Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Eymdin og sorgin sem selja
Nú, þá er þessi fyrsti virki dagur nýs árs, senn á enda runninn.
Einhverjir strákar á öllum aldri geta samt ekki hægt að sprengja, hér eru drunur eins og á átakasvæðum.
Ég er búin að lesa bókina um hana Bíbí og var búin að lofa að blogga um hana, fyrir bloggvini mína og ég veit, satt best að segja og aldrei þessu vant, hvað mér finnst.
Ég hef svo klofnar tilfinningar gagnvart efninu. Bókin er vel skrifuð, auðvitað, það fara ekki margir í pennann hennar Vigdísar. Viðfangsefni bókarinnar, hún Bíbí Ólafsdóttir, er líka frábær alþýðukona, sem fær heldur betur að finna fyrir lífinu. Hún heldur samt ótrauð áfram, eftir hvert einasta skipti sem settur er fyrir hana fótur. Stundum er hún sjálfri sér verst, stundum fær hún utanaðkomandi aðstoð við áföllin, alveg eins og gengur í lífinu, ég ætti að þekkja það.
Þetta er sem sagt góð bók, ef ég á að lýsa henni á einfaldan hátt.
Burtséð frá ágætri bók um Bíbí, þá er eitthvað í tíðarandanum, sem gerir það að verkum að fólk hópast í eymdina og sorgina hjá öðrum, eins og við viljum geta fylgst með af kantinum, án þess að vera beinir þátttakendur, kíkja úr öruggri fjarlægð á sársauka og sorg náungans. Eins og við höfum sterka þörf fyrir að fá áþreifanlega sönnun þess að við séum í ágætis málum sjálf.
Ég held að ég tjái mig ekkert sérstaklega um þetta mál frekar í bili. Enda vart búin að hugsa það til enda.
Ég las Harðskafa Arnaldar Indriðasonar. Ég las hana af því að ég hafði ekkert betra að gera. Hef aldrei verið fyrir sakamálasögur. Mér fannst hún fyrirsjáanleg, fyrirsjáanleg og fyrirsjáanleg.
Það kannski kemur til að því að ég beitti minni alkunnu lestrarreglu, sem ég nota á bækur með óræðan endi, ég tékkaði á sögulokum þegar ég var komin inn í miðja bók, en ég hef þetta fyrir reglu, þar sem mér leiðist spenna og get þá lesið bókina í rólegheitum í staðinn fyrir að stressa mig á hverjir enda uppi dauðir, hverjir sem sökudólgar og hverjir sem sigurvegarar.
En...
hún var samt fyrirsjáanleg.
Og hananú
og úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Líka Þrölla sínum
Þröstur Unnar, 2.1.2008 kl. 21:43
Ég fékk hana lánaða hjá Brynju og co og get því miður ekki lánað hana áfram en frumburður á hana líka og ég skal tékka Dúa. Þrölli ég verð að benda þér á bókasafnið dúllan mín, má ekki lána bækur út í cypertómið þó þú sért mér kær bloggvinur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2008 kl. 21:54
Ég er að lesa Arnald líka, hef það á tilfinningunni að hún sé fyrirsjáanleg.....er að halda aftur af mér að kíkja á endann, veit að ég mun gera það fyrr en síðar.....ég er hætt að koma mér á óvart í þeim efnum !
Sunna Dóra Möller, 2.1.2008 kl. 22:01
Þið getið bara beðið þangað til hún kemur út í kilju, Dúa kaupir svo eitt eintak, sendir á Þröst og svo áfram, þetta verður þá farbók. :)::)
ÉG er sniðug, english eyes
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 22:29
Systir mín hún Gyða er hrifin af Bíbí - ég hafði engan áhuga á henni en ég held að ég byrji bara. Er að lesa Jón Kalman "Himnaríki og hevíti" og svo ætla ég að lesa bokina hennar Eddu um föður hennar sem var minnisveikur eins og pabbi minn er.
