Leita í fréttum mbl.is

Í háðtíðarskapi?

Ég er ekki í hátíðarskapi akkúrat núna, þó ég muni smella í gírinn af gömlum vana klukkan 18,00, ef ég þekki mig rétt. Og þá verð ég auðvitað gripin eintómri hamingju.

En í morgun horfði ég á Silfrið á netinu, komst ekki til þess í gær vegna augljósra anna.

Á einum stað spyr Egill, Össur og Þorgerði Katrínu hvort þau séu búin að skila rauðvíninu frá Landsbankanum.  Án þess að ég tíundi kjaftæðið um það mál út í hörgul, þá fannst hvorki Össuri né ÞK ástæða til að skila svona gjöfum.  Össur sagði eitthvað á þá leið, að þetta væri nú bara ein flaska og ekki líkleg að hafa áhrif á störf sín sem ráðherra. (Hann hafði reyndar ekki fundið flöskuna heima hjá sér, þannig að það sé á hreinu).

En ef flöskurnar væru tvær?  Eða kassi?  Eða eitthvað annað?  Hvenær fara gjafir að skipta máli og hafa áhrif?

Mig langar ekki til að komast að því.  Ég vil ekki að Alþingismenn taki við gjöfum frá fyrirtækjum og einstaklingum.  Þetta fólk er í vinnu hjá þjóðinni og fær greidd sín laun.  Þeir hljóta að geta séð sér fyrir sínu konfekti og áfengi sjálfir. 

Þingmennirnir eiga að vera hafnir yfir allan grun um að hægt sé að múta þeim.  Ég er ekki að halda því fram að það sé hægt, en með því að hafa reglur um gjafir í starfi þá er vandamálið úr sögunni.  Einfalt mál, gengsæi og allt uppi á borðinu.

Og hvaða andskotans sleikjugangur er þetta í fyrirtækjum (og einstaklingum? Veit það ekki) að vera bera gjafir á þjóðkjörna fulltrúa?

Er Landsbankinn með rauðvínið að sýna af sér hjartahlýju?  Vó hvað það eru staðir til í samfélaginu sem gætu þegið andvirði rauðvínsins sem ágætlega haldnir Alþingismennirnir fengu fyrir jólin.

Einhversstaðar las ég um vinnureglu í bandaríska stjórnkerfinu, þar sem allar gjafir væru skráðar.  Mikið langar mig til að vita hvort gjafir til fólksins á Alþingi eru til í einhverskonar bókhaldi.

Þetta var mín hamför á síðasta degi ársins.

Nú er lag að breyta hlutnum.

Svo finnst mér ekkert að því að  ráðherrar keyri um á venjulegum fólksbílum, ef endilega þarf að greiða undir þá blikkbelju.  Það er ekki náttúrulögmál að hafa hlutina eins og þeir eru.  Ég er orðin leið á þessum lúxus allsstaðar í opinbera kerfinu.  Einkafyrirtæki ráða því hvernig þau eyða og ráðstafa sínu fé, en opinberar stofnanir eru eign almennings í þessu landi.  Ég vil að þær reki sig í takt við lífskjör þeirra sem eiga þau.  Það er "we the people".

Svei mér þá, ef ég er ekki töluvert lengra til vinstri en ég hélt.  Ætlar þetta aldrei að flysjast af mér?

Omægodd. 

Halefuckinglúja. Ég er strax komin í betra skap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það hefði náttúrlega verið hneyksli ef kona hefði ekki hamfarabloggað síðasta dag ársins. Annars er ég sammála þér og þetta er vel orðað: ...með því að hafa reglur um gjafir í starfi þá er vandamálið úr sögunni.  Einfalt mál, gengsæi og allt uppi á borðinu.

Alveg furðulegt að Landsbankinn sjái ástæðu til að senda alþingismönnum rautt. Hvað með aðra viðskiptavini bankans? Fengu þeir líka slíka gjöf? Eru allir alþingismennirnir viðskiptavinir bankans?

Annars bara góð. Ég sko. Búin að fara í Bónus og alles

Jóna Á. Gísladóttir, 31.12.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Rebbý

áramótakvitt - þú ert stundum allt of dugleg að tjá þig fyrir annasama konu  en takk samt fyrir það sem ég hef náð að lesa í gegnum.
Gleðilegt árið og takk fyrir ýmsar vangaveltur sem komið hafa hér í gegn

Rebbý, 31.12.2007 kl. 15:29

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég fékk hurðaskelli í jólagjöf frá Glitni! Svo fékk ég risastórt dagatal í Eimskip sem þurfti sér póstsendil með heim að dyrum og flottar myndir eftir RAX en svona hengir maður ekki upp á heimilum  mesta lagi í fyrirtækjum - forljótt form að mínu mati og auðvitað glanspappír!

Edda Agnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 15:53

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilegt ár elskan!

Edda Agnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ójá - þeir eru alveg örugglega margir staðirnir sem hefðu getað notað andvirði vínsins og verið betur að því komnir heldur en þingmenn og ráðherrar.

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 16:02

6 identicon

Talað og ritað eins og út úr mínu hjarta eða heila. Árið Jenný, megi næsta ár gefa þér og þínum farsæld.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:27

7 identicon

Ha var Össur búinn með sitt rauðvín.Drakk hann það um nótt á meðan hann bloggar?Hehehehehehe.Nei smá djóke.Silfrið fannst mér ekkert sérstakt.Þar sem Reynir Traustason er í viðtali getur ekki orðið góður þáttur í mínum huga.Hann er einn af mjög fáum mönnum sem ég get varla þolað að líta augum.

GLEÐILEGT ÁR FLOTTA KONA.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:30

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt ár Jenný mín og til þinna.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 16:39

9 identicon

Ég sé að fólk er bara að drukkna í gjöfum frá hinum og þessum en - moi- hef ekki séð nokkra einustu jólagjöf frá neinni af þessum stofnunum sem ég borga vextina mína til

Ég er sammála þér með þetta eins og svo margt annað. Hér eiga prinsipp, einhverjar skýrar reglur að gilda.

Annars er innlitið til að óska uppáhaldsbloggvinkonunni minni gleðilegs árs og friðar. Það eitt að hafa kynnst þér gerir þetta ár að góðu uppskeruári fyrir mig - knús til ykkar allra

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:43

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Kæra Jenný þakka þér fyrir skemtileg og fræðandi kynni á blogginu á árinu sem er að líða.

Óska þér alls hins besta á nýju ári.

Þröstur Unnar, 31.12.2007 kl. 17:51

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf hægt að stóla á þig með hressileikann.  Mér finnast þessar gjafir rugl, enda voru þau Þorgerður og Össur sammála Agli um það í þættinum að best væri að sleppa þessum gjöfum, svo það bara virðast allir sammála nema bankamenn. Verðum bara að herja á guttana.  Svo með bílamálin, það kom aðeins upp i síldinni í dag og einhver skaut nú á Steingrím að hann ætti jeppa og þá sagði hann "já, en frekar lítinn" ég er bara fegin að hann á jeppa, annars hefði ábyggilega farið ver þegar hann lenti útaf. Annars sögðu Húsvíkingar um það mál að Steingrímur væri svo á móti öllu, að ástæðan fyrir því að hann hafi ekki dáið væri sú að hann hefði bara einfaldlega verið á móti því    Noisemaker 1 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 18:16

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gleðilegt nýtt ár!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.12.2007 kl. 23:40

13 Smámynd: Linda litla

Gleðilegt ár Jenný

Linda litla, 1.1.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.