Leita í fréttum mbl.is

Lítil stúlka á afmæli í dag!

Jenný Una Eriksdóttir er þriggja ára í dag.  Hvorki meira né minna.  Eftir þessum degi hefur verið beðið lengi, eiginlega alveg síðan hún varð tveggja ára.

Hann hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig, þessi blessaði dagur, en þegar að pabbi hennar var á leið að ná í afmælisbarnið ásam dúkkuvagni og öðrum fylgihlutum, vildi ekki betur til en svo að hann festist í risastórum vatnsflaumi hérna í brekkunni.

Einar fór af stað og reyndi að aðstoða, ekkert gekk og nú voru góð ráð dýr.  Afmælisveisla á að hefjast klukkan þrjú og heiðursgesturinn sjálfur fastur hjá ömmunni uppi í Seljahverfi.

Hverjir björguðu málinu?  Björgunarsveitarmenn, en ekki hvað.  Er það nema von að kona hafi kvatt til að  fólk keypti flugelda af þeim og engum öðrum.

Ég mun elska þá eins lengi og ég lifi, vegna þess að fyrir þeirra tilstuðlan bjargaðist dagurinn hennar Jennýjar Unu.

Nú er amman á fullu, að taka sig til og mæta í partíið.

Myndin er nýleg af Jenný og pabba hennar að gera sig klár fyrir jólin.

Þið sjáið að Jennslan er búin að greiða pabbanum og hann mjög fínn.

Fréttir úr veislu síðar.

Leitergæs.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju Jenný Una!

og til hamingju með skottuna þína Jenný

Huld S. Ringsted, 30.12.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Hugarfluga

Til hamingju með afmælið, Jenný Una stóra systir !!    Knúsaðu ömmu gömlu frá mér!

Hugarfluga, 30.12.2007 kl. 15:01

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingju öllsömul.

Heiða Þórðar, 30.12.2007 kl. 15:06

4 identicon

Æi hvað þetta er krúttleg saga af dásamlegri prinsessu sem á engan sinn líka. Innilega til hamingju með hana og sjálfa þig - Hlakka til að heyra fréttir af veislu. Knús til þín og allra þinna

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eftirminnilegaru afmælisdagur og ekki komið kvöld ennþá, innilega til hamingju með litla gullmolann þinn. Þið eruð flottastar.

               Happy New Year   ég sé fyrir mér að það sé annar snillingur í kortunum, fyrst þau systkynin eru í sama stjörnumerki mætti segja mér að sá stuttu verði ekki síðri karakter.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 15:15

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Til hamingju Jenny Una með þriggja ára afmælið. Til hamingju þið öll.  Mér finnst Erik ógisslega flottur með svona gosbrunn

Jóna Á. Gísladóttir, 30.12.2007 kl. 15:39

7 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar hamingjuóskir með afmælið -gildir bæði fyrir barn og ömmu

Ragnheiður , 30.12.2007 kl. 15:48

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

<br>

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2007 kl. 15:55

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einhver mistök urðu þarna örugglega tölvukerfið, ekki mér að kenna
nei ó nei. heyrðu annars til hamingju með hana litlu nöfnu þína
hún er yndisleg, vona að þú hafir komist í afmælið fyrir látum.
hetjurnar okkar þeir eru þvílíkt flottir.

                                 Kveðjur og hafðu það
                                 gott um áramótin Jenný mín.
                                            Milla. 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2007 kl. 15:59

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með afmælisbarnið  

Pabbinn er hrikalega flottur með þessa greiðslu

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 16:04

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með stóru( orðin friggja ára )stelpuna,jiii það er svo gaman að hafa svona skottur í kringum sig

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.12.2007 kl. 18:10

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með þessa flottu ömmustelpu! Það er ótrúlega flott að vera þriggja !

Sunna Dóra Möller, 30.12.2007 kl. 18:24

13 identicon

Til hamingju með skottuna þína

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 18:30

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með litlu elskuna hana nöfnu þína. Hún er greinilega alveg yndislegt barn! Mikið hlýnaði mér um hjartarætur þegar ég las um elsku björgunarsveitina sem bjargaði afmælinu hennar. Knús í bæinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2007 kl. 18:47

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Myndarleg ljósmynd - til lukku með kríli nr. 1!

Edda Agnarsdóttir, 30.12.2007 kl. 19:44

16 identicon

Til hamingju með flottu skottu.. hún er rúsína ársins.

Hafðu það svo gott Jenný mín yfir áramótin.

Knús

Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 19:50

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hamingjuóskir með litla skottið

Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 21:30

18 identicon

 Til hayndiðmingju Jenný Una með afmælið og elsku Jenný mín til hamingju með Jenný Unu.

Þín systir Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:47

19 identicon

Hæ aftur þetta átti að vera til hamingju Jenný Una.

Ingunn aftur

Ingunn (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:50

20 Smámynd: Jens Guð

  Til lukku með nöfnu þína. 

Jens Guð, 30.12.2007 kl. 23:05

21 identicon

Þú ert lukkustráð manneskja Jenný. Árið og allt það.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 00:55

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Til hamingju með stúlkuna og Gleðilegt ár kæra Jenný !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 01:00

23 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju með Jenný, Jenný.

Georg Eiður Arnarson, 31.12.2007 kl. 01:36

24 Smámynd: Blómið

Happy birthday to you, happy birthday to you  Til hamingju með afmælið kæra Jenný Anna.   Fjórða árið er innan seilingar

Blómið, 31.12.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.