Jenný þetta með þig og bækur þ.e.a.s. kíkja í endinn, þú hefur talað um þetta áður á blogginu, það minnir mig á sögu sem ein af samstarfskonum mínum sagði okkur frá á kennarastofunni rétt fyrir jólin. Hún getur ekki látið jólapakkana sína í friði, hún káfar á þeim og hættir yfirleitt ekki fyrr en hún er komin á sporið með hvað í þeim er. Maðurinn hennar er löngu búin að gefast upp á þessu og pakkar öllu inn í stóran eða lítinn pappakassa burtséð frá stærð gjafarinnar. Konan er þriggja barna móðir og mér þótti þetta sérstakt að vera ekki vaxin upp úr þessu - en það er gott að eitthvað er eftir af barninu!
Edda Agnarsdóttir, 2.1.2008 kl. 22:35
Rimlarnir eru góðir,frábærlega vel skrifuð bók og skemmtileg.Svo er að lesa líkaminn fyrir lífið í janúar og þeir sem þurfa, fá sér ávexti með.hehehehehe.Kíki á Bíbí við tækifæri.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:51
þetta er assgoti vel orðaður pistill hjá þér kona. ... Eins og við höfum sterka þörf fyrir að fá áþreifanlega sönnun þess að við séum í ágætis málum sjálf...
hef ekki spáð í það áður að þetta sé ástæðan. Hefur auðvitað sínar góðu og slæmu hliðar. Góða hliðin er að kannski er þetta einhver angi af Pollýönnu: ''mér hefur ekki liðið vel undanfarið en hvernig á ég að geta kvartað þegar þessi hinn hefur það svona slæmt''.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 23:03
Tek undir með Jónu, góður pistill! Þetta með að standa á hliðarlínunni, og kannski þakka fyrir að svona séu hlutirnir ekki hjá manni sjálfum! Svo þurfa sumir endalaust að tala um vandamálin hjá "einhverjum öðrum", kannski til að breiða yfir sín eigin!
Ég ætla að lesa Bíbí við tækifæri, það fékk bara engin þessa bók af fólkinu í kringum mig, þannig að ég skrepp á bókasafnið, þegar fer að hægjast um í útlánum á henni!
En ég get bent á góða bók: Þar sem vegurinn endar, eftir Hrafn Jökulsson. Vel skrifuð bók, ekkert útflúr, yndisleg lesning!
Kv. Sigrún Jónsd.
Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:59
Þú ert frábær penni Jenný.
Ég er svo hjartanlega sammála þér, eymdin selur
Hef ekki lesið Bíbí og ekki viss um að ég geri það, er meira fyrir skáldsögur heldur en ævisögur/reynslusögur.
Hinsvegar er alveg bannað að fletta aftast í spennusögum til að skoða rúsínuna í pylsuendanum ha ha ha það finnst mér alveg bráðfyndið.
Marta B Helgadóttir, 3.1.2008 kl. 00:49
Já, sammála með hliðarlínuna, góð pæling. Mér finnst samt alltaf verða sveiflur í þeim efnum. Á tímabilum eins og jólum, eru margir sem vilja bjarga heiminum og sýnast "góðir menn". En á öðrum tímum er oft eins og að öllum standi á sama. Allir með fókusinn á önnur mál og skemmtilegri. Ég held að jafnvægi verði líka að ríkja til að fólk geti haldið geðheilsu sinni. Eymd og ófarir í of stórum skömmtum gerir fólki þann grikk að geta ekki notið lífsins síns, fyrir óförum annarra.
Úff, nóg um þetta frá mér. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir kynnin á því gamla. Ég ætla ekki að lofa að lesa neina bók, bara vegna þess að ég hef ekki oft eyrð í mér til þess. Nóg af truflunum og öðrum verkefnum líka þessa dagana.
Bjarndís Helena Mitchell, 3.1.2008 kl. 02:09
Bókin um bíbí var eina bókin sem mig langaði að lesa um þessi jól, en ég fékk hana ekki í jólagjöf, minn fyrrverandi fékk hana og ætlar að lána mér hana við tækifæri Ég kíki líka oft á hvernig bækur enda þegar ég er hálfnuð að lesa! ein forvitin
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2008 kl. 03:07
Kúnstin við að lesa bækur um eymdina, er að fara ekki inn í hana með
þolendanum, sem er afar algengt.
Verðum að vera fyrir utan og vega og meta.
Held að Hallgerði hafi tekist það nokkuð vel.
Arnald les ég ekki hann höfðar ekki til mín og þar erum við sammála tvíburarnir mínir og amma, en þær komu með bók að lána mér um jólin
um systurnar þrjár sem voru misnotaðar í æsku. Fannst hún langdregin. Svo er ágætt að lesa Manga á stundum, Manga eru Japanskar teiknimyndasögur. þær yngja upp hugann
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2008 kl. 09:12
Ég er búin að lesa Bíbi og fannst bókin vel skrifuð en eitthvað var samt að trufla mig eftir lesturinn. Ég er ekki viss um að maður lesi þetta til staðfestingar á því að maður hafi það svo gott sjálfur. Annars tek ég undir með Hallgerði, hún orðar þetta vel.
Er að lesa "Óreiða á striga" og lýst vel á. Hlakka líka til að lesa Þúsund bjartar sólir, Harðskafa, Rimla hugans, osv.frv., osv. frv.
Vildi að ég þyrfti ekki að fara í vinnuna í janúar heldur gæti bara verið heima og LESIÐ!!!
Kristjana Leifsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 12:42
Ég fékk enga bók í jólagjöf en spúsi minn fékk 3, bókina um Guðna Á., Breiðavíkurdrenginn og Svein í KálfsskinniEnga af þessum bókum langar mig að lesa, svo ég fór á bókasafnið og datt niður á Agatha Cristie, hún stendur alltaf fyrir sínu.
Æðisleg blúndan hérna hjá þér, heklarðu sjálf ?
Jónína Dúadóttir, 3.1.2008 kl. 12:55
Má til að koma með að blandast inn í umræðuna, þar sem hún er um nýútkomnar bækur. Synir mínir gáfu mér annars vegar bók Hrafns Jökulssonar, Þar sem vegurinn endar og hins vegar bók Þórunnar E. Valdimarsdóttur, Kalt er annars blóð. Báðar aldeilis frábærar en að sama skapi ólíkar. Mér fannst bók Hrafns sálarkonfekt. Sú kyrrð og ró sem textinn færir manni var alger. Hann skrifar af svo mikilli virðingu um fólk og menningarsögu þess. Hver einasta manneskja varð svo stór og að því er virtist í svo miklu samræmi við sitt umhverfi. (Utan Þorleifur Kortsson, fyrrum sýslumaður og galdra-brennuhöfðingi). Mæli mjög eindregið með lestri þessarar bókar.
Þá er það bók Þórunnar Erlu - Kalt er annars blóð - Reyndar algerlega inni á mínu áhugasviði. Þær aðalpersónur þessarar bókar byggja alfarið á helstu persónum Njálu. Hrútur, sem hinn mikli kvennaljómi en að sama skapi óheppni í ástarmálum sem og fleiri málum, en það var jú hann sem lá kylliflatur undir álögum Gunnhildar, hjákonu sinnar, um að hann myndi ekki geta gagnast sinni heitkonu, sem hann var að halda framhjá, vegna mikilfengleiks áhalds síns. Hallgerður - Glæpakvendið Halla í bókinni - og uppáhaldsmyndefni ,,Séð og heyrt" með alla sína klæki og fínheit - Gunnar - frægur cellóleikari í þessari bók - en frægðarsól að dala og lifir tvöföldu lífi. Þá Njáll og Bergþóra, hann sem alþingismaður og hún sem félagsráðgjafi. Hér er að sjálfsögðu um glæpasögu að ræða, eins og fyrirmyndin er, en alveg ótrúlega gaman að sjá þessa fornu sögu færða upp á nútímann og leikni Þórunnar til þess. Mæli mjög með þessari lesningu.
Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.