Leita í fréttum mbl.is

Nú er að halda kjafti og vera kjút

NTC (hvað sem það nú er) hefur talað.  Við eigum að vera kvenlegar og fágaðar um áramótin stelpurnar.

Ekkert attitjúd, engar skoðanir, blúndan inni, groddinn úti og nú er að dingla augnahárunum (gervi sko).

Nú er að demba sér í Barbí fasann.  Heyrast ekki en sjást og vera afskaplega fallegegar og fágaðar.

Er hægt að hafa gaman í fylleríisflóðinu sem skellur á og vera fágaður í leiðinni?

Mig langar að sjá það.

Vonandi eru ekki margar konur sem taka við skipunum að ofan.

Let your hair down girls og djammið eins og motherfuckers, þið sem eruð á þeim buxunum (blúndukjólnum).

Og hér er lag áramótana fyrir íslenskar konur.

bb


mbl.is Kvenlegar og fágaðar um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er bara svo lítil dama í mér...hahahaha....neita að fara eftir svona fyrirmælum að ofan og ætla að vera eins og mér líður best og í fötum sem að mér líður vel og mér er hlýtt í! Ég er löngu hætt að frjósa fyrir stælinn !

Sunna Dóra Möller, 29.12.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Beauty Pageant Auðvitað bara dúlllur með bros á vör og ekki segja orð.

Beauty Pageant

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  Þetta er nú BARA fyndið! 

Hvað er annars NTC?

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2007 kl. 15:35

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hí hí KISS aðferðin.... keep it simple and stupid.... virkar vel fyrir mig, góður matur, smá vinna og fágunin, sem farið er fram á fer forgörðum eins og venjulega... Barbí og ég vorum aldrei neinir pallar og svo þegi ég ekki meðan ég hef málið

Og hvað er NTC ?

Jónína Dúadóttir, 29.12.2007 kl. 16:32

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Línan fyrir okkur er munntóbak og viðrekstrar, loðin bumban úti, hrotur, hryglur og fenómenalt dónalegur munnsöfnuður.  Þetta er lagið okkar í ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 16:46

6 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég ætla að brussast sem aldrei fyrr - og aldrei stoltari að vera í flokki íslenskra brussa!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.12.2007 kl. 16:59

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Leggings og blúndur,um mig fer hrollur.Eru ekki pinnaskór með svona til að halda sér í tískunni, með öllu ölvuðu fólkinu í kringum þig .Tala ekki um ef þú þarft að labba í bænum.Kanski var fréttin brandari 

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 17:19

8 identicon

Ég er ekki lítið búin að reyna að vera barbí í gegnum tíðina. En svo rann af mér og ég er bara hugguleg síðan.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 17:23

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

víííí, ég verð alveg í stílnum, pallíettukjól og leggings undir

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.12.2007 kl. 18:06

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla nú bara rétt að vona að áramótapallíettukjóllinn minn síðan í fyrra rennist yfir mjaðmirnar á mér í ár.

Leggíngs, er það ekki eitthvað svona 'eightíz' ?

Steingrímur Helgason, 29.12.2007 kl. 22:10

11 Smámynd: Vendetta

Það þarf gífurlegt átak til þess að íslenzkar konur verði kvenlegar.

Vendetta, 29.12.2007 kl. 22:33

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fer fram á við Vendettu að hann/hún skilgreini hvað hann/hún á við með "kvenlegur" í þessari athugasemd. Það þarf að skilgreina hugtök rækilega áður en alhæft er svona um þau.

Takk.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2007 kl. 22:45

13 identicon

Ég ætla að vera í þykku mórauðu vaðmálsbrókunum mínum og gömlu peysufötunum af henni langömmu, en hurru á einhver ykkar skinnskó að lána mér við?

Hófý Sig (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:22

14 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Allt sem konur gera er sjálfkrafa kvenlegt, þannig að við erum jafn kvenlegar í blúndu og bússum.

Svala Jónsdóttir, 30.12.2007 kl. 00:02

15 Smámynd: Ragnheiður

Fyrirgefðu allt trubblið í dag í kringum húsband...ég ætla að vera ég sjálf á gamlárs...skást sollis kellingin

Ragnheiður , 30.12.2007 kl. 00:26

16 Smámynd: Jens Guð

...svo er biskupinn að væla undan því að tíðarandinn sé að ræna frá honum karlmennsku.  Og vitnar til trésmiðsins Jósefs sem feðraði athugasemdalaust eingetið barn konu sinnar,  Maríu.  ja,  hérna. 

Jens Guð, 30.12.2007 kl. 00:31

17 identicon

Ég er búinn að marglesa greinina með kynjagleraugum, karlrembugleraugum og meira að segja lesgleraugum.

Hvergi sé ég getið neitt um þetta "Ekkert attitjúd, engar skoðanir" nú eða þetta "Heyrast ekki en sjást".

Er ég með vitlaus gleraugu eða eru þetta þínar hugmyndir um kvenleikann?

Borat 

Borat (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 00:39

18 identicon

Keypti mér leðurstígvél í dag, sléttbotna. Er ég ekki glötuð eikkað og unfit???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 01:10

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Til hamingju með stígvél, fékkstu ráðgjöf hjá NTC áður en þú keyptir?

Borat: Lestu gleraugnalaust, þá rennur kannski upp fyrir þér sá einfaldi sannleikur að það er verið að við eigum að vera kvenlegar og fágaðar í klæðaburði um áramót.  Með öðrum orðum það er tískan.

Annars þakka ég öll komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2007 kl. 01:24

20 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Alveg ótrúlegt að konur skuli láta segja sér hvað sé fínt og flott eða í tísku.

Hvar er sjálfstæður vilji og hugrekki til að vera bara þú.

Árið 2008 að koma og enn er verið að skreyta sig eins og páfagaukur á steinöld.

Hvernig á að taka konur alvarlega á meðan þessi andlega fötlun er enn til staðar á 21 öldinni.  

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.12.2007 kl. 10:50

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Steingrímur, eitís er inni...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.12.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2987242

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.