Laugardagur, 29. desember 2007
Áramótaheit? - No way José
Það er varla kjaftur sem ég þekki og tala reglulega við, sem strengir ekki einhverskonar áramótaheit.
Áramótaheit eru plágur.
Þau eru oftar en ekki kæfð í fæðingu, því lundarfarið okkar er þannig að við erum meyr og lítil í okkur eftir jólin og áramótin, þegar allt hátíðahald er á enda og myrkrið eitt ríkir og fólk missir móðinn, þegar kemur að því að breyta einhverju stórvægilegu á þessum tímamótum. Í raun ætti að strengja áramótaheit á Jónsmessunni, þegar allt er bjart og hlutirnir verða svo syngjandi léttir.
Aldrei stigið á stokk.
Ég er forstokkuð að þessu leyti. Ég hef aldrei strengt áramótaheit. Ég þekki nefnilega sjálfa mig og veit að ég fer í algjöran mótþróa, þegar ég ákveð að gera eitthvað til betrunar og forsendurnar eru bara þær að það er að koma nýtt ár. Það er bara ekki nægjanleg hvatning finnst mér og þess vegna veit ég að það verður brotið nánast samstundis og uppskeran verður samviskubit og tilfinningin af að ég sé veiklunduð og skortur á sjálfsaga sé algjör.
Öðruvísi áramótaheit.
Samt má segja að ég strengi einhverskonar áramótaheit. Ég ákveð nefnilega um hver einustu áramót, svona inni í sjálfri mér (og segi engum frá, þið þegið yfir þessu við heimspressuna)að ég ætli að hafa ennþá meira gaman á nýju ári en því síðasta. Stundum skvetti ég með þessu loforði til sjálfrar mín, fyrirætlun um að verða betri manneskja með hverjum deginum, svo fremi sem mér er það mögulegt.
Einn dagur í einu.
Það má segja að á hverju kvöldi strengi ég heit, í huganum, ein með sjálfri mér, áður en ég sofna. Ég ákveð að ég ætli að vera edrú þegar ég vakna að morgni og þar til ég leggst til svefns að kvöldi. Það er vinnuaðferð í edrúmennskunni og einn dagur í vöku er cabát það sem ég treysti mér til að höndla í loforðum gagnvart sjálfri mér. Og það hefur gagnast mér ágætlega í bráðum fimmtán mánuði.
Ég mun ekki "áramótaheita" eftirfarandi:
Að hætta að reykja.
Að fara í líkamsrækt.
Að borða hollt (geri það nú þegar svona oftar en ekki)
Að ganga meira.
Að vera hagsýnni en ég er.
Að fara í sólarlandaferð eða til Kúbu, þangað sem mig langar mest af öllu til að koma.
En...
..ég hef allt ofangreint í huga og meira til. Á hraða snigilsins stefni ég hátt. Hátt á minn mælikvarða sko.
Eftir að hafa verið í myrkrinu lengi og náð inn í dagsljósið er allt annað hjóm eitt. Nái ég að vera í ljósinu, allsgáð innan um þá sem ég elska, vantar mig asskotann ekkert frekar. Það sem veitist mér umfram það lít ég á sem verðlaun eða bónus. Ekkert flóknara en það.
Lestirnir eru svo dægradvöl, sem ég losa mig við ef ég er í stuði og löngunin kemur yfir mig.
Þannig...
að nú er bara að haffa kaman og lifffa því lífi sem mér hefur verið afhent.
Falalalala og úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Einhvern tíma þegar allir í kringum mig voru að strengja áramótaheit strengdi ég þess heit að strengja aldrei áramótaheit. Ég hef staðið við það heit.
Benedikt Halldórsson, 29.12.2007 kl. 09:40
Hallgerður: Engin ástæða að bíða fram á grafarbakka (erum við kannski ódauðlegar?). Tökum vopnin með og drífum okkur, áður er sá gamli er allur. Muhaha
Benedikt: Flottur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 10:18
Ég hef aldrei strengt áramótaheit. Hef samt örugglega mjög oft lofað sjálfri mér því að tekið verði á mataræðinu á nýju ári. Hefur samt ekkert með áramót að gera. Mikið frekar jólin og allt átið í kringum þau.
