Föstudagur, 28. desember 2007
Loksins gerist eitthvað í þvagleggsmálinu
Þvagleggsmálið margfræga, hefur nú dregið dilk á eftir sér.
Læknir og hjúkrunarfræðingur hafa verið kærð til landlæknisembættisins fyrir að hafa tekið þvagsýni úr komu gegn vilja hennar, að kröfu lögreglu á Slefossi (Þvagleggs lögregluumdæminu) í mars s.l. Einn af læknum konunnar kærði aðgerðirnar.
"Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur sent eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna upplýsingar um mál konunnar. Það er líka í skoðun hjá umboðsmanni Alþingis og hjá starfshópi sem samgönguráðherra skipaði."
Konan sem grunuð var um ölvun við akstur, var tekin með valdi og í hana settur þvagleggur til að ná úr heni þvagsýni.
Eins og fólk sjálfsagt man, ákvað ríkissaksóknari að aðhafast ekkert í málinu.
Þetta er eitt af óhuggulegri málum af ofbeldi lögreglu sem ég hef lesið um hin síðari ár.
Gott að það er ekki látið falla í gleymskunnar dá.
Svo er að fylgjast með.
Ójá.
Kærð fyrir þvagsýnatöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði, Þvagleggur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ofbeldi lögreglu? Hvað með þetta kvendi sem ók (líklega) full, var með hótanir í garð lögreglu og sjúkraflutningamanna. Mér finnst nú þáttur læknisins sem kærir kollega sinn og hjúkrunarfræðinginn athyglisverðari.
Hversu langt á aumingjadýrkunin að ganga?
Hvumpinn, 28.12.2007 kl. 08:01
"Mannréttindaskrifstofa Íslanmds" hvað gefur þessu fólki rétt til að nota þetta nafn? Svar ekkert, konan ætlaði bara að koma sér unda ákæru með hvaða ráðum sem hægt var og það er grundvöllurinn og einnig það að dómaframkvæmt hefur verið þannig að ef lögreglan hefur ekki heft þau sýni sem hún hefur þurft þá hafa brotlegir sloppið í ölvunarakstri í stað þess að líta á neitun á sýni sem játun.
Einar Þór Strand, 28.12.2007 kl. 08:08
Þarna er málið komið í þann farveg sem það átti að fara í strax í upphafi og ég benti á á minni bloggsíðu á sínum tíma.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 08:30
Þótt hún hefði hvolft úr heilli vodka flösku fyrir framan þá, þá má lögregla ekki misnota vald sitt svona, það er alveg á hreinu, og sérstaklega ekki hjúkrunarfólk og læknar. Það fólk sver víst þann eið að meiða engann. Það hefði verið hægt að bíða, því einhverntíma verður konan að pissa. Þetta miskunarlausa ofbeldi á hendur konu sem að var "grunuð" um ölvun er algjörlega óafsakanlegt. Ég gæti séð þetta gerast einhversstaðar í nomannslandi þar sem að mannréttindi eru engin. En hér? Þetta er bara rugl. Fólk á að missa starfsréttindi fyrir svona framferði.
Aumingjadýrkun segir einhver. Ofbeldisdýrkun segi ég.
Linda (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 08:31
Þetta er óhugguleg meðferð á manneskju, alveg burtséð frá því hvað hún er talin hafa gert af sér
Jónína Dúadóttir, 28.12.2007 kl. 08:32
Hallgerður,
Enginn að tala um auga fyrir auga, en með afbrotum kemur fólk sér í þær aðstæður að hugsanlega þarf að taka á því. Og ekki færðu mig til að finna til með þessari manneskju. Segir kannski eitthvað um hana að skv. fréttum hafi "einn af læknum" hennar kært. Flest fólk hefur varla einn lækni hvað þá nokkra.
Ég er eindregið á móti því að afbrotafólk geti notað þær aðferðir sem yfirvöld þurfa að beita það sem einhverja afsökun eða reynt að kalla fram meðaumkun vegna þeirra aðstæðna sem það kom sér sjálft í.
Hvumpinn, 28.12.2007 kl. 08:34
Sem sagt eftir því sem best verður séð þá óska konur þess að konur fái alltaf sérmeðferð ef þær brjóta af sér en körlum sé refsað eins og lög leyfa. Því hefði lögreglan ekki fengið sýnin þá hefði hún sloppið með 3 mánuði max. Þetta var ekki ofbeldi heldur í raun kaup kaups og það er staðreynd að þetta hefur verið gert við karla við svipaðar aðstæður, en í flestum tilfellum skammar fólk sín fyrir að hafa ekið undir áhrifum og þegir. Og af því að þetta skeði á Selfossi þá má segja að Eyþór Arnalds hafi sýnt að hann hafði manndóm til að skammast sín eftir sína ökuferð, en þessi kona kann auðsjáanlega ekki að gera það og læknirinn hennar ekki heldur, í raun ætti að svipta lækninn sem kærir lækningaleyfinu fyrir að kæra í svona máli.
Einar Þór Strand, 28.12.2007 kl. 09:25
Ég er hjartanlega sammála Jónínu og Lindu hér fyrir ofan. Ég bara skil ekki að svona gerist á Íslandi. Þau sem sáu um að taka þetta þvagsýni hjá vesalings konunni , hafa kannski haldið að þau væru að leika í hasar bíómynd. Nei... halló !
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 28.12.2007 kl. 09:36
Sé einhver grunaður um að aka undir áhrifum ber viðkomandi að skaffa þau lífsýni sem beðið er um. Hefði verið setið yfir konunni þar til hún væri búin að pissa, væri með sömu rökum hægt að segja það brot á persónufrelsi, eða særð blygðunar kennd.
Þegar afbrot eru framin þarf lögreglan því miður oft að beita hörðu til að ná valdi á aðstæðum.
Ég þekki ekki þetta einstaka mál og veit ekki hvort hafi verið beitt óþarfa hörku strax í upphafi, eða hvort hefði mátt "lempa" konuna til með góðu, oftast er það hægt í svona tilfellum. Lögreglan ætti að fara yfir það með sínu innra eftirliti. En lífsýnið varð konan að gefa, ef ekki með góðu, þá með illu.
Athygli sem þetta einstaka mál fær virðist mér benda til þess að blessuð konan eigi "góða að". Samúðin er sjaldnast með þeim sem aka fullir, ekki síst ef þeir rífa svo kjaft á eftir.
Árni Pálsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 09:37
ÉG HEF ENGA SAMÚÐ MEÐ ÞEIM SEM KEYRA FULLIR, ALLS ENGA OG ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ DEBATTERA UM ÞAÐ, SVONA ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ.
Hvumpinn: Ertu á því að fólk sé tekið með valdi og gert inngrip í líkama þess, ef það brýtur lög? Hvað með stólpípu upp í endaþarma, ef það þjónar sýnatöku? Hvar eru mörkin?
Einar Þór: Fylgstu með umræðunni, þessi röksemd að hún hefði getað sloppið ef ekki hefði komið til þessarar innrásar í líkama hennar, er kjaftæði. Í öðrum umdæmum er eifaldlega beðið þar til viðkomandi þarf að pissa og það dugar vel. En Þvaleggslögreglan er sú eina sem séð hefur ásæðu til að fara þessa skammarlegu leið.
Linda: Sammála, ofbeldisdýrkun og valdaflipp. Og læknirinn og hjúkkan, hvers lags fólk er það sem fer svona út af sporinu og gengur í berhögg við læknaeiðinn?
Þrymur: Ein vond gjörð (keyra full) réttlætir ekki aðra.
Hallgerður: Sammála, það er einhver heift og hamingja hjá sumum með að aðskotahlut skuli hafa verið troðið með valdi inn í líkamaa konunnar. Minnir á eitthvað ekki satt?
Jónína: Satt hjá þér.
Einar Þór: Mér finnst þú fara niður á ansi langt plan með að halda því fram að konur séu að biðja um sérmeðferð. Mér tæki alveg jafn sárt ef þvagleggur hefði verið settur upp í karlmann með ofbeldi. Hvers lags eiginlega kjánalókík er þetta maður?
Hvumpinn: Það eru sem sagt ekki merkilegir pappírar það fólk sem hefur fleiri en einn læknir, kannski bara aumingjar. Möguleg skýring: Þvagvandamál, bólgur vegna ofbeldis við þvagleggsinnsetningu (læknir 1), Áfallalíðan og önnur sálræn kreppa eftir ofbeldið (læknir 2).
Auðvitað á að refsa fólki, Hvumpinn, en allir eiga rétt á að það sé borin fyrir þeim virðing sem manneskjum, að hegðun þeirra sem vald hafa gagnvart fólki sem hefur brotið af sér, sé óumdeilanlega réttu megin við strikið. Það er krafa samfélagsins.
Árni: Þú getur reynt að réttlæta þessa gjörð þar til þú verður blár í framan, en hér muntu ekki uppskera örðu.
