Leita í fréttum mbl.is

Smá jólasnúra

 

Þetta er jólasnúra.

Reykjavíkurborg leggur 55 milljónir til SÁÁ, til ýmissa verkefna,næstu þrjú árin.  Þakka skyldi þeim.  Mér finnst þetta sjálfsagt og eðllegt en hefði viljað sjá helmingi hærri upphæð frá borginni í málefnið.  Þá hefði ég framkallað vísi af hneigingu.

 Það fer hreint ótrúlega í taugarnar á mér að SÁÁ skuli sífellt vera að berjast í bökkum.

Svo er annað sem er merkilegt svo ekki sé meira sagt og svei mér ef ég legg ekki fyrirspurn fyrir hann Þórarinn Tyfiringsson,yfirlækni á Vogi varðandi það mál, bara hér á blogginu mínu.

Af hverju eru 50% líkur á, ef pabbi karlmanns hefur farið á Vog að sonurinn fari líka, áður en hann verður 70 ára en ekki dæturnar?

Mér finnst það svo merkilegt.  Er annað mynstur í gangi með konur?

Ég er að drepast úr forvitni. 

Hvað með mig alkann sem hefur farið í meðferð á Vogi?  Ég á dætur.

Eru einhverjar svona prósentulíkur á að þær endi á Vogi vegna þess?

Mikið skelfing vildi ég fá svar við þessu.

Merkilegt.

En til hamingju með peningana SÁÁ.  Mikið skelfing eigið þið þá skilið.

Nú er ég á leið í lúll, edrú og glöð, þrátt fyrir að ég hafi ekki verið í mínu besta skapi í kvöld.

Guð gefi mér æðruleysi

ójá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já.. merkilega að orði komist. En hvað ef þú ert karlmaður, pabbi þinn er/var bullandi alkahólisti en fór aldrei inn á Vog...? Hljómar eins og þetta hafi eitthvað með Vog að gera, en er alveg örugglega ekki meint þannig.

Já, Þórarinn verður að svara fyrirspurn um muninn á mæðgna-genum og feðga-genum hvað þetta varðar.

Knús á þig. Svei mér ef maður kemur sér ekki í koju núna

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 02:17

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Alkahólistar (menn) sem fara á Vog eiga kannski bara syni, ekki dætur??  þetta er skrítin frétt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2007 kl. 02:49

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mikið var að þú náðir því nú að koma einhverju frá þér.

Er í læ að mar fái að lúlla smá núna ?

Það er leikskólafrí á morgun, skiljú ?

Mamma mín fór í meðferð, ég líka, framvegis kenni ég náttla henni um.

Næst, dramakvínast hraðar, takk ?

Steingrímur Helgason, 28.12.2007 kl. 02:53

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nokkuð merkilegt innslag frá Þórarni í fréttunum. Fyrir sjötugt? Ég er nú rétt að skríða í fimmtugt og finnst eins og kominn sé tími á smá "trítment". Vona að það raski ekki meðaltalinu. Er þetta ekki full hár öryggisstuðull að slá fram, ha.? Sjötugur gerir maður/kona sennilega fátt í nafni foreldra sinna annað en að ánafna skógræktinni landskikanum eða  jörðinni sem enginn vill lengur búa á, einhverri góðgerðarstofnuninni. Ekki þar fyrir, að með svona kommentum er ekki við öðru að búast en að fáist meira en 55 millur, svona þannig lagað séð. "Lame statement" Þórarinn, en ekki orð um það meir. SÁÁ á meira skilið en þessa nálús úr hendi yfirvalda.

Halldór Egill Guðnason, 28.12.2007 kl. 03:24

5 identicon

SÁÁ er í svelti eins og aðrar heilbrigðisstofnanir. Það er svo flott að hafa 83 milljarða í tekjuafgang. Svo ættirðu að tala við Kára Stefánsson um alkagenin. En tilhneygingin gengur klárlega í erfðir.Til hamingju með edrú-jól. Sigur fyrir þig

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 03:25

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góðan daginn dúlla. Vona að það liggi betur á þér í dag

Hrönn Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 06:26

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

55 milljónir eru auðvitað svolítið há upphæð fyrir mig, en ekki í þetta málefni, það minnkar líka upphæðina verulega að deila í hana með þremur ! Ég fatta ekki tölfræði sem fjallar um líkur á því að fólk geri eitthvað af því að foreldrarnir gerðu eða gerðu ekki....  Pabbi minn var alkóhólisti en hann fór aldrei á Vog, hann ætlaði sko ekkert að láta fólk halda að hann væri einhver fyllibytta !                                    En systur mínar fóru....

Jónína Dúadóttir, 28.12.2007 kl. 07:37

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Steingrímur drepur mig

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 07:59

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Arg ég ligg í kasti.  Það var reyndar ekki þetta sem ég átti eftir að blogga um, þetta var gert í kúlinu.  Hahahahaha, allt annað sem var að fara með mig.  Blogga um það í apríl þegar ég er búin að jafna mig. En drengur, þú ert dúlla.

Þið eruð það reyndar öll.  Love u guys

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31