Fimmtudagur, 27. desember 2007
Sukkjöfnun og perrafegurðarsamkeppni
Ég vaknaði í morgun með matarógeð.
Renndi mér í huganum yfir inntöku á mat og fylgihlutum yfir jóladagana og varð óglatt.
Ég er sko ekki eins og hann Þórbergur sem elskaði að gera það en fékk ógeð á kynlífi um leið og hann fékk það.
Sko, róleg, varðandi mat, er ekki að ræða mitt kynlíf hérna, hef gert það sinnum þrír eins og börnin mín sanna svo fallega.
Engar ríðingar án framleiðsluhugsunar hér, þið saurugu lesendur. (Þetta er heilagleikajöfnun, búin að vera svo væmin yfir jólin).
En án gamans þá er þetta beinlinis stórhættulegt að borða svona mikið af óhollum mat, fleiri daga í röð og ég er ekki sú versta, enda nokkuð fljót að verða södd.
En það er eins og ég sé ólétt af steini, algjörum grjóthnullungi.
Annars bara góð. Ég og bandið ætlum að borða fjallagrös fram á gamló.
Það er skemmst frá því að segja, að þrátt fyrir lélegar prógnósur frá umhverfinu eigum við bandi 10 ára brúðkaupsafmæli í dag. Takk og takk og allt það. Sleppum hamingjuóskum á prenti, því ég hef fengið svo margar fallegar undanfarið. Mig langar í umræður um mat, óheilbrigt líferni (með því auðvitað) og svo langar mig að koma upp heilafegurðarsamkeppni þar sem verðlaunað verður fyrir kvenfyrirlitningu og subbulegar hugsanir sem myndbirtast í bloggfærslum og athugasemdakerfum.
Ég er með tilnefningu. Alkóatalsmanninn rauðhærða sem hefur stofnað til fegurðarsamkeppni feminista inni á síðunni sinni og allar subburnar í kommnetakerfinu eru tilnefndir líka.
Komið endilega með tilnefningar. Af nógu er að taka. Ótrúlegustu menn hafa kynt undir sóðalegri umræðu um feminista og feminisma á árinu. Egill Helga lagði t.d. sitt af mörkum. Margir kvenhatarar sáu hann sem leiðtoga sinn í greininni, eins og sjá má í athugasemdum á blogginu hans. Reyndar var Agli alls ekki gefið um það, þannig að honum er fyrirgefið.
Úrslit verða tilkynnt á gamló. Verðlaunin eru ferð til Kolbeinseyjar, vetrarlangt.
Annars er þetta blogg um sukkjöfnun í mat.
Ég er ÖLL komin aftur, ég verð aftur góð og blíð þegar gamló gengur í garð. Þangað til ætla ég að rífa kjaft.
Ég elska ykkur öll, bloggvinir og aðrir gestir.
En nú er ekkert falalalala í dag, það verður tekið á morgun.
Súmítúðedogskikkmíandbítmíækenteikitt!
Úje.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sukkjöfnun, hmmm af hverju bara að einskorða hana við mat? Hvað með innkaupajöfnun eftir jólaflóðið. Svefnjöfnun eftir marga frídaga í röð.
Ingi Geir Hreinsson, 27.12.2007 kl. 11:25
Takk fyrir jólakveðjuna hjá mér og hlýjar kveðjur til þín og þinna héðan frá Akureyri. Vona bara að fjallagrösin smakkist bærilega ... hjá mér heldur sukkið áfram, þar sem eldað verður lasagna í kvöld ...já, þvílíkur ólifnaður á manni þessa dagana.
En gleðilega hátíð, elsku Jenný. Hafið það gott það sem eftir lifir árs, og takk fyrir skemmtileg kynni, sem vonandi vara áfram næstu ár!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:27
Ég er ekki komin að hinum jöfnununum Ingi Geir. Rólegur, vér gerum ekki allt í einu hér við hirðina
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 11:27
Gleðilega hátíð. Auðvitað er maður búin að eta á sig gat, en mér hefur mistekist algerlega að éta á mig óværu, sem auðvitað hefði verið sérlega smellið með tilliti til aukakílóa. Nei, nei, ég verð bara þrifalegri og þrifalegri.
krossgata, 27.12.2007 kl. 11:35
Hahaha éta fjallagrös fram að gamló Einhverntímann hlæ ég yfir mig að lesa bloggið þitt.
En til hamingju með brúðkaupsafmælið elskuleg. Og bara til hamingju með allt lífið. Það er yndislegt að lesa færslurnar þínar og sjá hvað þú hefur í raun og veru komið langan veg framávið. Það er örugglega gott fyrir svo marga að fylgjast með þér og lesa. Sérstaklega þeir sem þekkja til vandamálsins, af eigin raun eða ættingja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 11:45
Fjallagrasapaté, fjallagrasasúpa, fjallagrös "de le Chéf Enorme", fölsk fjallagrös, fjallagrasagúllas, innbökuð fjallagrös....... ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2007 kl. 12:27
Ég ætla sko að óska þér og bandinu til hamingju með daginn, yndislegt að halda upp á svona daga. Ég hef lesið svo lítið frá "karlrembum" að ég get bara ekki tilnefnt neinn. Búðu til ysting úr grösunum, ostarnir eru æðislegir.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:43
til hamingju með daginn þið gömlu
Skemmtileg tilviljun þetta með subbu-tilnefningar.. ætlaði einmitt að setja inn færslu um kommentakerfið hjá Gerði Önnudóttur. Í gær las ég færslu hjá því fyrirbrigði og varð óglatt af því að lesa kommentin þar. Ég tilnefni því kommentakerfið hjá skvísunni.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.12.2007 kl. 13:07
Hahaha...æj úpps. Ég held að ég kjósi ekki í þessu vali þarna, tek ekki sjénsinn á þessu vetrarfríi á Kolbeinsey. Ég er hinsvegar svo heppin að ganga ekki með stórt steinbarn eftir þessi jól...þegar maður er á spani að afhenda öðrum mat út og suður þá hefur það áhrif á lystina a.m.k. hjá mér.
