Sunnudagur, 30. desember 2007
Eru það læri og lendar sem gera málið?
Vei, vei, hvað Frakkar eru að gera það gott í umburðarlyndi gagnvart dræsugangi fegurðardrottninga. Ungfrú Frakkland sem var að glyðrast á myndum, fær að vera áfram fegurst franskra kvenna.
Fyrirgefið en ég skil ekki alveg um hvað málið snýst.
Ætla að reyna að klippa þetta út í pappa fyrir sjálfa mig.
Stúlka fer í fegurðarsamkeppni.
Til að hægt sé að dæma fegurð hennar, verður hún að ganga um allt fyrir framan milljón manns á bikiníi eða sundbol og háhæluðum skóm.
Fegurðin hlýtur þá að liggja að einhverju leyti í lærum og lendum stúlkunnar.
Og eitthvað hlýtur þessi nektarsýning að hafa með kynþokkamælingu að gera. Annars væri strippið fyrir framan dómnefndina óþarfi og stúlkan gæti þá verið í kápu með trefil og þyrfti ekki að eiga á hættu að forkelast.
Ok, svo langt sem það nær.
En svo fer sama stúlka í myndatöku, þar sem viðfangið er sama andlit, sömu læri og lendar, bak og brjóst, og það verður allt vitlaust og nú er gjörningurinn orðin ósæmilegur og myndirnar "vafasamar".
Ég veit ekki með ykkur, en þetta er mér hulin ráðgáta.
Einhver með svar við þessu öllu saman?
Og í leiðinni má svara því hvers vegna fegurðardrottningar mega ekki vera mæður, er eitthvað ófagurt við þær?
Og ein spurning að lokum. Ég hef tekið eftir því að í dómnefndum í keppnum í fegurð eru alltaf einhverjir geithafrar. Æi svona kallar sem hafa átt skemmtistaði, nú eða eru fyrirtækiseigendur með feit veski eða ferðaskrifstofueigendur. Af hverju í ósköpunum eru þeir fegurðarsérfræðingar?
Annars er ég að spyrja í bríaríi. Mér finnast fegurðarsamkeppnir alveg ógeðslega sorglegar. Það er svo sárt að sjá fallegar stúlkur, stikla um hálfberar á háum hælum og láta mæla sig út í bak og fyrir. Mig langar alltaf til að fara og ná í þær, vefja um þær teppi og gefa þeim heitt kakó eða eitthvað. Mér finnst umkomuleysi þeirra algjört og þær svo varnarlausar eitthvað.
Svona er nú mín upplifun og ekki orð um það meir.
Súmí.
Úje
Ungfrú Frakkland heldur titlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Spegill,spegill herm þú mér.......Já þessar hrútasýningar eru dapurlegar. En ég get skilið unga snót sem sér þarna tækifæri til að ferðast og gjafirnar mar, eins og önnur ferming.
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 02:16
Gvuuuuð kona þú ert svo mikið krútt. Heitt kakó..
Jóna Á. Gísladóttir, 30.12.2007 kl. 02:42
Fegurðarsamkeppnir eru ein dapurlegasta birtingarmynd firringar. Eins og ég hef áður minnst á þá átti ég bandarískan tengdaföður til næstum aldarfjórðungs. Var þess vegna með annan fótinn í Bandaríkjunum þann tíma. Afskræming eða öfgar þessara fegurðarsamkeppna í Bandaríkjunum nær viðbjóðslega langt niður til barna. Þú birtir þarna mynd af barni sem sigraði í fegurðarsamkeppni barna, var nauðgað og myrt af nágranna.
Önnur og jafnvel enn ljótari birtingarmynd fegurðarkeppni er að í bandaískum framhaldsskólum tíðkast að velja ljótasta nemandann. Það er varið af skólayfirvöldum með þeim rökum að það efli sjálfsmynd allra hinna sem ekki eru kosnir ljótasti nemandinn.
Janis Joplin var á sínum tíma kosin ljótasti nemandi skólans. Sú útnefning er talin hafa átt stóran þátt í sjálfseyðingarhvöt hennar. Það er vitaskuld áfall fyrir 15 - 16 ára ungling að vera kosinn ljótasti nemandi 500 - 600 manna skóla. Þetta er ótrúlegur viðbjóður og ótrúlegt að skuli njóta vinsælda.
Jens Guð, 30.12.2007 kl. 02:56
Mér finnst það sem Jens segir frá, miklu ljótara Stúlka velur sjálf að fara í fegurðarsamkeppni, en það velur enginn að fara í keppni um hver er ljótastur....
Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 09:40
Jenný ég á engin svör við þessu, en flott komment hjá ykkur strákar.
Rétt hjá Jónínu stúlkan velur að fara í keppni, en börnin ráða engu,
algjörlega óvarin fyrir ósóma fullorna fólksins, á Íslandi þarf ekki að kjósa um neitt börnin í skólanum segja bara það sem foreldrarnir segja
og særa fullt að börnum. eitt barna barnið mitt byrjaði í nýjum skóla, hún þekkti 2 stelpur fór að leika við þær, eftir nokkra daga kom ein önnur til hennar og spurði eigum við að leika? já já sagði mín, en þá komu hinar og spurðu ætlar þú að leika við þessa stelpu? mín sagði já, þá leikum við ekki við þig því mamma segir að hún sé ekki nógu fín. Enn mín sagði bara það er allt í lagi, en ég ætla að leika við hana.
Þetta er svona og örugglega margt verra.
Má til að segja ykkur eina enn þó þetta verði ritgerð hjá mér.
Þegar ég var yngri ja svona 16=17 ára var ég að vinna hjá Loftleiðum
Þá var haldin svona keppni í Tívolí (þeir muna þetta sem eru gamlir eins og ég) Þá var komið til mín ég beðin að taka þátt, en ég sagði nú bara við hana Báru Brynjólfs sem var að safna stúlkum í keppnina.
Þetta kemur ekki til greina, útrætt má, nei ekki aldeilis ég varð að fá pabba til að tala við þau fyrir rest því frekjan var orðin slík.
Ég er nú bara að segja þetta til að lýsa þrístingnum sem er á þessar stelpur. Fyrirgefðu ritgerðina Jenný.
Takk fyrir mig.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2007 kl. 10:28
Akkúrat! Þvílík hræsni! Stúlkan er látin spígspora hálfnakin á pinnahælum fyrir framan dómara, en má síðan ekki hafa sést hálfnakin á ljósmyndum eða eiga barn (það gefur nebblega til kynna að hún sé ekki hrein mey, sko). Smekklaust.
Hugarfluga, 30.12.2007 kl. 11:15
Vafasasamar myndir, humm, held það sé krossinum og jógúrtinu að kenna, en svona hafa menn skrítinn þankagang. Veit bara að ef ég færi í svona keppni ynni ég örrgla. Allavegana þá eru þetta lummó keppnir, en guuuððð ég átti ekki von á þessu (grákall/kelling)
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 11:24
Ég hef náttlega aldrei skilið hvernig hægt er að keppa í fegurð ? Sumum finnst eitt fallegt meðan öðrum finnst annað fallegt. Fegurð er svo mikið smekksatriði.
Oft í gegnum tíðina hef ég hitt fólk sem ekki hefði hlotið náð fyrir augum svokallaðra dómnefnda í slíkum keppnum en viðkomandi aðilar reynst vera svo miklir gullmolar að allar fegurðarsamkeppnir hefðu bliknað við hliðina á þeim.
Fallegar umbúðir eru ágætar til síns brúks en eru hreint ekki aðalatriðið.
Ragnheiður , 30.12.2007 kl. 11:50
Hehehehehe.Var að klára mitt morgunkakó og er orðið hlítt eftir fokið úti áðan.Góð kommennt.Fegurðarsamkeppni þykir mér frekar hallærislegt fyrirbæri pg svo er það toppurinn FEGURÐARSAMKEPPNI KARLA.OMG það er það hallærislegasta af öllu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 12:27
Merkileg þessi andúð feminista á fegurð, hefur örugglega eitthvað með þeirra eigið útlit að gera. Það er ekki eins og fólk hætti að láta fegurð stjórna makavali, bara ef femmunum tekst að útrýma fegurðarkeppnum. Þannig að þeirra möguleikar aukast ekkert.
Annars merkilegar ályktanir sem pistlahöfundur dregur, varnarlausar stelpuborur á sviði, hálfnaktar, og akfeitir kallar með peningaveski að góna á þær. Þunnur þrettándi og fordómar fávís feminista.
Bjarni (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 13:58
Bjarni: Þú gengur sem sagt út frá því að allar konur dreymi um að vera valdar fegurstar kvenna? Og jafnframt ályktar þú svo að ef konu finnst fegurðarsamkeppni niðrandi fyrir kynsystur sínar þá sé hún að glíma við erfiðleika við að ná sátt við eigið útlit. Dásamleg röksemdafærsla. Svo lítið skotheld að það er ekki hægt annað en að brosa að henni. Svo eru nú öllu fleiri en yfirlýstir femínistar sem sjá niðurlæginguna í svona keppnum. Ójá. Og hvað varðar dómnefndir þá er karlkynshluti þeirra undarlega valinn svo ekki sé meira sagt. En kannski eru einhverjar reglur til um fegurð og fallþunga, sem er vitneskja innvígðra karlpunga.
Takk fyrir góðar umræður þið öll hin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2007 kl. 14:43
Eru þessir menn ekki þarna afþví að þeir fjármagna keppnina? Hvort sem er í formi gjafa eða beinhörðum peningum... veit það ekki, en dettur það helst í hug.
Er það síðan ekki líka þannig að allar "vafa"myndbirtingar af þessum stúlkum eru bannaðar fyrir og á meðan keppni stendur? Útaf að fegurðarsamkeppnin, eða þeir sem reka þær, "eiga" keppendurna. Hefur eitthvað að gera með að allt gangi jafnt yfir þær allar, ekki að þær séu hálf eða als naktar... Held það allavega.
Síðan á sú sem er Ungfrú whatever að vera fyrirmynd annarra stúlkna, þar sem hún er drottning, að lifa prinsessudrauminn sinn með kórónu og allt. enda er það alveg vitað að heitasta ósk allra stelpna er að vera prinsessa.... er það ekki annars???
Annars þykja mér þessar keppnir alveg átakanlega kjánalegar, hvenær er maður í háhæluðum skóm í bíkiníi á ströndinni? Ég fæ alltaf nettan kjánahroll þegar ég sé þetta. Síðan er þetta alltaf að verða firrtara og firrtara, og stelpurnar eru orðnar minna og minna eins og þær eiga að sér að vera, þar sem þær þurfa að breyta algjörlega um lífstíl, hætta að borða mat og vera í ræktinni allann daginn til þess að "tóna sig" as in, grenna sig afþví að þær eru allar "of feitar" og ekki nógu skornar... Það er sick.
En eðlilega eru þetta allt sama fordómar í mér, skildi ég verða uppnefnd fávís femínisti fyrir þetta koment? Það væri skondið...
Friður.
Signý, 30.12.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.