Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Persona non grata?
Nú hefur Borgarleikhússtjóri, Guðjón Pedersen, tekið leikhúsgagnrýnandann Jón Viðar Jónsson út af frumsýningargestalistanum. Hann þarf héðan í frá að borga sína miða sjálfur, vilji hann sjá sýningar í leikhúsinu.
Þetta gerir leikhússtjóri vegna þess að honum finnst gagnrýnandi sýna áhorfendum vanvirðingu með þeim orðum sínum, í ritdómi, að það stafi nálykt af Borgarleikhúsinu og eitthvað fleira nefnir hann til, máli sínu til stuðnings, eins og lesa má hér.
Nándin er of mikil í þessu gluggatjaldaþjóðfélagi. Nú veit ég ekkert um hversu góður/slæmur gagnrýnandi Jón Viðar er, en ég minnist þess í gegnum tíðina að það hafa orðið heiftarleg viðbrögð frá leikhúsfólki, þegar sýningar eru teknar niður. Ekki bara af þessum gagnrýnanda.
Þrátt fyrir heiftarleg skrif finnst mér samt ekki mjög fagmannlegt að svipta manninn, sem vinnur við leikhúsgagnrýni, frumsýningarmiðum, það er eins og leikhússtjórinn sé að bregðast við eins og móðgaður smákrakki.
Reyndar finnst mér þetta með nályktina frekar ósmekklegt, en ég hef á tilfinningunni að það sé ekki til siðs víða að skutla gagnrýnendum í leikhúsi út af listum, lýsa þá persona non grata, af því leikhússtjóranum líkar ekki orðalagið í krítikinni.
Það er klént. Hehemm.
Ég held samt að Jón Viðar sé frekar svona pirraður karakter, án þess að ég geti fullyrt neitt um það og ég held líka að það þurfi heilagan mann að láta hann ekki fara í taugarnar á sér, þ.e. ef viðkomandi á hagsmuna að gæta. Hann fer stundum villt í mínar pirrur og er ég nú bara leikhúsgestur og lesandi. Finnst hann allt að því illkvittinn á köflum. En samt krútt. Æi skiljið þið?
En báðir aðilar verða að kippa þessu í liðinn. Þetta er ekki áhugamannaleikhús hérna, heldur Borgarleikhúsið og Jón Viðar er gagnrýnandi sem fólk les.
Kiss and make up guys. Þetta eru ekki neitt sérstaklega fagleg vinnubrögð á hvorn veginn sem er.
P.s. Svo held ég að mikilvægi gagnrýnenda sé dálítið ofmetið hérna. Aldrei nokkurn tíma læt ég þá hafa áhrif á mig, hvorki er varðar tónlist eða leiklist. En ég les hana alltaf, ójá og svo ber ég saman við mína eigin upplifun. Ég held hreinlega að fólk láti ekki segja sér hvað það á að sjá og hvað ekki.
En ég hef kannski ofurtrú á manneskjunni.
Úje og koma svo!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2008 kl. 09:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2987258
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æh, mér finnst pínu fyndið að ritstjórar DéVaffs segi þetta brot á tjáningarfrelsi, það hefur ekkert með það að gera. DV getur bara sjálft keypt frumsýningarmiða handa fýlupúkanum, það er enginn sem bannar þeim að gera slíkt né honum að mæta og skrifa síðan. Þetta er bara táknræn ákvörðun hjá þeim og eiginlega frekar skiljanleg sem slík.
Ekki býð ég dónum heim til mín, ef ég kemst hjá því...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.1.2008 kl. 23:29
Testing testing, bara að gá hvort að ég sé í náðinni aftur... mér var nebblilega úthýst áðan sko ..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 01:10
Þetta er allavega klént
Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2008 kl. 04:39
Ég ætlaði að lesa greinina "hér" en var þá gómuð við að reyna að komast inn í stjórnborðið þitt....
Jón Viðar er einn af þeim, sem ég er ekkert viss um hvort ég þoli eða þoli ekki, svo ég skil alveg þetta með "krúttið"
Jónína Dúadóttir, 4.1.2008 kl. 07:02
Jón Viðar J'onsson er snillingur, segi það og skrifa og einvher alfyndnasti maður sem ég hef hlýtt á! Bull að hann sé einhver fýlupúki, spyrjið bara hina fjallhressu og frábæru Hlín Agnarssdóttur til dæmis!
J'on hefur nú lent í öðru eins fyrr, er fólk búið að gleyma snöggum en snilldarlegum dómum hans í Dagsljósi um árið og allt írafárið sem þeir ollu!?
Og vogið ykkur ekki að draga fagmennsku´Jons í efa þótt hann sé og hafi oft verið stóryrtur, fáir ef nokkrir betur menntaðir né betur að sér í öllum afkimum leikhússins!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2008 kl. 07:49
Mér finnst gaman að lesa dóma/gagnrýni en læt það ekki stjórna því hvort ég sjái verkið. Ísland er ansi lítið þótt við reynum að haga okkur stundum eins og milljónaþjóð ... smæðin okkar sést vel í þessu dæmi.