Til lykke með brúðkaupsafmælið..sendi klús á kallinn þinn.
Ragnheiður , 27.12.2007 kl. 13:26
gleymdi að segja: meilí meil
Jóna Á. Gísladóttir, 27.12.2007 kl. 13:33
Til hamingju með brúðkaupsafmælið
En já maður er sko búin að borða yfir sig af mat, smákökum og nammi þessi jólin. Ætli það verði ekki bara Danski kúrinn eftir þrettándann bara
Bryndís R (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:34
Ég er að borða hafragraut og það er svo gott, umm ahh dísös
Varðandi subbutilnefningar þá eru feminísku jólakortin ofarlega á blaði, líka Gerður Önnudóttir enda virðast bæði fyrirbærin koma úr sama ranni. Sem einlægur jafnréttissinni þá vona ég að við gleymum ekki að bera virðingu hvert fyrir öðru og standa saman í baráttunni fyrir jafnrétti. Það vinnst ekkert með því að tala niður til karlmanna á þann hátt sem við konur myndum aldrei vilja láta tala til okkar. Svona ruddaskapur er bara skemmdarverk.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.12.2007 kl. 13:59
Ég ákvað að fara ekki inn á bloggið eftir að ég hafði lesið fyrstu tvö kommentin. Það fór um mig svo mikill aumingja hrollur að ég var lengi að jafna mig. Þvílíkir karlmenn! Höfundurinn fer þar fremstur í flokki.....´
Þeim er nú bara vorkunn þessum köllum með litlu typpin.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 27.12.2007 kl. 14:01
Ein aðferðin til að þagga niður í fólki er að reyna að gera grín að því. Ég skil ekki hvers vegna svona margir karlmenn eru hræddir við femínista, svo hræddir að þeir reyna með öllum ráðum að þagga niður í þeim/okkur. Vilja þeir ekki að dætur/mæður/eiginkonur þeirra séu metnar að verðleikum og fái sömu tækifæri og karlmenn? Mér finnst málflutningur femínistanna rifinn illilega úr samhengi og hamast er við að misskilja allt. Þetta er bara þöggun sem vonandi misheppnast og hefur ekki áhrif. Knús í bæinn, elskan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2007 kl. 14:02
Til lukku með daginn !
Ég hef borðað fullkomlega yfir mig af Hreindýrakjöti, Kalkúnakjöti, Rjúpum. sælgæti og kökum! Nú er farið í aðhald fram á gamlárs og ég er búin að hlaupa 4.8 km í morgun....jei fyrir mér !
Nú er sannarlega sukkjöfnun í gangi...en það er bara svo gott að borða svona góðan mat...ég verð alltaf smá döpur þegar fisk- og grjónagrautsvertíðin gengur í garð í janúar..! En það má þó hugsa til þess að páskar eru snemma í ár hahahaha...stutt í næstu hátíð í bæ !
tjusss....
Sunna Dóra Möller, 27.12.2007 kl. 14:40
Mitt komment á við um keppnina hjá ÓV
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 27.12.2007 kl. 14:42
Til hamingju með brúðkaupsafmælið É ætla að sleppa keppninni, mig langar ekki baun til að vera heilan vetur í Kolbeinsey
Jónína Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 15:26
Til hamingju með daginn kona góð. Var að snæða hafragraut með rúsínum og sojamjólk útá í hádegismat.Nói-Síríus er búinn.Bara kál og hafrar hér fram á seinnipart á mánudag.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 15:36
Er ekki hægt að breyta verðlaununum, t.d. að vera að sumarlangt á Bahamaeyjum ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2007 kl. 15:39
til hamingju með það Jenný, finnst þér annars voða gaman að safna öllu skemmtilegu saman í eina og sömu vikuna ha?
talandi um mat þá þarf nú ekki mikið til að ég fyllist ógeði á matarvenjum mínum þessa dagana, þær eru ekki par fagrar, og aukakílóin hlaða sér kát og glöð á minn annars fagra líkama... en ég meina eitthvað verður maður að gefa eftir, ég hugsa sko aldrei um kynlíf en mjög mikið um pizzur
halkatla, 27.12.2007 kl. 15:40
Sko stlepur, HALLÓ, öll ljós kveikt og enginn heima? Þið fáið ekki verðlaunin. Fegurðarkóngurinn fær þau og Kolbeinsey smellpassar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 17:12
Ég bara verð að óska þér og bandinu til hamingju með daginn. Það er alltaf eitthvað fallegt við brúðkaupsafmæli - a.m.k. ef fólk er enn hamingjusamt saman þegar þessir dagar koma.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.12.2007 kl. 20:47
Mér sýndist sukkjöfnunarmerkið þitt fyrst vera ný útgáfa af lógói fyrir Framsóknarflokkinn. Til hamingju með brúðkaupsafmælið
PS. Mjög góður leiðari í Fréttablaðinu í dag um karlmennsku.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.12.2007 kl. 21:16
Alltaf er ég of seinn til...
Sett mitt skófar á flestar eyjar hérlendis nema þessa, & svo er allt búið þegar ég ætla að fá að vera með.
'Zwindl...'
Klaga í júnó ...
Steingrímur Helgason, 27.12.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.