Þetta er fallegur pistill frú Jenný Anna.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 11:24
Er hætt að drekka,reykja,blóta og borða "bara"hollt(jólin ekki tekin með)og hreyfi mig þokkalega.En meiri hreyfing verður á nýju ári og íþróttablogg.Jú það verður einhverstaðar að ná í efni í bloggið.Það má ýkja eða segja ósatt.Ekki endalaust hægt að segja sögur úr sundi.Svo skrifa ég í það minnsta eina bók á nýju ári og geri sjónvarpsþátt og svo frv.hehehehehe.Hógvær að vanda
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:09
Ég strengi ekki áramótaheit frekar en þú, en hugsa um það hvað ég vil helst hafa öðruvísi á nýju ári en því síðasta, kalla það að skerpa fókusinn. Annars er ég stundum dálítið vonlaus á gamlárskvöld þegar fer að nálgast miðnætti, verð eitthvað voðalega meyr og sakna þess sem var án þess að geta sett puttann nákvæmlega á það hvers vegna og hvað nákvæmlega það er. Líklega er það bara eitt af þessu skrýtna og óskiljanlega við undirritaða
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:21
Ég ætla strengja sama áramótaheit núna og ég hef gert undanfarin ár þ.e. að láta þetta ár verða mér og mínum gott og gjöfult og stefna að því að verða betri manneskja en ég er ásamt því að láta heiðarleikann vera mitt aðalsmerki áfram.
Dísa Dóra, 29.12.2007 kl. 13:24
Ég strengi aldrei áramótaheit heldur, nema eins og þú segir Jenný í huganum tala ég við sjálfa mig. Ætla að reyna að vera ennþá betri og þolinmóðari manneskja á þessu ári. Gengur misvel,enda er maður bara mannlegur og er að þroskast hægt og sígandi í þessu lífi
Nema kannski ég byrji að blogga á nýju ári, búin að opna blogg síðu undir M en hef mig ekki í að segja neitt eehhehe. Finnst ég ekki hafa neitt að segja þó ég fái oft munnræpu,
Hafið það gott öll sömul yfir áramótin og farið varlega
M (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:35
Ég strengi aldrei áramótaheit heldur, nema eins og þú segir Jenný í huganum tala ég við sjálfa mig. Ætla að reyna að vera ennþá betri og þolinmóðari manneskja á þessu ári. Gengur misvel,enda er maður bara mannlegur og er að þroskast hægt og sígandi í þessu lífi
Nema kannski ég byrji að blogga á nýju ári, búin að opna blogg síðu undir M en hef mig ekki í að segja neitt eehhehe. Finnst ég ekki hafa neitt að segja þó ég fái oft munnræpu,
Hafið það gott öll sömul yfir áramótin og farið varlega
M, 29.12.2007 kl. 13:37
Ég hef aldrei einu sinni reynt að strengja áramótaheit. Mér hefur alltaf fundist eins og fólk sé að ljúga að sjálfu sér með því - enda minnist ég þess ekki að staðið hafi verið við eitt einasta heit sem strengt hefur verið af vinum mínum og kunningjum.
Þá er kannski betra að gera eins og sumir hafa nefnt hér, að spjalla við sálina í sjálfum sér og íhuga það sem betur má fara og taka það svo í rólegheitunum.
Annars bestu hátíðar- og nýárskveðjur frá London.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2007 kl. 14:18
Ég er svo sammála þér hér! Ég verð alltaf svo áramótadöpur og melodramatísk að ég get ekki hugsað fram á veginn og strengt einhver heit ! mér finnst nýárið alltaf svo óskrifað eitthvað og ég veit aldrei hvað gerist á komandi ári, þannig að það að strengja einhver heit væri það síðasta sem að ég geri hahahaha.......of upptekin við að hugsa til baka og líta yfir liðna tíð til að geta horft fram á við !
Þetta rjátlast þó af mér fljótt og ég verð sama glaða ég á nó tæm...upprisa annan jan á vörutalningardaginn !
Bestu kveðjur !
Sunna Dóra Möller, 29.12.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.