Guðbjörg: Sammála
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 10:27
Sigurður: Hér erum við sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 10:29
Það væri öllum sama ef einhver fullur karl hefði lent í því sama. Ætli við myndum nokkuð heyra af því máli ?
sorrý, engin vorkun hérna!
Viðar Freyr Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 11:12
Jenný!
Einhver misskilningur að ég sé að réttlæta þessa þvagleggsaðgerð fram yfir aðrar, enda hef ég enga þekkingu á þeim gjörningi. Það var líka hægt að loka hann inni og bíða þar til hún þurfti að skila frá sér í viðurvist lögreglu eða heilbrigðisstarfsmanns.
En undir engum kringumstæðum má hún vera frjáls ferða sinna fyrr en sýni er skilað. það er það sem ég á við þegar ég tala um að skila sýni með góðu eða illu. En trúlega hefðu einhverjir fordæmt þann gjörning líka.
Árni Pálsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 11:15
Ef ég man rétt var búið að taka blóðsýni og þar með búið að afla sönnunargagna til að kæra hana fyrir ölvunarakstur. Það var búið að stöðva akstur hennar og þar með almannahaxmunum þjónað.
Að taka þvagsýni var í þessu tilviki í einum og einungis einum tilgangi gert: Að auka refsingu viðkomandi. Það réttlætir ENGAN veginn að fara með offorsi inn í viðkvæma staði líkama manneskju! Lögreglan var búin að stöðva ölvunarakstur manneskjunnar og búin að afla sönnunargagna á téðum akstri. Þessi þvagsýnistaka var bara ,,overkill" (þið afsakið orðbragðið...)
Sigurjón, 28.12.2007 kl. 12:18
Góður punktur Arngrímur. Sýzlumaðurinn er frægur fasisti.
Sigurjón, 28.12.2007 kl. 12:32
Konan var lögð á bekk. Lögreglumaður lá ofan á bringu hennar, annar hélt niðri mjöðmum, sá þriðji fótum og við þessar aðstæður var svo ráðist á milli fóta hennar og troðið upp í hana þvaglegg.
Eðlileg afgreiðsla?
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 12:58
Þetta er viðbjóðslegar aðfarir sem þarna áttu sér stað. Mig hryllir við þeim. EKKERT RÉTTLÆTIR ÞÆR FREKAR EN ÖLVUNARAKSTUR.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 13:27
Það getur tæplega verið að konan hafi verið komin heim til sín þegar lögreglan tók hana. Ekki man ég þá rétt eftir málinu. Ef ég man rétt, var hún hirt upp úti á götu og farið með hana á lögreglustöðina.
Sigurjón, 28.12.2007 kl. 17:10
Nákvæmlega ekkert sem réttlætir svona valdníðslu og gott hjá konunni að láta ekki vaða yfir sig á skítugum ofbeldisskóm án þess að leita réttar síns.....en að sjálfsögðu á enginn að aka undir áhrifum nokkurra eiturlyfja, hvort sem það er löglega dópið alcóhól eða önnur vímuefni.
Georg P Sveinbjörnsson, 28.12.2007 kl. 19:43
Einar Þór Strand, síðan hvenær tíðkast það að troða þvaglegg með valdi upp í þvagrás karlmanna ef þeir eru staðnir að sama broti?
Nefndu dæmi, vertu ekki með þessa sleggjudóma og kynjamisréttisvæl. Það er alls ekki það sem málið snýst um.
Anna Lilja, 28.12.2007 kl. 20:56
Frábært að sjá fólk réttlæta hlut sem er engu skárri en nauðgun í mínum augum...
"Hefði verið setið yfir konunni þar til hún væri búin að pissa, væri með sömu rökum hægt að segja það brot á persónufrelsi, eða særð blygðunar kennd."
Jesús ertu að segja að það sé jafn slæmt og það sem átti sér stað ?
"Konan var lögð á bekk. Lögreglumaður lá ofan á bringu hennar, annar hélt niðri mjöðmum, sá þriðji fótum og við þessar aðstæður var svo ráðist á milli fóta hennar og troðið upp í hana þvaglegg."
Ég vona allavegana að þessum mönnum verði hent úr lögreglunni og þeir fái góðan dóm fyrir.
stebbi (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:48
Hef nú ekki nennt að lesa allar þessar hártoganir um þetta umdeilda mál. Það er greinilegt af skrifum fólks að ekkert þeirra hefur þurft að fá þvaglegg. Það er óþægilegt og niðurlægjandi jafnvel þótt það sé gert á spítala í ró og næði af einni manneskju. Hvað þá við þessar ofbeldisfullu aðstæður.
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.