Knús í bæinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.1.2008 kl. 07:51
Þetta mun að sjálfsögðu skila leikhúsinu málefnalegri og hagstæðari leikhúsgagnrýni. Vont múv...mjög vont múv Gíó.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2008 kl. 08:11
Kannski er leikhúsið að spara og enginn fái frítt inn. En líklegast fellur þetta undir kategoreíuna maður vill ekki borga fyrir að láta berja sig...flestir.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 08:47
Gísli: Leikhúsið er ekki að spara, það vill bara ekki láta þessa miða af hendi til Jóns Viðars eða DV. Leikhús-gagnrýnendur eru nauðsynlegir hvor öðrum skilst mér, ekki er hægt að panta góða dóma?
Dúa: Hva, krúsí mín; þú hér?
Jón Steinar: Já dálítið vont múv, held ég.
Gurrí: Sammála.
Magnús Geir: Rólegur, auðvitað voga ég mér að draga allskonar hluti í efa, en að þessu sinni er ég ekkert að því. Held að Jón Viðar kunni vinnuna sína þokkalega.
Hallgerður: Góðan daginn, ég er sammála, læt aldrei segja mér hvað mér á að finnast um listviðburði, þannig er nú það.
Jónína: Búin að laga svo nú er hægt að komast inn á fréttinal.
Guðrún B: ALltaf í náðinni elskan. Hvar ertu búin að vera?
HIldigunnur: Hvenær fer gagnrýnandi yfir mjörkin. Er nályktin sem JV skrifar um of langt gengið? Mér finnst þetta umhugunarefni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 09:13
Hélt það líka Beta mín, en þarna er málið orðið persónulegt - mjög persónulegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 09:54
Góð skrif !!
Mér finnst allt í lagi að svipta manninn frumsýningarmiðum, hann fer oft og iðulega yfir strikið í geðvonskulegum og ósanngjörnum skrifum sínum.
Ég forðast að lesa leikhúsgagnrýni fyrr en eftir að ég hef sjalf séð sýninguna, vil helst fara og upplifa og fá að hafa hugann ómengaðan af áliti annarra...
Marta B Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 10:02
Marta, nákvæmlega.
Mér fannst nályktin fara yfir strikið, þó hún væri örlítið fyndin. Magnús Geir, ekki dettur mér í hug að draga fagmennsku Jóns Viðars í efa, en fýlupúki á hann sannarlega til að vera.
Eigum einn svona djöfulaðdraga í músíkinni líka ;)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.1.2008 kl. 11:34
Hið fróma tónskáld Hildigunnur hefur sem svo margur annar fallið fyrir gildru Jóns Viðars, hann er nefnilega stórgóður LEIKARI líka! Það er nefnilega þannig, að fólk sem hefur komist na´lægt Jóni, unnið með honum eða á annan hátt hefur kynnst honum, dregur upp allt aðra mynd en hans opinbera mynd gefur af honum!
Ertu að tala um íslenskjapanska pianóstra´kin SEn?
Eða þennan sem Kristinn ´sigmundsson lenti í rifrildinu við?
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2008 kl. 14:11
Afsakið, uppikommuskortur áberandi hér að ofan!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2008 kl. 14:13
sá japanski er málið.
Vel getur verið að Jón VIðar sé hreint enginn fýlupúki, sama með Sen, hann er bráðskemmtilegur viðkynningar. Hins vegar sérkennilegt að búa sér til fýlu á blaði ef hún er ekki til staðar irl.
Oft eru dómar JV skemmtilegir en stundum er bara eins og hann hafi ekki séð út úr augum...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.1.2008 kl. 14:38
Þegar Jón Viðar Jónsson, sem er hámenntaður leikhúsfræðingur n.b. talar um nálykt í gagnrýni sinni er hann ekki að tala um leikhúsgesti - hann er að tala um deyjandi starfsemi Borgarleikhússins vegna misheppnaðrar stefnu stjórnar og leikhússtjóra. Það stendur nákvæmlega í grein hans. Hvort svo ég er sammála eða ekki, þá finnst mér gagnrýni fagmanna í hvaða listgrein sem er, kostur og í raun alger nauðsyn. Hún gerir þeirri list sem hún beinist að fyrst og síðast gagn - þ.e. vekur fólk til umhugsumar um viðkomandi verk, kallar fram umræðu og veltir iðulega upp flötum sem gaman er að velta fyrir sér, þótt maður sé ekki endilega sammála.
Það virðist einhver mikill misskilningur ríkja um orðið og gjörðina gagnrýni hér á okkar ylhýra. Gagnrýni þýðir að rýna í gegnum ákveðin orð/hlut/verk. Það er eitthvað allt annað en dómur - hvað þá áfellisdómur. Mér sýnist við hins vegar ekki kunna að notfæra okkur hana vegna persónulegs ótta.
Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.