Leita í fréttum mbl.is

Ekki brúnuð kartafla í sjónmáli!

Mér finnst Tarantino flottur leikstjóri, mergjaður reyndar, en mér gæti ekki staðið meira á sama hvar hann kýs að hanga á jarðarkúlunni í frítíma sínum.  Mér finnst nánast plebbalegt að lesa fréttir af því hvert hann fer til að borða, hvaða flugelda hann sendir upp í himinhvolfið og svoleiðis.

Nóg um það.

Ég á bágt, mér er illt í "slasaða" fætinum og ég er þreytt.

Þreytt eftir jólasukkið.

Alveg er mér sama þó ég sjái ekki brúnaða kartöflu nema á mynd næsta árið.  Myndi meira að segja fagna því.

Hvað þá heldur steikur upp á slatta af kílóum.

Jólatréð mætti fara í frumeindir sínar hérna á stofugólfinu, ég myndi sópa því upp án þess að æmta og skræmta og segja bæbæ jólatré.

Ég gleðs yfir því að bráðum tekur hvunndagurinn völdin.

Ég held að þetta sé eðlilegt ástand, þ.e. að vera búin að fá nóg af bílífi hátíðanna.

Það eru bara skiptin yfir í hinn gráa veruleika sem geta verið svolítið erfið, þar sem maður er auðvitað búin að snúa við sólarhring og borða alls kyns óhollustu í töluverðu magni.

Svo er ég ásamt öllum hinum æst og tilbúin að ári, í að hefja leika aftur, af fullum þunga.

Þannig að ég er ekki fúl, bara smá þreytt og er að hugsa um að leggja mig aðeins og nota þessi "forréttindi" sem það eru að vera heimahangandi.

Samkvæmt ásetningi dagsins, er ég með þveggja klukkustunda skrif í bók á stundatöflu.  Við það verður staðið.

Ég held nú það og knús inn í daginn.

Úje.


mbl.is Tarantino og Roth í rosa flugeldastuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dugleg stelpa!!

Sjálf kem ég í mínus út úr jólunum - og meina þá ekki buddulega séð.

Nema þú hafir alist upp á einhverjum afskekktum firði og budda þýði eitthvað allt annað í þinni orðabók

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilegt ár ! Það eru fleiri komnir með nóg af jólasukki....ég er komin í strangt aðhald á ný eftir ofát og sukk ! Ég hlakka til að fá hversdaginn á ný, hann er bara aldeilis ágætur!

Ég vona að þú náir þér sem fyrst í fætinum og hafði það sem allra best í dag !

Sunna Dóra Möller, 2.1.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Úff já, fiskur og kjúklingur verður það þyngsta sem sleppur inn fyrir mínar varir á næstunni. Þetta var einstaklega erfitt þessi jólin, kannski af því að helgarnar bættust framan við og þá fjölgaði einhvern veginn veislum og stórmáltíðum.

Megir þú verða fótafim lipurtá á nýju ári

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.1.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég var búin að kommenta hérna...  Hvað varð um það? Ég hef sennilega gleymt að ýta á senda. Byrja þá bara upp á nýtt:

það er svo ljúft að finna að maður vill fá hversdagsleikann aftur. Þann sama og við kvörtum stundum yfir. Brúnaðar kartöflur eru ekki hátt skrifaðar hjá mér á næstunni og sennilega verður fiskur í öll mál á næstunni. Jafnvel sushi til að hafa þetta sem náttúrulegast á móti öllu reykta kjötinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skil þig 100%. En með Tarantino, misstir þú þá af því að lesa um, að hann var í hettupeysu einhversstaðar... þar sem hann var !! Bjargaði deginum fyrir mér... eða alls ekki... Fólk er í alvöru, á kaupi við að skrifa svona fréttir...

Jónína Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 12:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er nú svo hjartanlega sammála því að maður er búinn að fá sig fullsaddan af brúnuðum kart. ásamt öllu hinu,
sátum hérna í gær tengdasonur minn og ég, hann var að sækja litlu snúllurnar, en fengum okkur samt smá kaffi sopa, ég kom með konfekt á borðið með við fengum okkur bæði, eftir smá stund þá litum við á hvort annað og maður fær sér ekki af löngun heldur vana.
Nú verður þessu að linna, ekkert múður,
bara pasta, fiskur, kjúklingur fram að Páskum, en hafið þið prófað
sinnepsbrúnaðar kart. nei annars er hætt. Bæ.Bæ.
                             Knús á þig Jenný mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.1.2008 kl. 13:14

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Milla: Sinnepsbrúnaðar?  Segi sona, hehe

Jónína: Var hanní HETTUPEYSU OMG!

Jóna: Nú er að taka daginn á venjulegheitunum.  Okkur verður ekki skotaskuld úr því.

Ragnhildur: Hver matarsukkdagurinn á fætur öðrum hefur dunið á manni og hetjulega hafa konur látið yfir sig ganga

SD: Sömuleiðis láttu þér líða vel.

Hrönnsla: Við gerum okkar besta til að ná okkur á flug.

Ljónynjan: Gleðilegt ár sömuleiðis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2008 kl. 14:32

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný fékkstu vatn í munninn, já sko þú bræðir í potti
3=4 mats. púðursykur,  100. g.r. smjör,  og 4. mats af sinnepi
frá wilde Appetite, heitir Sundried Tomato Mustard, það fæst hjá krydd og olíur á Laugaveginum. Sýður svo litlar kart. afhýðir ekki og brúnar í
jukkinu. Gott með bæði fisk og kjöti.
               Bone Appitit.
                                                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.1.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband