Leita í fréttum mbl.is

Árás úr launsátri - ég í þörf fyrir áfallahjálp

Ég er búin að koma mér upp vandmáli (sjúkdómi jafnvel), en það er bloggið.  Ég gerði mér enga grein fyrir að ég yrði að taugahrúgu vegna þess að mér tækist ekki að komast inn á fargings bloggið til að lesa og kíkja á framvindu mála, þegar allt krassaði í dag.

En í dag komst ég að því að ég er í ógeðslega mikilli krísu út af árásinni sem gerð var á blog.is, sem gerði það að verkum, að ekki kjaftur hefur komist inn á síðuna mína, og ekki þá ég heldur, jesúsinn minn!

Ég var reyndar ekkert að pæla í blogginu fyrr en seinni partinn í dag, að ég settist niðurí  miðjum þrifum, til að fá mér sígó og kíkja á bloggið.  Ekkert gekk, allt lá niðri.  Það var þá að mér fannst þessa knýjandi þörf að komast inn á mitt persónulega blog.is, og ég hófst handa við að framfylgja einbeittum vilja mínum.

Það er skemmst frá því að segja að ég lenti í því sama og margir aðrir, komst hvorki lönd né strönd.

Ég brotnaði niður, ég grét, fleygði mér í sinnum þrír í veggi, titraði, hjartað var á leiðinni ofan í maga, ég varð rauðdílótt í framan og ég varð að anda í bréfpoka, brúnan sko.

Nú er minn eðlilegi húðlitur (sem er doldið út í grænt og grátt svona) að koma til baka, hjartað er að ná eðlilegum slagfjölda á mínútu og ég þarf ekki að anda í pokaskömmina lengur, guði sé lof.

Án alls fíflagangs þá fannst mér frekar óþægilegt að bloggið lægi niðri en ég eins og fleiri er vön a kíkja inná, af og til yfir daginn, en það er eins og að skreppa í pásu með góðum kunningum.

En nú erum við komin heim, óslösuð, það er flott.

Var ég búin að sejga ykkur að ég skúraði eins og berserkur til að fá útrás fyir skelfingu mína þegar verst lét?

Ekki?

Ok þá vitið þið það núna.

Kem eftir smá.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála, búinn að vera eyðilagður í allan dag að komast ekki inn á síðuna mína.

Meiri helv*!# fíflin sem voru að "hakka" blog.is

Flestir hakkarar eru tvítugir hreinir sveinar, bólugrafnir og horaðir.. og láta gremju sína bitna á saklausum moggabloggurum! SVEI! 

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna nú þykir mér tíra á skarinu! Hef ekkert verið að fara bloggið fyrr en rétt áðan og sé þá þessi ósköp sem dunið hefur yfir bloggverja.

Edda Agnarsdóttir, 3.1.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: halkatla

ég kem meiraðsegja úr bloggfelum því að ég er búin að vera að lesa bloggið þitt eftir alla þessa daga og verð bara að segja að þú ert sá frábærasti bloggari sem hugsast getur  

halkatla, 3.1.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.1.2008 kl. 22:02

5 identicon

Einar, þetta er auðvitað match made in heven, hakkarar og bloggarar.  Annars vegar tvítugir hreinir sveinar, bólugrafnir og horaðir og hins vegar bloggarar, miðaldra, feitir alkar eða fyrrverandi alkar.  Báðir hafa fundið þann tilgang í lífinu að láta gremju sína bitna á saklausum.

bjarni (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni minn: Það er til aðstoð fyrir fólk eins og þig.  Ójá, kæri vin, örvæntu ei, hjálpin er nær, en ég ætla að loka á þig Bjarni minn, þú ert dónlegur og ekki hæfur í umræðunni.  Allílagibless.

AK: Takk fyrir þetta felubloggarinn þinn.

Edda: Þetta var veruleg krísa.

EInar: Ekki eru þeir félageir bölvaðir hakkararnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehehe

Jóna Á. Gísladóttir, 3.1.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

múhahaha, hvers vegna komuð þið ekki bara í heimsókn til okkar hinna, wordpress og blogspot voru alveg uppi :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.1.2008 kl. 23:33

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er að þróa með mér sama sjúkdóm, veit ekki hvernig ég tækla það að vera í skólanum....hummm, þetta er bara svo roooosalega gaman

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.1.2008 kl. 01:35

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég missti alveg af þessu, en hefði örugglega liðið illa annars... Hefði samt ekki gengið svo langt að fara að skúra... held ég

Mikið vorkenni ég þessum Bjarna.... 

Jónína Dúadóttir, 4.1.2008 kl. 07:59

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það komust nú fleiri að því að maður er orðin háður tölvunni,  blogginu, og mailinu, það er ekkert skrítið maður talar við alla ættina heima og heiman miklu meira en maður hefur nokkurn-tíman gert.
Frábær uppfinning tölvan og þróunin í kringum hana.
                             Kv. Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.