lygi. Að auki var mér sagt að ég ætti rétt á andvirði 50 punda, fyrir hvern sólarhring sem farangurinn skilaði sér ekki. Haft yrði samband við mig og mér sagt hvað undir það félli (föt og þ.h. en ekki hvað sem er). Aldrei var haf samband við mig vegna þessa. Eftir að ég kom heim sendi ég póst á netfang sem mér var gefið upp (yourcomments@icelandair.is). Ég hef engin svör fengið enn. Þetta var fyrir ca 2 vikum síðan.

Þjónustan er þarmur.

Brjánn Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 21:43

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég verð að segja að, ef rétt er haft eftir honum Guðjóni, þá hefur kallinn komist afar klaufalega fyrir sig orði. Starfandi hjá Icelandair Cargo þekki ég aðeins inn á afleiðingar seinkunar áætlunarflugs og það er örugglega ekki það auðveldasta að díla við.

Ég tek fram að ég er í sjálfu sér ekki að verja Icelandair en í fraktinni er ekki óalgengt að fólk reyni að fara fram á lækkun á flutningskostnaði þegar frakt er skilin eftir vegna farþegafjölda. Væntanlega yrði allt vitlaust ef farþegi yrði skilinn eftir til að koma bretti af súkkulaði til landsins. Á farþegavélum ganga farþegar og farangur einfaldlega fyrir.

Sumt í flugi er ekki hægt að ráða við, s.s. vélarbilanir eða veður og þarf fólk að sætta sig við það. En að sjálfsögðu er hægt að ráða við hvernig félagið bregst við og trítar sína viðskiptavini.

Sjálf ferðast ég á standby-miðum og læðist svo um og læt fara sem minnst fyrir mér. Það er ekki ætlast til þess að starfsfólk sem er að ferðast láti mikið á sér bera

Jóna Á. Gísladóttir, 4.1.2008 kl. 21:44

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og b.t.w. fékk ég töskuna skemmda til baka, kvöldið fyrir heimferð.

Brjánn Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 21:44

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Áhugaverð sum kommentin hérna, þ.e. þessi þar sem megininntak kommentanna er frekja og yfirgangur Íslendinga og svo er verið að afsaka seinkunina sem varð til þess að Guðjón Arngrímsson kom með þessa smekklegu athugasem sem færslan fjallar um.´

Frekir Íslendingar eru ekki til umræðu hér.

Ekki heldur seinkun flugvéla, hvorki vegna veðurs eða annars.

Umfjöllunin er um handónýtt viðhorf Flugleiða til viðskiptavina sinna, en kannski finnst fólki það sama og félaginu, að það sé allt í lagi að koma illa fram við kúnnann af því þeir séu svo frekir og leiðinlegir og alltaf heimtandi eitthvað.

Get a fucking live.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband