Leita í fréttum mbl.is

Ertu í Sviðsljósinu í dag Gunna Jóns?

Ég veit um Sviðsljósið, þáttinn hennar Ellýjar á Mogganum.  Svona selebb dálkur þar sem hún talar við þá sem teljast "frægir" á Íslandi.  Flott hjá þeim á Mogganum, mjög margir æstir í slúður og að fá að fylgjast með þeim sem detta inn reglulega sem frægir og eftirsóknarverðir einstaklingar.

Ég fékk bara kast í dag þegar ég sá auglýsinguna í Mogganum varðandi Sviðsljósið.  Hún hljómaði eitthvað á þessa leið: Ert þú í Sviðsljósinu í dag?  Gáðu.

Líklegt að Jóna og Gunna, Siggi og Halldóra séu vaðandi uppi í Sviðsljósinu.  Hver býr til þessar auglýsingar?

Svo var ég að horfa á Kastljós.  Það var talað við Jón Ásgeir og Björgúlf Thor.  Um leið og farið er að tala við milljarðamæringana dett ég út, ég einfaldlega skil ekki tungumálið, hugsunarháttinn eða raunveruleika þeirra.  Með því er ég ekki að segja að það sé eitthvað að þeim, eða mér, þarna eru bara tveir heimar svo gjörsamlega óbrúanlegir.

Nú, nenni ekki meiru.

Langar að hella úr skálum reiði minnar hér, út af ákveðnum hlut.

Geri það þegar ég hef talið upp að 568745894

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég sá þessa sömu auglýsingu... en ég gáði ekki

Ertu ekki bara svolítið lengi að telja upp í 5687.......

Jónína Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kveldúlfur er kominn í kerlinguna mína.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2007 kl. 20:38

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að telja...

Jón Steinar: Gott ef það eru ekki tveir andsk.. Kv.úlfar að ergja mig í augnablikinu og ég sem á brúðkaupsafmæli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 20:49

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju með Brúðkaupsafmælið elsku hjartans Jenný mín.  Stuttur göngutúr eða spjall við lítið barn bjargar Kveldúlfnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2007 kl. 20:52

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Það er brú á milli þessara heima, bara að ná beygjunni.

Hvað ertu komin hátt?

Þröstur Unnar, 27.12.2007 kl. 21:00

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nebb Hallgerður, ég var ekki þarna.  Mun ekki verða og á betur heima í Landbúnaðarblaðinu.  Endurtek: Sviðsljósið truflar mig ekkert af því ég fer ekki þangað inn.  Kapíss?

Vér getum ekki öll haft sama smekk.  Hér við hirðina erum himinn og hafa á milli uppáhalds í bókmenntum og fleiru.  Lalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 21:08

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með brúðkaupsafmælið, snúllið mitt. Ég kolféll í gildru Sviðsljóss og flýtti mér að kíkja, hélt kannski að fallegustu bloggararnir, þeir gáfuðustu og slíkt væru þar mærðir bak og fyrir ... en engin Gurrí! Bið á því að ég kíki aftur. Hmprrr

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 21:59

8 Smámynd: Signý

Helltu úr skálum reiði þinnar kona!! Við þurfum á því að halda stundum

Signý, 27.12.2007 kl. 22:06

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með brúðkaupsafmælið.

Helltu kona helltu reiðinni út, þú ert skemmtilegur penni, ekki síst þegar þú lest einhverjum pistilinn

Láttu það bara koma.

Marta B Helgadóttir, 27.12.2007 kl. 22:12

10 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Æ það eru bara svo fáir ríkir og frægir á Íslandi, það er bara alltaf sama fólkið að tala við hvert annað í svona þáttum. Skyldu þau virkilega halda að þau séu fræg??

Erna Bjarnadóttir, 27.12.2007 kl. 22:32

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjú með ykkur, kona...

Farðu að koma með þetta, bloggheimar standa á öndinni, & þetta er frekar smávaxin smáfríðönd, með minna en meðal þanþol...

Steingrímur Helgason, 27.12.2007 kl. 23:01

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með brúðkaupsafmælið!

En ertu ekki að verða búin að telja, við bíðum öll að farast úr spenningi og forvitni

Huld S. Ringsted, 27.12.2007 kl. 23:02

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, heltuheltuheltu kella og helst yfir sjálfa þig líka!

Til lukku með ég myndi giska á svona 5 til 15 ára afmælið með þeim nýjasta!

En láttu nú ekki svona, aldrei fórstu á Maxim´s eða Goldfinger, en þeir trufluðu þig þói samt!

Alltílagialltílagi, kannski ekki alveg líku saman að jafna, það eru jú jól og þá á maður ekki að vera of stríðin!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2007 kl. 23:02

14 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Til hamingju með brúðkaupsafmælið.

Þú ert nú orðin svo víðfrægur bloggari að þú ferð örugglega bráðum að koma í sviðsljósinu hennar Ellýjar.....ofurbloggarinn Jenný (29) bloggar og bloggar - eða eitthvað

Björg K. Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 23:10

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vertu bara reið, það er svo gott.  knús á þig kona

Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 23:35

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Bíð spennt! Svona koma svo Jennsla.

Heiða Þórðar, 27.12.2007 kl. 23:43

17 Smámynd: Einar Indriðason

Ég er búinn að búa mér til virki úr púðunum úr sófanum mínum.  Láttu vaða!

Einar Indriðason, 27.12.2007 kl. 23:50

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

568744999,  568745000, 568745001...

Jóna Á. Gísladóttir, 27.12.2007 kl. 23:57

19 Smámynd: halkatla

uh ég gái sko á hverjum degi, alltaf jafn spennt, ég veit að draumurinn rætist einhvern daginn  jæja, best að fara að gá, ég kemst ekki í sviðsljósið með því að hanga hér eða hvað?

halkatla, 28.12.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband